Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Page 2
I Nýja AJAX - uppþvottaefnið fjaríægir fituleifar án fyrirhafnar. Teskellur - eggjabletti - varalit. Vinnur bug á lykt - jafnvel fisk- og lauklykt - heldur uppþvottavatninu 4V ilmandi. AJAX með sítrónukeim - hin ferska orka. AJAX með sítrónukeim nýja uppþvottaefnið, sem fjarlægir fitu fljóttogvel. A HÚSAVÍK má sjá ýmis at- hyglisverð mannvirki frá fornu og nýju. Velmegun síðustu ára hefur þó greinilega markað mest spor og nægir að nefna nýtt og glæsilegt hótel með félagsheimili, nýtt útibú Landsbankans og fjölda nýrra íbúðarhúsa. En áhugamanni um arkitektúr verður samt öllu starsýnna á eitt af eldri húsum bæjarins: Húsa- víkurkirkju, sem byggð var á | árunum 1905—1907. Höfundur hennar er Rögnvaldur Ölafsson, arkitekt, sem dó löngu fyrir aldur fram árið 1917. Kirkjan á Húsavík er gott dæmi um byggingarlist Rögnvalds. Hún er timburhús og afkvæmi síns tíma; teiknuð og byggð á fyrsta tugi aldarinnar, áður en steinsteypuöldin heldur • innreið sína. En kirkjan á Húsa- vík er ekki aðeins bæjarprýði þar á staðnum, en einnig með merkari verkum íslenzkra arkitekta fyrr og síðar. Rögnvaldur teiknaði kross- kirkju handa Húsvíkingum, en turninn er settur inn í eitt hornið og fyliir nákvæmlega út í það. Neðantil er lárétt timburklæðn- ing, en lóðrétt ofantil og bárujárn á þaki. Kirkjan heyrir til tímabili timbur- og bárujárnshúsa og minnir talsvert í einstökum smá- atriðum á fallegustu húsin frá þessu timabili i Reykjavík. Kross- formið gefur kirkju.nni aukið innra rými, en samræmi er gott og öll hlutföll einstaklega falleg. Að innan er kirkjan máluð í bláu og brúnu — andstæðulitum — sem mér finnast fara vei þarna, þótt ekki séu allir sammála um það. Rögnvaldur réði þó ekki litunum; það gerði Freymóður Jó- hannesson, listmálari, sem málaði kirkjuna að innan. Hann vann líka skreytingarnar, sem laka þátt í heildinni á látlausan hátt. En tvennt í kirkjunni er síðari tíma verk.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.