Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 63

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 63
í leit að jólasveininuni Á hreindýrasleðum eða snjósleðum — inni í greniskógi — þjótandi eftir brakandi hvítri snjóbreiðu Þegar líða fer að jólum gægist jólasveinninn fram úr hverju skoti í hugarflugi barnanna. Hvaðan kemur hann og hvert fer hann? í hugum flestra barna hvar sem þau búa í heim- inum, býr jólasveinninn nálægt Norðurpólnum. ímynd hans tengist snjó, sleðum, hreindýr- um og litríkum klæðum. Allt þetta er til staðar í norðurhluta Finnlands, Lapplandi. Og Finnar eru búnir að endurvekja jóladrauminn, finna jólasvein- inn fyrir börn, bæði ung og gömul. Það skiptir ekki máli hvort þú ert 5 eða 75 ára, gakktu inn í jólaæfintýrið með okkur og taktu þátt í leitinni að jólasveininum, segja þeir í auglýsingabæklingi sínum. Á Finnlandsbásnum í London (WORLD TRAVEL MARKET) voru tvö auglýsingaskilti, annað sýndi jólasvein og á hinu stóð Jólasveinninn fundinn. Jólasveinninn í sleðanum sínum. Kort yfir skemmtigarðinn. Jólasveinaríkið í Norðurlandaþjóðiraar keppast um að bjóða ferða- manninum inn i æfintýra- heima jólasveinsins. Svíar eru búnir að búa til skemmtigarð utan um jólasveinaríkið í bæn- um Mora. Hvernig er með jólasvjniyina okkar 9 eða 13, Grýlú "cjg, þ,eppalúða? Oft er ija^t' &ð þjóðir norðar- lega á,hne^jtýwm kunni best að meta j'ólin. .'Jíflin marka ljósa- skiptin og þegar ljósið hækkar og skugginn dvín er tími til að fagna. Hvergi hafa æfintýraver- ur jólanna — jólasveinar, álfar og dvergar — magnast jafn- mikið og í myrkri norðurhjarans. Hver þjóð býr yfir eða mótar með sér ákveðnar ímyndir sem ferðamaðurinn heillast af og sækir löndin heim til að leita þessara ímynda. Yfír 1,9 milljónir ferðamanna koma árlega til sænska bæjarins Mora, en landsvæðið í kring er þekkt fyrir náttúrufegurð og ríkt af sögum. Núna eru Svíar búnir að byggja skemmtigarð í Mora í kringum ímynd jólasveinsins. í sænska jólasveinaríkinu er hús jólasveinsins og verkstæði þar sem hjálparsveinar hans keppast við að búa til og pakka inn gjöf- um til barna víðsvegar um heim. Litlu, skemmtilegu, sænsku Svíþjóð tröllin eiga að sjálfsögðu líka heima í garðinum. Snjódrottn- ingin á þar höll — Litla Putaland er í einu homi og tímastigi í öðru — svo þar er margt að sjá og skoða. Á Aurora-vatni í miðj- um garði er hægt að skauta eða veiða í gegnum ís. Á sumrin er boðið upp á bátsferðir á vatninu því garðurinn er opinn allt árið. Alþjóðlegt fyrirtæki hefur staðið fyrir skipulagi á garðin- um. Ef einhver skyldi hafa áhuga á frekari upplýsingum þá er utanáskrift fyrirtækisins: Int- emational Management Group, 58 Queen Anne Street, London, WIM ODV. Jólakvöldverður. „Top of the World“ eða Finnland er efst á hnettinum; einföld en áhrifamikil. Ferðablaðið stað- næmdist við skiltin og tók Boris Taimitarha, forstjóra upplýsinga- skrifstofu Finnlands í Bretlandi tali. — Hvemig fenguð þið hug- myndina að heimkynnum jóla- sveinsins? — í mörg ár hafa böm hvaðan- æva úr heiminum sent jóla- sveininum í Lapplandi jólakveðju. Utanáskriftin er oftast: „Pabbi jólanna, Lapplandi, Finnlandi." Hveiju einasta bréfí er svarað og þau eru núna yfír 100 þúsund. Fyrir þremur árum var hafíst handa við að byggja upp þorp jólasveinsins í Luosto í Lapplandi. Húsin era öll úr þykkum bjálkum, fallega staðsett inni í miðjum greniskógi. Þorpið er ein aðal- bygging sem er veitingahús og skemmtistaður. Allt í kringum hana er fullt af litlum, skrautleg- um sölubúðum sem selja allt sem tengist jólasveininum, en líka jólá- snjónum og umhverfinu. Pósthús jólasveinsins er að sjálfsögðu þama líka og sérstök bygging fyrir böm til að leika sér í. Gisting er í nýtískulegum 2-6 manna bjálkahúsum, með eldunarað- stöðu, sturtuklefa, innbyggðum þurrkara fyrir blautan fatnað og hinu ómissandi fínnska gufubaði. Eigum við að ganga inn í jóia- æfíntýrið hjá Löppunum eitt augnablik og taka þátt í leitinni að jólasveininum — setjast upp í hreindýrasleðana, hlusta á bjöllu- hljóminn og brakið í snjónum eða láta hreindýrin sem verða vinir okkar á leiðinni — draga okkur á skíðum — þjóta eftir greniskógin- um á snjósleða - steikja pönnu- kökur yfír opnum hlóðaeldi úti f skógi — hvílast eftir útivera í gufubaði eðá fyrir framan arineld og njóta kvöldverðar við kertaljós. En jólaæfíntýrið kostar á milli 30-40 þúsund kr. fyrir þriggja nátta gistingu og fullt faeði frá fimmtudegi til sunnudags. Alit er innifalið. Afsláttur fyrir böm inn- an 12 ára er um 6.000 kr. Ferðimar hófust 19. nóvember og standa til 31. mars. Flogið er frá Heathrow eða Gatwick. Nánari upplýsingar veitir CANTER- BURY TRAVEL, London, sími: 01 206 0411. kótel SELFOSS hyravegi 2, sími 2500 FLESTIR í STAÐARSKÁLA. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 63f~.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.