Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 15
Grátið krókó-
dílatárum yfir
örlögum smá-
þjóðar.
Sælla er að irefa eu biggja. Börnum fátækra
gefnir anrar við Strandvejen Iijá Kaupmanna-
höfn 1865.
Hungriiðuni börnuni gefinn matur í
Calcutta 1970.
hafa gengið áfram sína leið
e.t.v. með g'lotti: Hvað get ég
gert við þessu ?
Annar er undir áhrifum deyf
andi efna. Hann hefur þessar
hugsamir:
Ég verð að berjann, annars
er ég aumingi.
Hinn þriðji segir:
Vísindaleg og tæknileg þekk
ing og máttur mannsins vex stig
hækkandi en siðferðilega er
hann eins og á yngri steinöld.
Hinn fjórði er einn af þeim
ungu mönnum, sem skipað hafa
sér í stjórnmálaflokk á landi
nefndu Islandi. Honum var
teflt fram til að kynna sjónar-
mið flokksins:
„Aðgerðir okkar og andsvör
til erlendra atburða verða að
mótast af hagsmunalegri en
ekki siðferðilegri afstöðu."
Honum þótti leiðinlegt að
segja þetta en hann vildi vera
hreinskiiinn og staðreyndin
var þessi; heimurinn er vond-
ur, þess vegna þýðir ekkert að
vera góður.
Hinn fimmti hefur óvanaleg-
ar hugmyndir og við erum svo
full vizku, að við brosum:
Hvað áttu að gera?
Pakkaðu niður farangrinum.
Farðu á stöðina án hans.
Náðu lestimni,
og skildu sjálfan þig eftir.
Þetta er raunverulega hin eina
og síðasta framkvæmd.
Hinn sjötti hefur háfleygar
hugrenningar, hann er dverg-
ur:
Ég vissi, að það var ekki
Guð sem hafði gert mig að
fanga heldur var líkami minn
hús, sem ég hafði byggt með
eigin höndum. Þegar sú stund
kaemi, að ég hefði lært að vera
ánægður, myndi þessi byrði
falla af herðum mínum og tein-
réttur mundi ég halda áfram
leiðar minnar á hinum langa
vegi. I söngvum fuglanna og í
storminum, í andvaranum sem
hvíslaði í háu grasinu og i nið-
ándi lækjunum heyrði ég nú
rödd Guðs. Þegar hrokinn, ótt-
inn og blygðunin slepptu tök-
um á mér, sá ég að Guð var
lífið og allt sem lifir, er Guð.
Ég fór út í skógana og fann
samband mitt við Hann í himn-
eskri sameiningu. Ég var tréð,
sem breiddi út greinar sínar til
að umfaðma vindinn, ég var
brumið á svartþyrnunum, sem
opnaði sig fyrir ungum morgn-
inum, ég var moldvarpan, sem
gróf sér göng gegnum hlýja
jörðina til að gera sér hreiður
í umvefjandi myrkrinu. Ég var
fjörugur sem dvergfluga og
Kússnesk myndskreyting vlð
„Babi yar“ talar sínu máli.
rólyndur eins og regndropi á
laufblaði. Þótt ég væri dverg-
ur var ég Guð og þegar ég
hrópaði nafn mi-tt til himnanna,
bergmáluðu vinviðimir og spör
fuglamir, pilviðartréin og ux-
amir: Og ég, og ég.
Hinn sjöundi segir:
Það er hryggileg staðreynd,
að mikili hluti þeitrrair fjárhags
aðstoðar, sem ríku þjóðirnar,
einkum stórveldin fjögur, láta
þróunarlöndunum í té, skuli
vera runnin af rótium gróða-
vonar og pólitiskira sjónarmiða
enda er verulegur hluti aðstoð
arinnar vopn og önnur hernað-
artæki.
Hinn áttundi er að rita
skýrslu um dauða manna er
drepnir hafa verið við stein-
vegg, sem aðskilur borgarhluta:
Peter Feehter 18 ára, blæddi
út af sárunj sínum eftir að
hamn hafði verið skotinn er
hann klifraði yfir múrinn við
Check point Charlie 17. ágúst
1962. Þegar hann féíkk skotið,
féll hann niður austan megin,
þar sem hann lá í blóði sinu í
50 minútur fyrir augum Vest-
ur-Berlínarbúa, áður en verð-
imir fluttu hann burt.
Þjóðarbrotið, sem maður
þessi tilheyrði hefur mikla at-
vinnu af því að haida sjálfri
sér innan múranna.
Hinn níundi er smávaxinn
eitthvað um 4ra ára. Er við
skyggnumst inn í huga hans,
finnum við aðeins eina gagn-
takandi hugsun eða réttara
sagt eina tilfinningu; þjáning.
Vaxtarlag þessa smávaxna
manns er ekki eins og algengt
er sé litið á allan fjöldann. Eitt
sem einna mest sker sig úr frá
hinu venjulega er að stór kúla
hefur myndazt á kvið hans og
húðin utanum er strekkt til hins
ýtrasta. Fætur og fótieggir eru
bólgnir og afmyndaðir en arm-
ar ekkert annað en skinn og
bein. Nokkur reitingsleg hvit
hár eru enn á svörtu höfðinu.
Þessi litli maður þjáist af
hungri, hann mun sennilega
yfirgefa líkama sinn innan
skamms tíma.
Látum þetta nægja um hugs-
anir manna i bili.
Hvað sem öllum fögrum hug-
renningum manna líður þá lif-
ir maðurinn ekki í neinni para-
dís og hann skildi ekki gera
sér vonir um stórbreytingar í
þá áttina á næstunni. Hann
ætti þó ekki að örvænta þess
vegna og leggja hendur í
skaut. En hvað getur hann
gert?
Til epu tvær leiðir. Hin stór-
tseka og hin smátæka.
Hina stórtæku fara öll sam-
tök, sem berjast fyrir réttlæti.
Þau munu á komandi áratugum
afreka mikið ti'l bættra lifsskil-
yrða í hinum vanþróaða heimi
en í rauninni ekki breyta
grundvallarmeininu, þvi sem
mestu veldur; hugsanahætti
mannsins.
Hina smátæku fer fólkið, hið
venjulega fólk, sem er ekki til
stórátaka og skipulagningar.
Og það eina sem það getur gert
er að taka sjálft sig fyrir. At-
huga sjálft sig i hinu daglega
lífi. Það skyldi þó ekki láta þá
meðhöndlun draga úr vilja
þess ti'l að bæta, því hann er
hluti meðhöndlunarinnar.
Þó að talað sé hér um tvær
ieiðir, er í rauninni um sama
fyrirbærið að ræðá, tvær hlið-
ar á sömu viðleitninni. Þeirri
að leitast við að betra sjálfan
sig og umhverfi sitt, leggja
sinn litla mannlega skerf að
mörkum til heilbrigðara lifs,
mannsæmandi lífs. Þessar tvær
leiðir ættu þvi ekiki að vanmeta
eða lítilsvirða hvor aðra eins
og hefur viljað bregða við. Teg-
undin maður hefur tekið risa-
skref í veraldlegri tækni og vís
indum á undanförnum áratug-
um. Maðurinn hefur nýlega
uppgötvað og fangað orku
atómanna. Það hefur leitt til
þess m.a. að nú getur hann í
einhverju hræðslukastinu við
málaða ófreskju, stutt á einn
hnapp, sem sendir milljónir í
dauðann. Og nú stendur hann
við þröskuld enn yfirþyrmandi
orkutegundar, sem hann skilur
ekki, frekar en sjálfan sig, en
hefur hug á að skilja og beizla
e.t.v. til þess að geta málað
ennþá afskræmdari imyndun í
hugairheim sinn.
Tækniskiefin hafa verið svo
stór, að nú hefur fyrsti jarðar-
búinn stigið fæti sínum á ann-
an hnött fyrir tilstuðlan með-
bræðra sinna. Af þvi tilefni
þótti viðeigandi að einhverjir
hugsuðu stórar hugsanir og
segðu «tór orð. Flestir eru sam-
mála um að þeir lifi á alveg
sénsta'klega merkum tímamót-
um í sögu mannkyns. Nokkr-
um flýgur jafnvel í hug að
þetta skref út í alheimsrúmið
geti orðið til að sameina menn-
ina í baráttunni fyrir friði. En
spyrja má: Hvenær hefur eitt-
hvert ytra atvik orðið til að
sameina mennina í heilum frið-
arvilja?
Einstaka atvik hefur orðið til
að opna augu einstaka manns
en sá hinn sami hefur fáum eða
engum getað gefið skilning
sinn. Við getum tekið dæmi:
Við skulum eitt andartak
setja okkur í spor eins geim-
fara. Hann er staddur ein-
hvers staðar milli jarðar og
tungls. Hann litur út um lítinn
glugga og sér heimkynni sín úr
órafjarlægð eins og litla kúlu
eða gimstein í dökkum geimn-
um. Eitt augnablik verður
hann nógu einfaldur til að
skilja þverstæðu mannlegs lífs
og hann segir ósjálfrátt: Hvers
vegna getum við ekki lifað sam
an í friði á þessari litlu vin i
eyðimörk rúmsins?
Það kann að vera hagkvæmt
fyrir ásælnu þjóðimar að
leggja ekki út í stórorrustur
en við skulum ekki glepja sjálf
okkur á þvi að halda að sú
hagkvæmni grundvallist á
bræðralagi.
Breytingin til friðar gerist
ekki nema fyrir innri skilning.
Þann skilning hvers einstaks
manns að hann berjist aldrei
við annað en sjálfan sig. Að
hann geti aldrei skaðað neitt í
rauninni nema sjálfan sig. Og
þessi skilningur kemur sjalt
an vegna ytra áreitis. Hann
kemur þegar einstaklingurinn
gefst upp fyrri sjálfum sér, þeg
ar hann i gagnkvæmum átök-
um hið innra, örmagnast og
fleygir sjálfum sér út úr bar-
áttunni.
Þessum skilningi er ekki
hægt að troða upp á neinn og
sjaldan er hægt að létta öðrum
átökin. Hér stendur einstaki-
ingurinn einn írammi fyrir
sjálfum sér og þá stundina er
ekkert til nema ákvörðunin
milli sannleika og fávísi.
Allt þetta eru orð, eins kon-
ar tilbrigði í veruleikanum,
skemmtOeg tilbrigði stundum
en litt gild.
Við förum nú að yfirgefa
þetta rykkorn i geimnum, sem
er hvort tveggja í senn einskis
nýt ögn er hringsólair umhverf-
is týru og algilt heimkynni
fyrir það stórmerka fyrirbæri
er líf nefnist.
Minningin um þetta einkenni
lega fyrirbæri manninn, þetta
vorkunnarverða bráðþroska
barn, mun e.t.v. vara nokkum
tíma á ferð okkar. Minningin
um öfugsnúna sókn eftir gild-
um, um misskiptið og hina rót-
grónu óánægju milljónanna í
hinum þriðja heimi, fávisina og
þjóðarfangelsin, hryðjuverkin,
ofstækið og ofbeldið. Minning-
in um hina miklu þjáningu er
tegundin skapar sér og við
heldur án nokkurra sýnilegra
ástæðna. Um álit hennar að
hún sé einstæð, kóróna sköp-
unarverksins og geti með gáf-
um einum spannað alheiminn.
Minningin um fegurð þessarar
margbreytilegu jarðar og hin
óeigingjömu verk einstaka
vakandi manns. Um hina innri
þróun, sem þrátt fyrir allt á
sér stað.
Rykkornið Jörð fjarlægist
og hverfur; við snúum at'hygl-
inni að óravíddinni, óendan-
leikanum, rennum saman við
herskara stjarnanna, sólkerf-
anna og stjörnukerfanna er
snúast eiliflega um sjálfa sig
en eru um leið partur af enn
stærri heild, sem á þessu and-
artaki er að þenjast út. Send-
ir þessa stundina óskynjaðan
lifskraft gegnum alla heima.
Vitund okkar beinist að upp
tökunum, hjartslætti algeims og
verður þögul.
22. desefmtoetr 1970
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15