Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Blaðsíða 44
Ilok ágústmánaðar í ár gengu sextán íslenskir íþróttamenn til átaka við Skota. Frá förinni og frækilegri framgöngu liðsmanna sagði Gísli í. Þor- steinsson fararstjóri liðsins í glöggri og skemmti- legri grein í Morgunblaðinu 27. september. Vegna íslenska glíman á sér fornar hliðstæður í fangbrögðum, sem enn eru við lýði á landsvæðum þar sem Keltar bjuggu og búa enn, svo sem á Bretagne-skaga í Frakldandi, í Vatnahéruðum og á Cornwall-skaga í Englandi, í Skotlandi og á írlandi. Eftir ÞORSTEIN EINARSSON þess að fjórir glímumenn voru í liðinu. Þáðu þeir boð um að takast til við Skota og aðra kelta í axlatökum, studdir kunnáttu sinni og færni í glímu. Mér þykir því rétt að koma á framfæri nokkrum upplýsingum um þessi fangbrögð og önnur þeim skyld, sem enn eru iðkuð með nágrannaþjóðum okkar. Glímumennimir voru: Árni Unnsteinsson (Umf. Víkveija, Rvík), Eyþór Pétursson (Umf. Mývetningi), Kjartan Lárusson (Umf. Hvöt, Grímsnesi) og Pétur Yngvason (Umf. Mývetningi), héldu til Hálandaleika í Duno- on í Cowal-héraði (Highland Gathering of Cowal). Þar fengust þeir við fjóra Skota og einn Frakka í axlatökum (scotish back- hold) í opnum flokki. Þessi tegund fangs hefur öldum saman verið iðkuð á Bretlands- eyjum. Hérlendis hafa axlatök verið iðkuð samhliða glímu (buxnatökum), lausatökum °g hryggspennu og hafa ásamt þessum fangbrögðum verið flokkuð undir leikfang í einni grein kaflans um mannhelgi í Jóns- bók (lögbók), sem samþykkt var á Alþingi 1281. Á axlatök er minnst í heimildum, en þeim hvergi lýst og oft ruglað saman við lausatök. Það er að þakka skilgreiningu Þorsteins Jónssonar (1840—1908) alþingis- manns og héraðslæknis í Vestmannaeyjum á axlatökum í bréfi til Ólafs Davíðssonar. (Höfundur kaflans íþróttir í ritinu: íslenskar gátur, þulur og skemmtanir; útgefið í K- höfn 1888—1892). Þessi lýsing Þorsteins gerir þau skiljanleg, svo að þau verða að- greind frá öðrum íslenskum fangbrögðum. Þau eru greinilega sama eðlis og Cumber- og Westmorlandfang á Englandi og „Back- holt“ á Skotlandi. Fyrir tveimur árum var stofnað samband milli þeirra sem iðka þjóðleg forn fangbrögð í keltneskum héruðum Frakklands og Bret- landseyja (International Federation of Celtic Wrestling). Þessi fangbrögð eru: 1) Gouren eða la lutte bretonne á Bretagne-skaga Frakklands; klæðst fang- stakk, opinn að framan en boðungar festir saman með belti, sem saumað er fast í stokk- inn í mittisstað. Tök leyfð hvar sem er á stakkinn. Tap ef viðfangsmaður byltist á bak eða hlið; ofan beltis. Brögðin tekin með fótum og bof (t.d. kvið, baki, mjöðmum). 2) „Cornish style“, á Cornwall-skagá og í Wales, Englandi; stakktök; stakkur stuttur opinn að framan, boðungar hneslaðir sam- an; bakstykki vafið saman upp að háls og tök tekin á vafninginn hvor sínu megin höfuðs; tap, ef herðablöð og rasskinnar eða meir snerta völlinn; brögðin tekin með fótum og mjöðmum. 3) „Cumberland/Westmorland wrestl- ing“, í Cumbríu eða vatnabyggðum á norðanverðu Englandi; mjög líkt fang eða hið sama og hérlendis var löngum æft og gekk undir nafninu axlatök; há tök um bol andstæðings, Uppundir eða yfir herðablöð; hægri armur hefur undirtakið. Tap, ef við- fangsmaður snertir völlinn með öðru en iljum (fallinn er sá, sem fótanna missir); brögðin tekin með fótu’m og mjöðmum. Keltnesk Irskt fang. Lágmynd af írskurn krossi frá 9. öld. 4) „Scotish Backhold" eða „Highland- fling“ í Skotlandi; há axlatök um bol; mjög líkt fang og „Cumberland". Reglur um tap þær sömu. Brögð þau sömu og tekin eins. 5) írskt fang: írskt fang var ein keppnis- íþrótta á hinum ýmsu mótum, sem fyrr á öldum voru haldin árlega eða þriðja hvert ár í héruðum írlands. Tailltann-leikamir í suð- austur írlandi vom þekktastir og merkastir þessara móta. Fyrst til þeirra efnt 632 f.Kr. og síðast haldið 1169 e. Kr. Lágmyndir á fornum írskum krossum (frá 10. öld e.Kr.), í kirkjum íra og klaustrum (frá 7. öld e.Kr.), sýna fangbrögð sem minna á axlatök í Cumbríu og á Skotlandi. Heimild- ir em til um að íbúar þaðan sóttu íra heim til að keppa á mótum þeirra. Þá er einnig kunnugt að írar sóttu heim íbúa Cornwall- skaga og Bretagne-skaga og fengist við þá með föstum tökum á hálsmál og ermi um olnboga, en brögð lögð á með fótum og mjöðmum. Þessum fangbragðahætti var almennt beitt í fangbragðakeppni í Banda- ríkjunum allt fram að grísk-rómverskt fang barst þangað á ofanverðri síðustu öld. Vom þau nefnd „kraga og olnboga“-tök, og orðuð við íra. í öllum þessum fangbrögðum er beitt þeim brögðum sem þekkjast í glímu og að auki í sumum þeirra handbrögðum sem þekkt em hérlendis frá lausatökum. Þessi þjóðlegu fangbrögð eru öll ævaforn. I vatna- byggðum norð-vestur Englands þar sem Cumber- og Westmorland-fang er iðkað sýna örnefni norræn áhrif og lesið hefi ég að fangbrögðin hafi borist frá Noregi um 900. Hvort þetta er meira sögn en sann- indi, þá telja Cumbríubúar íþróttina keltn- eskari en allt sem keltneskt er. í sumarbyijun bauð stjórn Sambands keltneskra fangbragða stjórn Glímusam- bands íslands að gerast félagi. Þessu boði var tekið. Þótti ekki rétt að slá á þessa fram- réttu hönd, þar sem forsvarsmenn glímu hafa ámm saman leitast við að koma glímunni á framfæri á erlendum vettvangi. fangbrögð ■5 Eyþór Pétursson glímukóngur íslands 1987, til hægri á efri myndinni, í Cumber- land-fangi á Hálandaleikunum sl. sumar. Neðrimyndin sýnirhverng viðureigninni lyktaði: Eyþór vann. Cumberland-fang. Axlatök og brögð tekin með fótum. Þetta fang er enn iðkað í Vatnahéruðum Englands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.