Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Qupperneq 3
Til vinstri: MóSir með barn í brjósti. Sápu- steinsmynd eftir Johnnie Inukpuk I Port Harrison við Ungavaflóa. Til hœgri: Paneeloo er ung húsmóðir ð Norður- Baffinslandi, um 1000 km norðar en island. Hun er fjölhæf listakona og vinnur I bein og stein. Að neðan: Steinskúlptúr frá Baffinslandi. Kristoffer, Dorte og Simon Kristoffersen i Godthaab Listamenn úr næsta nigrenni við fsland: Kristoffer Kristoffersen og kona hans Dorte, búa og starfa I Godthaab. Þau vinna t sápustein samkvæmt gamalli hefð og Simon sonur þeirra, sem er á myndinni að neðan, þykir efnilegastur ungra myndlistarmanna I Grænlandi. Sjá verk eftir hann á bls.4. Bjarnarveiðar, — eða eru það viðræður milli bjarnanna og frammámanna þorpsins. Myndin I beio-og rekavið I Angmagssalik um 1890. En þaó er mjög óvíst að útlend- ingar meti réttilega það sem að baki liggur. Myndskeri frá Ang- maksalik hefur til dæmis látið eftir sig smámynd, skorna i bein og stillt upp á rekavið. Þar eru átta manns, fyrirmenn og konur þeirra að sögn og standa frammi fyrir þremur hvitabjörnum. Að visu hefur einn maðurinn ein- hverskonar vopn í hendi, en varla sýnir þessi mynd venjulegar bjarnarveiðar. Það er næstum þvi eins og birnirnir séu að skegg- ræða við fólkið. En hver skyldi meiningin hafa verið? Grænlenzk list þessarar aldar hefur runnið i þrjá farvegi. í fyrsta lagi hafa nokkrir tírænlendingar tileinkað sér myndlist Vesturlandabúa og jafn- vel gengið á akademiiö i Kaup- mannahöfn. 1 öðru lagi hefur vaxandi ferðamannastraumur til Grænlands haft í för með sér eftirspurn eftir minjagripum, — og þá framar öllu öðru grænlenzk- um fígúrum og öðrum útskurði. Þar eru meðal annars hinir handalausu tupilakar, sem að sjálfsögðu hafa verið framleiddir handa túristum og aldrei gegnt því hlutverki að vera verndar- andar eins eða neins. Eskimóalist er komin í verð Í þriðja lagi — og það er merkast — hefur orðið endur- nýjun á ævagömlum grænlenzk- um skúlptúr samkvæmt þeirri hefð sem ríkt hefur hjá Eskimó- um í þeirri grein, — ekki bara í Grænlandi heldur og í Kanada. Raunar er fleira en skúlptúr, sem hefur verið endurvakið; þar á meðal er málverk eða teikningar á skinn og útskurður i bein eða tönn. Menn greinir eitthvað á um, hvort hér sé um að ræða ,,hreina“ list eða listiðnað. Allavega hefur þessi forni varningur öðiazt frægð uppá síðkastið og er nú Eskimóa- list til sölu i hinni ágætu list- iðnaðarmiðstöð „Den perm- anente" i Kaupmannahöfn og víða í Kanada. Danir hafa reynt að vekja upp áhuga á þessu fyrirbæri í Grænlandi, meðal annars með nýju safni, Lands- museet, í Godthaab. Uppá siðkastið hafa nokkrir listamenn úr hópi Eskimóa á Grænlandi orðið kunnir fyrir ágæt verk, einkum og sér i lagi skúlptúr úr svonefndum sápu- steini, sem er mjúkur tálgusteinn, næstum svartur á litinn. Til eru þeir, sem lita á framlag sitt sem list, en ekki bara föndur eða minjagripaframleiðslu. Þar á meðal er Kristoffersen- fjölskyldan i Godthaab.: Kristofer Kristoffersen, sem nú stendur á sextugu, kona hans Dorte og Simon sonur þeirra hjóna, sem telst myndliöggvari og kannski líklegastur nútima Græn- lendinga til stórræða á þessu sviði. Simon er liðlega þritugur og notar sápusteininn sem efnivið, en myndir hans hafa ævinlega sérkenni Eskimóalistar og það er athyglisvert að þær líkjast fyrst og fremst högg- og tálgumyndum Eskimóa i Kanada. Myndefnið er venjulega tengt lifsbaráttu Eskimóa. Umfram allt eru veiðarnar hugstæðar, en líka hetjusögur og engin hetja jafnast á við hinn mikla Kagssassuk, sem var niðursetningur og munaðar- leysingi, en varð öllum sterkari og barðist þá við Usugsaerni- arssugssuaq, sem var sonur Usugsaermiarssunguaq, — eða hvort það var öfugt. Af öðrum efnilegum græn- lenzkum myndlistarmönnum má nefna Lazarus frá Angmaksalik og Otto Tomassen frá Upernavik. Öll verk þessara manna hafa eitt og sama svipmótið; þau minna nokkuð á list frumstæðra þjóða, sem nefndur er arkaismi. En samt er þetta háþróað i höndum Eski- móanna og þeim kemur ekki til hugar annað en að stílfæra mikið. En þaö er ævinlega einhver sér- stakur þokki yfir þessum mynd- verkum: þau njóta sín þvi miður ekki til fulls á myndum, en verða að skoðast frá öllum hliðum og listamennirnir ætlast til þess að skoðandinn láti augun ekki duga, heldur beiti hann þreifiskyninu að auki. Sjá nœstu | síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.