Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.1970, Blaðsíða 6
!!!IiÍ!iiP*: Óskar Aðalsteinn Hvert sandkorn og strá heldur mér á þessari strönd Rætt við Jóhann B. Loftsson á Eyrarbakka Jóhann B. I.oftsson. Háeyri á Eyrarbakka Síðustu áratugina hefur það mjög færzt í vöxt, að ýmsir mætir menn hafa á ævi- kvöldi sínu, skrifað endurminn ingar sínar, eða kallað til þjóð- kunna rithöfunda, að skrá ævi- sögu sína í einu eða tveim þykkum bindum. En til eru þeir menn, sem lifað hafa langa og viðburðarika ævi, en eru þannig gerðir, að þeim er eigin legast að búa sem mest ejnir að minningum sínum. Þannig er þpim manni farið, sem sagt er frá á þessum blöðum, Jóhanni B. Loftssyni. Þegar þetta er ritað, á heimili hans, Háeyri á Eyrarbakka, í júlí árið 1970, skortir hann tvö ár í áttrætt, og er orðinn einbúi í húsi sínu. Tal okkar hefur um stund borizt að þeim árum, þegar Jóhann hafði hvað mest um- leikis. Or þessu verður engin heilleg frásögn. Það fer nú eins og jafnan, þegar við eigum orð- ræður, að eftir snarpan frá sagnarsprett um liðna tið, magnast hugur Jóhanns nýju lifi í 'stundinni sem er að líða. Hann sprettur hvatlega á fæt- ur og segir: — Jæja, ég gleymi ekki að raupa af sjálfum mér, en ég hef gleymt að gefa hænsnunum. Og Jóhann er horfinn burt, næstum fyrr en ég veit af. Hann er meðalmaður á vöxt, viðbragðsfljótur og lipur á fæti, augnaráðið í senn ihugult og glaðlegt, Ég hugsa um sitt hvað í fari hans, en skrifa fátt um það að sinni. Hann vinnur fullan vinnudag í Plastiðjunni hér á staðnum, sýsiar um nokkrar kindur og hænsn, og ræktar kartöflur. Ég er einn í Háeyrarhúsinu, um stund, gríp í að skrifa, en þess á milli rölti ég um tvær samliggjandi stofur, vel bún- ar húsgögnum, og margar myndir prýða veggina. Ein þeirra sýnir Eyrarbakkabukt- ina á mektarárum dönsku verzl unarinnar. En starsýnast verð- ur mér, sem oft áður, á þrjár mannamyndir. Þetta fólk er lát ið fyrir löngu. Myndirnar eru af eiginkonu Jóhanns, Jónínu Hannesdóttur, og foreldrum hans, Lofti Jónssyni og Jór- unni Markúsdóttur. Bæði voru þau hjón Mýrdælingar að ætt og uppruna. Loftur Jónsson hefur hressilegt yfirbragð, er alskeggjaður, skeggið virðist þétt í sér og mjúklegt, og aug- un skær. Loftur lagði snemma fyrir sig sjómennsku, varð fljótt formaður, reri lengi fyr- ir Guðmund Isleifsson, bónda og kaupmann á Stóruháeyri. Það er eitthvað í svipmóti Lofts, sem fær mann til að grunda: Þessi maður hefur ekki látið hlut sinn fyrir nein- um, og heldur ekki gengið á hlut annarra að ösekju. Hann hefur verið nokkuð ör i skapi, og hvorki setið inni með gleði sina eða bráðræði. (Hugur minn blandar ýmsu inn i þessa myndskoðun, sem Jóhann og sumir ættingjar hans hafa sagt mér um foreldra hans og eig- inkonu). Margt er skylt með þeim feðgum, Lofti og Jó- hanni, og mun sá skvldleiki verða augljósari, eftir þvi sem lengra líður á þessa frásögn. Þá mun Jóhann ekki síður sverja sig í móðurættina. Það þarf ekki lengi að leiða augum mynd Jórunnar Markúsdóttur, til þess að sjá, að þar er fast- lynd kona og viljasterk. Hún er fríð kona, eins og myndin sýnir hana, og slík var hún í lifanda lífi. Orðið kvenskör- ungur er ekki ósjaldan haft um þær konur, sem fara geyst og láta ekki lítið yfir sér. Miklu frekar finnst mér þetta orð eiga við um konur, sem hafa til að bera lunderniseinkenni Jórunnar, eru virðulegar og hægar í dagfari, skapið óvenju mikið, en brýzt ekki fram í ofsa, heldur ráðdeild og stjórnsemi, og ræktarsemi við menn og mál leysingja. Jónína Hannesdóttir. Já, þarna er mynd hennar. Svipurinn skír og mildur, and- litsdrættirnir mjúkir, augun djúp, svo undur heið og djúp. Það þarf ekki að segja mér, að þessi kona sé hjartahlý og ljúf í framkomu, vinnusöm og ósér- hlífin. Það þarf heldur ekki að segja mér, að þetta sé mynd af konu á bezta aldri. Hún komst ekki á efri ár; lézt á milli fertugs og fimmtugs. Jónína er ættuð frá Stórusandvík í Sand vikurhreppi. Hún á erfitt í upp vextinum. Telpa að aldri miss- ir hún föður sinn og fer til ókunnugra. Síðar er hún í góð- um vistum. Húsbændur hennar eru drengskaparmanneskjur, og leyfa ekki af sér við vinn- ura, frekar en vinnuhjúin . . . Þau Jóhann og Jónína ganga í hjónaband árið 1919, eignast ellefu börn, fyrsta barnið sitt, telpu, missa þau kornungt. Heimili þeirra er alla tíð i Sölkutóft, en sá bær stendur snertispöl austar í þorpinu en Háeyrarhúsið. Jónína. Ég horfi á mynd hennar. Svo óumræðilega miklu meira er þessi mynd mér, en bara mynd. Á örskammri stund á ég langt samtal við Jóninu í huganum, þannig tölum við stundum sam- an í svefnveröldinni. Ég hef ekki séð hana í lifanda lífi, en hún er tengdamóðir mín, og mér finnst hún vera hvað ná- tengdust mér af venzlafólki mínu. Nú er gengið um húsið. Hugs un mín streymir ekki lengur inn, heldur út. Nokkrir ættingj ar Jóhanns eru komnir í heim- sókn. Litlu seinna bætastfleiri við. Þó er þetta ekki stór hóp- ur, af öllum þeim fjölda skyld- menna, sem tengd eru Jóhanni traustum vináttubönd- um, og gleðja hann með heim- sóknum sínum. Á lóninu Dagstundirnar sem ég dvel á Eyrarbakka að þessu sinni, og gríp í að skrifa þetta, verður mér tíðreikað um þorpið. Ég horfi meira á gömlu húsin en þau nýju. Gömlu húsin eru flest lítil; stofukytra og eldhús- bora og tvö smá herbergi und- ir súð. Nútímaíólk kann ekki að búa í svona húsum, aðeins fjörgamalt fólk. Og sum gömlu húsin standa auð. Ójú, það er hægt að yfirgefa gömul hús, en gömul hús verða ekki tóm, þó fólkið fari burt. Þau raula á þagnarmáli sinu inn i hug manns brot úr lögum, um líf sem löngu er liðið burt . . . Nú, en það voru ekki bara lítil hús í gamla daga. Hvað um Búðina? Danskir réisa sitt stærsta verzlunarhús hérlendis í þessu plássi, rétt austar en nýtt hafn armannvirki er nú í smíðum. Ég geng á staðinn, þar sem Búðin stóð. Alveg rétt, hennar sér engan stað lengur. Það markar aðeins fyrir því í sverð inum, að þarna hafi verið mik- il bygging. Hvað varð um Búðina? Hvorki fárviðri, eldur eða aðrar náttúruhamfarir urðu henni að grandi. Þar var að verki skammsýni mannanna. Fyrir nokkrum árum er Búðin rifin til grunna, hlutuð i sund- ur, fjöl fyrir fjöl, biita fyrir bita, viðir hennar fluttir burt úr plássinu og notaðir í öðru plássi; byggðir af þeim blaut- fiskshús. Ekki eru mörg ár síð- an ég var staddur á þeim stað, sem timbrið var flutt til. Með mér eru rithöfundarnir Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Jón Björnsson. Gleymi ég því seint, þegar Vilhjálmur, sem er fæddur Eyrbekkingur, beygir sig niður, rífur flís úr einum bjálkanum, og segir um leið og hann réttir sig upp; —Þetta er hörmuleg eyði- legging. Aldrei verður þjóð- inni bættur skaðinn, sem varð við fráfall þessa húss. En mannkindin fær stundum eftirþanka, þegar hún gengur of langt í eyðileggingunni. Húsið, íveruhús faktor- anna, stendur enn óbrotið. Húsið tekur mann til sín, á sinn hátt, eins og önnur gömul hús. Það er höfuðprýði staðar- ins. Enginn hlutur getur komið í þess stað, eða garðhleðslunn- ar í kringum blettinn, sem það stendur á. Frá Húsinu verður mér oft- ast gengið að sjógarðinum, Þessi grjótgarður var í önd- verðu hlaðinn til varnar því að sjór æti um of gróðurtorfuna, sem þorpið stendur á, og á sér enga hliðstæðu hérlendis. Tim- ans tönn hefur gnagað hann nokkuð, þó er yfir honum sú reisn, sem er óforgengileg í sjálfu sér. Víða eru opin hlið í garðinum, hefur alltaf verið svo, og nefnast sjógarðshlið. Ég staldra við í einu þeirra. Sjór er sléttur þessa dagana, mókir í lognkyrrunni. Nokkuð undan landi liggja neðansjávar sker með fram ströndinni. Verð ur þar brimgarður samstundis og veður spillast, en kyrrt er jafnan á lóninu fyrir innan brimgarðinn. Nú er lónið speg- ilfagurt undir sól að sjá. Brimgarðurinn. Ég hef ekki séð hann eins og hann getur orðið mostur, en séð hef ég hann samt; hvita ólgandi hrönn, brotsjói, sem engu skipi er fært í gegnum, En þarna framundan, sem ég nú stend, er renna í neðan-. sjávarskerin, og myndast þar sund þegar brimar. Um sundið er eina færa leiðin til landtöku . . . Nú gerist það, að Háéyr- armyndin af Eyrarbakkabugt- inni, verður að því sjónarsviði, sem ég hef fyrir augum: Á buktinni liggja sex eða átta stór skip, kannski fleiri, sum þrímöstruð, fullfermd erlend- um varningi, og bíða þess að sundið verði fært flutningabát- um. Veður er sýnilega að ganga niður eftir langvinnan rosa. Það verður enginn smá- vegis aðgangur, þegar uppskip unin löks hefst. Hver vinnufær manneskja fær þá að réýha krafta sína til hins ýtrastá. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22. desember 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.