Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 13
Jóhann Hjálmarsson TRÚ OG TRÚAREFNI í ÍSLENZKUM NÚTÍMA BÓK- MENNTUM Eftirfarandi setning er höfð eftir franska rit'höfundinum Francois Mauriac: „Ég er ekki kaþólskur rithöfundur, heldur kaþólskur maður, sem skrif- ar bækur.“ Vert er að gefa þessum orðum gaum. Sjaldgæft er að til verði skáldverk í þeim eina tilgangi að boða trú. En trúin fylgir hverjum rithöfundi. Rithöfund ur getur ekki verið án trúar, en venjulega þarf hann ekki að hafa áhyggjur af trúleysi sínu. Jafnvel trúarafneitarinn í hópi rithöfunda er trúaður á sinn hátt. Trú hans birtist í siðferðiskennd hans eða hug- sjón. Þrotlaus leit að lífstil- gangi felur oft í sér trú. Að skrifa er að trúa, eiga sér von um mennina. Jóhannes úr Kötlum er eitt þeirra skálda, sem gera sér grein fyrir mikilvægi trúar. Trúin er ríkur þáttur í skáld- skap hans. Hann hefur sungið Guði lof og hann hefur skorað Guð á hólm. 1 ljóðabók hans Sjödægru er ljóð, sem mér hef- ur alltaf þótt merkilegur vitn- isburður byitingarskálds, sem gert hefur sér meira far um að boða ríki mannanna en ríki Guðs: Jesús sonur Maríu er bezti bróðir minn: hann býr í hjarta mínu — þar kveikir hann í rökkrinu rauða margt eitt sinn á reykelsinu sínu. Og jafnan þegar allir hafa yfirgefið mig og enginn vill mig hugga J»á birtist hann sem stjarna í austri og sýnir sig á sálar minnar glugga. Og þó hef ég ei beitt slíkum brögðum nokkurn mann: ég hef brennt á vör hans kossinn og hrækt síðan á nekt hans og nítt og slegið hann og neglt hann upp á krossinn. En hvað svo sem ég geri er ihann mín eina hlif er hrynur neðsta þrepið því hvað oft sem hann deyr þá er eftir eitthvert lif sem enginn getur drepið. Og Jesús sonur Maríu mætir oss eitt kvöld sem mannlegleikans kraftur: æ vertu ekki að grafa ’onum gröf mín blinda öld — hann gengur sifellt aftur. (Jesús Mariuson) Skáidið sér Krist sem tákn mannlegleikans. Ljóðið er í senn iðrunar- og varnarljóð efasemdamanns, sem stendur nær kristinni trú en hann sjálf ur veit. Fi’á Jóhannesi úr Kötlum er ekki langt í Stein Steinarr. „Ef kvæöi hans sanna nokkuð, er það gildi trúar fyrir manninn," segir Kristján Karlsson i inn- gangi Kvæðasafns og greina Steins. Kristján rökstyður þá skoðun sína, að ljóð Steins séu trúarljóð „með neikvæðu for- teikni." Hann segir: „Ég ætla mér ekki þá dul, að ég viti, hverju Steinn hafi trúað í hjarta sínu. Sem hálfkristnum manni, þegar bezt lætur, er mér tamast að hugsa mér hann trú- lausan. f raun og veru skiptir það ekki máli í sambandi við kvæðin. Hvað sem veldur hef- ir hann ekki getað þegið þá lausn, sem liggur beint við skáldskap hans. Sú lausn er trúin. Hitt er víst, að hann hefir skilið þetta, því að ann- ars hefði hann ekki sótt með þvtlíku ofurkappi að útiloka allt annað en þessa Iausn — og varast hana um leið. 1 því ljósi er afneitunin mælikvarði ein- lægni hans. Ég tel Víst, að það megi skýra einmanakennd Steins og heimspekilega afneit- un sálfræðilegri skýringu út frá lifsreynslu — eins og ílest annað — en hún er frá öðru og gagnstæðu sjónarmiði djúp- stæð og vonlaus trúarþörf." Ég er maðurinn hinn eilifi maður án takmarks og tilgangs. Þannig yrkir Steinn í annarri ljóðabök sinni. En í Formála á jörðu, einu af seinustu Ijóðun- um, sem Steinn orti, gerir hann þá játningu, að hann sendi hugsun sina út í veröld heimskunnar, ofbeldisins og dauðans: Svo að ljóðið megi lifa, svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. Ef til vill er ekki fráleitt að ímynda sér að „lausn" skáld- skapar Steins hafi ekki verið langt undan. Við getum hugs- að okkur Fovmála á jörðu sem upphafsljóð nýs verks eftir Stein. Seinustu árin, sem hann lifði, voru ár breytinga. Hug- sjón hans hafði verið svívirt. Sú leið var opin honum og fé- lögum hans að sjá heiminn í skýrara ljósi en áður. Eftir förina til Sovétríkjanna og síð- ar uppreisnina i Ungverjaiandi hófst nýr kafli í ævi skálds- ins. Það er engin tilviljun, að annað íslenskt skáld, sósíalisti eins og Steinn, gerir Mariu og Jósef með barnið að tákni myrkrar veraldar þegar það lýsir vonbrigðum sinum eftir atburðina i Ungverjalandi. Ljóð Snorra Hjartarsonar Ég heyrði þau nálgast er á þessa leið: Ég heyrði þau nálgast i húminu, beið á veginum rykgráum veginum. Hann gengur með hestinum höndin kreppt um tauminn gróinn við tauminn. Hún hlúir að barninu horfir föl fram á nóttina stjarnlausa nóttina. Og ég sagði: þið eruð þá enn sem fyr á veginum flóttamannsveginuin, en hvar er nú friðland hvar fáið þið Ieynzt með von ykkar von okkar allra? Þau horfðu á mig þögul og hurlu mér sýn inn i nóttina myrkrið og nóttina. Snúum okkur þá að skáldum, sem yrkja trúarljóð eða trúar- leg ljóð. Þorgeir Sveinbjarnarson er óvenjulegt skáld. Kristin trú er honum jafn sjálfsögð og eðlislæg og Tómasi Guðmunds- syni eða Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi. 1 ljóðinu Birtan kringum þig yrkir Þorgeir m.a.: Dýrð á jörð. 1 dag er frelsari fæddur. Fögnuður hans er í hjartanu, hreinsar af auganu skýið og skýrir ljós hugans. Ljóðaflokkur Matthiasar Johannessens Sálmar á atóm- öld er af dómbærum mönnum talinn eitt merkasta framlag til • trúarlegrar ljóðagerðar á seinni árum. Ekki er þó rétt að lesa sálmana gagnrýnislaust sem eintóma lofsöngva um al- mættið. Helsti kostur þeirra er hve timabærir þeir eru í af- stöðu sinni til yrkisefnisins. 1 þeim rúmast ekki síður efi en fölskvaiaus trú. En ljóðagerð Matthiasar i heild lýsir trúar- legu viðhorfi. Hans lausn er trúin: Ég átti afa sem minnti á þig — með hvitt hár og hátt enni, og hann líktist þér mest í þvi, * finnst mér nú þegar hann er farinn að hann sagði aldrei neitt — Samt var návist hans lögmál. Ég óttaðist hann ekki en leit hann sömu augum og ég nú horfi til þin. Framh. á bls. 29 22. deseanber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.