Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 3
Til vinstri: Mó8ir mcS barn á brjósti. Sápu- steinsmynd eftir Johnriie Inukpuk i Port Harrison við Ungavaflóa. Til hægri: Paneeloo er ung húsmóðir á NorSur- Baffinslandi. um 1000 km norSaren fsland. Hún er f jölhæf listakona og vinnur i bein og stein. A8 neSan: Steinskúlptúr frá Baffinslandi. Kristoffer, Dorte og Simon Kristoffersen í Godthaab Listamenn úr nœsta nágrenni vi8 fsland: Kristoffer Kristoffersen og kona hans Dorte, búa og starfa I Godthaab. Þau vinna í sépustein samkvæmt gamalli hefS og Simon sonur þeirra. sem er é myndinni aS neSan, þykir efnilegastur ungra myndlistarmanna I Grænlandi. Sjá verk eftir hann á bls 4. Bjarnarveiðar, — eSa eru þaS viSræSur milli bjarnanna og frammámanna þorpsins. Myndin i beia-og rekaviS i Angmagssalik um 1890. En það er mjög óvíst að útlend- ingar meti réttilega það sem að baki liggur. Myndskeri frá Ang- maksalik hefur til dæmis látið eftir sig smámynd, skorna i bein og stillt upp á rekavið. Þar eru átta manns, fyrirmenn og konur þeirra að sögn og standa frammi fyrir þremur hvítabjörnum. Að visu hefur einn maðurinn ein- hverskonar vopn í hendi, en varla sýnir þessi mynd venjulegar bjarnarveiðar. Það er næstum því eins og birnirnir séu að skeggr ræða við fólkiö. En hver skyldi meiningin hafa verið? Grænlenzk list þessarar aldar hefur runnið í þrjá farvegi. í fyrsta lagi hafa nokkrir Grænlendingar tileinkað sér myndlist Vesturlandabúa og jafn- vel gengið á akademíið i Kaup- mannahöfn. i öðru lagi hefur vaxandi ferðamannastraumur til Grænlands haft i för með sér eftirspurn eftir minjagripum, — og þá framar öllu öðru grænlenzk- um figúrum og öðrum útskurði. Þar eru meðal annars hinir liaiulalau.su tupilakar, sem að sjálfsögðu hafa verið framleiddir handa túristum og aldrei gegnt því hlutverki að vera verndar- andar eins eða neins. Eskimóalist er komin í verð í þriðja lagi — og það er merkast — hefur orðið endur- nýjun á ævagömlum grænlenzk- um skúlptúr samkvæmt þeirri hefð sem rikt hefur hjá Eskimó- um í þeirri grein, — ekki bara í Grænlandi heldur og í Kanada. Raunar er fleira en skúlptúr, sem hefur verið endurvakið; þar á meðal er málverk eða teikningar á skinn og útskurður í bein eða tönn. Menn greinir eitthvað á um, hvort hér sé um að ræða „hreina" list eða listiðnað. Allavega hefur þessi forni varningur öðlazt frægð uppá siðkastið og er nú Eskimóa- list til sölu í hinni ágætu list- iðnaðarmiðstöð „Den perm- anente" í Kaupmannahöfn og viða i Kanada. Danir hafa reynt að vekja upp áhuga á þessu fyrirbæri í Grænlandi, meðal annars með nýju safni, Lands- museet, í Godthaab. Uppá síðkastið hafa nokkrir listamenn úr hópi Eskimóa á Grænlandi orðið kunnir fyrir ágæt verk, einkum og sér i lagi skúlptúr úr svonefndum sápu- steini, sem er mjúkur tálgusteinn, næstum svartur á litinn. Til eru þeir, sem líta á framlag sitt sem list, en ekki bara föndur eða minjagripaframleiðslu. Þar á meðal er Kristoffersen- fjölskyldan i.Godthaah: Kristofer Kristoffersen, sem nú stendur á sextugu, kona hans Dorte og Simon sonur þeirra hjóna, sem telst myndhöggvari og kannski liklegastur nútíma Græn- lendinga til stórræða á þessu sviði. Simon er liðlega þritugur og notar sápusteininn sem efnivið, en myndir hans hafa ævinlega sérkenni Eskimóalistar og það er athyglisvert að þær likjast fyrst ogfremst högg- og tálgumyndum Eskimóa i Kanada. Myndefnið er venjulega tengt lifsbaráttu Eskimóa Umfram allt eru veiðarnar hugstæðar, en líka hetjusögur og engin hetja jafnast á við hinn mikla Kagssassuk, sem var niðursetningur og munaðar- leysingi, en varð öllum sterkari og barðist þá við Usugsaerni- arssugssuaq, sem var sonur Usugsaermiarssunguaq, — eða hvort það var öfugt. Af öðrum efnilegum græn- lenzkum myndlistarmönnum má nefna Lazarus frá Angmaksalik og Otto Tomassen frá Upernavik. Öll verk þessara manna hafa eitt og sama svipmótið; þau minha nokkuð á list frumstæðra þjóða, sem nefndur er arkaismi. En samt er þetta háþróað i höndum Eski- móanna og þeim kemur ekki til hugar annað en að stilfærá mikið. En það er ævinlega einhver sér- stakur þokki yfir þessum mynd- verkum: þau njóta sin þvi miður ekki til fulls á myndum, en verða að skoðast frá öllum hliðum og listamennirnir ætlast til þess að skoðandinn láti augun ekki duga, heldur beiti hann þreifiskyninu að auki. Sjá nœstu síðu stu Æ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.