Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 10
Æðahnútar og eiturlyf Ný smásaga eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Nú eru næstum því tveir áratugir síðan svarti íþróttabragginn var rifinn. Hann stóð á milli bæjarblokkanna og sjoppunnar, rétt hjá skól- anum. Ef ég man rétt var það einn sólbjartan vordag að hafist var harida. Það getur líka Það er ekki vitað til að neitt markvert hafi gerst meðan á rifrildinu stóð. Ekki nema ef vera skyldi að önnur framhliðin féll oná fótbolta sem strákar á túni skammt frá voru að sparka. Sömuleiðis fundust þrjár óhlaðnar skammbyssur og nokkur skothylki hafa verið vetur eða dumbungslegt haust. Það komu tveir stórir kranar og ótal kúbein voru notuð til að jafna hann við jörðu. Mig rámar enn í hljóðin þegar bárujárnsplötum var hlassað niður á vörubílspalla. Svo var hann horfinn upp á hauga. 1 - 1 W&m m "B y v • ! yZ- o m f c \ J ,, H þegar farið var að gramsa í rústunum und- ir fjölum íþróttasalarins. Einnig komu í ljós heiðursmerki af yfirmannabúningi og undir- föt af konu. Byssurnar, skothylkin og heiðursmerkin voru flutt á Þjóðminjasafnið en hvorki undirfötin né fótboltinn. Það er alveg sama hvernig á málin er litið. Svarti íþróttabragginn hafði runnið sitt skeið á enda. Sögulegt framlag hans til hermála var þegar orðið saga. Sem að- staða til íþróttaiðkana var hann úreltur. Að minnsta kosti ekki boðlegur útlendum lands- liðum að keppa í handbolta. Það eina sem hann gerði var að standa í vegi fyrir vega- framkvæmdum. Á sínum tíma hafði hann verið reistur fyrir bresku hermennina þegar þeir hemámu landið. Hann varð eftir þegar stríðinu lauk einsog svo margt sem stríðinu fylgdi. Þá var honum breytt í íþróttahús og var lengi vel helsta íþróttahús borgarinnar. Þar vora íslandsmótin í handknattleik hald- in. Þar fóra fram fimleikasýningar og körfuboltaleikir. Eitt sinn mætti fimleika- flokkur ofan af Keflavíkurflugvelli. Amerískar stelpur dönskuðu can-can-dans með tilheyrandi fótasveiflum og pilsasvift- ingum. Á eftir sýndu skólanemendur reiptog og höfuðstökk. Þegar íþróttahöllin með kúluþakinu var byggð gekk bragginn úr skaftinu sem íþróttahús. Skólinn fékk bráða- birgðaaðstöðu fyrir leikfimikennsluna í íþróttahöllinni á meðan verið var að inn- rétta leikfimisal í nýrri álmu við byggingu hans. í dag liggur tvískipt malbikuð akbraut yfir svæðið þar sem bragginn stóð og þó nú séu liðin tæp tuttugu ár síðan hann var rifinn og enn lengra síðan ég var að slíta barnsskónum þar í grennd, og þó ég hafi síðan slitið ótal öðrum skóm í mörgum borg- um, hrýs mér enn hugur þegar ég minnist sturtuklefans sem var grámálað herbergi inn af búningsklefanum. Þannig er bragginn hluti af sál minni. Þaðan hefur hann enn ekki verið rifinn. I gegnum sturtuklefann var gengið út í leikfimisalinn. Hann bergmálaði mjög und- arlega. Síðar hef ég oft heyrt þetta bergmál á næturrölti mínu í borgunum. Til dæmis þegar ég skýst inn hliðargötu í leit að dimmri krá. Hjartað berst við torkennilegan ótta og sjálft himinhvelið fær á sig mynd gráleits sturtuklefa. Þegar ég er timbraður eða með tannpínu sé ég fyrir mér pípulagn- imar sem vora utan á veggjunum. Þær leggjast einsog æðanet yfir höfuðið. Mig dreymir að ég sé á tónleikum þar sem loft- pressur leika fyrir dansi. Þetta hefur oft tafið mig frá doktorsritgerðinni. Ég kalla martraðir mínar til vitnis. Tvívegis hefur niðurfallsopið með sápurenn- andi vatninu gleypt mig. í örvilnan hef ég flúið ljósastaur af því ég hélt hann væri sturta. Nýtískuleg íþróttahús lít ég hom- auga, sundlaugar forðast ég. Þó veit ég fátt skemmtilegra en að synda baksund. Ég þarf ekki annað en að sjá sturtuklefa í bíómynd til að hún hellist yfir mig minning- in þegar naktir bekkjarbræður mínir umkringdu mig í sturtuklefa svarta íþrótta- braggans. Rennblautir stóðu þeir og bentu. Rennblautir ... Einsog það hafí gerst í gær ... einsog þeim rigni úr loftinu ... Eg nudda sápunni upp og niður rifbeinin. Ég nýt þess að finna vatnið renna. Það fell- ur einsog foss yfir höfuðið. Þá heyri ég raddir, lít upp og sé ótal fingur sem benda. Hvað vilja allar þessar raddir? Hvað meina allir þessir fingur? Eitt andartak held ég að athyglin beinist að nýsprottnum háranum umhverfís kynfærin. Við eram ekki margir sem getum státað af góðri sprettu. Þeir sem ekki geta það eru fyrir löngu hættir að segja að við eigum að greiða okkur að neðan. Þess era jafnvel dæmi að þeir sem era al- veg sköllóttir hafi málað á sig hár með tússlit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.