Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Page 7
 WWWjjWWSMW ■íJ&aÍíS?:::':: •'.•'• '• Mjölvaran er í fimmtiu og hundrað kílóa sekkjum. Kemur fyrir að slíkar byrðar eru lagð- ar á konuherðar. — Ekki munu skipin fara tóm yf- if hafið. Þau verða full- fermd saltfiski og landbún- aðarafurðum. Hugsunin um þetta grípur mig það föstum tökum, að ég þykist sjá bryng- ingarbátana leggja að landi, hlaðna vörum, og hóp karla og kvenna í fjörunni, leggja á herðar sér fyrstu byrðarnar. Nú hverfum við aðeins tvö ár aftur í tímann. f>að er blíð- viðri eins og í dag, sól og sum- ar, og við Jóhann erum á gangi með fram sjógarðinum. Stundar korn nemum við staðar á eldri steinbryggjunni. — Nú er lónið slétt, verður mér að orði við Jóhann. Ég fæ þetta svar: — Lónið er jafnan slétt. Það má vera meira en venjulegt vonzkuveður, svo bátar séu ekki nokkurn veginn öruggir á lóninu, þó hefur þá slitið þar upp, líka frá bryggjunni, rek- ið á fjörur eða út í brimgarð- inn, en slíkir bátstapar eru einstæðir . . . Það er öllu lokið, sem hætta getur taliizt komi maður óbrotnu skipi í gegnum sundið og inn á lónið. Brimgarðurinn —- sundið, um þetta falla ekki fleiri orð að sinni. Jóhann greikkar sporið, gengur ævinlega hratt, segir: — Hérna skammt frá stend- ur uppi eitt af þeim áraskip- um, áttæringur, sem ég var á nokkrar vertíðir snemma á sjó- mannsferli mínum. Þér þykir sjálfsagt ótrúlegt, að svo gam- alt skip sé enn við lýði. Því var bjargað frá eyðileggingu lítt skemmdu, og gert upp með rá og reiða og öllum seglaút- búnaði. Þannig var það haft til sýnis í höfuðstaðnum fyrir stuttu . . . Og þarna er það, en siglulaust. Ég virði skipið fyrir mér stafna á milli, þykir það fritt og traustlegt, tel víst, að það fari vel í sjó, og hef orð á þessu við Jóhann. — Skip er eins og svipur hjá sjón á þurru landi, anzar hann. — Líka þótt þú tjaldir öllum seglbúnaði. Það er með ára skipin, eins og annað, að þeir einir þekkja þau nokkuð, sem hafa reynsluna af þeim. — Hvar var þér skipað undir ár? spyr ég. — Ojú, ég ætti að muna það . . . Jóhann bendir mér. — Þarna var minn staður. Maður var ekki límdur við þóftuna. Það var stöðug hreyfing á manni, hvorki hangið á árinni eða yfir lóðunum. Sumir spyrja mig, hvort ekki hafi verið kal- samt á áraskipunum, í frosti og hríðarveðrum. Ég man ekki til þess, svo orð sé á gerandi. Það var helzt, að mann sveið í and- litið, en þetta vandist fljótt, og maður hætti að veita þvi at- hygli. — En skinnklæðin, hvernig reyndust þau sem sjóklæði? — Mikið vel. Ég hef ekki verið betur varinn fyrir kulda og vosbúð á sjó í öðrum klæðn aði. — Árarnar, voru þær ekki þungar, og róðurinn erfiður? — Árarnar voru léttar, lang ar og grannar, svignuðu stund- um nokkuð, en voru úr völd- um við, og aðrir brutu þær ekki en viðvaningar. Hvað erf- iðinu við kemur, þá var stund- um þungt að berja á móti sjó og vindi. Þreytan hljóp í mann eins og gigtarflog, en mað- ur yfirvann þetta með reynsl- unni. Litlu seinna stöndum við báð ir í sjógarðshliði, horfum á spegilslétt lónið, og Jóhann segir líkt og mest við sjálfan sig: ■— Fátt er mér kærara í nátt- úrunnar ríki en lónið, það er þá helzt grasið, þegar vel sprettur, og golan þýtur i stráunum. Þegar Jóhann er hálfs árs (Hann er fæddur 24. janúar 1892, að Sandprýði á Eyrar- bakka), taka foreldrar hans sig upp, og flytja aftur i heima- hérað sitt, Mýrdalinn. Börn sín, Jóhann og Sigríði, búa þau um í koffortum á reiðingshesti, en alls varð þeim hjónum fimm barna auðið. Ferðin austur gengur að óskum, þó leiðin liggi viða yfir eyðisanda og óbrúaðar ár. Ekki verður dvöl þeirra hjóna löng I Mýrdaln- um. Þau hverfa þaðan aftur eftir tvö ár eða svo, og búa fáein ár i Hreiðurborg í grennd við Eyrarbakka. Síðan setjast þau um kyrrt á Eyrar- bakka, í Sölkutóft, og eru þar meðan bæði lifa. — Ég byrjaði snemma að ferðast, segir Jóhann. — Þegar foreldrar mínir fluttu að aust- an, þá sat ég ofan í milli á baggahesti. Man ég það eitt úr þeirri ferð, hvað mér þótti skrítið að horfa á stórgripina á sundi yfir árnar, og vöktu mesta athygli mína halarnir á nautgripunum, sem stóðu beint upp í loftið í vatnsflaumnum. Jóhann er fjögra ára, þegar hann situr eitt sinn sem oftar á grjótgarði, og þykist vera riðandi á hesti. En hann hef- ur ekki setið lengi á garðinum að þessu sinni, þegar jörðin tekur að bifast, og gengur eins og alda á sjó. Þetta gerist jarð- skjálftasumarið mikla 1896. Jóhann minnist þess, að hann er bæði furðulostinn og glaður, þegar garðurinn hreyfist; snögglega finnst honum, sem reiðskjótinn þjóti með sig í loft köstum. Hann man það líka, að allt lauslegt er borið út úr bænum, og tjaldað er yfir fólk- ið á túninu. Móðir hans liggur á sæng, og bróðir hans hvílir i vöggu við rúm hennar, þegar jarðhræringarnar byrja. Steinn fellur úr hleðslu, og lendir nærri barnsvöggunni. Þótti mikil mildi, að eliki varð slys af. — Sjálfur var ég svo ung- ur, að ég vissi ekki hvað raun- verulega var að gerast, segir Jóhann. — Annars þykir mér, sem fyrstu raunverulegu minn- ingar mínar séu tengdar sjón- um. Ég fór fljótt að hugsa um sjóinn. Mér þótti, sem hann ætti erindi við mig, og ég þá ekki síður við hann. Ég var baldinn strákur, eða nokkuð ráðrikur við leikfélaga mina, vildi ráða meiru um fyrirtektir okkar, en þeim gott þótti. Fyr- ir þetta fékk ég aðkast af þeirra hálfu. Eitt sinn fór ég til pabba og sagði honum, að strákarnir legðust á mig. Ég fékk þau svör, að ef ég gæti ekki komið mér út af við leik- félaga mína, þá skyldi ég sitja heima. Þessi áminning varð til þess, að ég ásetti mér að sam- lagast betur leikfélögum mín- um, og tókst það eftir vonum. Jóhann byrjar að beita upp á hálfan hlut níu ára gamall (Strákar voru um og innan við tíu ára aldurinn, þegar þeir hófu þennan starfa). Vinnan verður þvi fljótt aðalinntakið i lífi Jóhanns, og þeirra félaga hans, sem einhver dugur er í og vilji til framtaks. í mestu aflahrotunum er róið fjórum — fimm sinnum á dag. Beitustrákar verða að hafa tilbúnar nýbeittar lóðir í hvert sinn sem að er komið, og taka við þeim, sem af sjónum koma. 1 slíkum uppgripum er lítill tími til hvíldar og svefns. Venjan er, að vekja strákana um 5—6 leytið á morgnana, og senda þá á bæina til að vekja háseta. Beitt er í moldarkofum, sem flestir eru grafnir í jörðu. Er þarna nokkur ylur, jafnvel í frosthörkum. Kemur það sér líka betur, þar sem lóðirnar mega ekki gadda. Það er verk beitustráka, að leggja hlunna fyrir bátinn — allt fram í sjó. Þurfa þeir, i þessu sem öðru að sýna vask- leik og lipurð, því mikið kapp er í mönnum að komast fyrst- ir á flot. Þegar sjósett hefur verið, bera stárkar hlunnana upp fyrir sjávarmál, og hafa þá þar tiltæka, þegar skipin eru sett upp að kvöldi. Eftir að aflanum hefur verið skipt, ber venjulega kvenfólk hann upp á aðgerðarvöllinn. Efna- menn hafa oft hesta, og reiða í klyfjum; þykir slíkt mikil frakj . . . 1 kringum allt þetta er mik- ið líf og fjör; gamanyrði fjúka, strákar fljúga hver á annan; spara sig hvergi til stórræð- anna. Að spara sig livergi, kannski er það sjálfur lifsgaldurinn. Fimmtán ára að aldri rær Jóhann fyrir fullgildum hlut, bæði á Eyrarbakka og í Þor- lákshöfn. Ekki miklu seinna ræðst hann í skipakaup ásamt fleirum (1910). Þetta er niu lesta mótorbátur, Norróna, frá Vestmannaeyjum, ágætis fleyta. Faðir Jóhanns er formaður á bátnum fyrstu þrjú árin. Þá rær Jóhann í Þorlákshöfn, hjá Páli Grímssyni, miklum afla- manni. Áriö 1912 tekur svo Jóhann við formennsku á Norrónu, og verður brátt með alfasælustu formönnum. Þykir sumum nóg um sókn hans á sjóinn. En það kemur fljótt i ljós, að Jöhann veit jafnan hvað hann má 22. desenuber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.