Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Síða 24
Hlið við hlið en hafa áhuga á dýrinu. Ég varð að viðurkenna með sjálf- um mér, að þrátt fyrir ókurteisi hans og fyririitningu gagnvart mér, þá hafði mannfjandinn alltaf með einhverjum hætti laðað mig að sér. Ég býst við, að þar sem mig langaði til að kynnast honum, þá hafi ókurteisi hans og afskiptaleysi styggt mig ennþá meira. Og konan hans — já, það var nú svo, ég hafði aðeins séð hana í hljómleikasölum og leikhúsum og akandi um í bíl með honum, en það andlit, svo fágætlega fullt af von og löngun, mundi hafa hneppt hvern sem var í fjötra. Hún var grönn og veikbyggð, með fölt andlit og ótrúlega rauðar varir og hinn einkennilega gljáa á hrafnbláu hárinu, sem svo oft fylgir mjall hvítu andliti. Augu hennar voru dásamleg, stór, speglandi, dimm, og í þeim var ailtaf eitt- hvað geigvænlegt að gerast. í>ö vil ég alls ekki lýsa þeim svo að það hafi þrátt fyr- ir allt verið óhamingjusöm augu. Þau endurspegluðu of mikið af lífi og hreyfingu til þess. Konan var lifandi, og um hve margar af þessum stein- runnu samkvæmiskonum er hægt að segja það? Það gerðist fáum dögum eft- ir spjall mitt við Squidge, að ég hitti Chasseloup í klúbbn- um. Hann sat þar í horninu á reykstofunni og drakk viský, og einn af hinum ómerkilegu leiðindasnápum klúbbsins var að reyna að tala við hann. Hann urraði eins atkvæðis svaryrði af og til. Að stundu liðinni fór sá leiðinlegi, og ég var aleinn eftir hjá Chasse- loup. Ég sat álengdar og reykti, en sagði ekki aukatek- ið orð. Það hlýtur að hafa ver- ið eitthvað i þessu þagnarsam- særi okkar, sem orkaði á Chasseloup. Ég varð þess var, að stöku sinnum leit hann á mig, og að lokum hafði hann sig reyndar upp í að varpa á mig orði. Hann sagði: „Viskýið í klúbbnum hérna versnar með hverjum degi.“ Ég hugsa, að ég hafi roðnað af ánægju, um leið og ég flýtti mér að samþykkja: „Jú, þetta er hroðalegt sull.“ (Hefurðu nokkurn tima þekkt klúbb, þar sem félagarn- ir eru ekki allir á einu máli um það, að maturinn og drykk urinn sé hvergi verri í gjörv- allri borginni?) Eftir nokkrar hressilegar skammaklausur um klúbbviský ið gekk Chasseloup jafnvel svo langt að nefna fleiri dæmi hinnar almennu hnignunar. Hann sagði: „Hugsa sér, hvernig komið er fyrir Robbins ofursta, manni sem stjómaði heilu stórfylki í Suður-Afríku, og nú heíur líf- ið ekki annað að bjóða honum en starf í vinsmökkunarnefnd- inni.“ Mér kom á óvart þessi kumpánlega athugasemd, og áð ur en ég gæti svarað, kórón- aði hann hana með þessum orð- um: „Og jafnvel þar getur hann ekki starfað öllu lengur. Hann er búinn að eyða upp allri bragðskynjuninni!" Hann stóð skyndilega upp og hringdi bjöllunni og pantaði dá h'tið meira af þessu hallæris- gutli. Þetta marklausa samtal virt- ist brúa bilið á milli mín og Chasseloups. Upp frá þessu kvöldi breyttist viðhorf hans til mín. Það er ekki þannig að skilja, að hann væri margmáll, en ég varð þess áskynja, að ég var einn af hinum fáu klúbb- félögum, sem ekki fóru i taug- arnar á honum. Ég var stórlega uppveðraður af þvi. „Ágætt, vinur sæll,“ hugsaði ég með sjálfum mér, „bráðum kemst ég að öllum sannleikan- um um þig.“ Eigi að síður leið langur tími milli þessa samtals okkar og hins viðburðaríka sunnudags- kvölds, þegar ég hitti þau hjónin á hljómleikum hjá tón- listarfélaginu Mínervu í Graf- ton-salnum. Það er að vísu þýð ingarlítið að öðru leyti en þvi, að það hefur áhrif á atburða- rásina, sem ég er i þann veg- inn að lýsa, en ég verð að segja, að smekkur minn á tónlist er ókreddubundinn, heimsborg- aralegur og ekki einskorðaður við neitt þröngt úrval. Ég hef gaman af Chopin og Sehuman og flestum gömlu meisturunum. Ég hef yndi af Bach, þegar ég er í því skapi. Ég hef jafnvel gaman af djassmúsík einstöku sinnum og foxtrot og spilakassa og hef ekkert á móti því að heyra Bill gamla spila á munn- hörpu. En ég verð að játa, að það, sem þekkist undir nafn- inu nútíma brezk tónlist, snert- ir mig ekki. Kannski hef ég ekki fengið menntun til að meta hana. Ög viðfangsefni tónlistarfélagsins Mínervu eru næstum einskorðuð við brezka nútímahljómlist. Hópar af mjög dýrmætu, ofnærðu eða van- nærðu fólki safnast saman, og það situr á litlum, gylltum stól- um og lætur móðan mása, yfir sig hrifið af verkum Cvrusar P.Q.H. Robinsons eða tónalióði Ananathiusar K. Smiths. Ég botna ekkert í þessu. Það kann að hafa rétt fyrir sér. Það eina, sem ég hef um þetta að segja, er það, að mér leið- ist það. Einasta ástæðan til þess að ég fór á þetta einmitt þetta kvöld, — og það er veik- leiki sameiginlegur mörgum óstyrklyndum bjálfum eins og mér — var sú, að konan mín tók mig með sér. Hún er vand fýsnari í þessum efnum en ég. Hún kann meira, og það er kannski alveg rétt af henni að trúa því, að Cyrus og Anana- thius séu snillingar. Það skipt- ir ekki máli, hitt skiptir aftur á móti máli, að mér dauðleidd- ist satt að segja. Og snemma kvöldsins, þegar ég var að líta í kringum mig og játa með sjálf um mér, að mér, leiddist, þá rann það allt í einu upp fyrir mér, að parið, sem var nýkom- ið inn og sat beint fyrir aftan okkur var einmitt hr. og frú Colin St.Clair Chasseloup. Leið indin hurfu úr mér á stund- inni. Hér var mannlegt við- fangsefni, sem var stórum hug- tækara en lifleg hrynjandin 5 F-moll sónötu hr. Cyrusar P.Q.H. Robinsons. Ég litaðist um og var allur á iði, og kona mín varð að hasta á mig. Og þá heyrði ég Chasseloup segja al- veg upp úr þurru, og var hreint ekki mjúkmæltur: „Ég ætla ekki að hlusta á meira af þessari bölvaðri vit- leysu." Og hann stóð upp og gekk í áttina til dyra í enda salarins. Með tvö prósent af sjálfstrausti stóð ég upp og hvíslaði: „Ég hef ekki mjög gaman af þessu, elskan, ég ætla að skreppa fram og fá mér sígarettu." Ég skálmaði út og náði Chasseloup i forstofunni. Mér sýndist hann ógurlega tauga- spehntur. Ég gekk beint til hans og sagði: „Hvemig væri að fá sér einn lítinn?" Það birti greinilega vfir and liti hans. Hann kinkaði til mín kolli mjög vingjarnlega og tautaði: „Jú.“ Ég verð nú að votta því virð- ingu mína, sem er heilbrigðast af ÖIlu í samkvæmislífinu, það er að segja kjólfötum. Ég skal bera þau gegnum hvaða erfið- leika, sem það kann að kosta. Við Chasseloup vorum báðir í kjólfötum. Við löbbuðum út í Graftongötu eins og við stóð- um, hvorki með hatt né í frakka. Hann hafði gengið svo sem 15 metra, þegar ég mátti hrópa: „Drottinn minn dýri, það er sunnudagskvöld. Allt lokað. Við erum nákvæmlega 5 mín- útum of seinir. Mér þykir þetta hroðalega leiðinlegt félagi." Það var gaman að virða fyr- ir sér leik svipbrigðanna á andliti Chasseloups. Áfallið af vonbrigðunum og viðleitnina til þess að láta ekki á því bera, að hann hefði orðið fyrir áfalli, og siðan hvernig hann skaut illskulega fram hökunni. Hann sagði aðeins: „Við skulum sjá til, hvað við geturn." En í þessum hökuhnykk var öll sú þverúðarfulla viðleitni þess manns, sem skyldi ná i vín, ekki endilega vegna þess að hann langaði í það, heldur miklu fremur vegna þess, að hann þoldi ekki, að hann væri hindraður í að koma áformi sínu fram. Við gengum snar- lega dálítinn spöl til vinstri — eða til hægri — og við vorum í götu, sem ég má ekki nefna, nema öll sagan verði allt að því ærumeiðandi. Hvað sem því líður, vorum við ekki 5 mín- útna gang frá Grafton-salnum, og við gengum niður heims- kunna götu, sem var aðallega undirlögð af fínum einkaklúbb um. Allt í einu rauf Chasse- loup þögnina: „Þessi staður er álitlegur. Við skulum prófa hann.“ Utan frá séð var alveg aug- ljóst, hvernig hann væri. Þetta var úrvals einkaklúbbur, trú- lega lokaður fuglafræðinga- klúbbur eða klúbbur helgaður mönnum, sem hafa unnið sér lærdómsgráðu með þvi að upp- götva leyndardóma neðansjáv- argróðurs. Ég veit það ekki. Chasseloup vissi það ekki, en án þess að hika eitt andartak óðum við óboðnir inn I reyksalinn. Eftirlitsmaðurinn góndi á okkur spyrjandi, en eft ir að hafa litið einu sinni á Chasseloup, sannfærðist hann um haldleysi efasemda sinna. Rétt eins og hann væri eigand- inn sjálfur, fleygði Chasse- loup sér út af í hægindastól hægra megin vio anmnn, en ég settist vinstra megin. Það voru aðeins tveir gamlir herramenn í stofunni, og þeir voru svo nið- ursokknir i viðræður um skjaldkirtilbólgu, að þeir tóku ekki eftir okkur. Afgamall þjónn birtist — maður sem hlýtur að hafa verið þarna að minnsta kosti í 30 ár — og nálg aðist okkur feimnislega. Hann bjóst til að taka við pöntunum svona af gömlum vana, og svo leit hann á okkur, og lúmskur grunur sýndist fara um hann. Þó ekki svo, að hann grunaði okkur um græsku, fremur hitt, að hann efaðist um sitt eigið minni. Chasseloup í sínu hvíta vesiti með gylltu hnöppunum, í brvdduðum buxum og með skip andi fas, gat enginn annar ver- ið en hinn tignasti klúbbfélagi, Þjónninn fálmaði klaufalega um öskubakka og hvislaði eins og í varnarstöðu: „Þið ætlið að vera hér í kvöld, herrar mínir, geri ég ráð fyrir.“ Chasseloup setti upp ólik indalegan hneykslunar- og fyr- irlitningarsvip. „Auðvitað," sagði hann. Það lá við, að gamli þjónn- inn færi á fjóra fætur á gólf- teppinu, og siðan fór hann að sækja handa okkur tvo tvö- falda viskýsjússa. Á þessu get- urðu séð, hverju mvndugur per sónuleiki, studdur kjólfötum, getur komið áleiðis. Ég hefði trúlega ekki getað gert þetta sjálfur, en í félagsskap Chasse- loups gat ég ekki betur fund- ið en ég væri gamalgróinn fé- lagi í þessum klúbb, sem ég þó vissi ekki einu sinni hvað hét. Chasseloup var sizt af öllu fyllibytta. En ég komst að því, eða hef að minnsta kosti kom- izt að því síðar, að hann telur þrjá tvöfalda viský sinn rétta og lögmæta skammt á kvöldi. Þeir sýnast ekki hafa hin minnstu áhrif á hann. Við feng- um okkur tvo í þessum klúbb — við vorum þar skemur en 10 mínútur, og síðan sagði hann: „Við fáum okkur einn í við- bót einhvers staðar ann- ars staðar og dólum svo til baka.“ Mér virtist það nú alveg nóg að hafa brotið landslögin svo snarlega og með svo góðum árangri, þó að við færum ekki að freista forsjónarinnar frek- ar. Og satt að segja, ef okkur langaði til að drekka meira, þá gátum við með hægu móti gert það, þar sem við vorum. En það var alveg augljóst, að slíkt vandaleysi var þyrnir í augum Chasseloups. Það var alltof djöfull auðvelt. Það var ekkert gaman að ná í vín, nema maður þyrfti að berjast til þess. Við vorum staðnir upp og gengum til dyra. En rétt sem við komum fram í fórdyr- ið, sniglaðist utan af götunni maður nokkur, sem helzt leit út fyrir að vera húsþjónn. Hann leit hræðslulega til okkar, gekk síðan að Chasseloup og hvislaði: „Limpo?“ Neðanmálsskýring: Gælu- nafnið Limpo gæti þýtt helt- ingi eða svo sbr. ensku sögn- ina to limp: stinga við. Nú, auðvitað var Chasse- loup haltur, og ég bióst við, að kauði fengi makaleg mála- Vilborg Dagbjartsdóttir Haustkveðja til Jóhannesar úr Kötlum Móðir okkar fjallkonan lætur hvítt lín utan um mosasængina og breiðir yfir karl föður okkar ég — alþýða systir þín — les eilífðar smáblóm við náttskímuna dálítill stjörnuglitrandi daggardropi fellur á haustgulnað blað ó minnstu þess ef veturinn verður langur og kaldur hve heitt ég ann þér — stóri bróðir. 24 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desembcr 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.