Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 17
Ingi Karl Jóhannsson sem samtalið átti við nunnurnar, er einn íárra manna hér á landi, sem tala hollenzku. Það gerði honum kleift að ná fram lífsviðhorfi nunnanna á Ijósan hátt, en í grein- um um þær, sem áður hafa hirzt í blöðum, hefur meira verið dvalið við ytri kringumstæður. BænaKjiiríi og: sönKur í kónnun. og fremst á þessar grindur sem tákn þess að hafa helgað líf okkar guði, þá voru þær í aug um umheimsins eins konar merki eða sönnun um ófrjálsa innilokun og einangrun. Ekk- ert er þó fjær sanni, því allar höfum við tekið á okkur ábyrgðina og afleiðingarnar af fúsum vilja eftir margra ára reynslutíma. Og þótt grindurn- ar séu horfnar, þá hefur það engin áhrif á okkar eiginlega hlutverk í lífinu: Að biðja guði til dýrðar og mannkyninu til heilla. Þess konar lif krefst einangrunar, hlédrægni og kyrrðar I ríkum mæli, ef nægi leg einbeiting á að nást.“ Það er eftirtektarvert hve áhugasamar systurnar eru um að eyða ríkjandi misskilningi um það hlutverk, sem þær hafa valið sér, og brátt brennur önnur eftirvæntingarfull spurn ing á vörum spyrjandans, sem hann beinir til hverrar systur persónulega: „Hvers vegna gerðist þú nunna?“ _ Þeim bregður ekki hið minnsta í brún við þessa árás, brosa aðeins góðlátlega og hefja svör sín hiklaust og sann færandi. Rúmsins vegna er ekki unnt að birta svör þeirra allra i heild, heldur verður að nægja að stikla á stóru og reyna að gefa lesandanum mynd af því, sem mestu máli skiptir. „Margir halda, að einhvers konar skipbrot í lífinu, svo sem ástarsorg eða annað, liggi að baki þeirri ákvörðun að ganga i klaustur. Ekkert er fjær raun veruleikanum.“ „Við þessu er erfitt að gefa tæmandi svar, því hér er um að ræða reynslu, sem vart er hægt að lýsa með orðum. Hvers vegna elskar fólk hvert annað? Og á þessu huglæga til finningasviði verður einnig að leita þess, sem menn nefna „köllun.“ Við kristnir menn trúum á persónulegan guð, sem ætið er okkur nálægur, fyrst og fremst í Jesú Kristi. Mér virðist aðalsmerki hvers manns vera það, að hann skuli geta elskað og verið elskaður. Á sama hátt er hægt að bera Úr borðstofiumi. Ein systii-m les tir ritningimni nieðan liinar borða Príorinnan vökvar stofublóniin. kærleika i brjósti til guðs, því guð er kærleikur, og svo elskaði guð heiminn. . . . Þennan full- komna kærleika, sem ég hafði persónulega reynslu af, vildi ég endurgjalda eftir beztu getu og taldi vænlegast að fylgja þeiri’i hugsjón eftir innan Karmelreglunnar. Sú var sann færing mín fyrir sextán árum, og sú er sannfæring mín í dag. Þvi köllun er ekki reynsla, sem kemur skyndilega og hverfur siðan. Hún fylgir manni gegn- um alla erfiðleika, krefst tryggðar og fórna. Ég lit því á það sem köllun mína að elska guð af öllu hjarta og öll um mætti minum, að sýna þenn an kærleika i bænum mínum fyrir öllum mönnum. Ég trúi því, að sérhver maður eigi sér einhvers konar köllun, þar sem hann finnur það lífshlutverk, sem honum er ætlað.“ „Kristur hefur sagt: Eigi haf ið þér útvalið mig, heldur hef ég útvalið yður. — í æsku, þegar önnur böm léku „mömmuleik", vildi ég heldur fara i „nunnuleik", og hugur minn hneigðist æ meir í þá átt. Hvers vegna? Það skildi ég ekki ennþá sem barn. Bæði i skólanum og heima hjá mér heyrði ég sagt frá Jesú, kær- leik hans og þjáning okkar vegna. Eftir því sem ég þrosk aðist fann ég kærleikann til hans vaxa í hjarta mínu, þvi kærleikur krefst kærleiks á móti. Ég sannfærðist um, að ég gæti gefið mest með því að gerast nunna og helga mig hon um að öllu leyti. Ekki vegna þess, að mér þætti ekki vænt um fjölskyldu mína, vini og vinkonur, en mér fannst ég geta sannað kærleik minn til hans með því að „segja skilið við“ þetta allt. É g vildi til- heyra honum einum. Þetta var býsna erfitt í framkvæmd, þar eð ég gat ekki talað um löng- un mína heima vegna aðstæðna þar. En ég bað og trúði á vilja guðs i þessu efni, enda fór svo að lokum að leiðin opnað ist, og ég gat hafið lífsstarf mitt innan vébanda Karmelregl unnar.“ „Það tók mig nokkur ár að ákveða hvort ég skyldi ganga í klaustur. Hugsanir i þessa átt ásóttu mig stöðugt, og í fyrstu reyndi ég að bægja þeim frá mér jafnharðan: Nei, ekki í klaustur, það vil ég ekki. — En þetta hélt áfram að ágerast, og að lokum ákvað ég að ræða máfið við góðan trúnaðarvin. Smám saman sann færðist ég um að það væri guðs vilji að ég helgaði líf mitt honum. Köllun mín beind ist sterklega að hugleiðslu, og þess vegna ákvað ég að ganga í Karmelregluna, þar sem bænahald er fyrir öllu.“ „Ég gerðist nunna af því að tilhugsunin um þess konar líf heillaði mig. Hvemig það átti sér stað er erfitt að túlka í orðum. Fyrst og fremst var það guð en ekki klaustrið í sjálfu sér, sem heillaði mig. Mér þótti gott að fara í kirkju, þegar enginn var viðstaddur og dvelj ast þar í notalegri kyrrð og þögn við bænir mínar og finna nálægð guðs. Mér þótti líka gaman að fara út og skemmta mér og dansa, en hversu ánægjuleg sem þessi kvöld gátu verið, fann ég, að þetta mundi ekki vera mér nóg. Þannig þróaðist smám saman löngunin til að ganga í klaust ur, og ég var aðeins sextán ára gömul þegar ég byrjaði að hugsa alvarlega um að stiga þetta skref. Ég hneigðist mjög að hugleiðslu, og því var það, að ég valdi Karmelregluna frekar en líknarreglu eða aðra starfsreglu.“ „Hvers vegna gerðist ég nunna? Ég held, að mjög erf- itt sé að finna svar, sem sé öðr um fyllilega skiljanlegt. Þetta er eins konar saga! Ég gæti til dæmis spurt á móti: Hvers vegna kvæntist þú? Og hvers vegna kvæntist: þú einmitt þeirri konu, sem Igú átt? Það er um svo margar stúlkur að ræða á hverjum stað og tíma. Hvernig vissirðu, að þú vildir einmitt þá stúlku, sem nú er konan þín? — Þegar ég var barn datt mér aldrei í hug að verða nunna. Mér þótti þessi 22. desomber 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.