Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 21
kvöldmáltíðar óvefengjanlega. Skírskotunin er óbein. Hvaða íslenskur iistamaður þekk- ir ekki frásögn guðspjallanna um heilaga kvöldmáltíð? Sögulega séð hefur matborðið skipt mun meira máli í evrópskri menningu en t.d. í kínverskri, japanskri eða afrískri. Þar hefur borðið yfirleitt engu hlutverki að gegna. í okkar menningarumhverfi hefur það hins vegar sérstöku hlutverki að gegna sem samfélagstákn og kraft sinn þiggur það frá borði þar sem Jesús neytti hinnar síðustu kvöldmáltíðar með lærisveinum sínum. Sem fyrr segir er þetta myndefni öðrum algeng- ara á altaristöflum í íslenskum kirkjum. Fátt liggur því beinna við en álykta sem svo að skilningur listamannsins á máltíð, hvort sem hún er á engjum eða annars stað- ar, sé frá upphafi mótaður af þeirri máltíð sem sérhver kristinn maður skynjar sem eins konar formynd: síðustu kvöldmáltíð Jesú. Hér hafa verið nefnd dæmi um fáeinar gerðir skírskotana til Jesú í myndlist. .Al- gengasta tegundin þegar vítt er skoðað er þó áreiðanlega hin spámannlega skírskotun. Hér á landi eru slíkar myndir þó að því er best verður séð nánast ófinnanlegar fyrr en á þessum áratug. Má þar benda á mynd Gísla Sigurðssonar: „Þér hafið gjört það að ræningjabæli" (1982—3). Þetta er þrískipt mynd og skírskotar þannig til altaristöflu- formsins. Á miðmyndinni er Kristur sem kemur í reiði^ sinni inn í heim viðskipta og vopnasölu. Á hliðarvængjum eru síðan myndir samkvæmt hefðinni sem vísa til miðmyndarinnar. Mynd Guðmundar Ár- manns Siguijónssonar, „Krossfesting" (1983), flokkast einnig undir hina spámann- legu myndsýn eða pólitísku Jesúmynd. Þar er einnig þrískipt mynd sem skírskotar til altaristöfluformsins. Báðar þessar myndir eru órafjarri hinum mýstísku myndum og einnig sakramental myndum. Þær eru dæmi um spámannlegan stíl. LOKAORÐ Þegar litið er til hinnar fornu myndlistar kirkjunnar eru myndir úr daglega lífinu látn- ar skírskota annars vegar til Jesúatburðar- ins en hins vegar til reynsluheims safnaðarins. Þannig skynjar kirkjan hið trú- arlega. Og þar er komið að mörkum hins trúarlega og hins veraldlega ef svo má að orði komast. Þau eru illa skilgreinanleg þegar málið er brotið til mergjar. Það er kannski eftir allt saman „opna listaverkið" sem leiðir áhorfandann hvað minnst að ákveðnum skilningi sem kemst næst því að vera trúarlegt vegna þess að það opnar leið fyrir hið trúarlega en er það ekki í ströng- um skilningi. Og þar með er einnig sett spumingarmerki við það sem í daglegu tali er kallað trúarlegt listaverk þar sem oftast er átt við myndir þar sem efniviðurinn er sóttur eingöngu í Biblíuna. Slík listaverk eru oft fjarri því að vera „opin“ og opna þar með enga leið fyrir hið trúarlega. Skírskotun til reynsluheimsins vantar. Slíka tengingu skortir auðvitað ekki aðeins í mydum á borð við nazarena-myndirnar sem áður voru nefndar heldur einnig í verkum sem eingöngu gegna skreytihlutverki í kirkj- um en slík myndlist ryður sér mjög til rúms í samtímanum og truflar fáa en skortir þá jafnframt þá spennu og líf sem flestir hljóta að vænta í góðu listaverki. Mynd: Torfi Jónsson JÓN ÚRVÖR Maður á vegi okkar Hvert hefur hann farið, enginn getur sagt manni neitt? Það er eins og við séum að bíða eftir blómi, bíða uns hann kemur á ný, hljóðlega upp úr moldinni og varpi geislum á veginn. Hann brosir einsog blóm sé að tala, blóm, sem er nýkomið og er að vaxa í þögn, maður finnur angan, ekki mjög sterka, sérstæða og milda, uns einn dag er hann horfinn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1987 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.