Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Side 17
hafa haldið lifi, þrátt fyrir drep-
sóttir, eldgos og sult í mörg
hundruð ár, þetta væru sauðkind-
in og hesturinn.
En eftir að þeir fóru að höggva
og brenna skóginn á miðöldum
varð landið svo bert og kalið, að
ekki þroskaðist korn. Þeir nýttu
grasið, sem óx villt, til þess að
halda lifinu í kúnum yfir vet-
urinn, en sauðkindin og hestur-
inn gengu sjálfala i skjólsælum
d ölum allt árið.
Já, sauðkindin hefur verið
blessunarleg búbót og raunarlífs-
björg fólks, sem þö bjó við mild-
ari veðurguði en íslendingar. Því
komst ég að, þegar ég heimsótti
Hellas mannsaldri siðar. Sauð-
kindin þrifst jafnvel á íslenskum
afrétti sem í klettaskógum
Kitairons.
Eins og Grikkir hafa lifað á
sauðkindinni og olífutrénu, (sem
þeir fengu í gjöf frá Aþenu), eins
hafa íslendingar bjargað sér á
sauðkindinni og síldinni, þegar
allt annað brást. Og það kom oft
fyrir. Einna harðast urðu ís-
lendingar úti, þegar Lakagígir
gusu 1783 og breiddu þykkt ösku-
lag yfir stór landsvæði á Suður-
landi, svo að meiri liluti bú-
fénaðar svalt í hel. Það var þá,
sem Danakonungur og stjórn
hans ræddu um það, hvort hinni
þjökuðu islensku þjóð skyldi leyft
að flytjast búferlum til Jótlands
og nema land á óbyggðum heiðum
þess. En þessu rausnarlega tilboði
svöruðu Islendingar neitandi. Ef
af nauðungarflutningum hefði
orðið, þá hefðu þeir áreiðanlega
flestir snúið aftur til þessarar
harðbýlu eyjar — sem nýir land-
námsmenn. Þeir, sem berjast
gegn frosti og funa eins og ís-
lendingar hafa gert í aldaraðir,
finnst lítilmótlegt og meiningar-
laust að yfirgefa vígvöllinn og
hverfa til tryggari staða og logn-
mollulegrar tilveru. Þannig var
það að minnsta kosti fyrir 50
árum.
Við gestirnir frá „gamla feðra-
landinu“ komumst fljótt að því,
hve stoltir Islendingar eru sem
þjóð og af landi sínu. Og við urð-
unt þess áskynja meðan á dvölinni
stóð, að þetta var ekki nein minni-
máttarkennd til uppbótar og fyll-
ingar f eyður verðleikanna. Nei,
Islendingar hafa náttúrlegt og
jafnvægt mat á sjálfum sér, hlut-
lausa innsýn í eðli sitt. Þetta
hlýtur að vekja athygli fólks frá
stærri þjóðum, sem kemur í heim-
sókn til eyjarinnar, og það hlýtur
að reyna að spyrjast fyrir um or-
sakir þessa. Er orsökin sú, að Ís-
lendingar eru afkomendur stór-
höfðingja, svo sem Snorra og
Egils Skallagrímssonar? Það
hefur án efa verið þungt á rnetun-
um. ,,Gott er að vera af góðum
korninn . ..“ Allir voru vel að sér í
islendingasögunum, og við hitt-
um fyrir menn, sem sögðust vera
komnir af Agli í 33. lið. En ekki
var laust við að þeir brostu um
leið út í annað munnvikið. Föður-
landcást íslendinga á mest rætur
að rekja til baráttu feðranna við
náttúruöflin og sigur þjóðarinnar
yfir þeim. Mikilvægast var þó, að
þeir höfðu varðveitt fornnorræna
tungu, meðan hún brenglaðist og
blandaðist lágþýsku og hollensku
í Skandinavíu. Einnig það, að
þetta tungumál þeirra hafði þró-
ast á það stig, að verða fullkomið
sjálfstætt menningarmál, sem
stjórnskipuð fastanefnd málvís-
indamanna vakti yfir að halda
hreinu, þegar um var að ræða
upptöku nýrra orða yfir hugtök
og hluti, sem nútímatækni krafð-
ist, — þessi orð, sem við Norð-
menn nefnum tökuorð. Þetta er
ævintýralegt snillibragð af þjóð,
sem árið 1922 taldi aðeins rúm-
lega 100 þúsund sálir. íslenskan
er eina norræna málið, sem enn í
dag hefur frjóan, eðlislægan end-
urnýjunarmátt. Þess konar fram-
sýn skapandi málkennd nærir
þjóðlega sjálfsmeðvitund, — og
framkvæmdavilja og sköpunar-
mátt á öllum sviðum. íslendingar
hafa sivakandi tilfinningu fyrir
að þeir sé með vissum hætti „út-
valin þjóð“ í norræna systkina-
hópnum.
Þetta urðu hin varanlegu áhrif,
sem islandsdvölin hafði á okkur.
Þessi áhrif fengum við dýpkuð,
endurnýjuð og eflt, þegar við
komum út á landsbyggðina, þar
sem við ferðuðumst frá einu emb-
ættissetrinu til annars. Auðvitað
á hestbaki. Nóg var af hestum,
heilar hjarðir, sumt voru úti-
gangshross, loðin eins og sauð-
kindur á vori. íslensku hestarnir
eru viljugir og litlir vexti, eins og
smávöxnustu fjarðahestarnir okk-
ar. Þeir komast leiðar sinnar um
kletta og klungur og hvers konar
torfærur.
Alls staðai- var tekið á móti
okkur sem gömlum kunningjum.
Hér þekktust allir og nefndu hver
annan skfrnarnöfnunum. Jafnvel
f símaskránni er skírnarnafnið
prentað fyrir framan föðurnafnið
eða ættarnafnið. Fáir höfðu kom-
ið lil Noregs, og átti það jafnt við
um hina skólamenntuðu. i með-
vitund þeirra var Kaupmanna-
liöfn hinn andlegi höfuðstaður.
En allir höfðu lifandi áhuga á
Noregi og norskum málefnum.
Þeir vissu vel hvaðan þeir voru
ættaðir. Hér var ættarsamfélagið
enn við lýði. ihaldsamt, en lif-
andi. Sérhver maður og kona
vissu hvaða ættboga þau til-
heyrðu, hvert þau gætu snúið sér,
ef þau þörfnuðust hjálpar.
Flestar stærri ættirnar gátu nefnt
einn eðafleiri þekkta menn innan
vébanda sinna: skáld, embættis-
mann eða vísindamann.
Reykjavík var stolt af sínum
nýja háskóla, sem stofnaður var
1911, nákvæmlega 100 árum sfðar
en norski háskólinn. Erínþá vant-
aði hann eigið húsnæði og hafði
fengið inni i Alþingishúsinu, en
stúdentarnir höfðu sína eigin
föstu kaffistofu og fundarsal.
Veggirnir þar voru skreyttir nýj-
um málverkum. Iiér sá ég hinn
róttæka Kjarval i fyrsta sinn, og
fleiri unga málara, sem virtust
hafa orðið fyrir áhrifum af þýsk-
um „expressjónisma". Hér fylgd-
ust þeir með tímanum ekki síður
en okkar menn í Kristjaníu. Og
þegar við minntumst á okkar
mikla Vigeland, þá gátu þeir bent
á sinn eigin, jafnvel enn frum-
legri, Einar Jónsson, sem um
þessar mundir hafði eignast sitt
eigið hús og listasafn. Fyrsta ein-
staklingslistasafn á eyjunni. Við
undruðumst hinar mörgu
„abstrakt" myndir hans, sem allar
höfðu táknræna merkingu. Mynd
hans „Alda aldanna" hafði sterk
áhrif á mig. Ég minnist hennar
enn í dág, sem „abstraktsjónar"
af „abstraktsjóninni" — tímanum
í tákni hins ótimabundna.
„Menningardallurinn" Sfríus
siglir áfram, hringinn i kringum
eyjuna. Á viðkomustöðum á leið-
inni tökum við um borð hópa af
yngismeyjum, sem ætla norður
þeirra erinda að fá sér sumar-
vinnu við að kverka og salta síld.
Þær eru glaðlegar og friskar í
fasi, hlakka til að fá tækifæri til
að kanna ókunnar slóðir og kynn-
ast nýju fólki. Sennilega er þetta
eina tækifærið þeirra til að
komast að heiman um sinn. Ég
hefði gjarna viljað sjá þær mæta
ungu sjómönnunum.
Við erum settir á land i síldar-
bænum Siglufirði, úti á nesi milli
Akureyrar og Skagaf jarðar. „Hér
eru fleiri Norðmenn en íslending-
ar,“ segir norski stýrimaðurinn
okkar. „En nú er gengið i gildi
bann við því, að útlendir fiski-
menn gangi hér á land, nema þeir
hafi búseturétt. Íslendingar hafa
I hyggju að veiða nú alla sina
feitu síld sjálfir. En hvernig ætla
þeir að fara að þvi með þennan
vesæla búnað sinn?“ spyr stýri-
maðurinn okkar. (Nú er krafa
þeirra 50 mílna fiskveiðiland-
helgi).
„Kannski eru Norðmenn ekki
svo vinsælir hérna?“ spyrjum við
manninn, sem mætir okkur með
tvo lausa hesta á bryggjunni.
Hann bara skekur sig lítilsháttar,
býður okkur velkomna og biður
okkur að stiga á bak. Mér er ætluð
dvöl á bæ, serh heitir að Iiraun-
um. Upp eftir grýttri hlíð og nið-
ur aðra, og þá erum við komnir
alla leið. Þetta er stór bær og
vissulega góð timburbygging,
ásamt mörgum litlum útihúsum.
Margt fólk, fullorðið og börn,
mætir okkur á hlaðinu. Það
minnsta ér 7 ára, drengur, og
hann er kynntur sem tökubarnið
— fo'sturbarnið, foreldrarnir búa
í fjarlægð. Ég spyr: „Hvernig
komst þú hingað?“ „Ég kom
sjálfur,“ svarar kotroskinn snáð-
inn.
Það kemur í ljós, að jörðin
Hraun er fjölbreytileg, og ekki
skortir hana laut og leiti, eins og
segir f gamalli hendingu. Eg fer í
skoðunarferð með gamla mann-
inum, Guðmundi. Allt sem við
sjáum tilheyrir Hraunum. Það er
að minnsta kosti ein mfla norsk til
næsta nágranna. Hér er rúmgott.
Kannski er það ekki síst þess
vegna, sem gömlu landnáms-
mennirnir kunnu svo vel við sig
hérna, að þeir settust um kyrrt.
Hér var óðalið óskorað, laust við
skatt til kóngs og annarra yfir-
drottnara. En ekki fannst mér
hátt risið á jarðræktinni. Þetta
var eins og kringum fjallaselin
heima. „En grasið er kjarngott,"
segir Guðmundur. Það á einnig
við um seljagrasið heima. „En við
höfum nú hafist handa um nú-
tíma jarðrækt á islandi,“ segir
sonurinn Einar, sem hefur verið f
Höfn og snuddað þar í búfræði,
en er nú koniinn heim og hefur
tekið við jörðinni. „Skrepptu í
heimsókn til búnaðarskólans á
gamla biskupssetrinu að Iiólum,"
segir hann.
Ég fæ lánaðan hest, og á Hólum
er Norðmaðurinn ekki síður vel-
kominn. Hérna rækta þeir jörðina
og sýna, að það er hægt að rækta
hér korn, jafnvel þó það nái ekki
fullum þroska. „En í kartöflurækt
munum viðbráðum fullnægja eig-
in þörfum," segir skólastjórinn.
Eiginkona hans hefur mikinn
áhuga á bókmenntum. Við sitjum
saman allt kvöldið og tölum unt
bækur. Hún er hrifnust af Jónasi
Lie. „Hvers vegna einmitt af
honum?" spyr ég. „Hann kennir
okkur mest um manneskjuna,"
svarar hún.
En Guðmundur á Hraunum er
einnig vel að sér í bókmennt-
unum. Hann leiðir mig inn í bóka-
safnið sitt. Þar eru allir veggir
þaktir bókum frá gólfi til lofts.
„Hér munu vera urn 4000 bindi,"
segir hann. „Hvernig má það
vera, að unnt hefur reynst að
safna öllum þessum bókum hing-
að?“ spyr ég.
„Tja, þegar einn ættliðurinn af
öðrum kaupir og safnar bókunt í
200 ár, þá verður úr því safn — ég
kaupi mest af þvi, sem kemur út
af nýjum íslenskum bókum, og
það sama er gert á flestum heim-
iluni út um sveitirnar. A löngunt
vetrarkvöldunum hverfum við til
bókanna," segir hann og dregur
fram „Pétur Gaut" og „Huliðs-
heima“. „Þetta eru bestu norsku
bækurnar, sem við höfum á is-
lensku. Nú höfum við bækur, for-
feðurnir höfðu aðeins munninn
og langar kvöldvökur. En það
voru þeir, sem sköpuðu ís-
lendingasögurnar."
Sumarið líður, miðnætursólin
tekur að fela sig i hafinu nokkrar
klukkustundir f senn. Ættingjar
koma úr kaupstaðnum til að eyða
hér frídögum sinum. Það verður
meira og meira fjölmenni á
bænum. Frá Akureyri kemur
Hulda, smávaxin og lífleg skrif-
stofustúlka. Við förurn i göngu-
ferðir meðfram ströndinni, kri-
urnar svifa í kringum okkur.
Hulda kennir mér að beygja erfið
sagnorð, og mörg orð um ást og
þess háttar efni, sem ungar stúlk-
ur tala unt. Hulda, um Huldu frá
Iluldu, — hefði ég ekki verið
búinn að trúlofa mig áður, þá veit
ég ekki hvernig farið hefði.
Annar háttvirtur gestur er
„assisorinn" frá Reykjavík, hvít-
hærður og magur. Minnir á munk.
Tvennt er það, sem hann hefur
áhuga á, fyrir utan lögfræðina:
manntafl og andatrú. Margir
leggja stund á þessar „andlegu"
íþróttir á Islandi, er mér sagt.
„Assisorinn" er bæði skynsemis-
hyggjumaður og dultrúarsinni, —
með sannindum að segja: ís-
lenskur ágætismaður.
En sjálfur heiðursgesturinn lét
á sér standa: skáldið Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi, syst-
ursonur (að því er ég best man)
Guðmundar á Hraunum. Hann er
orðinn þjóðkunnur af ljóðabók
sinni Svörtum fjöðrum, sem mér
hefur tekist að lesa án verulegra
erfiðismuna. Ljóð Davíðs eru ekki
jafn formföst og annar íslenskur
Ijóðaskáldskapur, sem ég hef
reynt að kynna mér. Ljóðin hans
eru einföld og létt, minna mig á
Wildenvey, með glaðværðina og
alvöruna samofnar.
Að lokurn rennur upp dagur-
inn, þegar við eigurn að ríða til
móts við Davíð. Tveir hestar
handa hverjum okkar. Skaga-
fjörður baðar sig værðarlega í
Sauðkindin hefur verið blessunarleg bóbót og raunar lífs-
björg. . .
íslendingar hafa sívakandi tilfinningu fyrir, að þeir séu með
vissum hætti „útvalin þjóð" i norræna systkinahópnum.