Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Qupperneq 11
stofu, þar sem Míiller gekk fram og aft- ur um gólfið. SS-tign hana svaraði til hershöfðingjatignar. Skýrslumiar um yfirheyrsiurnar yfir mér, sem smám saman höfðu orðið að gífurlegu riltverki, lágu á skrifborði hans. Hann lét mig standa í hálfa klukku- stund á meðan hann taliaði sjálfur, mest- megnis um stj ómmálaleg efni. Hann talaði um sælu nasismans, um að Foriinginn væri óskeikull, um hinn langa arm Gestapo, um hina dásamlegu framtíð að styrjöldinni lokinni og hvensu heimskulegt og skammsýnt það væri að vinna gegn hiinu stórþýzka riki. Ég svaraði, að ef hann hefði lesið skýrslurnar um yfirheyrslumar hlyti honum að vera kunnugt um að það síðast talda kæmi hér alls ekki til greina. Nú breytti hann um tón og spurði hvort ég taldi að hann og samstarfs- toenn hans væru fifl, fyrst ég reyndi að fylla þá með lygi og hélt síðan áfnam: — Þér komið ekki fyrir dómstól. Við tökum enga áhættu, við höfum o-kkar eigin völd. Þér eruð sjálfir leyniþjón- ustuforingi þannig að yður ætti að vera kunnugt um viðurlögin við því, sem við sökum yður um. Á hvern hátt og hvenær þetta verður framkvæmt ákveð- ur SS-fúhrer Heinrich Himjmiler. Á meðan getið þér setið og iðrazt gerða yðar. Þetta var dauðadómur minn. Múller ýtti á hnapp á skrifborði sínu. SS-foringin;n, sá sami og áður, kom inn og fékk fyrirskipun: — Abfúhren! í skrifstofunni fyrir framan var svarta hettan aftur dregin yfir höfuð mér og ég var á ný færður til klefa míns. Ég hafði verið í síðustu yfirheyrsl- unni. VFIBH EYRÐTJR MEIRA EN 500 KLUKKTJSTUNDIR Þann tíma, sem nú fór í hönd, voru örlög mín eins voniaus og þau gátu ver- ið. Ég sat þarna í kjallaranum við P.i'inz Albrechtstrasse, dæmdur til dauða fyr- ir njósnir á styrjaldartímum. Enginn hiti, ekkert vatn, ekkert ljós, engir gluggar, lágmarksskammtur af mat, tíð- ar loftárásir að næturlagi. Engin teikn voru á lofti um að fyrir dyrum stæði að fullnægja dóminum. Þýddi þetta, að enn væri von, eða var hér aðeins um að ræða viðbót við refs- inguna? Dæmáð stóð þannig opið, og hélt áfram að vera opið. Fimm dögum eftir hinn örlagaríka fund með Heinrich Múller var mér til- kynnt að innan fárra daga yrði ég flutt- ur í fangabúðir. Þetta varð þó ekki fyrr en fjórum mánuðum síðar, þann 5. júlí. Alls hafði ég verið sveltur fimm sinn- um, mest í sex daga. Yfirheyrslurnar höfðu staðið samanlagt í 500 til 600 klukkustundir. HANDJÁRNAÐUR í FJÓRA MÁNUÐI Mörgum sinnum var ég látinn vera í handjárnum dag og nótt, samanlagt í iim fjóra mánuði. Handjárnin voru að- eins opnuð þegar ég borðaði eða þurfti að ganga til salernis. I fyrstu fundust mér handiárnin mjög á'úðmýkjandi, en jafnframt styrktia þau mótstöðuviljann að nokkru leyti. Eftir Uanaris. aðmiraH — yfirmaður leynilögreglu þýzka hers- ins. Hann átti aðild að tilræðinu við Hitler í júlí 1944, var handtekinn og líf- látinn í Flossenburg. Nóttina fyrir af- tökuna „talaði“ hann við Lunding með merkjamáli og bað fyrir kveðjur til fjöl- skyldu sinnar. að nokkur tírni var liðinn, urðu hand- járnin hins vegar til þess að ég fylltist þunglyndi, og þau urðu mér tákn þess hve hjálparvana ég var. í sambandi við svelti og skort á óslitnum svefni, er þetta líf, sem verður til þess að menn fara að yfirvega sjálfsmorð ellegar fara að leiða hugann að því, að játa eiitthvað í einhverju formi. Raunveruleg fang- elsis-sálsýki er hætta, sem þá vofir yfir. Fangar, sem aldrei hafði órað fyrir því að þeir myndu biðjast fyrir, báðu . . . Óþægilegasta tilfinningin varðandi handjárnin var þó þegar loftárásir voru gerðar. Þá undirstrikuðu þau tilfinning- una um liið fullkomna magnleysi, enda þótt út af fyrir sig mætti kannski segja að ef sprengja félli, skipti ekki máli hvort maður dæi með þessi jám á úln- liðunum eða ekki. Nóttina eftir 22. nóvember 1943 gerði brezki flugherinn gífurlegar loftárásir með 800—1000 sprengjuflugvélum á mið borg Berlínar. Umhverfis fangelsið féllu um tuttugu sprenigjur auk nokk- urra íkveikjusprengja. Gluggar þeytt- Hér sést hluti af faiieabiíðunum Flossenbure í Austur-Bayern, skaninit irá landa- mærum Tékkóslóvaldu. Hér var Lunding fangi í nær eitt ár. ust inn á gólf með körmum og öllu til- heyrandi, og hurðin á klefa mínum kastaði upp. Hurðin var úr jámi, og tvær sverar járnslár drógust úr fest- ingum sínum í múmum, sem var hálf- ur metri á þykkt. Á rneðan sprengjurn- ar féllu lá ég á gólfinu, og loftþrýsting- urinn þeytti mér í gegnum dyrnar út á ganginn án þess að ég hlyti svo mikið sem skrámu. Eldur kom upp í bygging- unni, sem var fimm hæðir. Hún brann niður að þriðju hæð. Önnur hæðin brann ekki, en stórskemmdist. Eftir voru fyrsta hæðin og kjallarinn. Er brennandi timbrið úr efri hæðuin- um féll niður og myndaði eldhring um- hverfis bygginguna, varð hitinn í fanga- klefanum óbærilegur. Augljósit var að Þjóðverjarnir ætluðu að láta okkur brenna imxi ef ekki tækist að slökkva eldinn. Nokkrir fangar dóu og af hit- anum og reykeitrun. 23. desember var mér aftur sópað út á gangirm, í þetta sinn af loftþrýstingi frá sprengju, sem sprakk í fangelsis- garðinum, Ég slapp með bakmeiðsli og brotna tönn — að því er ég hélt. Síðar kom í ljós að ég hafði kjálkabrotnað. Frá og með 6. marz hófust árásir Bandaríkjaimanna á Berlín að degi til og þær héldu áfram allan þann tíma, sem ég átti eftir að dvelja í fangelsinu í Prinz Albrechtstrasse. Á tímabilinu frá 22. nóvember 1943 til 5. júlí 1944 voru gerðar samtals 42 meiri háttar loft árásir og fjölmargar minni. Að frá- töldum kjallaranum, þar sem klefarnir voru, var fangelsisbyggingin brátt með öllu eyðilögð, og var allan veturinn án hita, ljóss og glugga. Fyrir gluggama var negldur pappi eða plankar, sem hægt var að taka frá á dagimn, þannig að nokkur ljósbirta komst inn. Sem betur fer var veturinn fremur mildur. Frá 22. nóvember var með öllu hætt að leyfa ferðir út í fangelsisgarðinn. í sjö og hálfan mánuð kom ég aðsins þríveg- is út í ferskt loft, hálftíma í senn. Marg- ir hinna fanganna komust aldrei út. Þann 4. júli var mér tilkynnt að ein- hvern næistu daga yrði ég fluttur til fangabúðanna Flossenburg í Austur- Bayern. LAS MEIN KAMPF FIMM SINNUM Á HOLLENZKU Við korauna var ég leiddur fyrir næst- ráðanda fangbúðanna, Obersturmfúhr- er Baumgarten, sém tilkynnti að hann þekkti ekki tU máls míns, en að iiann hefði fengið fyrirmæli um að halda mér föngnum á sérstakan og hagstæðan hátt þar tU frekari fyrinskipanir kæmu. Ég ætti áfram að vera í einangrun, en með mig yrði farið sem sérstakan fanga, þ.e.a.s. sérstaklega yrði hugsað um mig. Ég mundi fá að ganga úti i hálfa til eina klukkustund dag hvern og auk þess fengi ég leyfi til að höggva eldi- við. Þetta síðasta notfærði ég mér út í yztu æsar. Ég fékk leyfi tU að senda og taka á móti bréfum, en raunar kom á daginn, að mjög fá bréf skiluðu sér. Þetta var jafnan afsakað með því, að mikið væri um loftárásir í norðurhluta Þýzkalands. Auk viðarhöggisins, sem áður var á minnzt, fékk ég leyfi tU að stoppa í göt á peysum, en ég var ekki sérlega laginn við það. Ástandið í fangabúðunum var betra en í fangelsinu í Berlín. Klefi minn var hálfum metra lengi og hálfum breiðari, og ég hafði nú rúm í stað flets. í glugganum var tær glerrúða, klefinn var ekki niðurgrafinn — og það voru engar loftárásir. Hin gullnu loforð aðstoðarmannsins um sérstaka umhyggju voru aldrei efnd, og leyfi mitt til lestrar var gert að vemleika á þann hátt að ég fékk að velja á milli þýzkrar og hollenzkrar útgáfu af Mein Kampf eftir Hitler. Ég valdi þá hollenzku og las hana fimm sinnum. Sem ley niþ j ónustumaður hafði ég fyrir fangelsun mína haft vissa vitn- eskju um skipulag fangabúða af þessu tagi, mruréttingar þieirra og aöferðir þær, sem beitt var innan gaddavírsins í hinum mörgu búðum. Nú var að því komið að ég fengi tækifæri til þess að sjá þetta ómennskulega kerfi starfa í reynd. Hér var niaisisminn afhjúpaður í öllum sínum hryllingi. Hér sat mdda- mennskan í fyrirrúmi og lykilorðið var fyrirlitning á manninum. VAR VIÐSTADDUR 700—800 AFTÖKUR Flossenburg-fangabúðimar höfðu ver- ið byggðar fyrir styrjöldina og í fyrst- unni rúmuðu þær aðeins um 1.800 fanga. Frá apríl 1940 voru þær einnig notaðar til þess að hýsa erlenda fanga, óg fjöldi fanganna fór stöðugt vaxandi. Alls voru frá 1938—1945 skráðir 111,000 fangar í Flosænburg, þar af 16,000 kon- ur. Um 30.000 fangarma dóu úr sulti, i i I i i i i !22. desembeir 1970 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.