Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 51

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 51
TrÓb^í'hh ETbenezejl Hehdezsoyí c«s sol.z>#t/w go'tT-skglk, sbm Bnæ&isr a Morí A/A^dlEohS, HhrHST F^RTl'þ/N'í YFÍtZ 14ERAS)S\/öTbf. S&ZA 70U KOtiRpí&fW ,fit MfEiÍFFLU €íl Sfl SKÓLíottÍ^ unum, og hóf að stunda biblíuleg fræði í Edinborg 1803, nítján vetra gamall. Hann vígðist tveimur árum eftir það til trúboðs á Indlandi; fór samt aldrei þangað, heldur gerðist evangelískur trúvakningarmaður í Danmörku og víðar um Norðurlönd, meðal annars. Ævi og starf Hendersons liggur utan þessa þáttar, nema að því leyti að hann ferðaðist um ísland og dreifði ritningum, Nýja testamentinu og Biblíunni í heild. Hvor tveggja bókin var prentuð í Kaup- mannahöfn, sú fyrmefnda 1807, hin 1813, þó með styrk biblíufélaga annars staðar en í Danakonungsríki, einkanlega Brezka og útlenda biblíufélagsins. Henderson varð tungumálagarpur, að því er segir, og kynnti sér bæði nýmál og fom- mál, gat bmgðið fyrir sig dönsku, sænsku, þýzku, frönsku og fleiri þjóðtungum. í Kaup- mannahöfn lagði hann sig eftir íslenzku — og fleytti sér á henni að einhveiju marki. Sögur, ef ekki tröllasögur, gengu af íslenzkukunnáttu hans, en vert er að trúa þeim í meðallagi; fólk hér virðist hafa leyft sér nokkrar ýkjur og ofrausn þegar það sagði frá erlendum ferðalöngum sem bmgðu fyrir sig máli heimamanna, þótt ekki væri nema einföldum setningum, það bjóst við að þeir kynnu þá reiðinnar ósköp þar fyrir utan. Espólín ber Henderson hið bezta sög- una í Árbókum sínum, en segir að hann væri „fáorður jafnan". í Höfn hafði Ebenezer Henderson umsjá með hinni nýju prentun allrar Biblíunnar. Hann kom út hingað vorið 1814, ferðaðist tvö næstu sumur um landið af mikilli ein- urð, dreifði guðsorði á báðar hendur, ýmist gegn gjaldi eða ókeypis, og hafði augun opin fyrir dýrðarverkum Alföður sem nátt- úmsmiðs. í hvívetna reyndi hann að efla trúrækni, varð m.a. fmmkvöðull þess að menn stofnuðu Hið íslenzka biblíufélag, elzta félag sem nú starfar í landinu. Álls þessa er að sjálfsögðu víða getið í innlendum fræðum, en sjálfur reit Henderson mikla bók og góða um för sína til íslands, fmm- prentaða í Edinborg 1818. Sú útgáfa heilagrar ritningar sem Ebenezer Henderson kom á framfæri við presta og almúga á ferðum sínum hér var flmmta í röðinni frá Guðbrandsbiblfu, prent- uð í 5000 eintökum. Bókin var þykk og kubbsleg, eins og hnaus. Þótt biblíuleysi væri þá mikið í sveitum, þrátt fyrir dyngjur af annars konar guðsorði frá Hólaprent- smiðju, naut útgáfa þessi fremur lítillar virðingar þegar í upphafi, því prófarkalestur í Höfn fór báglega úr höndum; þar var að flnna „einar og aðrar jafnvel hneykslanlegar prentvillur, hvað hvorki er honum fþ.e. Henderson] eða þeim góðu mönnum, sem hann er sendur frá, að kenna, heldur stríðinu og þeim, sem correctumna hefur haft með höndum" skrifar Geir biskup Vídalín í kunn- ingjabréfí sumarið 1814'. Annáluð er villa sem kemur fyrir margsinnis: harmagrútur Jeremía í stað: harmagrátur. Pyrir bragðið festist við útgáfuna háðsnefnið Grútarbiblía. Henderson fór seinna sumar sitt á ís- landi um Skagafjörð; hafði raunar sumarið áður skroppið úr Eyjafirði heim að Hólum, riðið Hjaltadalsheiði og sömu leið til baka. Morguninn 31. júlí 1815 bjó hann ferð sína frá Mælifelli, gististað sínum, og stefndi nú í annað skipti heim að Hólum. Gestgjafi hans, Jón Konráðsson héraðsprófastur, fylgdi honum á leið. Þeir riðu frá Mælifelli út og austur að feijustað á Héraðsvötnum undan Mið-Gmnd í Blönduhlíð. Jón prófast- ur sneri ekki við fyrr en á Flugumýri, næsta bæ ofan Mið-Gmndar, en Henderson fékk sér nýjan leiðsögumann það sem eftir var ferðar heim á hinn aflagða biskupsstól. Vel gekk að feija trúvakningarmanninn austur yfír Vötn, sem og sviptikistur hans, hlaðnar Grútarbiblíu og öðmm farangri. En þó var eitt undarlegt. Henderson ritar í reisubók sinni: „Við fyrstu sýn hugði ég feijumanninn vera ítalskan, því hann var miklu dekkri en nokkur íslendingur, er ég hafði séð. Þegar ég spurðist fyrir, fékk ég þó að vita, að hann væri uppmnninn þar í héraðinu; en verið hafði hann bæði í danskri og austurrískri herþjónustu 0g barizt í tveim ormstum gegn Napóleon. Fyrir ósýnileg bönd, sem tengdu hann ættjörðinni, kaus hann að hafna betri kjömm, sem honum stóðu til boða í mildari löndum. Og athygli landa hans, sem hlýða með áfergju á hin smávægilegustu atriði í frásögn hans, er honum sú uppsprettulind ánægju, sem hann gat ekki vænzt að flnna meðal framandi þjóða.“* Feijumaður þessi, blakkur á hárslit og húð, hét Gottskálk Gottskálksson, en kall- aði sig, svo sem að ættamafni, Blander, ritaði undir bréf: G. Blander. Hann bjó mörg ár á Mið-Gmnd, lögfeijustað þá. Hér- aðsvötn falla í einum straumi, lygnum og djúpum, vestan bæjarins og heitir þar Gmndarstokkur. Nú er steinsteypubrú yfír hann á Norðurlandsvegi og hefur svo verið síðan 1927. Önnur brú nýrri er komin á Vötnin litlu ffarnar, undan Völlum í Hólmi, þar sem einnig var lögfeija um skeið í gamla daga. Henderson hefur ekki vitað fullar sönnur á afturkomu Blanders úr útlöndum, eins og síðar verður rakið, og hann ýkir sagnagleði ferjumanns, ef GísIi Konráðsson segir satt og rétt frá í „Árbókarstúf" sínum, óprent- uðu handriti. Hann skrifar að Gottskálk væri jafnan „dulur um vem sína erlendis, og það við kunnmenn; mátti helzt spyija hann þess af hljóði er hann var við öl“. Gísli, Seylhreppingurinn, fæddur 1787, hef- ur munað Gottskálk Blander vel og sjálfsagt átt tal við þann sem hvem annan nærsveit- armann. Á hinn bóginn fékk það vængi smám saman að þeir hittust, Henderson og Blander. í frásögn Gísla em þeir vængir lítt sprottnir. Hann skrifar: „Þá Ebenezer Henderson prestur hinn brezki reið um nyrðra, þá vísaði Jón prófastur Konráðsson honum á Gottskálk að mæla við prest á þjóðversku, því prestur spurði hvort hér mundi nokkum þann að fínna; riðu þeir þá til Gmndar, og var Gottskálk sem staður í fyrstu og sem honum kæmi slíkt allóvart, en liðkaðist brátt, einkum er hann vissi hver sá maður var, er við hann mælti; og það sagði Ebenezer prestur síðan prófasti að svo mælti Gottskálk vel á þjóðversku sem móðurmál hans væri." Liðu nú tímar. Tæplega öld síðar en fund- um Hendersons og Blanders bar saman, skráði Þorsteinn skáld Erlingsson sögur Jakobs Aþanasíussonar. Hann var ungur á Mælifelli til læringar. Þar kveðst Jakob hafa numið frásögn séra Jóns Konráðssonar af því er Henderson hitti Blander. Þau munnmæli skrásetti Þorsteinn og reyndar einnig þráðinn í æviferli Gottskálks Gott- skálkssonar, upp að því marki sem Jakob gamli rakti hann, gróflega bjagaðan í mörgu. Henderson er nú orðinn „þýzkur náttúmfræðingur... frá Austurríki". Jakob getur þess að hann hefði töluverða lest, náttað sig á Mælifelli að séra Jóns, sem gat ekki mælt á þýzku, og ræddust þeir við á latínumáli. Svo mikið fannst prófasti til um gestinn að hann fylgdi honum á veg. Þegar þeir hafa farið leiðar sinnar um hríð, segir séra Jón útlendingnum að sá maður sem feiji þá yfír Héraðsvötn „hafí verið mörg ár í Vínarborg og muni geta talað þýzku við hann“. Þjóðveijinn innir eftir naftii hans, og segir prestur honum það. Hinn gegnir því engu, en fer að tala við prófast Um allt annað. Svo koma þeir að Stokkhólma (þar býr Blander í frásögn Jakobs Aþanasíusson- ar), og biður prófastur Gottskálk að feija menn og farangur. Reyndist það auðsótt, „en ekki talaði Þjóðveijinn orð við ferju- mann“. Nú em hestamir reknir yfir Vötnin fyrst, síðan feijað dót allt og menn — nema útlendingurinn og Jón prófastur, þeir em fluttir síðastir. „Þeir sitja aftur í feijunni séra Jón og hinn þýzki maður, en Gottskálk rær miðskipa. Var hann oftast svo búinn, að hann var í stuttbuxum og hafði um sig breitt leðurbelti, og var jafnan á því stór sveðja í skeiðum og hékk aftan á bakinu. Þegar út á miðja ána kemur, fer Þjóðveijinn að tala við Gottskálk á tungu, sem séra Jón skildi ekki. Stökkur Gottskálk þá upp sem elding, slengir ámnum inn í bátinn, hleypur fram í stafn og þrífur sveðjuna úr slíðrum. Þá talar útlendingurinn til hans aftur, stend- ur upp, gengur að Gottskálk og réttir honum höndina. Stendur þá Gottskálk upp, slíðrar sveðju sína og tekur í hönd hans, síðan sezt hann aftur undir ár og rær yfír Vötnin, en Þjóðveijinn sezt aftur hjá séra Jóni. Þegar þeir koma yfír, fara þeir allir upp úr feij- unni og festir Gottskálk hana. Því næst ganga þeir Gottskálk og útlendingurinn spölkom burtu frá séra Jóni; ganga þeir þar fram og aftur og tala saman og sér prestur síðast, að þeir faðmast og kyssast og koma þeir því næst aftur til séra Jóns, og biður hinn þýzki maður prest að fyrirgefa ókurt- eisi sína, að ganga svo frá honum. Kveður hann síðan séra Jón og Gottskálk, og feijar Gottskálk prest aftur vestur yfír. Ekki gat neinn maður fengið það úr Gottskálk, hver þessi útlendi maður var, og sagði hann hvorki frá þvf séra Jóni né systur sinni, þó þau leituðu þess við hann drakkinn." Nokkuð forvitnilegt er að bera saman þær frásagnir þijár, misgamlar, um ferð Hender- son yfír Héraðsvötn sem hér hafa verið teknar upp. Ferðalangurinn nefnir ekki sjálfur í bók sinni að hann ætti tal við feiju- mann, en svo gat hæglega verið samt sem áður, því varla tíndi hann þar til hvaðeina sem fyrir bar frá einum degi til annars. Hví skyldu þeir Blander þá ekki hafa ræðzt við á þjóðversku — hvort heldur það var nú heima á Mið-Gmnd, eins og Gísli Kon- ráðsson segir, eða á Vatnabökkum eins og Jakob Aþanasíusson hefur söguna — Hend- erson gat sennilega notað þá tungu framar en íslenzku. Eitthvað sem var ekki daglegt hefur borið fyrir eym og augu séra Jóns á _ Mælifelli í þessari ferð austur yfír Vötn, annars kostar hefði frásögn hans varla lif- að. Hann mun þó víst seint hafa gmnað, að í sögu á þessari öld yrði velkomnum gesti hans í Guðs erindum breytt í mann sem hann vissi ekki skil á, mann sem tengdist á dulúðugan hátt fyrri dögum Gottskálks Blanders í útlöndum! * Þýðing Snæbjamar Jónssonar; Ferðabók eftir Ebenezer Henderson, Rvk 1957, bls. 368—69. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.