Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Qupperneq 16
UM
OLAV
DALGARD
í bókinni „Skáldið frá
Fagraskógi", sem rituð
er af nokkrum vinum
Davíðs Stefánssonar að
honum látnum og kom
út hjá Kvöldvökuútgáf-
unni 1965, segir svo í
kaflanum: „IMokkrir ævi-
þættir" eftir Einar Guð-
murdsson, Hraunum í
Fljótum, bls. 63:
„1922. Ársbyrjun i
Reykjavik. Hann er þar
til vors og býr aðra Ijóða-
bók sína „Kvæði" til
prentunar. Auk þess
starfar hann eitthvað við
þingskriftir. Um vorið
heldur hann svo heim í
Fagraskóg. Um sumarið
var hann tveggja vikna
tima á Hraunum. Þarvar
þá líka norskur stúdent,
Olav Hansen og fleiri
dvalargestir. Olav tók
sér síðar nafnið Dalgard
og varð frægur í stríðinu
1939—45, m.a. fyrir
veru sina í Grinifang-
elsi."
Þetta rifjaðist upp fyrir
mér, þegar ég var hálfn-
aður að lesa stórmerki-
lega bók núna i haust:
SAMTID — Politikk,
kunst, liv og kultur-
kamp i mellomkrigs-
tida, eftir norska
leikhúsmanninn, rithöf-
undinn og bókmennta-
gagnrýnandann Olav
Dalgard. Þarna var hann
kominn, norski stúdent-
inn, sem dvalið hafði á
Hraunum sumarið 1922,
kynnst þar húsbónd-
anum, Guðmundi
Davíðssyni, Huldu
Stefánsdóttur og Davíð
Stefánssyni skáldi.
Dalgard er nú 75 ára
að aldri, en er ódrep-
andi að sálar- og likams-
kröftum, gamall fót-
boltafélagi Willy Brandts
kanslara, brautryðjandi í
norskum leikhúsmálum
og kvikmyndagerð, jafn-
aðarstefnunni og líklega
frægastur núlifandi bók
menntagagnrýnenda,
elstur þeirra, sem í norsk
blöð skrifa.
Ég hafði þá ánægju að
hitta þennan mann sem
snöggvast i september
s.l. í Osló. Við það tæki-
færi gaf hann mér þessa
nýútkomnu bók eftir sig.
Ég hef nú fengið leyfi
hans til að þýða fyrir Les-
bók Morgunblaðsins
einn kafla úr bókinni:
„Islandsk mellomspel".
Ég vel kafla þennan ein-
göngu vegna þess, að
hann fjallar um ísland og
íslendinga og er því
sennilega forvitnilegri
öllum almenningi en
annað efni bókarinnar.
En SAMTID er í heild
frábær minningabók og
lífsuppgjör um norskt
menningarlíf, stjórnmál
og listir í meira en hálfa
öld, full af nærmyndum
af ógleymanlegum
mönnum, ekki síst þeim
skáldum, sem hæst bar í
Noregi á fyrra helmingi
þessarar aldar og eru
ýms þeirra nálega jafn
fræg hér á íslandi sem í
heimalandi sínu. Um
Olav Dalgard má vissu-
lega segja með sanni, að
hann hefur um langa ævi
staðið mitt í stormum
sinnar tíðar, gáfaður,
kappsfullur og góðvilj-
aður.
Guðmundur Daníelsson
©
■jðs.
OLAV DALGARD
MILLISPIL
Guðmundur Daníelsson þýddi
Það er nauðsynlegt hverjum
stúdent að taka sér ferð á hendur
og sjá sig dálítið um í veröldinni.
Upp úr 1920 var Þýskaland sér-
lega lokkandi sem ferðatakmark
og það af tveimur ástæðum. í
fyrsta lagi var þýska það mál, sem
við menntaskólanemar lærðum
það mikið í, að við gátum gert
okkur nokkurn veginn skiljan-
lega. i öðru lagi — og það var
þyngra á metum — hið sífellda
verðfall marksins, sem innan tíð-
ar gerði okkur mögulegt að fara i
Þýskalandsferð fyrir nokkur
hundruð króna og spara þó hvergi
við okkur. Það segir sig sjálft, að
þetta gat haft miður æskileg áhrif
á siðgæði ungs stúdents.
Ég hafði ráðgert Þýskalands-
ferð vorið 1922. En á sama tima
kom tilboðfrá íslandi um nánast
ókeypis ferð þangað, og dvalar-
kostnaður þar ekki annar en sá,
að íslenskur stúdent byggi jafn
lengi hjá foreldrum minum. Ís-
land hafði vissulega jafn mikið
aðdráttarafl fyrir norskunem-
anda og Þýskaland.
Með Eivindi Vagsli — sjóveik-
asta manni, sem ég hef hitt — var
haldið í vestur út á bládýpið á
gömlum þrándheimskum dalli,
sem lifað hafði sitt fegursta við
norðurströndina. Á þessu sama
skipi var kennari minn, Fredrik
Paashe, sérfræðingur i þeim forn-
norrænu fræðum, sem tengd voru
islandi. Á leiðinni talaði hann um
hið forna norræna menningarlíf
af sama eldmóði og ég hafði fyrr
heyrt hann ræða um Lessing og
þýska rómantík. Ég kynntist nú
betur þessum sérstæða merkis-
manni í hinum fremur þyrrkings-
legu högum málvísindanna og há-
skólafræðanna. í meðvitund
Paashe voru þeir Sverrir kon-
ungur og Snorri Sturluson ná-
komnir ættingjar hans, i beinu
sambandi við hann, þeir jafn
handgengir honum sem hann
þeim.
Íslenskur starfsbróðir hans,
Sigurður Nordal, tók á móti
honum á hafnargarðinum í
Reykjavík, en formaður stúdenta-
ráðsins, Guðmundur Gíslason, tók
á móti okkur óbreyttu stúdent-
unum, sá sem árið eftir gaf út
bókina „islensk endurreisn".
Það er undarlegt að koma til
íslands, einkum fyrir Norðmann.
Landslag líkt og í Noregi og and-
rúmsloft, sem minnti mjög á
norskt fjallaloft og seljalíf. Samt
sem áður var island eitthvað allt
annað. Sama var með málið, það
minnti einnig á norsku, en það
var ekki mikið sem við skildum,
þegar við gengum á land og
stóðum á bryggjunni í Reykjavík.
Þekking okkar á fornnorrænu
nægði ekki hér, og framburður-
inn minnti einna helst á Vossmál-
lýskuna með sitt au og pau og gau.
Einnig var það undarlegt að vera
ávarpaður á eins konar skandi-
navísku, sem líktist mjög gömlu
stirðlegu „klukkudönskunni"
okkar. En hún var sá eini mál-
grundvöllur, sem við gátum fyrst
í stað notast við, þvi miður.
Fyrstu áhrifin af höfuðborg
landsins voru heldur ömurleg.
Hér voru ekki aðeins þökin klædd
bárujárni, heldur öll húsin, frá
grunni til mænis, þannig að hús
við heilar götur stóðu eins og her-
vædd til stríðs — striðs gegn vetri
konungi, með stormbyljum sínum
og isköldu snædrifi. Þegar ég sá
Reykjavik aftur 48 árum seinna,
trúði ég þvi varla að þetta væri
sama borgin, sem ég var komin
til. Nú voru bárujárnshúsin svo fá
og sjaldgæf, að þau voru sýnd sem
forngripir!
Árið 1922 var island ennþá þró-
unarland. Ekki höfðu landsmenn
lært að búa til sement og ekki að
stunda stórveiðar á úthafinu. Það
voru aðallega Norðmenn, sem
veiddu feitu Íslandssíldina, —
ennþá. En gagnstætt norskum
starfsbræðrum sínum, höfðu Ís-
lendingarnir lært að vinna betur
úr hinum litla afla sínurn og
krydduðu hann bæði með salti og
sykri og fengu þannig betra verð
fyrir fiskinn.
Gamall bóndi tjáði okkur, að
islendingar gætu einkum þakkað
tveimur dýrategundum það að
Fyrstu áhrifin frá höfuðborginni voru heldur ömurleg. Hér voru ekki aðeins þökin klædd
bárujárni, heldur öll húsin frá grunni til mænis.