Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 26
Gísli Brynjólfsson
Frá stórbýlinu
Hlíð
í kofa undir steini
hjá Fossi
Stórbýlið Hlíð.
Undir
Hásumar — 24. júlí 1970 —• föstu-
dagsmorgunn í 14. viku sumars.
Og við erum stödd á einum fegursta
staðnum í einni fegurstu sveit Suður-
lands •— Fossi á Siðu. — Ef til er
sveitasæla á Islandi, þá er hún hér á
þessum stað á þessari stundu. Allt
fagnar og gleðst. — „Allt lifandi lof-
syngur þér,“ stendur þar. Hér hljóm-
ar slíkur söngur. Þetta er í einu orði
sagt unaðslegt umhverfi: Hjal í fossi,
blóm í brekku, fuglar í mó, huldjxfólk
í hömrum og fram yfir hvassa kletta-
brún heiðarinnar sigla hvít ský á bláu
djúpi himinsins.
En inn í þennan heim sumarsins,
söngsins og blómanna berast annarleg
hljóð úr veröld manna og véla. Strák-
ar geysast um túnin á traktorum með
hávaða og gauragangi og alls konar
vélar attaní. Og meðfram allri Síðunni
— þvert gegnum grænan gróðurfeld
landsins er vegurinn ristur niður i
svörðinn. Eftir honum æða bilarnir,
þyrlandi upp rykbólstrum sem standa
í ioftinu langa stund eins og púður-
mökkur yfir óvinavígstöðvum.
En erindið hingað að Fossi þennan
fagra sumarmorgun er hvorki að dást
að náttúrunni né vandlætast yfir verk
um mannanna. — Heldur hvað? Taka
mynd af steini — stórum steini, sem
liggur hér jarðfastur í frjósömu túni
undir fagurri hlíð. Ef sú mynd heppn-
ast á hún að fylgja þessum línum og
minna á það að fyrir tæpum eitt hundr-
að árum var mannabygð undir þessum
stóra steini. Hann var hafður í vegg á
litlum bæ, sem var húsaskjól blindum
bónda, ungri bústýru hans og veik-
byggðum börnum þeirra, sem fæddust
til að deyja.
En þessi saga hefst ekki hér á Sið-
unni heldur úti í Skaftártungu þar sem
heitir að Hlíð. Þar bjuggu á öndverðri
síðustu öld hjónin Jón Jónsson frá
Eystra-Dal í Fljótshverfi og Ragnhild-
ur Gísladóttir frá Geirlandi. Jón var
mektarmaður í sinni sveit, hreppstjóri
og sáttasemjjri og meðhjálpari, sem þá
þóttu allt virðulegar trúnaðarstöður
svo sem enn eru þær ef rétt er skoðað.
Hitt var þó meira um vert hvilíkur
mannkostamaður Jón var, gestrisinn,
hjálpsamur og leysti hvers manns vand
ræði enda er kallaður valmenni og öðr-
um hrósyrðum í sálnaregistrum Ása-
presta.
Jón í Hlíð andaðist 8. júní 1835 60
ára að aldri úr óþekktum sjúkdómi.
Tvö skáld sunnlenzkra sveita ortu
eftir hann látinn, þeir sr. Páll skáldi og
Þorsteinn tól.
1 eftirmælum sr. Páls segir m.a. á
þessa leið:
Aila hans búrisnu ei má teikna
eins við hefðar og neyðarstönd,
ef tæki ég upp að tína og reikna
til myndi þurfa í aðra hönd:
Margyrtan tón að mynda brag,
mikinn pappír og langan dag.
En í ijóði Þorsteins tóls eru 1. og 4.
erindið þannig:
Valinkunnur og víða frægur
virtur elskaður flestum af
sitt hefur endað síð nú dægur
sálina meðtók hann er gaf.
Líkið í jarðar lagt er þró,
lifir minningin hjá oss þó.
Trúfastur vinur, tryggur öllum
tilbjó ei neinum svik né véi,
dýrmætum skrýddur dyggðum snjöllum
daglega gjörði rétt og vel.
Frömuður sveita frægur var
frægðinnar rigti víða bar.
Ragnhildur í Hlíð var annáluð gæcta
kona. Hún var ljósmóðir I Ásasókn og
siðar I Skaftártungu allri. Hún lifði
mann sinn í rúm 30 ár og hélt áfram
búskap í Hlíð, fyrst á allri jörðinni, síð-
an á móti Eiríki syni sínum eftir að
hann kvæntist. Er Ragnhildur talin
búandi í Hlið fram yfir áttrætt, síðast
1858, þá með eitt hjú, Sigríði Bjarna-
dóttur, vinnukonu 32 ára. Eftir það var
Ragnhildur hjá Eiriki syni sínum og
Sigríði konu hams tál dauðadaigs. Hún
andaðiisit úr kvefsótt 2. júní 1866.
Þau Hlíðarhjón eignuðust alls 14
börn á 24 árum. Komust 11 þeirra til
fullorðins ára, giftust öll nema eitt en
öll eignuðust þau afkomendur.
Skulu þau talin hér í aldursröð:
1. Rannveig f. 1801 — d. 1882, giftist
Bjarna bónda á Heiði Einarssyni. Þau
áttu 14 börn. Er börnin á Heiði voru
tíu var þetta kveðið:
Bjarni og Rannveig börn með tíu:
Byrjar Einar, Eiríkur,
Gróa og Solveig ganga um stíu
gjörir fylgja Ragnhildur.
Jón, Róshildur, Einar er
og svo líka Þórunn hér.
Yngstur Jón minn er hér drengur
ekki er þörf að kveða lengur.
Ot af þeim Heiðarhjónum, Rann-
veigu og Bjarna er kominn mikill fjöldi
Skaftfellinga.
2. Jón eldri f. 1802 — d. 1863. Hann
kvæntist Ólöfu Sveinsdóttur frá Fossi á
Síðu. Þau bjuggu í Heiðarseli og áttu
12 börn. Meðal sona þeirra var Stein-
grímur silfursmiður í Heiðarseli, síðar
á Fossi. Hann var kvæntur frænku
sinni Þórunni Eiríksdóttur frá Hlíð.
Ein af dætrum þeirra Heiðarselshjóna
var Ragnhildur kona Einars Bjarnason
ar á Heiði. Þau voru systkinabörn.
Sonur þeirra var Bjarni, faðir þeirra
Heiðarsystra, Kristínar og Elínar, sem
enn búa þar.
3. Oddur eldri f. 1804 — d. s. ár.
4. Þuríður eldri f. 1805 — d. s. ár.
5. Þuríður yngri f. 1807 — d. 1866,
giftist Þórhalla Runólfssyni. Þau
bjuggu í Ytri-Ásum, Skálmarbæ I Veri
og síðast í Mörk á Síðu og áttu 14 börn.
Þórhalli var heilsuveill á yngri árum
og lagðist stundum rúmfastur I vesöld
og hugarangri. Eitt sinn er hann var á
Flögu hjá Vigfúsi hreppstjóra Bótólfs-
syni, lá hann og hafðist ekki á fætur
fyrr en Vigúfs lagði á hest sinn og reið
upp að Hlíð og bað Þuríðar heimasætu
honum til handa. Tók hún því liklega.
Þótti Vigfúsi vel hafa tekizt um erindi
sitt og er hann kom heim gekk hann
að rekkju Þórhalla og ávarpaði hann
með þessari vísu:
Rístu’ upp snjallur Runólfs bur
rýmdu þungum krossi,
þú mátt vakna Þórhallur
þú átt von á kossi.
Reis þá Þórhalli úr rekkju og kvænt-
ist Þuríði. Voru þau gefin saman í Ása-
kirkju 4. ágúst 1824.
6. Eiríkur f. 1808 — d. 1877 bóndi í
Hlíð, kvæntur Sigríði Sveinsdóttur
læknis Pálssonar. Hún var hin mesta
„merkiskona, fróð og minnug, og
fræddi mig um ýmislegt er snerti ævi
föður hennar," segir Þorvaidur Thor-
oddsen. Meðal barna þeirra voru sr.
Sveinn í Ásum og bændurnir Björn í
Svínadal og Jón i Hlíð. Dr. Jón Þor-
kelsson ólst upp í Hlíð hjá þeim Sig-
ríði og Eiriki. Hann kvað ljóðabréf til
Björns fóstbróður síns og minnist lið-
inna bernskudaga heima i Hiíð:
Man ég forðum marga stund
man ég ótal gaman
þegar við með létta lund
lékum okkur saman.
7. Gísli eldri f. 1810 — d. 1848. Kona
þessum kletti stoð kofinn.
hans var Guðrún Eiríksdóttir frá Hof-
felli í Nesjum. Þau bjuggu að Gröf í
Skaftártungu. Þau eignuðust 3 börn.
Guðrún andaðist 1. nóv. 1845 en Gísii
kvæntist aftur Kristínu Símonardóttur
mállausa, Mála-Davíðssonar. Þeirra
sonur var Gísli í Gröf, sem giftist
Þuríði Eiríksdóttur frænku sinni frá
Hlíð. Með kveðju til þeirra endar dr.
Forni ljóðabréf sitt til Björns í Svína-
dal:
Sumarið kemur, sólin skín og sendir
geisla,
að öllum mun hún heillum hvisla.
Heilsaðu bæði Þuru og Gisla.
8. Sigríður f. 1813 — d. 1878. Hún
giftist Guðmundi bónda í Hoffelli í
Nesjum Eiríkssyni. Þeirra börn voru 6.
Eitt af þeim var Eiríkur hreppstjóri á
Brú á Jökuldal, síðar í Syðra-Firði í
Lóni. Hann var hagmæltur. Eftir hann
eru þessar alkunnu vísur:
Mikaels — frá — messudegi
miðrar góu til
i Syðra-Firði sólin eigi
sést það tímabil.
Framh. á bls. 30
26 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. desember 1970