Lesbók Morgunblaðsins - 16.07.1969, Síða 26
Arið 1865 stóð franski
sagnamaðurinn Jules Verne á
mörkum goðsagnar og raun-
veruleika. Galileo, Copernicus,
Kepler og Newton höfðu þegar
rannsakað og fært í letur lög-
málin um eðli geimisins og him-
intunglanna. Er Jules Verne
komst til vits og þroska var
lítið eftir annað en lausn
þess vandamáls að upphugsa og
smíða hæfan farkost til tungl-
ferðarinnar.
S pútnikskot Rússa árið
1957 var ekki fyrsta innbrot
mannkynsins í liinn ósnerta
geim né heldur kapphlaupið til
tunglsins með yfirlýsingu John
Kennedy's árið 1961. Hugur
mannkynsins hafði borið það
alla leið til stjarnanna löngu
áður, en eldflaugar komu til
sögunnar. Goðsögni.ti um Icarus
er elzti skráði forfaðir Spútn-
iks.
Einhver varð að gera tilraun-
ina. Ritari Byssuklúbbsins tróð
sér inn um opið, dró vistirnar
á eftir og lokaði. Viku síðar
brotnaði innsiglið. Það var öðru
nær en hin tilbúna loftblanda
hefði skaðað ritarann. Hann
hafði jafnvel fitnað!
Farið var úr ál. Það var þrír
metrar í þvermál og fimm á hæð.
í því voru nægar vistir auk gass
til upphitunar og lýsingar.
Apollofarið er nokkru stærra
en far Vemes. En það er gífur-
lega miklu flóknara. Efnið er
hið sama, ál. Áhöfnin er einnig
jafnstór.
Enn verður einhver að gera til
raunina. Þrír flugliðsforingjar
dvöldust fimm daga í Apollo-
fari fyrir ferðina til að þraut-
reyna þrýsting við ýmsar að-
stæður.
1. bókum sínum „Tungl-
flaugin" og „Ferðin umhverf-
is tunglið" dró Verne upp
ótrúlega raunsannar myndir
af aðstæðum handa þeim
kynslóðum, sem nú eru að
hrinda Apolloáætluninni í fram
kvæmd. Verne fór svaðilfarir
sínar í hægindastól. Hann bland
aði í þær skrípamynd af amer-
ískri tæknistefnu. Byssuklúbb-
ur Baltinuoreborgar er hlið-
stæða Geimferðastofnunarinnar.
Klúbburinn var félagsskapur
roskinna Þrælastríðsskyttna,
sem gagnteknar voru hergagna
iðnaðaráráttu og tunglskot
þeirra var uppfylling æðsta
draums þeirra og hámark árátt-
unnar.
Aldar-
gamalt
tunglskot
Jules
Vernes
Samanburður
á hugmyndum
hans og veru-
leikanum á
vorum timum
Þeir tróðu ketti og íkoma í kúl
una, skutu henni á loft og
horfðu á eftir henni fljúga
boga sinn og falla síðan í sjó-
inn. Er kúlan var opnuð stökk
kötturinn út. íkominn var
í maga hans!
Fyrsta fómardýr geimferð-
anna varð ekki íkorni heldur
Spútniktíkin Laika. Myndin sýn
ir geimapann Sam, sem skotið
var á loft laust fyrir 1960.
Þeir urðu frá sér numdir, er
þeir sáu, að handleggirnir féllu
ekki lengur að síðum, er þeir
réttu þá út. Þeir hlógu sig mátt
lausa að tilburðum' sínum.
Geimfarar 20. aldarinnar hafa
tekið þyngdarleysinu sýnu bet
ur en landkrabbar fyrstu sjó-
ferðinni. William Anders eltir
hér tannbursta sinn um farið
sjónvarpsáhorfendum til
skemmtunar.
B ækur Vernes prédikuðu
guðspjall tækninnar um allan
hinn vestræna heim og sáðu
víða fræi draumsins um þróun-
ina og framfarirnar. Og þetta
var san.narlega ekki til ónýtis.
Þeir þrír menn, sem taldir eru
höfundar geimferðanna (Kon-
stantín Tsiolkovsky, Robert
Goddard og Hermann Oberth)
rekja allir áhuga sinn á geim-
ferðum til bóka Vemes.
N- - -
11 u a dogum er fremur
hljótt um geimsögur Jules Vem
es. Það stafar af því, að geim-
ferðir eru orðnar daglegt brauð
að heita má. Lesendum geðjast
því betur að háspeki Stanleys
Kubricks „2001 — (geimferð
Ódysseifs)“. En þrátt fyrir það
er auðséð á þessum teikningum
og klausum, að spámennska
Vemes á annað skilið en
gleymsku. Hann hittir naglann
ótrúlega oft á höfuðið. T.d.
ákveður hann staðinn á Flor-
ídaskaga, mennirnir em þrir,
sem skotið er á loft í lokaðri
kúlu. Þeir upplifa þyngdar-
leysið og lenda að lokum á haf-
inu.
Þegar tími var til kominn ýtti
Ardan á hnappinn. Þeir heyrðu
Iágar drunur og sáu snöggt
Ieiftur utan gluggans. Þessu
fylgdi mikið högg.
Örlagaríkasta stundin í Apollo-
ferðunum er, þegar aflvélamar
eru ræstar til að beina farinu á
heimleið. Vinni vélamar ekki
rétt mun farið hringsóla um
tunglið til eilífðamóns.
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. júM 1969