Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 6
Á ferð og flugi í Israel stig í apríl. Slæðan kom því að góðu haldi. Slæðuna notaði ég einnig í Mea Sharim f nýju borginni. Mea Sharim er gata, þar sem mjög strangtrúaðir Gyðingar búa og þeir heimta að fólkið komi sið- samlega klætt, engin stuttpils, engir stutterma kjólar. Fólk þar er og klætt eins og á miðöldum f Þýzkalandi, alveg eins og á mynd- um Albrecht Dtirers. íbúarnir eru einnig þeirrar skoðunar að ísra- elsríki sé ekki til. Ríkið myndi þá aðeins vera til, ef Frelsarinn væri kominn en hann er enn ókominn að þeirra dömi. Þessir menn eru undanþegnir herþjónustu. En allt annað er nýtt i hinum nýja borgarhluta. Jerúsalem er eíns og Röm byggð á mörgum hæðardrögum. Á einni hæðinni er þjóðminjasafnið og Húshandrit- anna frá Dauðahafinu. Hús handritanna er mjög óvenjulegt i formi, hvít hvelfing skreytt að utan með eftirlíkingu af steinkrukkunni, sem handritin voru geymd í. Húsið er að mestu neðanjarðar og inni er því hálf- myrkur eins og var i hellunum í Qumran. Aðéins glerskáparnir eru upplýstir. í skápum eru ekki aðeins handrit trúarlegs eðlis, heldur einnig kaupsamningar og annað frá þessum tíma. Jeríkó og höll kalífs Ibn Abd el Maliks Leíðin frá Jerúsalem til Jeríkó liggur gegnum dali milli hvítra fjalla Jórdaníu. Hvít kalksteins- fjöll, vatnslaus meðöliu. Frá hæð- um Jerúsalemsborgar ókum við niður að lægsta punkti á jörðinni: Dauða hafinu. Landið þar hefir sokkið og sjórinn er nú aflokaður og brimsaltur. Svo saltur að mað- ur getur ekki einu sinni sokkið f vatninu. Eftir bað í Dauða hafinu var ég þakin sjávarseltu. Um Jerikó er sagt í Gamla testa- mentinu, Jósúabók. k. 6, að múr arnir hafi hrunið, þegar gengið var um borgina í sjö daga, og blásið í lúður úr hrútshorni. Þetta mun hafa verið um 1220 f.Kr. Þá var Jeríkó þegar orðin gömul borg í Kanaanslandi. Sagt er að Jeríkó sé elzta borg sem enn er búið í; þar er nú arabiska þorpið Erihja. Jeríkó sjálf hefir verið grafin upp að nokkru leyti og elztu fornleifar eru sagtðar um 7000 ára gamlar. Elztu húsin eru hringlöguð, eins og tjöld Bedúina, en leirgerð var þá enn óþekkt. Svo gömul er borgin. Þegar ég stóð uppi yfir múrnum og var að taka mynd af hringlöguðum varð- turni fannst mér nútíminn öra- fjarlægur. Fræðimenn telja að múrinn hafi hrunið i jarðskjáifta. Sá jarðskjálfti eyðilagði einnig hína forkunnarfallegu höll sem kaiifinn Ibn Abd el Maiik lét byggja í Jeríkódalnum. Þar er frjösamt og hitabeltisloftslag. En höllín stóð aðeíns eitt ár og hrundi í jarðskjálftum árið 747 e.Kr. Varðveitt er þó mosaíkmynd á baðgólfinu. Sagt er að myndin sýni tré lífsins, á trénu eru ávext- ir en undir trénu þrjár gazellur, sem ljón er að ráðast á. Mósafkin er jafn fagurlega gerð og pers- neskt teppi. © ! landi Samverja í Lúkasarguðspjalli k. 10 talar Kristur um góðan Samverja. Greinilega bendir það á, að Sam- verjar voru fyrirlitnir af Gyðing- um. Samverska konan segirog við Krist í Jóhannesarguðspjalli í 4. k. ,,Því aðGyðingar eiga ekki mök við samverska menn.“ Samverjar eða Samarítar til- heyra ekki aðeins tima Krists, þeir eru ennþá lifandi kynflokk- ur. Borgin þeirra, sem í Gamla testamentinu er kölluð Shechem eða Samaría lá nálægt borginni Nablus. Heiti Nablus er orðið til úr grísku „Neapolis" — hin nýja borg — og var stofnuð árið 72 f.Kr. af Vespíanusi. Nú orðið er Nablus arabisk borg á vestur- bakka Jórdan. Þegar við heimsóttum Nablus, fórum við á fund Samverja. Kyn- flokkurinn er orðin lítill. Við Nablus búa aðeins um 240 manns og 170 búa við Holon í ísrael, samtals eru þeir því 410 allt taiið. Þrátt fyrir smæð þjóðarinnar halda þeir við sértrú sina. Kohan- im eða prestar þeirra skýrðu okk- ur frá því að prestarnir teldu sig komna frá Leví, syni Jakobs en leikmennirnir eru niðjar af kyn- • stofni Efraíms og Menashehs. Heilög ritning þeirra er aðeins fimm bækur Móse. Shomrim eins og Samverjar eru kallaðir á hebr-. esku, segjast eiga elztu ritningu, skrifaða á geitaskinn, 13 árum eftir dauða Móse. Allt annað í Gamla testamentinu sé tilkomið seinna og ekki heilagt. Grundvall- aratriði trúar þeirra eru fimm: 1) Trú á einn Guð. 2) Trú á að Móse hafi verið fyrsti og jafnframt síðasti spá- maður. 3) Að Torah sé ritning sem Guð sjálfur blés Móse í brjóst. 4) Að fjallið Gerizim sé höfuð- staður hins forna konungsríkis Samverja og heilagt til þessa dags. 5) Trú á uppreisn holdsins og dómsdag, þar sem góðir menn erfa himnaríki. I Sínai eySimörkinni. Klaustur heilagrar Katrínar. Jerúsalem. Við Grátmúrinn. í þorpi Druza Við innganginn til neðanjarðar- brautar í Haifa sá ég hermann með græna húfu. Hann skoðaði gaumgæfilega alla pakka og pinkla og athugaði innihaldið i innkaupatöskum kvenna. „Þetta er Druzi“, sagði vinkona mín til skýringar. Druzar þjöna, að eigin ósk, í her ísraels. Þeir voru mjög góðir striðsmenn þegar árið 1948, þótt flestir þeirra búi bæði í Sýr- landi og Líbanon. En þeir eru f jandsamlegir Aröbum vegna trú- arofsókna, var mér tjáð. Á degi hverjum sá ég um þrjú- leytið hóp kvenna í víðum pilsum og með hvítar slæður á höfði, hlaupa til að ná i strætisvagn, sem merktur var „Dalyat el-Carmel“. Dalyat er þorp Drúza. Einn dag tók ég mér far þangað. Þorpið er hreint og skemmtilegt, þrátt fyrir að nú orðið séu þar margar verzl- anir, sem selja mönnum minja- gripi — haglega unnar og litrikar körfur auk vefnaðar. Þrátt fyrir að Drúzar og jafnvel konur þeirra vinni i Haifa og á öðrum stöðum, blanda Drúzar ekki geði við aðra menn. Trú þeirra er einkennileg og lítið um hana vitað. Sagt er að þeir trúi ekki á Guð sem æðstu veru heldur sem afstæða hug- mynd. Þeir segjast hafa 5 spá- menn, boða endurholdgun og halda boðorðin tíu. Aðeins um 10% Drúza mega þekkja trúna og eru þeir kallaðir ,,ugal“ — þeir sem vita — og á meðal þeirra eru einnig konur, sem er annars óþekkt fyrirbæri í Austurlöndum. Leikmennirnir ,,juhal“ — þeir sem vita ekki — fá aðeins upplýsingar um nokkur aðalatriði trúarinnar. Iíelgistaður Drúzanna er gröf spámannsins Shu'eib sem sagt er að hafi verið tengdafaðir Móse, kallaður Jetró í II. bók Móse. Gröf spámannsins Shu ’eib er í ísrael við borgina Tiberías. Fyrir stuttu var prentuð bók, sem velmetinn „juhal“ skrifaði og i henni var kapítuli um trú Drúza. Höfundurinn, Musbah Halabi, skýrði þar frá því, að Guð hefði komið til jarðar í mannsmynd sex sinnum og muni koma aftur sem frélsari. Nokkrir ,,ugal“ ásökuðu rithöfundinn fyrir trúbrot og bentu samtímis á, að margt væri ranghermt i bókinni, enda Musbah Halabi aðeins „juhaT', einn sem veit ekkert. Sagt er og að „þeir sem vita“ muni fara með helga lygi, til þess að vernda hina réttu trú. Á ferð og flugi um Sínaískaga Mig hefur lengi langað til að koma til Austurlanda og þar á meðal til Sinaískaga. tsrael er svo litið land, aðeins fimmti hluti ís- lands að stærð fyrir 1967. Aðeins einn flugvöllur þjönar öllu land- inu, Lod við Tel Aviv. En eftir sex-daga stríðið stækkaði umráða- svæði ísraelsmanna mikið, og meðal hernumdu staðanna var all- ur Sinaiskagi. Ferð okkar var heitið til að byrja með til flugvall- ar á suðurodda Sinais. Flugvöllur- inn er kallaður Öfír. I biblíunni er það heiti landsins, sem Salómó konungur sendi skipin sín frá Elót í Edomlandi til þess að sækja gull. (1. konungsbók k.9) Sagt erþar, að skipin hafi kom- ið til baka með 420 talentur af gulli. i raun og veru vitum við Jerúsalem: MusteriS ð klettinum. Sharm el-sheikh — hádegisverður i loftbelg. Bedúínateipa I Stnai eyðimörkinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.