Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 13
Rætt við John Bonha.ni trommara Led Zeppelin JOHN Bomlhaim, troramiuleifkiari hljómsveitarinnar Led Zeppelin, heimsótti Glaumbæ 3.1. sunnu- dagskvöld ásamt félögum sínum, en þá stóð einmitt yfir kveðju- dawsileilkiur hljónTisveitarininar Trúbrots. Shady Owens ogKarl Sighvatsson léku þá meðhljóm sveitinni í síðasta skipti. John sat við borð Led Zeppelijn úti í horni í naer þrjá tíma, og fékk því að heyra nógu mikið af tón listarflutningi Trúbrots til að geta myndað sér einhverja skoð uai á honiuim. Að damsiieálkiniuim loknum, brá John sér upp á loft í Glaumbæ, fékk sér þar sæti við eitt borðið og ræddi þarna um stund við nokkra íslenzka kunningja. Hann var reyndar orðinn þreyttur, hafði átt erfið an dag, fyrst flugferð til ís- lands, síðan upphitunaræfing inni í Laugardalshöll og að lok- um Glaumbæjarferðin, sem var mjög þreytandi, þar aem hinir fjölmörgu aðdáendur hljómsveit arinnar gáfu Uðsmönnum henn ar varla nokkurn frið fyrir kvabbi um eiginhandaráritanir og annað slíkt. Við spurðum því John fyrst að því, hvernig hann hefði skemmt sér í Glaumbæ þetta kvöld. Prýðiiega, þetta er viðkunn- anlegur Staður og hljómsveitin góð. Sérstafkiega ^auirndið" hjá hljómsveitkrmi, þalð var alveg fyrirtak. Ætti þessi hljómsveit, Trú- brot, einhvern möguleika á því 'að komast áfram í hljómsveita samkeppninni í Englandi? Já, örugglega. Það er bara einn galli, sem hljómsveitin verður að laga, áður en hún get ur farið að keppa við enskar hljómsveitir. Hún verður að spila meira af sínum eigin lög- um, semja sjálf, en ekki spila bara lög annarra hljómsveita. Hún spilar þau mjög vel, en það er bara ekki það, sem gildir í Englandi. Þar þarf hljómsveit- in fyrst og fremst að vera frum leg. Hins vegar skil ég vel, að þetta sé erfitt viðureignar hér á íslandi. Fólkið er jú það fátt og markaðurinn lítill. En ef hljómsveitin getur gert eina góða stóra plötu, þá er biörn- inn unninn. Þá er auðvelt að fá samning við hljómplötufyrir tæki í Ehnglanidi eöia Amieríku. En mú hefur Trúbrot, að ég held, gert tilraunir til aff fá slíka samninga, en ekkert hefur gengið. Jæja, Ja, ég skal þá reyna að gara það sem ég get fyrif hljómsveitina. En svo við snúum okkur nú að þér sjálfum. Er ekki þreyt- andi að hlusta á nöldrið i blaða mönnum? Nei, þetta kemst upp í vana. Maður getur svarað þessum spurningum þeirra alveg ósjálf- Umsjón Stefán Halldórsson: LED ZEPPELIN ER LlF OKKAR rátt, án þess að vera að gera sér of miklar grillur út af þvL Það er nefnilega þannig með blaðamenn, að maður má alla ekki styggja þá. Þegar við er- um á hljómleikaferðum í Banda ríkjunum, koma kannski tilokk ar tíu eða ellefu blaðamenn í einu og fara að bauna á mann óþægilegum og þreytandi spurn ingum. Þá verður maður að vara sig. Ef maður segir eitthvað vanhugsað, eru þeir strax hlaupnir með það í blöðin, eins og kom nú í ljós með John Lennon á sínum tíma. En maður má heldur ekki neita þeim um viðtöl, því að þá slá þeir því bara upp í staðinn, að maður sé svo merkilegur með sig og ósamvinnuþýður, að skömm sé að. Svo að maður verður að vera var um sig fyrst í stað. En síðan kemst þetta upp í vania og fmiaiSur getur farið að svara kurteislega öllum mögu- legum spurningum, án þess að hafa nokkurn hlut fyrir því. Hvaff er Eed Zeppelin? Led Zeppelin er líf okkar. Við vinnum saman að öllu, sem við gerum, og það kemst ekk- ert annað að hjá okkur, en Led Zeppelin. Og sjáðu bara hvað hljómsveitin hefur afrekað á átján mánuðum. Við eigum all- ir stór og fín hús, og ég á tid. bæði Rolls Royce og Jensen (handsmíðaður sportbíll í dýr- asta verðflokki). Hvað "hefur þú fengizt lengi við hljóðfæraleik? Ég hef spilað á trommurnar I sex ar. Hefur þú meiri ánægju af þvi aff spila nú, en þegar þú varst aff byrja á þessu? Já, miklu meiri. En hins vegar hafa viðhorf mín til ýmissa hluta breytzt mjög á þessum tíma. Hér áður fyrr átti ég mína drauma um það, sem mig langaði til að gera, langaði tii að eignast, en nú þegar ég hef gert þesisa hluti, edgm>azt allt mögulegt, þá fellur það skyndi- lega mjög í verðgildi í mínum augum, en hins vegar er margt, sem ég sakna frá því í gamra diaiga, en giet eteki öðlazt nú. Nú gerir þú þó nokkuð af því að taka trommusóló með berum höndunum. Ætlar þú að gera þaff í Höllinni á morgpun? Já, auðvitað. En þetta er alveg voðalega sárt, ég er allur í örum á höndunum eftir þetta. Hvernig trommusett leikur þú á? Ludwig. Ég er á samningi viS Luid-wiig-fyrirtæfcið. Það sér mér algerlega fyrir trommum til að leika á, ef ég lofa að nota engar aðrar tegundir. Við erum allir með svona samninga við hljóðfæraframleiðendur. Söng kerfið, magnarana, gítarana, allt þetta fáum við ókeypis. Og aff lokum John, hvernig lízt þér á ísland? Ég hef nú bara verið hér í einn dag, en mér lízt mjög vel á þetta allt saman, eftir því sem ég hef séð, og þá sérstaklega á stúlkurnar, þær eru gullfalleg- ar. S.H. 5. júlí 19T0 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ]3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.