Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 18
þeir voru aldir upp í ákveðinni afstöðu til raynda. Það viðhorf varð þó ofan á að mynd- list gæti vel samræmst boðskap trúarinnar. Hvers vegna ekki að tjá trúna og það sem henni heyrir til með' myndum ef það er hægt með orðum? Þegar litið er til Biblíunn- ar blasir við á hverri síðu að Guð mætir manninum í reynslunni, í atburðum hvers- dagsins: Hebrear bjargast undan Egyptum á flóttanum mikla; Job skynjar návist Guðs í sinni miklu þjáningu; í Ljóðaljóðunum er ást mannsins ein leið til að skynja ást Guðs; og í Nýja testamentinu úir og grúir af frá- sögnum um það hvemig Jesús mætir fólki og breytir lífi þess. Trúin er þannig rótfest í raunveruleikanum og um það fjallar hin trúarlega tjáning: í orði, söng, dansi, mynd og leik. Hún svífur aldrei í lausu lofti eða í hugarheimi mannsins heldur er hún ævin- lega þáttur í margbreytilegri reynslu mannsins, ekki alitaf af návist Guðs heldur einnig af fjarlægð hans. Frumkirkjan var oft ofsótt áður en krist- in trú varð ríkistrú í Rómarveldi snemma á fjórðu öld. Þrátt fyrir mótlæti var hún sigur- viss og sótti sífellt fram á öllum sviðum. Þessi sigurvissa kemur víða fram í orðum kirkjufeðranna: „Hvar sem sannleikurinn er þá tilheyrir hann okkur, kristnum mönn- um.“ Með því er raunar sagt að kirkjan boði engan annan sannleik en þann sem menn hafi fundið með speki sinni og hug- viti, hins vegar boði hún viðbót við hana. Þess vegna þurfti frumkristnin að eigin skilningi ekkert að óttast í menningararfí hellenismans eða hinnar rómversku heims- menningar og gat að verulegu leyti notað menningarstraumana' sem farveg boðskap- arins. Þetta er augljóst af elstu list kristinna manna. Á undanfömum árum hefur athygli beinst mjög að list frumkirkjunnar. Það er spennandi saga sem þá kemur fram í dags- ljósið. Áhugavert er að sjá hvemig Jesú- myndin þróast þar. Á þriðju og fjórðu öld vex myndin af hirðinum út úr fomum mynd- hefðum. Hirðir og hjörð skírskota innan safnaðarins til góða hirðisins Jesú og kirkj- unnar. Táknmynd öryggis og umhyggju. Þessi einfalda mynd var í senn biblíuleg, þáttur í myndhefð samtímans og skírskot- aði auk þess til reynslu manna af Qárhirðum. Hins vegar taka smám saman við aðrar Jesúmyndir. Með vaxandi áhrifum kirkjunn- ar og veldi á tfmum kirkjufeðranna fær Jesús á sig mynd lærimeistarans og lögvitr- ingsins. En þá er kirkjan orðin ríkistrú sem fyrr segir og smám saman verður Jesús konungur konunganna. Þannig skiptir hið sögulega baksvið verulegu máli fyrir Jesú- myndina. Kristur hinn alvaldi, Christos Pantokrator, er allt til þessa dags ríkjandi Kristsmynd í austurkirkjunni, þar er hann efst í kórhvelfingu og stundum í miðhvelf- ingu kirkjunnar og vakir yfír söfnuði sínum sem safnast til hinnar helgu athafnar. HINN MlLDI KONUNGUR - OG Þjáningarfulli Á miðöldum stóð kirkjan á hátindi veldis og áhrifa í evrópskri menningu. Það birtist ekki síst í kirkjubyggingum (rómanskar og gotneskar stórkirkjur) og í myndlist. Og myndlistin endurspeglar sjálfsvitund og trú- arvitund kirkju og almennings á þessum tímum. Á gotneska tfmabilinu í myndlist og húsagerð þegar vegur kirlqunnar er með mestum glæsibrag tekur trúarlíf almennings miklum breytingum. Hin kristna dulhyggja (mýstik) fer að setja svip sinn á guðrækn- ina. Hinn miidi og nálægi Jesús verður brátt ríkjandi í myndlist kirkjunnar en hinn upp- hafni Kristur í mætti og dýrð himnanna hverfur í skuggann — um sinn í það minnsta. Eitt merkasta og jafnframt eitt helsta myndverk úr íslenskri kristni er frá þessum tímum, birkikrossinn frá Upsum í Svarfaðardal, frá 12. öld, róðukross í róm- önskum stíl. Kristur er hér ekki hinn þjáði manns-sonur heldur hinn mildi konungur himins og jarðar með kórónu á höfði. Munkareglurnar, einkum fransiskanar, setja svip á myndlistina. Mýstikin hefur veruleg áhrif og höfðar til tilfmninga manna: dýrð jólanæturinnar, fegurð bemskunnar, um- hyggja foreldranna en jafíiframt skelfíngar píslargöngunnar, þjáning hinnar syrgjandi móður við krossinn. Kristur með þymikór- ónu og þjáningarfullt andlit, gegnumstungn- ar hendur og brestandi augu, fíngur sem teygjast í óbærilegri kvöl út í myrkrið yfir Hausaskeljastað. Slíkar myndir áttu að höfða til einstakl- ingsins og kalla hann til fylgdar og jafn- framt er gefíð til kynna að ekkert svið mannlegs lífs sé undanskilið eftirfylgdinni. Hápunkti nær þessi gerð myndlistar í altar- istöflu Matthíasar málara GrUnewald (1470/75—1528) sem hann gerði fyrir sjúkrakapelluna í Antonítaklaustri einu í Isenheim í Elsass í Frakklandi um 20 km Hinn mildi ognálægi Jesús einkennir miðaldamyndir af Kristi. Eittmerkasta ogjafn- framt eitt elsta myndverk úr íslenskri kristni erfrá þessum tíma, birkikrossinn frá Upsum í Svarfaðardal, frá 12. öld, róðukross í rómönskum stíl. Krístur er hér ekki hinn þjáði mannssonur heldur hinn mildi konungur himins ogjarðar meðkórónu á höfði. Þýski myndlistarmaðurinn Joseph Beuys (d. 1986): Verkið „Krossfesting Hér eru tvær flöskur sem notaðar eru í blóðgjöf, tréstöng með merki Rauða krossins límdu efst á, undir flöskunum eru tveir brauðbleifar. 191 Verk Magnúsar Tómassonar, „Handhæga settið“ (1969) er í svipuðum anda og Krossfesting Beuys. Það er verk sem skírskotar í senn til krossfestingar Jesú um leið og það gerir þann atburð óþægilega nálægan í tíma. sunnan við bæinn Colmar. Þessi mynd hefur haft svipuð áhrif á krossfestingarmyndir og mynd Leonardos, sem síðar verður getið, hafði á kvöldmáltíðarmyndir. Mynd þessi er afar stór og hluti af marg- faldri vængjatöflu. Krossfestingarmyndin sýnir Krist sárþjáðan, hægra megin er Jó- hannes skírari, fyrirrennarinn. Vinstra megin krýpur María Magdalena en aftar hallar María guðsmóðir sér upp að rauð- klæddum postula kærleikans, Jóhannesi. Á hliðarvængjum eru heilagur Antoníus (vinstra megin) og heilagur Sebastian (hægra megin). Líkami Krists er alsettur sárum. Þessi sár eru píslarsár Jesú þar sem sér í þyma en jafnffamt sömu og sjúkling- amir í spítala klaustursins báru á eigin líkömum eftir pestina sem gekk yfír þegar Matthías málaði mynd sína. Með öðmm orðum: Matthías Griinewald gerði Krists- mynd sem byggðist ekki aðeins á frásögn guðspjallanna um krossfestinguna heldur einnig á þessum orðum Jesú: „ ... það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafíð þér gjört mér“. (Mt. 25:40.) Matthías tengir Kristsmynd sína við atburði líðandi stundar. Þar með varð verk hans þó ekki tímabundið heldur lifði það allt til þessa dags. Hver getur horft á þessa mynd í safninu í Colmar nú án þess að verða fyrir áhrifum af myndinni? Matthías Griinewald var ekki „hlutlaus" listamaður. Hann var gagntekinn af umbótahreyfíngum innan kirkju samtímans og tók meðal ann- ars þátt í bændauppreisninni 1525. HlNN FAGURSKAPAÐIMAÐUR Hins vegar tekur ímynd Jesú á sig nokk- uð annan svip innan endurreisnarinnar þegar líða tekur á fímmtándu öld. Þar er hann ímynd hins fullkomna og fagurlimaða manns. Leonardo da Vinci, Michelangelo og fleiri meistarar komu þeim boðskap til skila í ódauðlegum verkum sínum. Kvöldmáltíð- armynd Leonardos da Vinci (1452—1519) í kirkjunni Santa Maria della Grazia í Mílanó — gerð 1495—98 — hefur haft ótrúlega mikil áhrif á kvöldmáltíðarmyndir -síðan. Einnig hér á landi. Það ber að hafa í huga, að hér á landi voru kvöldmáltfðarmyndir algengasta myndefni á altaristöflum eftir siðbót og var það samkvæmt skoðun Lúth- ers sjálfs, sem taldi það myndefni ásamt krossfestingunni best hæfa í kirkjum mót- mælenda. Margar myndir hér á landi eru beinar eftirmyndir af málverki Leonardos, má nefna þar altaristöflu Þorsteins Guð- mundssonar frá Hlíð (f. 1817) í Bræðra- tungukirkju og altaristöflu Amgríms Gíslasonar (1829—1887) í Miðgarðakirkju í Grímsey (gerð 1879). Myndbrjótar Endurskoðaðir En þegar hér var komið sögu verða breyt- ingar. Siðabótaröldin gengur í garð. Myndbijótar leika víða lausum hala. Einkum meðal kalvínista sem bönnuðu alla myndlist í kirkjum sínum og gildir það viðhorf þeirra að mestu leyti fram á þennan dag. Mynd- bijótar komu einnig fram í Wittenberg, höfuðvígi Lúthers, skömmu eftir 1520 og urðu tilefni til þess að siðbótarmaðurinn sjálfur varð að gera upp hug sinn til mynda. Niðurstaðan varð sú að myndir væru ekki hættulegar, maður gerði sér hvort sem væri ævinlega mynd af Kristi í hjarta sér og hvers vegna þá ekki að mála hana? Hins vegar þarf það ekki að koma á óvart (16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.