Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Blaðsíða 11
hefur lokið hrygningu. Minna hlutfallslega á vertíð. En þess vegna m.a. eyddi ég svo miklu máli i að skýra frá mergð hrogna, sem komu í sjó — ef allur fiskurinn hrygndi, að allar líkur benda til að fæðuskortur einn, eða aðallega, valdi dauða seiðanna. Ef veiðin dreifist á lengri tima, og það, sem sleppur af hrognafiski er þá nógu dreift, sýnist mér minnkuð hætta á að seiðin éti strax allt sem til er af þeirri afar sérgreindu fæðu sem hentar þeim, og drepist svo öll. Hinn minnkaði floti dregur úr lfkum fyrir ofveiði hrygningárfisks. Veru- legur hluti hans — hrygningarfisksins — sleppur, en veiðarnar halda áfram eftir vertlðina — því fiskurinn fer ekki frá landinu. Hann aðeins færir sig á meira dýpi. Verkefni vinnslustöðva verða jafnari yfir allt árið, og þess vegna geta vinnslustöðvarnar verið nokkru minni en ella, einnig fiskihafnir. Ég er andvígur þeirri stefnu að friða til dæmis fyrir netaveiði eins og nú er gert viss „hrygningarsvaeði". Nei, það á að stilla veiðum þannig í hóf um allt svæðið, að alstaðar komi nokkurt magn hrogna í sjó — því hvert eitt litið svæði, sem byði upp á réttu skilyrðin hina örlagaríku daga kviðpokaseiðisins, gæti orðið til þess að stór árgangur fengist. Hér er sem sé um að ræða niðurstöðu af því, sem ég áður vék að í sambandi við friðun á hrygningarfiski. Einmitt nú vill svo til, að stór árgangur er í upp- vexti, sá frá 1973, Nú þyrfti að bregða skjótt við og hætta öllum dragnótaveiðum og trollveiðum fyrir norður- og austurlandi, og hefjast strax handa við uppbyggingu iðnaðarstöðvanna. Nóg eru verkefnin. Kotrassabúskapur á sjónum — samkvæmt nú-stefnu Nú væri eðlilegt að gera grein fyrir þeirri stað- hæfingu minríi að nú-stefna sé fátæktarstefna. Þetta skýrist þannig, að ef ekkert er aðgert, þá veiða norðlendingar og austfirðingar uppeldisfiskinn þann- ig að aldrei kemur framar vertið (svo heitið geti) við Suður- og Vesturland. Og norðlendingar og austfirð- ingar verða sjálfir fisklausir að kalla innan ekki langs tima. Sífelldur halli verður á útgerðinni. Hún verður .jaðargrein", jaðaratvinnuvegur, eins og verstu kot- rassar í útjöðrum byggilegra svæða. Útgerðin mun krefjast styrkja af almannafé og hún mun fá þá sbr. að tapið á togaraútgerð Reykjavfkur, sem nú er hluti af útsvörum okkar — og sbr. greiðslur úr Ríkisábyrgðasjóði vegna togara, sem áreiðanlega fellur á skattþegnana og verður greitt beint eða óbeint I sköttum eða lækkuðu kaupi — þ.e. með almennri kjaraskerðingu. Ekkert fé verður handbært til að koma upp nýjum smáiðnaði, sem mun leiða til atvinnuleysis og land- flótta. Lánamöguleikar þjóðarinnar hljóta að þverra smátt og smátt. En hvers vegna fara þá ekki deilitekjurnar niður fyrir 85 milljarða, kann einhver að spyrja, þegar tap er á sjálfum aðalatvinnuveginum. Nei, þær fara varla mikið neðar, vegna vissra hag- fræðilegra lögmála um svonefndar jaðar-tekjur f rekstri. Stöku skip mundu alltaf bera sig og landbúnaður og iðnaður gefur áfram sitt í þjóðarbúið — og stóriðjan gef ur svolitið — og f leira kemur til. En fólkinu fjölgar og heildardeilitekjur skiptast milli fleiri og fleiri — og þegar ekkert er aflögu til uppbyggingar, þá helst fátæktin. Fátæktarstefnan ræður og þróast. Keðjan „Hagkeðjan" heldur ekki átaki nema allir hlekkirnir séu með. ^p Nú gæti vel verið að ýmsir segðu sem svo: Sumt af þessu er rétt. Eftir því skal farið, en öðru ekki. Þetta er misskilningur. Hér er um orsakakeðju að ræða. Samverkan, milli-verkan. Einn hlekkurinn má ekki bresta, því þá heldur keðjan ekki átaki. Það er t.d. ekki hægt að krefjast þess af noró- lendingum að þeir hætti að drepa smáfisk, nema þeir fái eitthvað f staðinn. Einn hlekkur keðju sem bilar, gerir hina gagnslausa. Ég er þeirrar trúar, að alveg ný og betri viðhorf mundu skapast I þjóðlifinu við breyt- inguna. Viðhorf, sem gerðu þjóðinni fært að líta með bjartsýni til framtiðarinnar. Fólkið i landinu getur ráðið því, hvort hér rikir fátækt og erfiðleikar og bráðabirgðalausna-brask, eða traust velmegun. Þessu getur þjóðin ráðið með ákveðinni kröfugerð til þingmanna sinna og ríkisstjórnar sinnar. Með kröfu um skynsamlega og röggsama stjórnun — sam- kvæmt nýrri stef numörkun. Viðast um lönd dró mjög úr sölu á eySslu- frekum bllum þegar olfuverSiS hækkaSi, — nema á íslandi. Þar kom mikill fjörkipp- ur I sölu é ýmiskonar lúxusjeppum, sem eySa milli 20 og 30 Ifttum á 100 km. Olíukreppan og bílaiðnaöurinn Á dögum olfukreppunnar var mikil svartsýni rfkjandi og þvf var mjög á loft haldið að senn væru olfubirgðir heims- ins á þrotum. Þegar frá leið reyndist olfukreppan verð- sprenging, sem fyrst og fremst hefur valdið gffurlegri kostnaðaraukningu og verð- bólgu I flestum hinum vest- rænu löndum. Á hinn bóginn er því nú haldið fram, að nóg sé til að olfu i næstu framtfð, enda til komin uy olfusvæði með störkostlegu magni, svo sem við Noreg og jafnvel í Norður-íshafinu. Olfukreppan hafði samt mikil áhrif á bflafram- leiðsluna. Dregið var úr hinni fáránlegu eyðslu bandarískra Nýr 12 strokka Jagúar E-mðdelið af Jagúar hefur verið framleitt ðbreytt nokkuð lengi og hefur sá bfll alltaf vakið mikla athygli og þótt sér- stæður f flokki alvöru sport- bfla. Það sem einkenndi Jagúar E-móel öðru fremur var hin geysilanga vélarhlff og húsið alveg aftast. Sú gerð var framleidd bæði með 8 strokka og 12 strokka vélum og hámarkshraðinn var allt uppf 280 km á klst. Sýnist sá hraði nokkuð út f hött, þegar í fjöl- mörgum löndum er búið að steja ströng hraðaákvæði. Á dögum olfukreppunnar voru þessi ákvæði sett til þess að Ný afturbyggö gerö af Citroen Cx Á Mlasýningunni ( Parfs, sem haldin var seint á sfðasta ári, vakti mikla athygli aftur- byggð gerð eða „station" gerð af liinuni nýja Citroen CX, sem kynntur var á sfðásta ári og hefur verið fluttur hingað til lands f einhverjum mæli. Af hinum gamla Citroén DS var til afturbyggð gerð, sem alltaf var mjög ólánleg. Aftur á mðti virðist að nií hafi tekizt að hanna bráðfallegan bfl, sem ætti að hafa mikið innra rýini. bfla eftir að verulega drð úr sölu á þeim og þó kemur bensfnverð Iftið við buddu hins bandarfska bfíeiganda samanborið við það sem tfðkast hér. Bensfnlftrinn f Bandarfkjunum kostar um það bil þriðjung af þvf sem hann kpstar hér. En Bandarfkja- nn'ini eru þð f fyrsta sinn faruir að framleiða fremur lilia bfla, þótt ekki séu þeir eins\UtIir og sparneytnir og smæstu Evrðpubflarnir. Þvf var slegið föstu f fyrra og hitteðfyrra. að dagar stðru drekanna væru nú taldir að fullu og öllu. En nú er helzt að heyra að sala á þeim hafi mjög glæðzt að nýju enda fjöldi manns þar vestra sem alls ekki vill aka á smábflum. Olfukreppan virðist hins- vegar Iftil áhrif hafa haft á hina evrðpsku bflafram- leiðslu, enda Iftið um eyðslu- fanta f þeim flokki Efnahags- kúrfan f hiniim vestrænu löndum bendir nú til bata og eftir eitt framúrskarandi mag- urt ár, eru bflaframleiðendur bjartsýnir á betri tfð. Að öllum likindum er verð á miðlungs- bfl hvergi í heiminum eins fáránlega hátt og hér á fslandi. Eftir mikinn bflainnflutning árið 1973 hefur verð á mörgum gerðum þref aldazt og má segja að slfkt verð samsvari inn- flutningsbanni. Eins og sakir standa eru þð sáralitlar eða engar Ifkur til þess að breyting verði þar á. Engar likur eru é þvi, a8 nýi Jagúarinn eigi eftir a8 sjást á fslándi. Þrátt fyrir orf iSleika, hefur Jagúar jafnan tekizt að halda sœti sinu I gæSingaflokki. spara eldsneyti og sfðan hefur þeim ekki verið breytt. Þðtt Jagúarinn væri í raunínni orðinn klassfskur bfll, þðtti tfmabært að endur- nýja hann og nú er fáanleg ný gerð, Jagúar XJ-S sem búinn er 12 strokka vél. Talsverð breyting hefur átt sér stað á útliti en engu að sfður hefur hönnuðunum tekizt að halda f þann gæðingssvip, sem löng- um hefur einkennt Jagúar. Hinn nýi afturbyggSi Citroen CX er miklu betur teiknaSur en „station" útgáfan var af gamla bllnum. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.