Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 49

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 49
ÖURÓSKARSSON: Uthaf Á hafínu er ströndin hugumfjarri svo var kveðið Hafgerðingar litum við ekki Þá Komu þokur og þéttust Dul og rangvirðing dansa í þokum Vindum upp segl. Skipið líður gegnum nóttina hvíslar við kinnunginn, hvíslar vindar, bárur, Ijós hugleikin strönd, og næ Erlendar bækur GUÐBRANDUR SIGURLAUGSSON TÓKSAMAN MARTIN AMIS: THE MORONIC INFERNO And Other Visits to Ameriea Penguin Books 1987. Hver tilgangur þessa ritgerðarsafns rit- höfundarins Martins Amiss er liggur ekki í augum uppi. Má vera að hann sé til að skemmta fólki fremur en að upplýsa og sem slík er bókin allgóð. Til þess aftur að njóta þess þarf lesandinn að vera kunn- ugur þeim rithöfundum, fjölmiðlastjömum og atburðum sem frá er sagt. Hér er fjallað um Norman Mailer, Gore Vidal, Saul Bellow, Kurt Vonnegut, Heller og engilinn William Burroughs, svo nokkr- ir séu nefndir sem verða að teljast til úrvalsliðs bandarískra rithöfunda. Amis segist vel frá og allt það en því trúi ég að hann komi ekki mörgum lesandanum á neitt umtalsvert svif. Samt sem áður verður ritið ekki dæmt vont. Það em nær þijátíu greinar í safninu, flestar þetta í kringum tíu blaðsíður en margar styttri svo bindið verður alls rúm- ar tvöhundruð síður. MULTATULI: MAX HAVELAAR Or The Coffee Auctions of the Dutch Trading Company Þýðandi: Roy Edwards Inngangsorð eftir R.P. Meijer Penguin Books Það var árið 1860 sem þessi skáldsaga kom fyrst út. Það var í Amsterdam. Borg- in stóð í blóma. Holland var ríkt og þegnunum vegnaði vel. Kóngurinn réð löndum víða um heim og í nýlendunum stjómuðu umboðsmenn hans sem svo höfðu aðra umboðsmenn og fuiltrúa á sínum snæmm. Innfæddir ættarhöfðingjar réðu nokkm og spilltust allar undirtyllur kóngsins þegar fram í sótti. í Hollandi höfðu heildsalar það gott. Mönnum grædd- ist fé og hólpinn var hver sá sem trúði á Krist og efaðist ekki um réttmæti nýlendu- stefnunnar. Þó svo það sem þar ætti sér stað kæmi þeim við þá létu þeir sem þeir væm óháðir því. Einn slíkra er Droog- stoppel, kaffihöndlari, Lauriergrachht 37, Amsterdam, sem ekki hefur tamið sér þann ósið að skrifa eða lesa skáldsögur, heldur stundar kauphöllina af miklum móð. Kunningi hans úr æsku birtist og lætur hann fá böggul af skrifuðum pappír og við það hefst frásögnin af fulltrúanum Max Havelaar. Havelaar hefur mátt reyna margt um dagana og saga hans er ádeila á nýlendu- skipulagið. Multatuli, sem hét réttu nafni Eduard Douwes Dekker, er einn frægasti rithöf- undur Hollands. Hann var fæddur 1820 í Amsterdam. Átján ára að aldri gekk hann til liðs við hið opinbera og starfaði í Aust- ur-Indíum. Saga Max Havelaars er saga hans sjálfs, skemmtilega rituð og óvægin. Þeir sem heillast af skáldsögum nítjándu aldar ættu ekki að láta hjá líða að lesa þessa bók. LESLIE THOMAS: THE ADVENTURES OF GOODNIGHT AND LOVING Penguin Books George Goodnight yfirgefur konu sína, starf sitt, kunningja og frímerkjasafn. Hann ætlar í stutta för til Comwall en á annað og meira ferðalag fyrir höndum. Hann lendir í ævintýram í Englandi, Frakklandi, á Ítalíu, í Arabíuríki, Indl- andi, Hong Kong, Ástralíu og Banda- ríkjunum. Hann sem áður var ósköp venjulegur heimilisfaðir umhverfíst þegar hann er kominn áleiðis í frelsisleit sinni. Hann lifír á frímerkjasafninu og verður hetja fjölmiðlanna. Hvem langar ekki burtu? Þessi skáldsaga Walesbúans Thom- as er skemmtileg á köflum en stendur fyrri skáldsögum höfundar nokkuð að baki. Það er engin píning í því fólgin að lesa bókina sem er rúmar fímm hundrað síður. Það er einasta tímaspursmál. MARY WOLL- STONECRAFT: A SHORT RESIDENCE IN SWEDEN, NORWAY AND DENMARK ®g WILLIAM GODWIN: MEMOIRS OF THE AUTHOR OF THE RIGHTS OF WOMAN Richard Holmes sá um útgáfuna og ritar inngang Penguin Books 1987 Mary Wollstonecraft var kvenréttinda- kona. William Godwin var stjórnleysingi. Þau áttu eftir að verða hjón og eignast dóttur sem svo giftist Shelley. í þessu bindi koma saman á skemmti- legan og eftirminnilegan hátt þessir tveir frumlegu persónuleikar. Mary skrifar um ferðir sínar í Skandinavíu og Godwin um kynni sín af henni. Þetta er prýðileg bók og inngangur ritstjórans ítarlegur. Má vera að þetta sé engin skyldulesning en væntanlega hafa margir gagn og gaman af lestri ritanna. Það fyrra samanstendur af bréfum sem frúin skrifaði ástmanni sínum þáverandi, Gilbert Imlay. I bréfun- um segir hún margt um líf Skandinava, stjómmál og eigið sálarlíf. Minningar God- wins um þessa skeleggu konu em skrifað- ar af ást og virðingu fyrir henni og sannfæringu hennar. JOHN DONNE: SELECTED PROSE Neil Rhodes sá um útgáfuna og ritar inngang Penguin Books 1987 Guðsmaðurinn John Donne var mikill ræðumaður. Hann var greindur vel og hafði út af mörgu að leggja. Hann var fæddur í London 1572. Foreldrar hans vom kaþólikkar en John Dónne tumaðist að afloknu námi í Oxford og Cambridge. Hann ferðaðist um meginland Evrópu, kvæntist á laun og lenti í fangelsi fyrir það athæfí sitt. Þegar hann losnaði aftur tók hann að leggja stund á lögfræðinám og stefndi á opinbera stöðu. Það lék ekki við hann lánið, í það minnsta ekki í fyrstu og það var ekki fyrr en eftir að hann rit- aði gagntýni á Jesúíta að hann fékk fyrir alvöru áhuga á því að starfa innan kirkj- unnar. Þá þegar hafði hann ort nokkuð og sem skáld var hann þekktur og er, enda þótt hann hafi fremur búst við að hans yrði minnst sem predikara en skálds. í þessu safni er margt að finna. Það verður að segjast eins og er að fyrir nútímafólk er framandlegur blær á þessum skrifum hans en leggi lesandinn sig fram þá hlýtur hann að finna fyrir slagkrafti trúarinnar og hnittni höfundar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.