Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1976, Page 12
Ölafur Björgvin Ölafsson ÁRAMÖT 1975-76 Enn sem áður fyrri upphafslögmál vara, afmæld eigin tunglum árin koma og fara. út í aldadjúpið árið þegar líður, óvíst mun hvað heimi árið nýja biður.— Milli Ijóss og myrkurs mörkuð stundaskilin Forsjón allra alda ákvað timabilin. — Menn þótt mörgu breyti, menntun auki sína, munu sól og máni meður stjörnum skina. Hættu- aukast horfur heims i þjóða málum; viðsjár hörmum viða ' valda jarðlífs sálum.— Loft er lævi blandið, loga haturs glóðir, — bregða bana tækjum beiskjufullar þjóðir. Andkristninnar andar út um veröld þjótr-, áfram eljusamir orð Guðs niður brjóta, efnishyggju-ismar alls kyns villu tjalda, siðan fyrir seka sakleysingjar gjalda. Hvað má alheims eymdum upp i heillir snúa? e i 11, að kristnum anda allir vilji hlúa. Hvað mun traustar heimsins hættustrauma brúa? Þegja þunnu hljóði þeir, sem blekking trúa. Vona menn og vona vigaferlum linni; hjarta jafnt sem huga heimur betur sinni. — Megi álfur allar alheimsstefnu breyta,— árið nýja, farsæld öllum þjóðum veita. Sigríður Beinteinsdóltir SAMSTÆÐUR Þegar leitar angur á innst I hugans leynum mér finnst bót að mega sjá mosaskóf á steinum. Margan gróður ísland á utan mosa á steinum. Ilmur berst mér fjöllum frá fallegum og hreinum. Oft við tæra lind eg lá i litlum hvammi hreinum stundum litinn silung sá sendast undan steinum. Upp af bænum brekka há brött með gróðri og steinum þar sem vakna vorblóm smá vökvuð döggvum hreinum. Fjörðinn sólin sindrar á situr skuggi i leynum. Aldan hjalar unaðsblá upp i fjörusteinum. Huldufólkið upp með á átti bú í steinum. Rjúpa unir ungum hjá undir birkigreinum. Fjöllin gekk ég áður á eftir leiðum beinum allt það fagra sem ég sá segi ég ekki neinum. Séra Bolli Gústafsson Laufösi ER ÞETTA EKKI SVUNTAN HENNAR SIGRÍÐAR? Messukaffi var að vanda hjá Kristfnu og Sigurði á Drafla- stöðum að lokinni guðs- þjónustu sunnudaginn milli jóla og nýjárs. Ummerki jóla- dagshlákunnar voru horfin. Sumir urðu sfðbúnir til messu- ferðar vegna kaldra bílmótora eða krapastfflu í olfuvcrki. Við vissum af þvf og þess vegna var hægt af stað farið. Jó- hannes meðhjálpari fór sér að engu óðslega við undirbúning athafnarinnar og enginn varð af messunni. Sambands- skortur og afskiptaleysi borg- arlffsinshrjá ekki þettasam félag. Götu þeirra skyldi greiða, er áttu erindi við Guð f sóknarkirkjunni á hátfðinni. Síðustu tónar jólasálmsins dóu út, klukknahringing. Við gengum út undir postludium, In dulce jubilo. Sjá himins opnast hlið. Rökkrið færðist yfir snæviþakinn Fnjóskadal. Frost var mikið og það marraði undan fæti, er við gengum upp túnið. Brátt tindraði tunglskin og stjörnu- blik f kristöllum fannbreið- unnar; „hjarðmenn sjá um nótt / ljós í lofti glæðast, / það ljós Guðs dýrðar er“. Sr. Björn f Laufási hlaut að hafa gengið inn frá slfkri tignarsýn, er hann orti sálminn um hlið himnanna, sem opnuðust á hæstri há- tfð. — Hlýtt var f stof- unni og ýmislegt bar á góma yfir ríkulegum veislu- föngum. Aldraðar fræðaþulur sagði sögur af kennimanni, er forðum sat á Hálsi. — Það var á orði haft hversu dæmalaust ómannglöggur blessaður presturinn var. Hann var ókvæntur, þegar hann kom f sveitina. Nú, við vitum vel, að ekki er gott að maðurinn sé einn og maddömulaust prests- setur er án reisnar. Þess vegna fór presturinn að huga f kringum sig. Systraval var á Þessi makalausi prestur, sem ekki getur orðiB gamall. A leið I messukaffi á DraflastöSum. bæ einum f dalnum, og að vel athuguðu máli ákvað prestur að biðla til einnar systurinnar. Einhverja ráðgjafa hefur hann haft, sem ekki hafa verið þagmælskir, þvf að heima hjá þeim systrum var erindi hans kunnugt, er biðilinn bar að garði og jafnframt, hver þeirra ætti kost á hnossinu. Sem vænta mátti var hinum unga sálusorgara vel tekið og hlaut hann hinn bezta beina. Þegar hann hafði setið þar og spjallað um hrfð við hús- bændur, kvaðst hann eiga er- indi við eina heimasætuna, sneri sér að henni og spurði, hvort hún vildi tala við sig einslega. Stúlkunni brá nokkuð, þar eð spurzt hafði, að prestur hefði alls ekki ætlað sér hana, heldur systur hennar. Varð henni þvf að orði f fátinu: „Hva? Er það vfst að presturinn eigi erindi við mig?“ Svaraði hann þá að bragði: „Er þetta ekki svuntan hennar Sigrfðar?" Kom þá á daginn, að blessuð stúlkan var með sparisvuntu þeirrar systur, er presturinn hafði ákveðið að biðla til. Ekki varð frekar úr kvonbænum prests á þessum stað. Síðar gekk hann að eiga myndarstúlku. Þegar gengið hafði verið frá festum, var ákveðið, að heitkona prests skyldi leita sér nokkurrar menntunar f hússtjórn, I „bróderfi" og öðrum mikil- vægum hannyrðum. Hélt hún þá yfir f Eyjafjarðardali, þar sem tilsögn f þeim fræðum stóð henni til boða. Unnustinn fylgdi henni yfir Fnjóská, skildi við hana á melnum neðan við Skóga og horfðí á eftir henni f góðri samfylgd upp Vaðlaheiði. Ekki fór nein- um sögum af kveðjustundinni, en heimafólk að Hálsi hafði gaman að viðbrögðum hús- bóndans, er hann kom heim aftur. Gekk hann þá áhyggju- fullur um gólf f baðstofunni, neri saman höndum og tautaði sffellt fyrir munni sér: „Skyldi ég hafa kysst hana nóg? Já, skyldi ég hafa kysst hana nóg?“ Það kom sfðar á daginn, að prestur hafði alls ekki verið of sparsamur á kveðjukossana, þvf festar brustu ei og þau urðu hjón. Fleiri sögur af prestum fylgdu á eftir, sumar harla kátlegar, og ég fór að hugsa um, að vonandi hefði mér ekkert orðið á f messunni þann dag- inn. — Það eru forréttindi að njóta hátfðar f þessu þekka umhverfi þar sem flestir sóknarbúar koma saman til guðsþjónustu og eru ekkert að flýta sér. Öllum er tekið með þeirri gamalgrónu fslenzku gestrisni, sem er sízt til þess að sýnast, heldur öllum til fagnaðar. Þess er vel gætt, að gaman, sem á góma ber, skuli græskulaust vera og ýmis fróð- leikur er og upp rifjaður. — Séra Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prófastur Þingeyinga, sem er listamaður og vitur vel, brá á það ráð, þegar hann varð að hætta prestsskap á Húsavfk vegna aldurs, að hann tók að sér prestsþjónustu f Háls- prestakalli, þar eð enginn hafði þá sótt um kallið. Þessi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.