Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1970, Page 12
Hugleiðingar um Heklu Fraanihald af bls. 8. myndist svo háþrýst gufa að hún kurli hraunkvikuna, án til lits tdl þess hvort hún er súr eða basis'k, og breyti henni í vikur og ösku. Jafnframt falla úr grunnvatninu um leið og það breytist í gufu ýmis efni svo seon brenmisteinn, kýsilsýra og flúor. Þessi efni bindast síð- an gosefnunum og berast með þeim. Gufan nær síðan feikna hraða með gosefnin upp úr djúpri gossprungunni og veld- ur með því hinni miklu dreif- ingu o@ hæð, sem gosefnin ná. Sennilega er haegt að samnia, einmitt í þessu Heklugosi, að uppruni gosgufunnar, sem er meginuppistaðan í hinum skað- legu öskugosum í upphafr Heklugosa, sé í yfirborðsvatni, sem sigið hefur niður að berg- grunminum og mymdaS þar grunnvatnsuppistöðu, Með því að sú grunnvatns- uppistaða, sem nú hefur taemzt og myndaði öskugosið í upphafi eldgossins, sem nú stendur yfir, myndaðist á árunum 1948 til 1970, hefur hún sennileiga haft í sér geislavirkt úrfall frá kjarnorkutilraunum stórveld- anna á árunum 1950 til 1960. Því má ætla að askan eða gos- gufur sem úr henni nást, inni haldi geislavirk efni, sem rekja megi til kjarnorkutilraunanna og færa með því rök að upp- runa gufunnar. Kenning mín er því sú, að það sé grunnvatnsstaðan og að streymi vatns sem mestu ráði um áferð Heklugosa og eldgosa almienint. En orsakir þeiira eru ávallt þær sömu, hvort sem berg ið er súrt eða basískt, það er púlsun jarðar og þvinganir, sem jarðskorpan verður fyrir vegna hennar. Þær breyta jctrð skorpu og möttulefnum í bráð- ið hraun og má sýna fram á það með góðum rökum að þrýst inigsibreytiingar valda bræðsl- unni og gosunum. Ályktanir þær sem ég dreg af kenningunni eru þessar: 1. Að urrnt sé að draga vígtenn- urnar úr Heklu með þvi að bora niður í grunnvatnsuppi- stöðuna og ná úr henni vatn- inu. Mestar líkur eru á því að vatnið næðist upp sem gufu- gos. Gufuna mætti síðan virkja til að hafa upp í kostnað við tann dráttinn, með því að reisa gufu aflstöð í álíka fjarlægð frá Heklu og Búrfellsvirkjun er í og miða stærð hennar við, að ekki safnist verulegt vatnsmagn í grunnvatnsuppistöðu Heklu. Eftir slíkar aðgerðir gæti næsta gos hennar orðið tiltölu- lega meinlaust, að frátöldum landspjöllum í næsta nágrenni fjallsins. 2. Að sennilega sé verið að hlaða ösku og eimyrju yfir kom andi kynslóðir með því að út- búa stórar vatnsmiðiunaruppi- stöður fyrir vatnsorkuver á jarðeldasvæðum hálendisins og hækka með því grunnvatns- þrýstinigiinin þar. Gæti það kom ið verulegu vatnsmagni niður í grunnvatnskerfið, sem annars kæmisit þangað ekki og gert með því eldgos á srvæðinu mun skaðilegri en ella. Þannig mætti til dæmis ætla, að öskugosið í upphafi þessa Heklugoss hefði varað nokkr- um klukkusfundum lengur og orðið mun skaðlegra ef vatns- miðlunaruppistöðuT sem nú eru fyrirhugaðar vegna virkjana í Þjórsá hefðu verið reistar í lok Heklugossins 1947. Því verði að gera viðeigandi ráðstafanir þar sem möguleik- ar eru taldir á að laekka megi í djúpum og vatnsmiklum grunn vatnsuppistöðum á hagkvæman hátt t.d. með gufuvirkjunum og koma þanmig í veg fyrir eða draga stórlega úr skaða af ösku gosum. 3. Að Hekla hafi þá sérstöðu að vera með nær lokað grunn- vatnskerfi og því sé með nú- verandi tækni og tækjakosti mögulegt að ná tökum á því og um leið öskugosunum. Það ætti því skilyrðislaust að bora strax, að loknu þessu eldgosi, í nágrenni HekLu, kanna svæð- ið og fylgjast með því, þannig að hægt væri að ger.a frekari ráðstafanir ef eitthvert sann- leikskorn leyndist nú í þessari kenningu. Myndlist Framhald af bls. 3. aði brautina. Það var fyrir til- stilli bubismiains, að hanin gerði sér grein fyrr því, að með sam- spiii andstæðra myndrænna þátta og vegna spennu Skyld- leilka þeirra^ gæti hann tjáð hinn innri eða lifandi raun- veruleika í náttúrummi. Það má segja að takmark list ar Mondrians hafi veirið að um- breyta hinu einstaka, til þess að tjá hið atgilda, Á niæstunni verður kafli úr ritgerð Mondrians „Óhlutlægt raunsæi — hluflægt raunsæi," sem birtist i tímaritmu De Stijil árið 1919, en þeir Theo van Doesburg og Mondrian, höfðu hafið útgáfu þess tveim árum áðiur. (Aðrir sem stuðluðu að útgáfu þessa tímarits voru, ung verski málarinn Vilmos Huszar, belgíski málarinn og mynd- höggvarinn Georges Vantong erloo, skáldið Kok og arkitekt- amir, Oud, Vant, Hoff og Viis). Ritgierðin er í forrni sam- ræðu, þar sem þrjár persónur ræðast við, listunnandi, natúral ískur málari og óhlutlæig- ur raunsæismálari. Sú heim- spekilega fagurfræði sem þar kemiur fram er mjög í sam- raemi við boðskap De Stijil og gefur góða mynd af þeirri hug myndafræði sem Mondrian legg ur til grundvallar í list sinni. Ólafur Kvaran. — ERLENDAR BÆKUR _______________________/ Sheakespfflarei's Plays in Per- formance. John Russell Brown. Penguin Shakespeare Library: T.J.B. Spencer. Pen iguin Books 1969. Höfundurinn fjailar í þessu ri'ti um leikritatexta Shakespe- ares og þá, sem leika verk hans, leikarana. Það er annað að lesa leikritin og að hlusta á þau og horfa á þau leikin. Shakespeare skrifaðd leikritin á aínum tíma, sem leiMiiúsnniaður. Þáttur leikarans og túlkun verk anna er inntak þeirrar rann- sóknar, sem höfundur þessa rits hefur tekizt á hiendur. Hann ræðir einnig leikisviðið og svið- setniinigu og loks áhorfendiur og svöruin þeirra. Þesisi bók er sér- lega þörf öllum leikurum og þá sérstaklega þeim, sem áíhuga hafa á Shakespeare og upp- færslu leikrita hams. The Lost Steps. Alejo Car- penti'er. Translated from the Spanisih by Harriet de Onís. Penguin Books 1969. Höfundurinn er af frönsk- rússneskum ættum, fæddur í Havana á Kúbu 1904. Hann tók mikinn þátt í stjórnmiálum á Kúbu, en hvarf þaðan 1945 og settist að í Venezuela. Eftir valdatöku Castrós hvarf hann aftur til Kúbu og tók að sér ýmis störf fyrir stjórnina, svo sem forstjórastarf fyrir rí'kisút gáfunni. Nú er hann menning- arráðunautur við sendiráð Kúbu í París. Hann hefur sett saman nokkrar skáldsögur og sögu hljómlistar á Kúbu. Bæk- ur hapj hafa verið þýddar á fjölda tungumála. Þessi bók kom út 1953 á sipænsku í Mexí- kó. Þar segir frá ferðalagi tón- Skálds og konu hans um frum- skóga Suður-Ameriku og reynslu, sem verður fbrdæming á nútíma menningu og hátternd. Þetta er ágæt skáldsaga. Bhagavad-Gita. A New Translation and Comimentary with Sanskrit Text. Chapterg 1 to 6. Maharishi Mahesh Yogi. Penguin Books 1969. Indversik speki hefur löngum haft aðdráttarafl fyrir vestrænt fólk. Meðal þeirra ritia, sem men.n hafa helzt reynt að kynna sér er þessi bók, sem nú er geí in út með nýjum skýringum, sem eiga að innihalda ailian sannleika um textana, sem hafa verið vain- oig misskildir á ýms- an hátt hingað til, að dómi þeirra sem hér um fjaílla. Þessi bók ætti að glöggva s'kilning manna á þeirri tegund mann- Iegrar reynslu, sem birtist í þessum fornu trúarljóðum eða ritningum. Medieval England 1066— 1485. Maurice Powic'ke. Ox- ford University PreSs 1969. Mörg eru þau rit orðin, sem fjalla um enska sögu miðalda. Af þeim styttri er kver Powi- ckes, sem út kom í fyrstu 1931 einkar handhægt og auðlesið. Höfundur skiptir kverinu í tvo höfuðþaetti; stéttinmar, krúnuna og samfélagið. Tímaskeiðið, sem höfundur ræðir er mótunar saga Engiands í það form, sem nú er. Síðasta inmrásin var gerð 1066 og upp úr því taka inn- rásarmenn og þjóðin, sem bjó fyrir í lamdinu, að tenigjast og ummyndast í eina þjóð og simátt og smátt samtengjast hin ýmsu svæði með ein lög. Allt þetta vainnst ekki á skömmum tíma, en það miðaði stöðugt í áttina og mótaði þingið og konungur stefnuna, sem varð bærilegri í framlkvæmd þar, vegna þarfar- innar á valdajafnvægi þeirra í milli. A Fortunate Man — The Story of a Country Doctor. John Berger and Jean Mohr. Penguin Books 1969. Tveir eru höfundar bókarinn ar, rithöfundur og ljósmyndari. Efnið er líf og starf héraðs- læknis, sem rækir starf sitt af skyldurækni og samkennd með þeim sem til hans leita. Berger ræðir hér starf héraðslæknis- ins og afstöðu hans til sjúkl- inga sinna og þeirra og þjóð- félagsins til hans. Berger kemst að þeirri niðurstöðu, að John Sassall, en það er nafn læknis- ins, sé hamingjusamur maður vegna þess að það sem skiptir hann máli er starf hans, sem miðar í þá átt að lina kvalir og aðstoða fólk í vanda ekki að- eins líkamlegum, heldur einnig sálrænum. Fjármunir og laun fyrir starfann eru honum ekki aðalatriði. Hann verður að afla sér stöðugt viðbótarþekkingar og Berger segir þekkingar- þorsta hans óslökkvandi. Bók þessi hefur fengið ágæta dóma á Englandi. Speak, Memory — Au Auto- hiography Revisited. Vladim- ir Nabokov. Penguin Books 1969. Höfundur Lolitu skrifar hér ævisögu sína Hann fæddist £ Pétursborg 1899 og ólst þar upp og á landsetri fjölskyldunnar. Eftir byltinguna settist hann að í Englandi og síðar í Berlin. 1940 flutti hann til Bandaríkj- anna. Höfundur lýsir Rúss- landi og þó einkum Pétursborg æsku sinnar, hann segir, „að sér finnist hann hafi týnt barn æsku sinni“ og þrá hans eftir fortíðinni mótar mjög fyrri hluta þessara minninga, sem eru einna líkastar litauðugu mál- verki. Minningarnar eru mjög vel skrifaðar og orðin flæða og flæða. Brain and Behaviour 1—4: Mood, States and Mind — Perception and Action — Me mory Mechanisms — Adapta- tion. Edited by K. H. Pribam Penguin modern psychology Penguin Books 1969 Rannsóknir á sambandi heila og hegðunar hafa valdið þátta- skilum í lífeðlisfræði og sál- fræði. ÞesEd fjögiur riit immi- halda greinar um nýjustu rann sóknir á þessu sviði og auk þess, tengsl þessara rannsókna og uppgötvana við heimspeki samtímans. Þetta er greinasafn og sumar greinarnar koma nú í fyrsta sinn út á ensku. Fyrsta bindið fjallar um taugarann- sóknir, athuganir á hugar- ástandi og hvatalífL í öðru bindi er rætt um skynjun og hegðun og þær taugastöðvar sem þar koma til greina. Þriðja bindið er helgað minningu og það fjórða nýtingu og verkunum heilastöðvanna, hugsun og til- finningu og tengslum máls við hvata þess. Þessi rit eru ætluð sálfræðingum og læknum og þeim, sem leggja stund á þær greinar. Penguin Modem Poets 14. Hamiburgier — Cbarles Tom- linson. Penguin Books 1969. Útgefendur leitast við að velja þau kvæði skáldanna, sem þykja einkenna skáldskap þeirra framar öðrum. Að þessu sinni eru valin þrjú skáld, tvö þeirra eru vel þekkt, Hamburg er og Tomlinson. Þetta safn sem nú telur 14 bindi er orðið gott sýnishorn ensks skáldskap ar nú á dögum og kemur til með að verða betra, eftir því sem bindum fjölgar. The Odes of Pindar. Trans- lated and introducet by C.m. Bowra Penguin Books 1969. Sjaldan hafa önnur eins lof- kvæði verið ort um íþróttir og Pindar orti á fimmtu öld fyrir Krist. Bowra hefur þýtt þess- ar íþróttakviður, sem eru til allrar hamingju ekki einungis hundnar íþróttum heldur gefa innsýn í móral og heimspeki Hellena á þessum tímum. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5. júli 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.