Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 10
r SKREYTT JÓLATRÉ 1 SKUGGA GÁLGANS H. M. Lunding, ofursti, fyrrum yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er þjóðkunnur maður í heimalandi sínu. Áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út og á fyrstu stríðsárunum starfaði hann við leyniþjónustuna. 29. ágúst 1943 var hann á vakt í skrifstofum leyniþjónustunnar í Kastellíinu í Kaupmannahöfn og var þar handtekinn af Þjóðverjum. Hann var ásamt öðrum foringjum úr danska herforingjaráðinu settur í stofufangelsi í d’Angleterre-hótelinu, en andstætt því, sem varð um hina foringjana, var Lunding sendur skv. sérstakri skipun Gestapo, leynilögreglu nasista, til Berlínar um miðjan september. Gestapo grunaði Lunding — og með réttu — um að hafa átt samstarf við Breta og andspyrnuhreyfinguna í Danmörku. Lunding ofursti hefur nú ritað endurminningar sínar, og heitir bókin „Stimplað leyndarmál". í henni greinir hann m.a. frá dvöl sinni í Þýzka- landi, þar sem hann var 20 mánuði í einangrunarklefa í þýzkum fangelsum m.a. í kjallara aðalstöðva Gestapo í Berlín. Síðar var hann í fangabúðum á borð við Flossenburg og Dachau, og munaði oft litlu, að hann yrði tekinn af lífi. Eitt sinn var honum keypt líf fyrir 20 sígarettur. í fangabúðunum dreif margt á daga Lundings, en hann var m.a. síðasti maðurinn, sem hafði samband við Canaris, aðmírál, yfirmann leyniþjón- ustu þýzka hersins (Abwehr). Þeir bönkuðust á með merkjamáli milli klefa sinna nóttina áður en Canaris var tekinn af lífi. Hér fer á eftir úrdráttur úr bók Lundings, þar sem hann greinir frá hinni sögulegu Þýzkalandsdvöl sinni. Frásögn Lundings ofursta fyrrum yfirmanns dönsku leyniþj ónustunnar af dvöl hans í þýzkum fangelsum og fangabúðum. Við komum til Berlínar skömmu fyrir miðnættá. Jafnskjótt barat væfl. loft- varn'aflautanna yfir borgina og í kjöl- farið sigldi minniháttar loftárás. Eftir að flautað hafði verið aftur til merkis um að haettan væri liðin hjá, var mér ekið til aðalstöðva Gestapo, Reichsicher- heitshauptamt, Prinz Albrechtstrasse 8. Hér var aftur leitað á mér og nú mun hressilegar en í Kaupmannahöfn. Ég fékk aðeina að halda eftir einum hlut, og það með naumindum: Giftingarhring mínum. í kjallara byggingarinnar hafði verið innréttað fangel-si, og hér var mér kom- ið fyrir í einmenningsklefa, sem var fimm skrefa langur og tveggja skrefa breiður. Mjög dauft ljós var í fclefan- um, og loftræsting og hreinlætisaðstaða mjög frumstæð. f klefanum var flet, sem á daginn var lagt upp að veggnum og læst við hann, lítið borð og stóll. Á morgnana voru fangarnir vaktir kl. 5 og síðan fylgdi hreingerning á gangi og í klefum til kl. 7. Kl. hálf átta var útdeilt einum smábikar af gervikaffi Haukur Hauksson þýddi og einni þurri brauðsneið, sem þó fylgdi einn og einn dag smásletta af sultu. Há- degisverðurinn var ávallt % lítri af einhverri grænmetissúpu. Súpa þessi innihélt að heita engin fituefni, og í henni var aldrei kjöt. Aðeins á sunnu- dögum voru borin fram 40 grömm af kjöti. Hnífar og gafflar þetoktust ekki, en þeirra var svo sem ekki sériega sakn- að heldur. Kvöldverður var súpa, ennþá þynnri en sú í hádeginu, og ein krukka af „tei“ með brauðsneið, sem ýmist fylgdi sulta eða lítið eitt af feiti. Fyrstu átta dagana fékk ég alls ekki að fara út úr klefanum, en eftir kröft- ug mótmaeli var mér leyft að fara út í hálfa klukkustund á degi hverjum. Með tilvísun til stöðu minnar, sem foringja, mótmælti ég því einnig, að ég skyldi vera látinn þvo klefagólf og föt. Tekið var tillit til þessara mótmæla, en með þeim afleiðingum að á tíu mán- uðum var klefagólfið hjá mér aðeins þvegið tvisvar. Eftir fyrstu yfirheyrslurnar, þar sem ég neitaði að vita nokkuð um ólöglegar athafnir, var ég látinn dúsa í klefanum í tíu daga án þess að fá að fara út í garð- inn, og jafnframt var dregið af matar- skamimti minum, sem þannig varð rétt til þesg að ég dæi ekki úr vannær- ingu. Mjög strángur vörður var jafnan viðhafður. Fylgzt var með klefanum á klukkustundar fresti og á nóttunni var klefinn skyndilega upplýstur sex til átta sinnum með mjög sterku rafmagns- ]jósi, og var það ákaflega óþægilegt. Ég gat þannig aldrei sofið meira en eina klukkustund í senn. Eftir þessa meðferð hófust yfirheyrsl- urnar á ný. Þær áttu sér stað að heita daglega, og stóðu í sex tii átta klst. í senn. . Eftir tveggja og hálfs mánaðar stöð- ugar yfirheyrslur, stundum á daginn, stundum á nóttunni, gripu Þjóðverjarnir ir til nýrra aðferða. Þeir tóku upp nokkura konar skyndiyfirheyrsiur, þar sem spurningum, sem svara skyldi með „já“ eða „nei“ var látið rigna yfir mig. Jafnframt sögðu þeir umbúðalaust að þolinmæði þeirra væri nú senn á enda. Ég neitaði öllu og var nú fluttur í koldimman klefa og öll fríðindi, eins og t.d. garðferðin, voru af mér tekin. Ekkert var hugsað um þarfir mínar. Þetta veikti mig töluvert, þ.e.a.s. líkam- lega, en þar sem einmitt þá sex daga, sem þessar aðgerðir stóðu yfir, voru gerðar miklar loftárásir á Berlín, varð það mér til nokkurrar hugarhægðar. Eftir þesisa meðferð var ég veikur um nokkurn tíma, og það var hreinlega ekki hægt að yfirheyra mig. Ég lá í klef anum án þess að læknir vitjaði mín, en tvisvar sinnum eða svo kom heil- brigðiðsforingi og spurði hvort ég væri ekki dauður ennþá. Aspirín og aðrar töflur, sem kona mín sendi mér, voru gerðar upptækar. Síðari hluta febrúarmánaðar kom ég til síðustu yfirheyrslu. Hún stóð í um það bil 12 klst. í óupp- hituðu herbergi og Þjóðverjarnir héldu áfram að sýna mér fram á hversu neit- anir mínar væru ósennilegar. Yfir- heyrslan hélt áfnam næstu nótt, en ég hélt fast við fullyrðingar mínar og benti m.a. á að það hlyti að liggja í augum uppi, að ég mundi ékki hafa lát- ið handtaka mig í skrifstofu minni 29. ágúst, hefði ég haft slæma samvizku. DAUÐADÆMDUR AF GESTAPO- MULLER Að morgni þess 5. marz fékk ég skip- un um að raka mig, og með rakvélinni fékk ég einnig afhenta greiðu og sagt að greiða mér. Eitthvað sérstatot hlaut að vera á seyði. Síðdegis var ég sóttur í kleíann og svört hetta var dregin yfir höfuð mér. Tveir SD-menn leiddu mig til annarrar byggingar á yfirráðasvæði Gestapo. Það var víst á annarri hæð þessarar byggingar, sem þeir tóku af mér svörtu hettuna og fóru með mig inn í skrif- stofu, þar sem fyrir voru tveir SS-for- ingjar. Annar þeirra sagði mér, að leiða ætti mig fyrir Gestapo-yfirmann Himmlers, Obergruppenfúhrer Hein- rich Múller, Ég var síðan leiddur inn í stóra skrif- Martin Niemöller — þýzkur prestur og andstæðingur Hitl- ers. Hann aðvaraði Lunding í Dacliau- búðunum. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.