Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Blaðsíða 8
Höf undur þessarar greinar er ungur Reykvíkingur. Hann er mikill áhugamaður um jarð- fræði og hefur af sjálfsdáðum lært mikið um þau ef ni, en hann er ekki jarðfræðingur. Kenning hans er sú, að grunn- vatnsuppistaða í nánd við Heklu ráði mestu um ösku- f allið og gerð gossins. I eftirfarandi hugleiðingum um Heklu set ég fram nýja kenningu um orsakir öskugos- anna í upphafi Heklugosa og það, hvers vegna Hekla er með þennan gasisa, þegar hún fer af stað. Að sjálfsögðu á kenning- in einnig við uoi eldfjöll al- mennt og kemur þar inn á og fellur að viðurkeinjnduim skoS- unum, sem fræðimenn hafa sett fram um nokkrar gerðir eld- fjalla. Kenningin sjálf er senni lega ekki spennandi lestrarefni, enda meginuppistaða hennar mjög svo jarðbundnar rann- sóknir vísindamanna. Þeim er aðeins raðað upp á annan veg en þeir gera og þannig fengin ný útkoma úr dæminu. Hims vegar ættu þær álykt- anir sem ég dreg af útkoanunni að vekja mun meiri áhuiga, og út frá þeim ályktunum vona ég að umræðiur spinniet um það hvort kenniragin er rétt eða röng. En þær ályktanir eru á þá leið að hasgt sé að draga veru- lega úr eða koma í veg fyrir öskufrussið í upphafi Heklu- gosa og draga með því vígtenn- urnar úr þeirri gömlu. Þær víg tennur sem hún hefur verið helzt til óspör á á liðnum öld- um og glefsað með í flestar byggðir landsins og orðið gætu þéttbýli Suðurlamclis þungar í skauti í framtíðinni. Jarðfræðingar hafa komið fram með skýrimgar á móbergs stöpunum og einnig því, hvern ig Surtur breyttiisit úr blautu öskugosi í þurrt með tilheyr- andi öskufalli og síðan í hraun gos. í báðum tilvikium er það vatnið, salt eða ósalt, sem hefur aðailáhrif á hegðun eldgosanna og það tel ég að eigi einnig við um Heklu, það séu aðeins aðrar aðstæður í jarðlögunum um- hverfis Hefclu, sem valda því, að vatnið hleypir svona illu blóði í hana, og þar um fjallar kenningin. Aðalefni kenningar innar er það, að við Heklu- sprunguna og þá lóðréttu berg ganga, sem henni fylgja mynd- ist mjög stór grunnvatnsuppi- stað'a, um þúsund. til tvö þús- umd gigialítrar, sem vex með lengd gashléa og sé sem næst afrennslislaus og hitni því mik- ið og vatnið í henni verði þess vegna mjög kísiilsýruroettað. Kenninguna byggi ég á eftir- farandi atriðum. 1. Samkvæmt upplýsingum jarðskjálf.tamælinga er halli á berggrunni landsins frá suð- austri inn að Heiklusprun'gunni og aðaisprungunum sem liggja norð-austur yfir landið. Þessi berggrumnur er álitinn þialð þétt ur að grunnvatnshringráis nqi ekki sem neinu nemi niður í. hann. Berggrunnurinn er á um 2100 til 2500 metra dýpi á þessu svæði, en þennan hallandi berg grunn álít ég botn og bak grunnvatnsuppistöðunnar. 2. Sprungukerfi þvi sem ligg- ur yfir landið frá suð-vestri til niorð-ausíturs fylgja margfaldir garðar lóðréttra bergganga sem ná upp úr berggrunninum og sumir upp á yfirborðið. Þessa bergganga álít ég vera norð-vesturgafl gruninvatnis- uppistöðunnar. 3. Mjög víða á landinu miá sjá bergganga sem hafa mynd- azt hornsrétt á aðalbergganiga- stefnu svæðanna og mundu þannig gangar seoi stefna frá norð-vestri til suð-austurs og liggja um og ofan við Rang'ár- velli, mynda suð-vestiurgafl uppistöðunnar. Því til stuð'nings að slíkir berggangar séu þarna til stað- ar vii ég benda á, að í jarð- skjálftunum á Rangárvöllum 1912 myndaðist mikil sprunga frá norð-norðvestri til suð-suð austurs og má ætla, að sú sprunga sé í tengsluim við berg ganga með svipaðri stefnu, sem séu þar undir og hafi verið það jafn lengi og Hekla hefur verið tii. 4. Sveiflum þeim sem verða á kísilsýruinnibaldi gosefna frá Heklu eftir lengd goshléa. Þess ar sveiflur vil ég skýra þannig að eftir þ.ví. sem lengra líður milli eldigiosa því meira verður steinefnainnihald vatnsins í grunnvatnsuppistöð'unni og einnig eykst vatnið í henni. Þannig mun kísilsýrumagn vatnsins ráða sýringu ösikunn- ar en stærð uppistöðunnar ráða öskumagni'nu sem myndast í hverju einstöku eldgosi. Rök fyrir því, að það er ekki kísil- sýran sem veldur ö-ikumyndun- inni, eru helzt þau, að líparít, sem er súrara en Hekluaskan, hefur víða komizt upp á yfir- borðið 'án umtalsverðrar ösku- myndunar. Ég álít því, að kom- ist heitt grunnvatn með háum þrýstingi inn í gossprunigunia á 2000 til 2500 metra dýpi þá Fraimlbald á bls. 12. Gosið í Skjólkvíum. Myndina tók Ól. K.Magnússon á öðruin klukkutíma gossins. Flokku" eldstöðva, miðað við að það sé grunnvatn og aðgangur vatns, sem mestu ráði um áferð þeirra. 1. Oos udd '. gegnum yfirborðsvatn eða jökul. Móberg með hraunkolli. 2. Gos laust við ágang yfir'borðs- og grunnvatns. 3. Gosstöðvar eftir að grunnvatnskerfi hefur hrunið saman eftir gos. 4. Gosstöð með þróuðu grunnvatnskerfi, vegna endurtekinna tæminga. 5. Gos upp undir grunnt grunnvatnskerfi veldur gufusprengingum, sem mynda gíga eða gjár áður en gos hefst. 6. Gos með jöfnu grunnvatnsaðstreymi meðan gosið varir. 7. Gos á sjávarbotni. Meðan sjór kemst vel að, kæfir hann öskugosið með öllu, en síðan hegðar það sér svipað og gos upp í gegnum grunnvatnskerfi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júlí 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.