Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1987, Page 8
Veizla í farangrinum Um málarann Leland Bell Eitt af því óvænta og eftirminnilega, sem kom fyrir okkur Tryggva Ólafsson, er á dvöl okkar í New York stóð, var heimboð til þeirra hjóna Louise Matthíasdóttur og Leland Bell. Hvorugt þeirra þekktum við að neinu ráði, en Tryggvi LELAND BELL er einn af tengdasonum fslands, eiginmaður Louisu Matthíasdóttur og er eins og hún vel kunnur málari í New Y ork og þar að auki uppfræðari við listaskóla í New York og eftirsóttur fyrirlesari. Hann þótti liðtækur með kjuða fyrr á ævinni, en penslarnir urðu yfirsterkari og um málverk sín segir hann: „Ég æski einungis að lýsa svipmóti hlutveruleikans í kringum mig eins vel og ég mögulega get, og á eins ferskan og skilvirkan hátt og mögulegt er. Ég óska eftir hreyfingu og bergmáli og að sjálfsögðu dulúð .. Eftir BRAGA ÁSGEIRSSON kunningsskapur tókst með þeim Tryggva og Leland, og þeir tróðu upp í Ríkisútvarp- inu með einhveija sérstaka jassdagskrá á þeim tíma. Þá mun og Leland hafa hvatt Tryggva til að slá á þráðinn, ef hann kæmi einhvem tíma til New York og þá einkum, ef hann gæti orðið honum innan handar í heimsborginni. Tryggvi hafði það ofarlega á blaði í minniskompunni að hringja í Leland, en vildi þó ekki fara of geyst í það, og það var okkur að hluta til að falli, því er hann hringdi loks, þá hafði Louise einmitt opnað sýningu hjá Robert Schoelkopf á 57. götu vestur daginn áður, og bæði vora þreytt eftir hið mikla umstang, sem slíku fylgir, en Leland sagðist mundu hringja í okkur fljótlega, er betur stæði á hjá þeim og kalla í okkur. Við misstum því af opnun sýningar þessa fræga landa okkar í málarastétt þama úti í Ameríku og rifum í hár okkar um stund. Það er alveg vízt, að Louise Matthíasdóttir er langsamlega þekktasti íslenzki myndlist- armaðurinn í Ameríku og sá eini, sem hefur komist inn á markaðinn þar að nokkru ráði, en slíkt gerist ekki nema með blóði, táram og svita snjallra umboðsmanna auk eigin verðleika og atorku. Það stóð alit sem stafur á bók, sem Le- land sagði í símanum, því að hann hringdi fljótlega á hótelið og bauð okkur að eyða með þeim hjónum kvöldstund á heimili Sjálfsmynd frá 1954. hafði kynnst þeim lítils háttar, og þá aðal- lega Leland Bell, í sambandi við sýningu 10 íslendinga búsetta erlendis, á Kjarvals- stöðum, á Listahátíð 1984. Og ég átti ánægjulega stund með Leland á vinnustofu minni fyrir nokkram áram. Það var einkum sameiginlegur áhugi á jass, sem olli því, að Reykjavík, 1980. Greinarhöfundur og Tryggvi Ólafsson listmála Kaupmannahöfn í heimsókn hjá Louisu og Lel Bell. þeirra. Þetta var aðdragandi þess, að við Tryggvi heimsóttum þau hjón að kvöldi fímmta dags veru okkar í heimsborginni, þvegnir og stroknir eins og skólastrákar og fullir til- hlökkunar. Og höfum við verið með einhveijar vænt- ingar um þetta kvöld, þá fóra þær langt fram úr vonum okkar og þetta var vænt innlegg í þá miklu veizlu, sem allt þetta ferðalag var. Við tókum leigubfl frá Milford Plaza, á 42. götu, sem renndi sér fímlega niður Manhattan og gegnum alla umferðarhnúta, f 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.