Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1980, Side 2
„ Voruð þið ekkert hrœddar við að verða skotnar?“ — Rætt viö Björgu Einars- dóttur um kvennafríiÖ, jafnréttisbaráttu o.fl. Eftir Guörúnu Egilson — Þegar ég leiöi hugann aö kvennafrídeginum, þyrlast upp ótal myndir, broslegar, bjartar og stórkost- legar. Ég ætlaði aö byrja daginn á því aö fara í sund, en mér varð nú ekki kápan úr því klæðinu, því að engin kona var mætt til starfa og karlarnir óðu um allt allsberir og kolvitlausir. Allt var úr skoröun, af því aö helmingur þegnanna haföi tekiö sér frí frá störf- um. Hálfhungraðir fóru margir karl- menn í vinnuna meö börnin meö sér, og mörg þeirra fengu nú aö sjá í fyrsta skipti vinnustaö fööur síns, — aö sjá hvar hann hélt sig yfirleitt þessi dularfulli maöur, sem fór snemma á morgnana, kom seint á kvöldin og lagöi til peningana. Minnisstæðastur er mér þó útifundurinn á Lækjartorgi — þessi ofboðslegi fjöldi af konum, sem þarna voru saman komnar með ein- beitni í svipnum og hrópuöu: — Áfram stelpur! Það hróp er ekki hægt aö endurtaka, og þaö á ekki aö reyna aö endurtaka svo einstæöan atburð, — segir Björg Einarsdóttir. Nú eru rétt fimm ár liöin frá því aö íslenzkar konur tóku sér frí frá störfum á degi Sameinuöu þjóðanna, til aö sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns. Á engan mun hallað, þótt fullyrt sé, aö Björg hafi veriö einn helzti frumkvööull þessara skipulegu og áhrifamiklu aögeröa, sem konur munu minnast með stolti um langa framtíö, þótt fjölmargir aörir hafi lagt þar hönd aö verki. — Þaö var einmitt samstað- an, þessi breiöa samstaða ólíkra kvenna meö mismunandi viöhorf til þjóöfélagsmála, sem gerði þessar aö- geröir svona áhrifaríkar. í raun og veru gátu allar konur sameinazt undir mark- miði kvennafrídagsins, og ég tel, aö þarna hafi myndazt brýr milli kvenna í hinum ólíkustu aöstæöum — brýr, sem hafa veriö gengnar síöan — segir hún. Stíll meö meinloku Kveikjan að þessu spjalli við Björgu er kvennafrídagurinn og inn í hann fléttast aö sjálfsögöu störf hennar á sviöi félags- og jafnréttismála. Og raunar ótal margt fleira. Eftir þriggja klukkustunda þindarlausar samræöur kalla aörar skyldur, en samt væri hægt aö halda áfram og áfram. Hún er svo gneistandi af fróöleik og áhuga, aö eitt umtalsefni býöur ööru heim og hvergi er komið að tómum kofa. — Þaö er ákaflega misjafnt hvernig fólk skynjar rætur sínar og sennilega skynja ég rætur mínar afar sterkt — segir hún. — Ástæðan er kannski sú, að mjög mikið var talaö við mig þegar ég var barn. Faöir minn var kominn yfir miðjan aldur, þegar ég fæddist og móðir hans nær fimmtugu, þegar hann fæddist. Þessi amma mín dvaldist í æsku mikiö hjá ömmu sinni á Elliöa- Björg Eínarsdóttir vatni, en sú hafði á yngri árum verið í Viöey og haft þaö hlutverk aö annast Skúla fógeta, sem þá var kominn að fótum fram; afi hennar, Elliöavatns- bóndinn, haföi hins vegar flúiö Skaftár- elda hingaö vestur á bóginn. Þess vegna vandist ég fljótt að heyra talaö um 18. aldar fólk og fyrirbæri sem hluta af daglega lífinu, og raunar leynist meö mér löngun til aö tóra fram á 21. öldina. Hins vegar finnst mér skipta mestu máli aö lifa þann tíma, sem er hverju sinni — aö finna til í stormum sinnar tíðar, en falla ekki í þá freistni að læsa saman fortíð og framtíö — gera sig stikkfrí í nútíö — og ýmist miöa allt viö liðna viöburöi eða eitthvað ókomið. Eigi aö síöur tel ég þaö veikleikamerki að hafna fortíðinni og höggva á gömul tengsl, eins og boöberar nýrra tíma leitast stundum við að gera. Fortíðin er auðvitaö sá grunnur, sem við hljótum að byggja á og með því aö gafa ýmsum gömlum siövenjum nýtt inntak, erum viö í sambandi viö hana án þess að hún sé okkur fjötur um fót. Mér finnst t.d. nauösynlegt að líta á jafnréttisbaráttu kynjanna í sögulegu samhengi, og ég tel aö tvö atriði ráði einkum úrslitum um frelsun konunnar. Þaö er í fyrsta lagi sú breyting er varö, þegar laust eða hreyfanlegt fjármagn tók aö myndast, en áöur haföi nánast allt fé veriö bundiö í landareignum og þær erfðust venjulega í karllegg. Þetta hófst meö iönbyltingunni og í kjölfariö komu miklir frelsisstraumar. Útalda af þeim barst hingaö til íslands eftir miöja 19: öld og fyrir baráttu brautryöjend- anna hér fengu konur smám saman ýmis helztu réttindamál sín lögfest. En til þess aö þær gætu nýtt réttindi sín til fullnustu, án þess að fórna á altari þeirra einum veigamesta þætti mann- legrar tilveru, þurfti annaö skilyröi aö vera fyrir hendi, þ.e. aöstaðan til þess aö skipuleggja líf sitt meö því aö ráöa fjölda barna sinna og fæðingartíma þeirra. Þaö skilyrði hefur ekki verið uppfyllt fyrr en á okkar tímum meö aukinni þekkingu, — valdiö gerbreyt- ingu á stööu konunnar og veitt fólki raunverulegt svigrúm. Þegar ég var smátelpa í barnaskólanum á Akureyri, áttum viö einu sinni aö skrifa stíl um það, sem viö ætluðum aö gera, þegar við yrðum stór. Ég var snögg aö festa á blaö ótal margt, sem hugur minn stóö til og ég „ætlaði“ að gera og aftan í hnýtti ég svo, aö auövitað ætlaði ég að gifta mig og eiga börn. Nema hvaö — stíllinn var lesinn upp. Ekki af því að hann væri svo góöur, heldur af því, að í honum var meinloka. Mér haföi yfirsézt í einu veigamiklu atriði, sem sé því, aö þegar ég yrði „stór“, væri ég oröin KONA og þær gætu ekki starfað úti í þjóðfélaginu við ólíkustu hluti og jafnframt verið giftar og margra barna mæöur. Þær uröu aö velja annaö hvort, það var taxtinn þá. Vissulega þótti mér hlutskipti nokkurra „kven- réttindakvenna", sem ég kynntist í bernsku, ekki eftirsóknarvert, og fannst þær sumar hverjar heldur ein- strengingslegar. Síöar áttaöi ég mig á því, aö þær voru í raun réttri fórnar- lömb misgengisins eöa tímaskekkjunn- ar, sem myndaöist milli áunninna lagalegra réttinda og skilyrðanna til að nýta þau. En að sjálfsögöu uröu þær aö brynja sig gegn því umhverfi, sem þær féllu ekki aö, og við síðari tíma konur njótum afrakstursins af starfi þeirra og stríði. © Að vinna kvenmannsverk Úr því að ég fór aö nefna bernsku mína, kemur mér í hug önnur minning, ennþá eldri. Ég var þá ekki byrjuð í skóla, en fór stundum til kirkju með fjölskyldu minni á sunnudögum. Verk- lagið í kirkjunni vakti strax aðdáun mína, og ég miklaöi fyrir mér þau óhemjuafköst, sem hægt væri að ná meö því. í staö þess aö taka fyrst einn tali, svo annan, þá þann þriöja og þannig koll af kolli, þá stóö bara einn á palli eða stól og talaði við alla í einu. Mér þótti þetta í einu orði sagt frábært og milli þess sem ég taldi sálmanúmer- in á veggnum, hlýddi ég á mektar- klerkinn Friörik J. Rafnar tala yfir fullsetnum bekkjum. Raunar hafði ég oröiö vitni aö því á síldarplönunum, aö ungur fullhugi, síðar einn mesti mælskumaður á þingi, snaraðist fram á bryggjurnar, stökk þar upp á tunnu, þrumaði yfir söfnuöinum, sem þarna puðaði í síldinni, og uppskar æsileg viöbrögö á stundinni. Éinhverju sinni var ég svo spurö — þaö var mikil lenzka að spyrja börn — hvaö ég ætlaöi aö veröa þegar ég yröi stór, og ég svaraði aö bragöi: — Prestur. Undrunin yfir svarinu sem ég fékk er tæplega rokin af mér ennþá: — Stelpur veröa ekki prestar. Þaö hljóm- aöi eins og véfrétt, að kynferði manns gat ráöið úrslitum um starf manns í lífinu, og þetta gat ég ekki sætt mig við þá og get ekki enn. Á þessum tíma voru nákvæmlega 20 ár liöin síðan samþykkt voru lög um aö konur hefðu jafnan rétt á við karla til allra embætta í landinu. En rösklega 60 árum eftir aö þessi löggjöf var sett, sagöi roskinn prestur, þegar til tals kom, aö fyrsta íslenzka konan tæki viö prestsstarfi: — Er þá svo aö skilja, aö ég hafi verið aö vinna kvenmannsverk alla mína ævi! Ekki fundarfært vegna nærveru kvenna Aö þessu tilefni er ekki úr vegi aö líta ennþá lengra til baka og skyggnast fyrir um rætur hinnar alþjóðlegu kvennabaráttu, en kveikkjan að henni var öörum þræöi baráttan fyrir afnámi þrælahalds. í júní 1840 var stofnað til alheimsfundar í London til þess að mótmæla þrælahaldi. Þangaö komu nokkrar konur, sem höfðu lagt þaö á sig að fara sjóleiöis frá Bandaríkjunum til aö mótmæla ánauö og halda uppi vörnum fyrir almennum mannréttind- um. En þegar fundurinn skyldi settur og í Ijós kom aö KONUR voru á staðnum þótti vera í mikið óefni komið, og samþykkt var aö ekki væri fundar- fært fyrr en þær voru komnar út. Tvær kvennanna, þær Lucretia Mott og Elisabeth Stanton, sem aldrei höfðu sést áður, leiddust lengi nætur um götur Lundúnaborgar og ræddu mis- réttiö, sem þær voru beittar. Áður en þær skildu bundu þær fastmælum aö efna til fundar um réttindi kvenna, og sá fundur var haldinn 19. júlí 1848 í Seneca Fall í New York ríki. Þangaö kom mikill fjöldi karla og kvenna hvaðanæva aö, og voru samþykktar margar mjög merkar ályktanir, þ.á m.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.