Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 4
EINKA- MÁL Smásaga eftir Beppe Fenoglio TJmsjónarkonan gægðist fyrir homið. „Andspymumaður/‘ æpti hún. „Hvað viltu? A3 hverjum ertu að leíta? En er þetta ekki ....?“ „Þettia er biara ég,“ Milton brosti ekki, hann var of undr- andi að sjá hana hafa elzt svo mjög. Hún hafði fitnað, draettir komið í andlitið, og hárið var orðið hvítt. „Vinur ungfrúarinnar,“ sagði konan og kom út úr skýli sínu í horninu. „Einn af vinum henn ar. Fulvia er hér ekki, hún fór aftur til Turin." „Ég veit það.“ „Hún fór fyrir rúmu ári, þeg- ar þið drengirnir hófuð þetta stríð ykkar.“ „Ég veit það. Hefurðu ekki heyrt frá henni síðan?“ „Frá Fulviu?" Hún hristi höf uðið. „Hún lofaði að skrifa mér, en hún gerði það aldrei. En ég vonast enn eftir bréfi, og ég fæ það einhvern daginn." „Þessi kona,“ hugsaði Milt- og starði í undrun, „þessi gamla, lítilsiglda kona fær bréf frá Fulviu. Með fréttum af henni, kveðjum hennar og undir- skrift." r \ BÖKMENNTIR OG LISTIR Svona var hún vön að skrifa undir FU L, VI A a.m.k. til hans. „Kannski hefur hún skrifað, en bréfið týnzt.“ Hún leit niður og hélt áfram: „Hún var góð kannski dálítið kærulaus, en mjög indæl stúlka." „Vissulega." „Og falleg, mjög falleg.“ Milton svaraði ekki, en skaut fram neðri vörinni. í>að var hans háttur að mæta þjáning- um og standast þær. Fegurð Fulviu hafði valdið honum meiri þjáningum en allt annað. Hún leit á hann útundan sér og sagði: „Og hugsa sér, að enn er hún ekki átján ára. Hún var tæpra sextán ára þá.“ „Mig langar til að biðja þig að gera mér greiða. Leyfðu mér að sjá húsið aftur.“ Rödd hans var óviljandi hvöss, næstum hörkuleg. „Þú getur ekki ímynd að þér. . . . Það gæti orðlð mér svo mikil hjálp.“ „Auðvitað," sagði hún og neri hendur síniar. „Leyfðu mér bara að sjá okk- ar herbergi aftur.“ Hann hafði reynt að tala svolítið vingjam legar, en án mikils árangurs. „Það tekur þig ekki meira en tvær mínútur." „Auðvitað." Konan ætlaði að opna dyrnar að innan, en þá þurfti hún að ganga umhverfis húsið oghann mátti taka á þolinmæðinni. „Ég ætla aö sagja syni bónd- ans að standa á verði í bak- garðinum.“ „Segðu honum að vera í hin- um endanum. Félagi minn held- ur yörð hérna megin.“ „Éig hélt, að þú værir einn,“ sagði konan og varð aftur hrædd. „Það breytir engu.“ Umsjónarkonan hvarf fyrir hornið, og Milton tók sér stöðu við framdyrnar. Hann klappaði saman lófunum, svo að Ivan heyrði og gaf honum merki með útréttum fingrum. Fimmn minútur, hann átti að bíða í fimm mínútur. Síðan horfði hann á himininn, sem varð sterkur þáttur í minningu hans um þennan furðulega dag. Dökkur skýjafloti sigldi vestur grátt himindjúpið og molaði hvít smáský undir sér. Snöggur vind sveipur hristi trén, og regndrop ar skullu á mölinni. Hjartað barðist þungt, og varir hans urðu skyndilega skraufþurrar. Gegnum hurðina heyrði hann tóna úr „Yfir regnboganum.“ Sú hljómplata var fyrsta gjöf hans til Fulviu. Þegar hann hafði keypt hana, hafði hann orðið að neita sér um áð reykja í þrjá daga. Ekkjan, móðir hans, var vön að gefa honum líru á dag, og hann eyddi henni í sígarettur. Daginn, sem hann færði henni plötuna, höfðu þau leikið hana tuttugu og átta sinnum. „Finnst þér hún skemmtileg?“ spurði hann tauga óstyrkur. Hann titraði af spenn ingi, vegna þess að raunveru- lega langaði hann að segja: „Finnst þér vænt um hana?“ — „Þú sérð, að ég leik hana aftur og aftur,“ var svar hennar. Og síðan: „Mér finnst hún svo skemmtileg, að það gæti liðið yfir mig. Þegar henni lýkur, finnst mér, að einhverju sé raunverulega lokið.“ — Og síð- an, nokkrum vikum seinna: „Fulvia, hvað er eftirlætislag ið þitt?“ — „Ég vc-it eádeL Ég á mér þrjú eða fjögur eftirlætis- lög.“ — „Er það ekki. . . ?“ — „Kaininski-------en, nei. Það er indælt lag og í raun og veru gat liðið yfir mig að heyra það, en þrjú eða fjögur finnst mér eins skemmtiieg." Umsjónarkonan var að koma. Þegar hún gekk yfir viðargólf- ið, brakaði það óeðlilega, gaf frá sér gremjufullt og illskulegt marr. Miltoin farmst setn því geðjaðist ekki að því að vera vakið af svefni sínum. Hann flýtti sér undir dyraskýlið og þurrkaði leðjuna af skónum sín uim á dyraiþrepinu. Hainin heyrði konuna kveikja og fálma við skráargatið. Hann var hálfnað- ur að hreinsa skóna. Hurðinni var haldið í hálfa gátt. „Komdu inn, komdu inn eins og þú stendur, flýttu þér inn fyrir.“ „Gólfið. . . “ „Ó, gólfið," endurtók hún vamidræiðialaga en vimigjiam- legia. En hún léit hiaim ljúlkia sér af og hvíslaði: „Það hefur rignt heilmikið hér og bændurnir segja, að það eigi eftir að riigna miídju meira. Ég mam eikiki svoina votviðrasaman nóvember á allri minni ævi. Hvemig þurrkið þið andspymu mennimir fötin yklcar, þar sem þið hafizt alltaf við umdir beru lofti?“ „Þau þoma á okkur,“ sagði Milton og þorði enn ekki að líta inn fyrir. „Þetta er nóg. Komdu inn, komdu eins og þú ert.“ Konan hafði kveikt eitt Ijós á kertahjálminum. Það skein beint á ígreypt borð, en bar ekki birtu á neitt annað, og það glórði í hvítar hlífarnar á stól- unum og sófanum eins og vofur í myrkrinu umhverfis. „Finnst þér ekki eins og þú sért að heimsækja gröf?“ Hann hló bjánalega eins og fólk gerir, þegar það langar til að dylja tilfinningar sínar. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.