Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 29
Öldungurinn hélt til næsta þorps og bað um næturskjól. Þar var tekið vingjarnlega á móti honum, honum var gefinn matur og drykkur og mjúkt rúm fil að hvíla í. Öldungurinn bað húsfreyjuna: „Viltu gera svo vel að fara og grennslast um, hvað brúðkaupsgestirnir hafa nú fyrir stafni.“ Konan fór, en kom óttafull brátt til baka: „Komið og sjá- ið! Allir brúðkaupsgestirnir eru eins og dýr.“ Þorpsbúinn gekk út ásamt öldungnum til að sjá þetta með eigin augum. Þeir sáu úlfa, refi, jarfa og önnur skógardýr hlaupa út úr brúðkaupssalnum. Engan mann var framar að sjá. Allir höfðu breytzt í skógar- dýr. Bærinn og önnur hús tóku að síga, þangað til þau hurfu undir jörðina, og létu eftir sig djúpar gryfjur. Ennþá eru þrjár þeirra sýnilegar í Karsamae. Þar sem bærinn hafði staðið, spratt upp lind. í henni vall tært vín. Nágrannamir söfnuð- ust um hana í stórum hópum. Hver eys með byttunni? Hver ber í grindinni? Hver er með krukku? Það eru mennirnir, sem safnast um vínlindina, eins og flugur um hunang. Stórbóndanum bárust fréttir um hvað væri á seyði. Hann sendi út verði þegar í stað, svo að enginn næði framar í vín. En öfundin hlýtur öfundarinn- ar laun. Verðimir bragða á víninu. — Eins og hvert annað vatn! Stórbóndinn kemur og bragðar á. Eins og hvert annað vatn! Upp frá þeirri stundu er verðir voru settir við lindina hjá Kársamáe, breyttist vín hennar í vatn. Verðirnir þurftu einskis framar að gæta. Engum varð neitað um vatn. Þjóðsögn hermir, að vín komi upp í Kársamae lind rétt sem snöggvast á Jónsmessunótt, en breytist aftur í vatn í sömu svipan. BRÚÐKAUPS- GJÖF VATNS- MÓÐURINNAR Einu sinni sat fátæk seytján ára stúlka á bakka vatns nokk urs skammt frá ármynni. Hún grét foreldra sina, sem nýlega höfðu verið orpnir moldu, og talaði við ástvini sína, er horfn ir voru héðan úr heimi, um hve erfiða daga hún ætti og að hús- bóndi hennar og húsfreyjan væru vond við hana. Allt í einu leggur einhver hönd á öxlina á henni. Hún lít- ur við. Gömul, falleg kona, með glóbjart hár og blá augu, í dýrum klæðum stendur við hliðina á henni. Hún er með hvíta steina i svuntunni og seg . ir, um ieið og hún brosir glað- lega: „Hættu að gráta! Eftir erfiða daga koma aðrir betri!" Að þessu mæltu, lætur hún steinana falla úr svuntunni í skaut fátæku stúlkunnar og segir: „Láttu þessa steina í fata kistuna þína, en talaðu ekkert um mig eða gjöf rnína. Maður- inn, sem kemur á morgun að biðla til þín, við hann skaltu tala, og honum getur þú sýnt það sem þú hefur fengið úr svuntunni minni í dag!“ Fátæka stúlkan kemur ekki upp nokkru orði, erí að lokum hlær hún og segir: „Biðla? Hver skyldi svo sem biðla til min, sem er fátækra manna barn?“ „Sjáðu til! Trúðu orðum mín um — ég hef aldrei svikið neinn," svarar konan. Spyr þá fátæka stúlkan: „Hvaðan ertu og hvernig get- ur þú vitað um það sem við ber eða ekki ber við á morgun?" „Hver ég er og hyernig ég geti vitað þetta! Þvi get ég ekki svarað nú. En hvaðan ég er? Ég er frá þeim stað, þar sem sól, tungl og stjörnur lýsa neðan frá og upp og toppar trjánna og tindar fjall- anna snúa niður. Þar sem ég lifi á enginn erfiða daga, þar erú engir vondir húsbændur eða húsfreyjur, hvorki hiti né kuldi, þar grætur enginn né andvarpar." „En hvers vegna komstu hingað svo skyndilega til mín?“ spyr stúlkan, sem er nú ekki lengur smeyk. Ökunna konan hlær og segir: „Ég kem frá þeim stað, sem ég hverf nú aftur til “ Áð þessu mæltu hverfur hún út í vatnið. Nú skilur fátseka stúlkan hvernig i öllu liggur og segir: „Svo þú ert þá Vatns- móðirin!“ Hún hafði varla mælt þessi orð fyrr en ókunna konan var horfin. Stúlk- an hefði mátt halda að allt hefði verið draumur einn, því að hugsanir hennar voru í ein- hverju uppnámi að því er henni fannst, en hvitu steinarn ir í kjöltu hennar. voru órækt vitni um, að allt þetta hefði átt sér stað. Hér á strönd vatns ins fundust engir steinar af líku tagi, og frá himni höfðu þeir ekki fallið. Stúlkan flýtti sér heim og lagði steinana ofan i kistu að gamni sínu. Daginn eftir kom ríkur bóndasonur og bað stúlkunnar. Hún mundi ekki i fyrstu við- burðinn frá gærdeginum, en áð ur en brúðguminn hélt heim, sagði hún honum allt af létta og leiddi hann að kistunni. Þeg ar hún lyfti upp lokinu, var kistan full til hálfs af silfur- peningum. Brúðguminn féll um hálsinn á henni og sagði: „Pen ingar eru að vísu peningar! En þá skortir mig ekki, auðæfi þín gera mig ekki ánægðari en ég er, en hver sem Vatnsmóðirin vottar gæzku sína, er öðrum mönnum betri. Manneskju af þeirri gerð fylgir allt gott og í höndum hennar vex allt og dafnar.“ Orð brúðgumans sönnuðust. Hjónin áttu góða ævidaga, þeim heppnaðist allt og þau urðu vellauðug. Fátæka stúlk- an varð gjafmildasta og giað- asta bóndakonan í öllu hérað- inu. Hún hjálpaði öllum nauð- stöddum, og engan sem bað hana ásjár lét hún synjandi frá sér fara. Fátækum börnum var hún sem bezta móðir. Jóhann H j álmarsson Framli. af bls. 13 (VI) Ef ég ætti að nefna nýlega skáldsögu, sem tekur trúarleg efni tíl meðfgrðar, dytti mér helst í hug Kristnihald undir Jökli. Flestir munu þó vera sammála um að þar er skrýtið kristnihald á ferðinni, kenn- ingar Jóns Prímuss fremur í ætt við kínverskan taóisma en íslenska lútersku. Engu að slð- ur eru trúarlegar spurningar bornar fram í þessari , skáld- sögu Laxness. Fyrstu vefk,- , Halldórs Laxness voru innblásin af trú, en með Vefaranum mikla frá Kasmír virðist kristin trúar- þörf hans úr sögunni og önnur trú tekur við: sósialisminn. Þannig hefur verið komist að orði, að leið Halldórs hafi leg- ið frá Guði til mannanna. Aft- ur á móti er Ijóst, að með sósíal isma Halldórs Laxness er loku skotið fyrir trúarlegan sagna- skáldskap á íslensku, merka tilraun mikils rithöfundar til að fjalla um yrkisefni, sem freista sífellt með sama hætti og áður, þegar önnur eru guf- uð upp ásamt hverfulum tíma. Hér verður' ekki reyrtt að gera lítið úr þjóðfélagslegum skáldsögum Halldórs LaXness, knýjandi þörf rithöfundar til að taka þátt í umræðu samtím- ans. En litu ekki islenskar bók- menntir öðruvísi út í dag, ef Halldór Laxness hefði haldið áfram á braut kaþólskrar sagnagerðar? Væru ekki bók- menntir okkar í nánari tengsl- um við evrópskar bókmenntir? Hefðu þær ekki traustari grundvöll? Þetta eru aðeins spurningar. Við verðum að halda okkur við raunveruleik- ann, enda þótt gaman sé að hugleiða hvað hefði getað gerst. Miklar breytingar hafa orð- ið á skáldsagnagerð Halldórs Laxness á seinni timum. Kristnihald undir Jökli er að vissu marki verk nýs Laxness. Sama er að segja um Innan- sveitarkroniku, en í henni er kristindómur tekinn til um- ræðu og hún er öðrum þræði helgisaga. 1 Innansveitar- kroniku er lýst fólki, sem kannski er eltki trúað í venju- legri merkingu þess orðs. En það virðir kris'tna trú og vill ekki missa hana úr lífi sínu. Um söguhetju sína Stefán Þorláksson, kemst Halldór Laxness svo að orði: „Þegar hér er komið sögu get ég ekki stilt mig um að ítreka það sem fyr var sagt, að enginn vissi til þess hér í sveit að Stefán Þor- láksson hefði nokkru sinni farið með gott orð í lifanda lífi; prestur nokkur hefur sagt við undirritaðan að Stefán þessi muni hafa verið álíka trú laus og Konstantín mikli sem þó sannarlega bjargaði kristin- dóminum. Að minstakosti mundi enn sem komið er telj- ast ofílagt að reikna hann með trúarhetjum í Mosfellssveit. Samt varð hann styrkari stoð sönnum kristindómi í sveit þess ari, mælt í krónum og aurum, en flestir helgir menn vor- ir urðu hvort heldur með þögl- um bænahöldum eða háværum sálmasaung eða laungum prédikunum. Stefán Þorláks- son mælti sumsé svo fyrir í erfðaskrá sinni að fjái'munir meiren litlir er hann leifði skyldu gánga til þess að reisa kirkju mikla og góða að Mos- felli í Mosfellsdal, þar á rúst- um fornra kirkna sem geyma höfuð Egils Skallagrímssonar." 1 skáldsögu Guðmundar Gíslasonar Hagalíns Márus á Valshamri ög méistari Jón er íjallað um missætti Márusar bónda og Jóns biskups Vída- líns, sem veldur því að hætt er að lesa úr postillu meistar- ans á heimili Márusar. En hinn kappsami og mikilhæfi böndi sættist að lokum við meistara sinn. Hann les nú með auknum álierslum þau orð meistara Jóns, sem áður höfðu ergt hann, svo að hann fleygði frá sér postillunni: „Vík frá mér, Satan, því að skrifað er: Ðrottinn Guð þinn skalt þú til- biðja og honum einum þjóna. Nú er það öldungis ómögulegt undir eins Guði að þjóna og Mammoni. Viljir þú þar fyrir að þitt hjarta sé Guðs musteri, þá rek þú Satan út þaðan með hans bölvaðri auraelsku ...“ Hagalín lætur nokkur inn- gangsorð fylgja skáldsögunni, þar sem hann gerir grein fyrir verkinu. Orð Hagalíns eru at- hyglisverð, og merk heimild um þátt kristinnar siðaboðun- ar á Isiandi. Hágalin segir: „Þetta sögukorn gerði ég til- raun til að færa í letur sum- arið 1920, nýkominn heim úr margi’a ára reiki um lendur er- lendra tízkubókmennta. Þá fór ég að svipast um i heimahög- um og skyggnast eftir áhrifa- völdum bernsku minnar og hverjir hefðu reynzt því fóiki, sem ég þekkti bezt og átti sinn þátt í að móta mig varanlega, traustastir leiðtogar í lífsins stríði. Ekki komst ég langt með sögukornið í það sinn, en þar eð ég hef ávallt síöan haldið við kynnum mínum af meistara Jóni og hvorki gleymt því, hver áhrif hann hafði á mig í bernsku né reynslu minni af áhrifum hans á gamla vini mína, granna og sveitunga, hef- ur söguefninu annað veifið skotið upp í huga mínum, unz ég í fyrra, þegar liðnar voru þrjár aldir frá fæðingu meistarans, tók á ný að færa sögukornið í letur.“ Þó að saga Guðmundar Gíslasonar Hagalíns sé verald- legur skáldskapur er grunn tónn hennar trúin á andlega handleiðslu. Kristin trú er í sögunni það leiðarljós, sem jafnvel hinn sterki og stolti maður, er býður höfuðskepn- unum birginn, getur ekki án verið. Márus á Valshamri og meistari Jón er saga úr lífi þeirrar alþýðu, sem Hagalín þekkir einna best íslenskra rithöfunda og hefur lýst af að- dáanlegu innsæi í mannleg ör- lög. Þeir, sem álíta kristna trú verðugt viðfangsefni i skáld- skap, geta sætt sig við að enn virðist hún helstu sagnaskáld- um okkar áleitin. Um trú í nýrri islenskrl skáldsagnagerð þarf ekki mörg orð. Um trúleysi sömu bók- menntagreinar mætti skrifa langt mál. Þó má geta þess, að í nýrri skáldsögu eftir ungan rithöfund, Eftirleit, eftir Þorvarð Helgason, er sagt frá ungum manni, sem freistar þess að átta sig á sjálfum sér og um- hverfi sínu. Undir lok leitar hans „hrannast að honum vitn- eskjan, sem fyrst hafði aðeins verið grunur: héðán í frá yrði hann sér meðvitandi um það, að hvert augnablik lífsins stæði hann óskýldur fyrir aug- liti Guðs,“ 1 skáldsögu Þorvarðar Helgasonar er -Guð ekki dauður, eins og Nietzsche boðaði. Trúin er einkum voldugt afl í verkum ljóðskáldanna. Ekk- ert skáld kemst hjá því að ver.k þess beri á einhvern hátt merki kristninnar. Biblían er enn sem fyrr bók bóka. Andi hennar er alls staðar þar sem göfug hugsun er hugsuð. í ljóðabók sinni 1 sumardöl- um kom Hannes Pétursson fram sem guðleysingi. 1 bókinni er ljóðaflokkur þar sem skáld- ið hafnar kristinni trú. Aftur á móti er ljóst af seinustu bók Hannesar, Innlöndum, að barna trú hans er lífseig. Kristileg tákn öðlast líf í ljóðum skálds- ins. 1 ljóði, sem nefnist Um- hverfi, s-pyr skáldið spurning- ar, sem löngum hefur haldið vöku fyrir mönnum og felur í sér svar, að því er mér virðist. Þetta ljóð hlýtur að vitna um endurkomu Hannesar til krist- ins viðhorfs eða að minnsta kosti trúarlegs: Hve lengi get ég lofsungið þessi fjöll lofsungið þetta haf, þessar eyjar og strendur já menn og alla hluti sem huga minn gleðja 22. desember 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.