Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 6
Borgin Síena séð úrlofti. Á torginu á miðri myndinni fara hátíðahöldin fram. Palíóið í Síena Fyrstu heimildir um kappreiðarnar í Síena eru frá 13. öld. Þær hafa breytt um mynd í tímans rás en hugmyndin að baki þeirra hefur alla tíð verið hin sama. Þeir sem etja kappi við hvern annan eru borgarbúar sjálfir eða hverfin í borg- í borginni Síenu á Ítalíu eru haldnar kappreiðar tvisvar á sumri. Þetta eru ekki venjulegar kappreiðar á skeiðvelli, heldur er aðaltorg borgarinnar lagt undir keppnina. Kappreiðarnar snúast ekki um veðmál, eða gæði hrossanna heldur eru þær trúarhátíð sem á rætur sínar að rekja aftur til miðalda. Eftir GUNNSTEIN ÓLAFSSON inni. Hrossin og knaparnir eru fengnir utan borgarmúranna en keppa í nafni hverfanna. Borginni er skipt í 17 hverfi eða kontrödur sem hvert á rétt á að tefla fram einu hrossi. Vegna þrengsla á brautinni taka aðeins 10 kontrödur þátt í hlaupinu hverju sinni en sjö sitja hjá og bíða næsta hlaups að ári. Þær þijár sem eftir eru til að fylla tuginn eru dregnar úr hópi þeirra sem kepptu áð- ur. Sigurvegari keppninnar er sá sem kemur fyrstur í mark. Sá sem er annar tapar. Á meðan á hlaupinu stendur mega knapamir gera allt sem þeir vilja til þess að meija sigur. Þeir mega jafnvel hindra hina með keyri sínu. Allt er leyfilegt. Verðlaunin eru veglegur silkiborði sem nefnist palíó og af honum dregur keppnin nafn sitt. Kappreið- amar em haldnar til dýrðar Maríu mey, vemdardýrlingi Síenuborgar. KONTRADAN Síena er á Mið-Ítalíu, skammt suður af Flórens. Borgimar hafa jafnan eldað grátt silfur saman og hefur. Síena ávallt liðið fyr- ir nærveru risans í norðri. Síenar minnast sigursins sem þeir unnu á Flórens árið 1260 sem þýðingarmesta atburðar í sögu borgrík- isins á miðöldum og fram að falli þess árið 1555. Á þessum tíma var Síena stórveldi en hvarf síðan í mengi smáríkjanna sem Medici-ættin í Flórens lagði undir sig og skákaði í valdabaráttunni við erlent hervald. Borginni er eins og áður segir skipt niður í 17 hverfí og líta þau á sig hvert og eitt sem sjálfstæðar einingar. Síena er því ekki aðeins ein borg heldur borgríki með 17 smáborgum sem allar hafa sjálfstæða stjóm, eigin fjárhag, eigið tákn, eigin fána, eigin Vamarlið Síenu var vel búið nýtízku vopnum. söng og sína sérstöku sögu. Þær heita kontrödur og fylgja íbúum sínum frá vöggu til grafar í bókstaflegum skilningi. Börnin sem fæðast innan kontrödunnar em skírð til hennar. Þegar þau fermast er fulltrúi kontrödunnar viðstaddur, sömuleiðis við giftingu og hún ber félagsmenn sína síðasta spölinn til grafar. Hver Síeni telur sig skyld- ugan til þess að þjóna kontrödunni og kontradan hleypur undir bagga með honum eigi hann í fjárhags- eða persónulegum erf- iðleikum. Kontradan þjónar því að vissu marki sem tryggingarfélag líkt og frímúrarareglan. Foreldrar ala böm sín upp í ást til kontrödunnar, sýna þeim hvaða þýðingu hún hefur í lífí þeirra og kennir þeim að virða hinar kontrödurnar eins og þessi síenska bamagæla ber með sér: (í hógværð sinni sleppa mæðumar þó oftast að nefna eigin kontrödu.) Iðrahöndlar gæsirnar, júðasynir turnarnir, dýrðlingsbanar sniglamir, turtildúfur valdníðingar, pardusarnir líkgrafarar. . Bylgjan myrti Makkebeus, langhálsaðir gíraffamir; puntsvínið, sautjándíni, skítalykt af skeljungunum, sauðahjörðin sundurslitin. Brjóstmylkingar sæúlfar, eiturbrydduð silkilirfan, sjónumblindar uglurnar, slönguhændir drekarnir, karlkerlingar skógarmenn, treggáfaðir einhyrningar, skítagulir arnarungar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.