Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 23
Listaverk (landslag) skapað með tölvutækni. Eftir 25 ár er hugsaniegt, að listamenn muni nýta sér / ríkum mæli þá óendanlegu möguleika, sem tölvan býr yfir að þessu leyti. Eldra fólk mun ferðast mun meira. yerður eldhúsið ein tölvueldavél? Tölvutæknin verður orðin geysilega háþróuð og tölvufælni verður úr sögunni. Það verður tækni- og upplýsingavæðing- in, sem fleytir okkur inn á alþjóðlega hringiðu. Vegna tækniþróunarinnar nálgast markaðimir æ meiri fullkomleika. Aðgengi- legar upplýsingar fást um vöruframboð hvar sem er, verð og eiginleika vöru og neytenda- mat. Tölvur verða sjálfsagðari hlutur en útvarp eða sjónvarp. Þær má finna í svo til hvetju herbergi og að sjálfsögðu nema þær tal og gefa frá sér upplýsingar á töluðu máli. Við munum brátt nálgast alupplýs- ingavæðingu. Ef okkur skortir upplýsingar um lítilræði er bara að spyija tölvuna. En hvað um sjálft atvinnulífið — á hvaða mið verður róið? Fiskurinn mun áfram verða mikilvægasta tekjulindin, en þó ekki í sama mæli. Hag- vöxturinn byggist bara að hluta á sjávarút- vegi og -iðnaði. Landið og sjórinn munu enn njóta þess álits að vera lítið menguð. Því munu íslenskar sjávarafurðir verða eftirsótt vara. Við munum loks hafa lært að markaðs- setja þessar afurðir okkar þannig, að hámarksverð fáist fyrir þær og fjölbreytni verður í fyrirrúmi. Vegna auðveldra samskipta við aðrar þjóðir munu Islendingar vinna að ýmsum verkefnum í samvinnu við erlend stórfýrir- tæki. Það á jafnt við um iðnað, hugbúnaðar- gerð og rannsóknir. Þessi vinna verður unnin sjálfstætt í íslenskum fyrirtækjum, sem gera samning við erlendu fyrirtækin. Þetta gerir okkur kleift að nýta vel þá miklu og fjölbreyttu þekkingu, sem við búum yfir og gerir sérhæfðu fólki auðveldara að búa hérlendis en nýta þó sérþekkingu sína til fullrmstu. Ég vona að vel takist til í náttúruvernd og tæknin auðveldi okkur að nýta auðlindir okkar án landspjalla. Tæknin gerir okkur fært að nýta umframorku og selja hana úr landi á hagkvæman hátt. Orkan verður send með leysigeislum í gegnum gervihnetti þangað sem hæst verð býðst fyrir hana. Þannig munum við taka þátt í stóriðnaði þjóðanna á erlendri grund en halda honum í lágmarki hérlendis. Ferðaiðnaðurinn blómstrar áfram. ísland verður eitt vinsælasta land náttúruunnenda. Af því orðspori munum við byggja upp vin- sæla ráðstefnumiðstöð, þangað sem fólk kemur til að hittast og njóta útivistar. Þess- ar ráðstefnur verða stuttar, því nóg er af slíkum í tölvunetum, þær verða fyrst og fremst tilefni til persónulegra kynna og til- breytingar. Stjómendur fyrirtækja verða vel mennt- aðir, og á þeim mæðir meira í ákvarðanatöku en nokkru sinni fyrr. Starf þeirra mun mótast af því ógrynni upplýsinga, sem völ er á, og þeir þurfa stöðugt að velja og hafna. Hæfileiki til ákvarðanatöku og fram- sýni ásamt samvinnu- og hvatningahæfni. Almennir starfsmenn fyrirtækja verða vel menntaðir og greiður aðgangur að upplýs- ingum gerir þá hæfari til að taka á sig aukna ábyrgð og auka þar með sjálfstæði í starfi. Þar með munu þeir ekki sætta sig við annað en virka þátttöku í stjómun fyrir- tækja sinna. Því er brýnt, að samspil þeirra og æðri stjómenda verði í takt. Vinnustaðir verða áfrám helsti vettvang- ur starfsmanna fyrirtækja, fyrst og fremst vegna félagslegra þarfa en ekki vegna þess, að ekki sé unnt að inna verkið af hendi t.d. á heimilum. Hins vegar verður vinnutíminn ekki lengri en 6 klst. hjá almenningi. Fjölskyldulífið verður fjölskrúðugt með nægum tómstundum. Sjónvarp og tölvutæki verða áberandi þáttur innan heimilisveggja, en það húsbóndavald, sem þessir hlutir höfðu sem nýjungar, verður horfið. Vegna jákvæðrar umræðu um gildi einstaklingsins og menningar munum við ekki sjá „Or- wellska" mynd af heimilum, heldur mun fólk nýta sér tæknina til að bæta mannlífið og auka hagsæld. Við þessa framtíðarsýn mætti vel við una. Þó er það skoðun mín, að íslenska þjóð- in hámarki ekki velferð sína, þrátt fyrir jákvæða utanaðkomandi þróun, nema þjóðin virði áfram auðlindir sínar, menningu og tungu. Megi Islendingar bera gæfu til þess. Höfundurion er framkvaemdastjóri Stjórnunar- félags íslands. SIGRÚN ELDJÁRN: Hlutfallið milli vinnandi fólks og gamals fólks verður óhagstætt fólki búið svo það fái að njóta sín sem best og auðga tilveru annarra. Þá held ég að íslendingar muni sjá enn betur að þetta er merkilegt land sem við búum á — að vísu ekkert merkilegra en önnur lönd — en það er okkar land og íslenska er okkar tunga. Því munu foreldrar í ríkara mæli fara að tala við böm sín — á íslensku — í stað þess að láta myndbandið tala við þau á ensku. Höfundurinn er myndlistarmaður."' Eg tel víst að eftir 25 ár muni skynsemi ogjákvæð viðhorf hafa sigrað. Að bæði íslendingar og aðrar þjóðir muni hafa lært enn betur að nýta sér þá þekkingu og tækni sem við eigum nú — og á enn eftir að aukast, til að gera tilveruna þannig að öllum líði vel. Við munum hafa lært að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðmm og einnig fyrir umhverfinu — bæði náttúr- unni og mannanna verkum. Bömin okkar, sem eftir 25 ár eru hin vinnandi kynslóð, munu hafa lært af ýmsum góðum og slæmum verkum kynslóðanna og munu nýta sér það ásamt eigin þekkingu til að gera heiminn allan betri. Mengun, stytjöldum og hvers kyns hörmungum verð- ur útrýmt. Við munum nýta auðlindir okkar á skyn- samlegan hátt og endurnýta úrgang sem til fellur, t.d. pappír, gler, málm og koma þannig í veg fyrir að heimurinn fyllist af rusli. Það veldur þó áhyggjum að fólk eignast að meðaltali of fá böm nú, svo að eftir 25 ár þá verður hlutfallið milli vinnandi fólks og gamalmenna allt of óhagstætt. En með betri og bjartari tíð og minna vinnuálagi mun það líka breytast og bamsfæðingum fjölga á ný, án þess þó að verða of marg- ar, og jafnvægi mun nást. Menningarlíf mun halda áfram að blómstra hér á landi og vel verður að lista- TRÁUSTI VALSSON: Framtíðarmynd fengin út frá þróun starfsþátta Það er erfitt að spá — sérs- taklega um framtíðina," er stundum haft að gam- anorði. Þetta er að sumu leyti rétt og að öðm leyti ekki. Langtímaspár eru erfiðar í flestum greinum þjóðlífs, vegna breytinga á ytri aðstæðum, s.s. efnahagsþróunar í heiminum, tilkomu nýrra tæknibyltinga o.s. frv. Skammtímaspár eru aftur á móti orðnar allöruggar fyrir hinar ýmsu greinar. Spár, t.d. um það magn afla sem óhætt verður að veiða úr hinum ýmsu fiskistofnum eru orðnar allnákvæmar vegna frábærrar vinnu íslenskra fiskifræðinga. Ef spár af þessu tagi hefðu ekki komið fram fyrir um 20 árum, þegar fór að síga á ógæfuhlið, hefðum við sjálfsagt tæpast getað víkkað landhelg- ina í tæka tíð, og þorskstofninn, og þar með lífskjörin á þessu landi, hrunið. LESBÓK MORGUNBLAÐpiNS 21. DESEMBER 1987 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.