Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 45

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 45
Leikfang, samanber forn íslenzk lög í Jónsbók frá 1281. Frá vinstri: Lausatök, hryggspenna, buxnatök ogaxlatök. Tekist hefur að kynna hana, svo að hún er þekkt en hvergi hafa náðst keppnisvið- skipti. Hið keltneska fangbragðasamband vinnur að viðhaldi og framgangi fangbragð- anna með því að virða hvert þeirra sem göfuga íþrótt, sem er vert að halda við með því að gefa iðkendum tækifæri á að kynna hana í mótum sem sambandið efnir til. Þar keppi þeir í henni innbyrðis og bjóði öðrum að reyna sig eða stofna til opinnar keppni. Þá fái þe'ir tækifæri til að keppa í öðrum fangbrögðum, t.d. axlatökum Skota og íbúa ensku vatnabyggðanna, þar sem þeir geta notfært sér glímubrögðin, þó tök séu föst um herðar í stað á mjaðmir eða glímumenn taki tök á stakk og beiti viðfangsmann glímubrögðum og handbrögðum hinna íslensku lausataka. Með þessu hyggst stjórn Hins keltneska fangbragðasambands efla þjóðleg fangbrögð en leiða þau fram á sam- eiginlegan vettvang til kynningar og keppni. Skotamir eru fastheldnir á fomar hefðir. í hinum ýmsu hémðum er efnt til árlegra leika, sem hvað öll atriði keppni varðar em fyrir áhugamenn, og aðskildir frá þeim leik- um þar sem atvinnumenn reyna með sér 'og sýna. Laugardaginn 29. ágúst síðastliðinn tóku fjórir hinir fyrmefndu glímumenn þátt í hinum víðtækustu Hálandaleikum sem ár- lega em háðir við bæinn Dunoon í héraðinu Cowal vestur af Glasgow (the Highland Gathering at Cowal). Til keppni í axlatökum (Scotish Backhold) í opnum flokki höfðu verið send boð hingað út, á Betagane-skaga og í vatnabyggðir Englands. Auk glímu- mannanna vom þama mættir einn Prakki og svo fimm Skotar. Var viðfangsmönnum skipt í tvo riðla. Upp úr þeim komust þeir Kjartan og Pétur auk tveggja Skota. Skot- arnir urðu í 1. og 2. sæti í úrslitum, enda vanir þessari tegund fangs. Annar stærri en Pétur, þungur og sver. Hinn ungur, vel þjálfaður og æfður í íþróttinni og júdó, 90 kg, snar og mjög tæknilegur. íslendingarnir urðu í 3.-6. sæti af tíu. Sunnudaginn 30. ágúst vom glímumenn- imir fimm ásamt ellefu öðmm íslendingum mættir í bænum Largs, en þangað hafði verið boðið til hátíðar (Viking festival) til að minnast þess að þar ráku Skotar síðast víkinga af höndum sér fyrir rúmlega 700 ámm. Hinir ellefu vom: Amar Marteinsson, Garðar Vilhjálmsson, Guðbrandur Sig- mundsson, Guðmundur Ómar Þráinsson, Haukur Ólafsson, Hjalti Ámason, Jón Páll Sigmundsson, Magnús Hauksson, Magnús Ver Magnússon, Sigurður Hauksson og Valbjörn Jónsson. Meðal þéirra þrauta sem víkingar og Skotar áttu að leysa vom viður- éignir í axlatökum. Við upphaf leikanna var fylkt Iiði og geng- ust liðin að í axlatökum. Maður á móti manni. Fimmtán í liði. Þessari atrennu lauk með því að tíu Skotar lágu í valnum og fimm víkingar. Fengust þá fimm víkingar við Skotana, sem_ uppi stóðu. íslendingamir lögðu þá alla. í þessu viðfangi átti hver við viðfangsmann sinn í einni lotu. Öðm sinni var ást við í axlatökum, og þá sem einstakl- ingskeppni, sjö Skota og sjö íslendinga. Var köppunum raðað í fjóra riðla. íslendingamir vom: Arnar Marteinsson, Ámi Unnsteins- son, Eyþór Pétursson, Garðar Vilhjálmsson, Kjartan Lámsson, Magnús Hauksson og Pétur Yngvason. Riðlana unnu þeir Garðar, Pétur, Skotinn, sem var annar í axlatökum í Dunoon, J. Trelfall, og Skoti að nafni Cambell, sem er júdómaður. Urðu Skotarnir í fyrsta og öðm sæti og Garðar í því þriðja. Viðureignir Garðars og J. Trelfall urðu fímm og þeim lauk með sigri Skotans. Hann sagði að þeim loknum, að hann hefði aldrei komist í svo krappan leik. Skotinn varð sig- urvegari leikanna í axlatökum en líkast til varð þessi vasklega framganga Garðars til þess að hann var við lok leikanna kjörinn færasti víkingurinn. Jón Páll bar sigurorð af öllum í aflraunagreinunum. Enn var keppt í axlatökum. Var sú keppni sveitakeppni. Vom sex í hvorri sveit. íslend- ingar sendu fram Amar, Eyþór, Garðar, Gísla, Magnús og Pétur. Kjartan fór úr axlarlið í einmenniskeppninni, svo að hann Kraga og olbogatök. Sjá nánar í greininni. Schwingen - svissneskf fang, sem enn er iðkað í Sviss og keppt i.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.