Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 22
„Þar sem okkur er ðllum hrært saman,“ sagði vinur minn, Samuel Squidge, um leið og hann hamaðist með sköf- unni að má út „andlitsmynd listamannsins" eftir sjálfan sig, „það er i mannlifsblönd- unni, hverjir lenda saman hlið við hlið. Það er eintóm vitleysa skal ég segja þér. Fólk talar um ljóta liti. Það er enginn ijót ur litur til. Allir litir eru fal- legir í réttri samsetningu, ef þeir lenda rétt saman hlið við hlið. Þegar kona segir: „Ég hata purpurarautt," eða „Ég elska grænt“ þá gæti hún al- veg eins sagt: „Ég hata himin- inn“ eða „Ég elska gras.“ Hefði hún bara séð purpura- rautt, eins og Hiroshige annar notaði það í litmyndum sínum — grænt — hugsa sér að elska grænt! Þvilíkur afglapi! Manstu, hvað Corot sagði? Hann sagði, að náttúran væri of græn og ekki nóg birta í henni. Reyndar er þetta alveg rétt hjá karlinum . . .“ Þegar Squidge byrjar að tala í þessum dúr, hættir hon- um til að taka heldur djúpt í árinni. Ég geispaði og tautaði góðlátlega: „Við vorum að tala um Colin St. Clair Chasse- loup.“ „Einmitt! Og ég er að reyna að sýna þér fram á, að í sam- bandi við Colin St.Clair Chasseloup, þá er allt saman komið undir mannláfsblönd- unni, hverjir lenda saman hlið við hlið. Þú segir, að Colin sé brennivinsberserkur, önugur leiðindapoki, hreinræktuð land eyða. En taktu nú eftir. Við er- um allir ágætir menn, hver og einn einasti. Láttu menn fá hið rétta andrúmsloft að teyga, rétta matinn að éta, rétta verk- ið að vinna, rétta fólkið til að blanda geði við, og þá verða þeir hreinustu dýrlingar, eins og þeir leggja sig. Það er eng- inn til óforbetranlegur á jörð- inni. En mannlifsblandan, hverjir lenda hlið við hlið . . .“ „Yfir hverju hefur Chasse- loup að kvarta? Hann á pen- inga, fallega konu, böm, sveita setur og fína íbúð hér í borg- inni. Og hann gerir bara það, sem honum þóknast.“ Squidge horfði á mig í for- undrun. „Djöfull ertu vitlaus. Met- vitlaus! Ég hélt þú hefðir at- vinnu af þvi að skrifa um fólk. Ég hélt þú værir talinn þekkja fólk. Og svo ertu að gera svona litilmótlegar og asnaleg- ar athugasemdir eins og þessa". Ég roðnaði, þvi ég fann vel, að miskunnarleysið í orðum Squidges var réttmætt. Orð mín höfðu verið heimskuleg, en í rauninni var ég bara að þreifa fyrir mér, og það gat ég ekki útskýrt fyrir þessum and- litsmyndamálara. Ég þoldi sem sagt St.Clair Chasseloup ekki rétt vel. Hann var aðeins kunn ingi minn úr klúbbnum og satt að segja afskaplega óklúbbhæf ur kunningi. Það var svo að sjá sem honum leiddist klúbb- líf og væri allt annað betur gefið en umburðarlyndi. Það rauk af honum eðalborið yfir- læti, fannst ókunnugum. Hann var höfðingi allra höfðingja. Hann bar sig fyrirmannlega og var stórum vel til hafður. Stíl- hreint andlitsfallið og tíguleg- ur höfuðburðurinn bar hið klassíska svipmót drottnandi Stacey Aumonier: HLIÐ VIÐ HLIÐ Smásaga ^ Gísli Jónsson, menntaskólakennari þýddi yfirstéttar. Það var aðeins í nokkuð svo þyngslalegum augnalokunum og eirðarlaus- um munnsvipnmn, að maður uppgötvaði mannfyrirlitningu og beikkju hins vonsvikna, kaldlyndið, sem lætur ekki framar blekkjast af tálvonum. Af hverju? . . . Mér kom svo sem ekkert við launvandi sá, sem þessi maður bar sér í brjósti. En það var hans að haga sér sómasamlega gagn- vart mér. Fari Colin St.Clair Chasseloup norður og niður! Ég hafði óbeit á manninum. En þannig höfum við allir óbeit á þvi fólki, sem okkur finnst að ali með sér áskapaða yfirburða kennd gagnvart okkur. Ofan á þessi þreytandi ytri merki tak markalausrar sjálfsánægju og merkilegheita vajð maður einn ig að taka tillit til annmarka hins halta. St.Clair Chasse- loup hafði misst hægri fótinn upp að hné. Það gerðist fyrir strið. Einmitt, meðan hann var í sjóliðsforingjaskóianum í Os- bome og var einu sinni í háska leik með öðrum ungum foringja efnum, þá hafði hann á óveð- ursdegi runnið út af skipsbátn- um, og hægri fóturinn á hon- um klesstist upp við steingarð i höfninni. Það varð að taka fótinn af. Þetta var endirinn á framaferli hans í flotan- um. Faðir hans hafði verið sjóliðs'foringi, og föðurfaðir hans var í orrustunni við Traf- algar, og þannig áfram sleitu- laust allt niður til frægðardaga Elisabetar, allir í flotanum. Djöfulsins slysni, það var ekki ofsagt. Auðvitað varð maður að taka tillit til þeirrar beiskju, sem þessi ógæfa hafði valdið. Allt um það afsakaði það ekki þá framkomu, að svara ekki, þegar á hann var yrt af klúbb- félögum hans, eða horfa á mann — eins og Chasseloup gerði! Ég hafði lúmskt gaman af því, að Squidge skyldi halda uppi vörn fyrir þennan sjó- mann sem aldrei varð. Ekki var hægt að hugsa sér skýrari and- stæður. Enda þótt St.Clair Chasseloup væri einfættur, þá var hann af þeirri tegund manna, sem alltaf leit svo út sem hann væri nýbúinn að fara í kalt bað, hefði síðan tekið strangar líkamsæfingar og kom ið svo við á rakarastofu á leið- inni. Hann var svo óaðfinnan- lega vel til hafður, að ögrandi var. Squidge var aftur á móti þvi líkastur, að hann kæmist ekki götuna á enda, án þess að hjartalokurnar hættu að starfa. Út úr miðju, þvölu skegginu héngu endalaust lufsulegir sígarettustúfar. Að líkamsbygg ingu var hann blátt áfram hlægilegur. En það voru hin liflegu augu hans og röddin, einkennileg og bráðlyndisleg, sem báru vott um, að lífsorka hans var ekki lítilla sanda. Hann var öldungis svo félags- lyndur og bjartsýnn sem Chasseloup var fátalaður og daufdrumslegur. Og samt, það var svo að sjá sem þeir mætt- ust á einhverjum gömlum vett- vangi. Gott og vel. Ég gat skil- ið, að Squidge fyndi góða parta í Chasseloup, já, í hverjum sem var, en hvaða skoðun skyldi Chasseloup hafa á Squidge? Mig hryllti við tilhugsuninni. Við þetta tækifæri, sem ég er nú að segja frá, var næstum ómögulegt að toga upp úr Squidge nokkuð nákvæmara í fullri hreinskilni, því að hann var al'lt í einu farinn að tala um allt annað, eina af eftirlæt- iskennisetningum sínum. „Það er undarlegur and- skoti“ sagði hann, „að fólk yf- irleitt skuli nokkurn tíma gifta sig. Það er hreint og beint ekki hægt að koma því heim og saman, ólíklegustu og and- styggilegustu samsetningar. Þvi andstyggilegri sem þær eru, þeim mun meiri líkur til, að allt fari vel. Þú sérð ein- hverja beinabera konugeit og hugsar með sjálfum þér. Vesl- ings dubban! Hvaða möguleika skyldi sú nú hafa til að ganga út einhvern tima? og það næsta sem þú fréttir, er það, að hún sé gift einhverju goði, sem til- biður hana og þau eigi hóp af börnum, strákana í Harrow og stelpurnar í Girton. Furðulegt! Önnur er eins og rós á runna, og karlmennirnir elta hana á röndum, en ekkert gerist. Hún er vansæl. Ég þekki konu, sem er gift manni, sem hún auðsjá- anlega elskar og hann hana. Þau eiga tvö ánægjuleg böm, dreng og stúlku. Þetta er í hæsta máta hamingjusöm fjöl- skylda. Þau eru efnuð og eru að springa af hreysti og vellið- an, en samt, næstum þvi árlega, fær móðirin þunglyndisköst og þarf að leggjast inn á hjúkr- 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.