Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 5
gallanum sínum. Ég held að við höfum komið hvor öðrum hálf furðulega fyrir sjón- ir þennan haustdag og það hefur sennilega orðið til þess að færa okkur frekar saman og vekja forvitni hvor á öðrum. Síðan eru liðin nokkur ár. I millitíðinni á Hans að baki nokkrar heimsóknir til íslands og stundum hef ég fylgt honum á ferðalög- um um landið.J fyrsta sinn þegar Hans kom til íslands, eftir að við kynntumst, bað hann mig um að fylgja sér um hálendið á höttun- um eftir mótífum í landslagi íslands. Fékk ég lánaðan til fararinnar Bréschnew bróður míns, þ.e.a.s. jeppa af rússneskum uppruna. Veðrið var gott þessa fyrstu daga ferðarinn- ar, hlýtt og sólríkt, og ákvað ég að byija ferðina á því að fara með Hans í Þórsmörk- ina, þaðan sem flestar, mestar og bestar minningar um fagurt land og fleira koma. Ekki var laust við að ég yrði fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð Hans við fegurð Merkurinnar: „Jón, þetta er allt of fallegt hérna, allt of sætt, skilurðu — ekkert spennandi. Og svo er ljósið allt of flatt, áhrifalaust. Eigin- lega er veðrið of gott eins og það er!“ ■ Ég var hálf niðurdreginn eftir að hafa Útsýni úr Námaskarði. fengið þessa skilgreiningu á fallegasta stað á jarðríki, að hann væri ýmist of fallegur eða of flatur, sama sem óáhugaverður. Þetta var alveg nýtt fyrir mér. Sjálfur hefði ég hrósað happi yfír að fá tækifæri til að ljós- mynda í slíku veðri á slíkum stað — væri ég haldinn þessari áráttu. Það var ekki fyrr en í Landmannalaugum, í rysjóttu veðri í aðra röndina, sem mér fór að skiljast hvemig Hans hugsaði, hvemig hann vann og að hvetju hann var að leita. Stundum sást ekkert, stundum fann sólin glufu í skýjaþykkninu og einstaka blettir á Norðurbarmi eða Brennisteinsöldu vom sem lýstir upp með risavöxnum ljóskastara. Þá kættist Hans og hvorki Kári né kalsarigning megnuðu að halda honum frá því að húka við þrífótinn og bíða eftir að íjósblettimir tækju á sig rétta mynd. Eftir þvi sem við vorum lengur saman á ferð urðu kynni okkar meiri. Enda gáfu aðstaéðumar gjaman tækifæri til að ræða saman, hvort sem við héldum kyiru fyrir í skálanum í Laugum og biðum af okkur veður eða í snjókomu á Gæsavatnaleið. Oft- ar en ekki lenti þá umræðan út í háfleygum skilgreiningum á lífi og tilveru og yfirleitt var ekki komið svo inn á eitthvert áhuga- vert umræðuefni að það væri ekki kmfið til mergjar með tilheyrandi heilabrotum og pælingum. Smátt og smátt skildist mér að þama var um beint samhengi að ræða milli lífsskoðana Hans og því sem hann leitast helst við að draga fram með myndum sínum. Það er hið jákvæða þrátt fyrir erfiða að- stöðu, að koma auga á ljósið í myrkrinu, gjaman dregið fram með ljósum hlutum í dökkri umgjörð í myndum hans. / Mývatnssveit - fyrsti snjór haustsins á fjöllum. í sínu heimalandi er Hans þekktari fyrir myndir af fólki heldur en flest annað. Sér í lagi af fólki starfandi í listgrein sinni, list- dönsurum, trúðum, tónlistarmönnum. Því ákvað Hans, þegar hann fór að vinna að bók með efni frá íslandi, að andlitsmyndir skyldu einnig hafa þar veglegan sess. Reyndar er það í samræmi við þá hugmynd hans sem upphaflega lá að baki ljósmyndun- ar hans á Islandi, en það var að sýna fram á samspil fólks og larids í fortíð og nútíð. Með öðmm orðum, áhrif kargrar og óblíðrar náttúru landsins á sagnaritun íslendinga og þáttur þessara afla í mótun fólksins sem byggir landið í dag. Eru tengsl milli náttúru landsins, efnisþátta Islendingasagna og andlitsdrátta fólksins sem hefur lifað í landinu í yfír 1100 ár? Þetta er ástæðan fyrir því að samhliða myndefni bókarinnar birtast valdir kaflar úr íslendingasögunum sem hafa verið þýdd- ir á þýsku af Hubert Seelow, kennara í norrænum fræðum við háskólann í Miinc- hen. Hann skrifar einnig inngangsorð að þessari nýju bók Hans Siwik og endar það með þessum orðum: „Bæði myndavél ljósmyndarans á tuttug- ustu öldinni og fjöðurstafur sagnaritarans á miðöldum geta fært ísland og fólkið í landinu nær okkur — hvort á sinn hátt.“ Greinarhöfundur er bíiaverkfræðingur og leið- sögumaður. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.