Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 44

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1987, Síða 44
Ilok ágústmánaðar í ár gengu sextán íslenskir íþróttamenn til átaka við Skota. Frá förinni og frækilegri framgöngu liðsmanna sagði Gísli í. Þor- steinsson fararstjóri liðsins í glöggri og skemmti- legri grein í Morgunblaðinu 27. september. Vegna íslenska glíman á sér fornar hliðstæður í fangbrögðum, sem enn eru við lýði á landsvæðum þar sem Keltar bjuggu og búa enn, svo sem á Bretagne-skaga í Frakldandi, í Vatnahéruðum og á Cornwall-skaga í Englandi, í Skotlandi og á írlandi. Eftir ÞORSTEIN EINARSSON þess að fjórir glímumenn voru í liðinu. Þáðu þeir boð um að takast til við Skota og aðra kelta í axlatökum, studdir kunnáttu sinni og færni í glímu. Mér þykir því rétt að koma á framfæri nokkrum upplýsingum um þessi fangbrögð og önnur þeim skyld, sem enn eru iðkuð með nágrannaþjóðum okkar. Glímumennimir voru: Árni Unnsteinsson (Umf. Víkveija, Rvík), Eyþór Pétursson (Umf. Mývetningi), Kjartan Lárusson (Umf. Hvöt, Grímsnesi) og Pétur Yngvason (Umf. Mývetningi), héldu til Hálandaleika í Duno- on í Cowal-héraði (Highland Gathering of Cowal). Þar fengust þeir við fjóra Skota og einn Frakka í axlatökum (scotish back- hold) í opnum flokki. Þessi tegund fangs hefur öldum saman verið iðkuð á Bretlands- eyjum. Hérlendis hafa axlatök verið iðkuð samhliða glímu (buxnatökum), lausatökum °g hryggspennu og hafa ásamt þessum fangbrögðum verið flokkuð undir leikfang í einni grein kaflans um mannhelgi í Jóns- bók (lögbók), sem samþykkt var á Alþingi 1281. Á axlatök er minnst í heimildum, en þeim hvergi lýst og oft ruglað saman við lausatök. Það er að þakka skilgreiningu Þorsteins Jónssonar (1840—1908) alþingis- manns og héraðslæknis í Vestmannaeyjum á axlatökum í bréfi til Ólafs Davíðssonar. (Höfundur kaflans íþróttir í ritinu: íslenskar gátur, þulur og skemmtanir; útgefið í K- höfn 1888—1892). Þessi lýsing Þorsteins gerir þau skiljanleg, svo að þau verða að- greind frá öðrum íslenskum fangbrögðum. Þau eru greinilega sama eðlis og Cumber- og Westmorlandfang á Englandi og „Back- holt“ á Skotlandi. Fyrir tveimur árum var stofnað samband milli þeirra sem iðka þjóðleg forn fangbrögð í keltneskum héruðum Frakklands og Bret- landseyja (International Federation of Celtic Wrestling). Þessi fangbrögð eru: 1) Gouren eða la lutte bretonne á Bretagne-skaga Frakklands; klæðst fang- stakk, opinn að framan en boðungar festir saman með belti, sem saumað er fast í stokk- inn í mittisstað. Tök leyfð hvar sem er á stakkinn. Tap ef viðfangsmaður byltist á bak eða hlið; ofan beltis. Brögðin tekin með fótum og bof (t.d. kvið, baki, mjöðmum). 2) „Cornish style“, á Cornwall-skagá og í Wales, Englandi; stakktök; stakkur stuttur opinn að framan, boðungar hneslaðir sam- an; bakstykki vafið saman upp að háls og tök tekin á vafninginn hvor sínu megin höfuðs; tap, ef herðablöð og rasskinnar eða meir snerta völlinn; brögðin tekin með fótum og mjöðmum. 3) „Cumberland/Westmorland wrestl- ing“, í Cumbríu eða vatnabyggðum á norðanverðu Englandi; mjög líkt fang eða hið sama og hérlendis var löngum æft og gekk undir nafninu axlatök; há tök um bol andstæðings, Uppundir eða yfir herðablöð; hægri armur hefur undirtakið. Tap, ef við- fangsmaður snertir völlinn með öðru en iljum (fallinn er sá, sem fótanna missir); brögðin tekin með fótu’m og mjöðmum. Keltnesk Irskt fang. Lágmynd af írskurn krossi frá 9. öld. 4) „Scotish Backhold" eða „Highland- fling“ í Skotlandi; há axlatök um bol; mjög líkt fang og „Cumberland". Reglur um tap þær sömu. Brögð þau sömu og tekin eins. 5) írskt fang: írskt fang var ein keppnis- íþrótta á hinum ýmsu mótum, sem fyrr á öldum voru haldin árlega eða þriðja hvert ár í héruðum írlands. Tailltann-leikamir í suð- austur írlandi vom þekktastir og merkastir þessara móta. Fyrst til þeirra efnt 632 f.Kr. og síðast haldið 1169 e. Kr. Lágmyndir á fornum írskum krossum (frá 10. öld e.Kr.), í kirkjum íra og klaustrum (frá 7. öld e.Kr.), sýna fangbrögð sem minna á axlatök í Cumbríu og á Skotlandi. Heimild- ir em til um að íbúar þaðan sóttu íra heim til að keppa á mótum þeirra. Þá er einnig kunnugt að írar sóttu heim íbúa Cornwall- skaga og Bretagne-skaga og fengist við þá með föstum tökum á hálsmál og ermi um olnboga, en brögð lögð á með fótum og mjöðmum. Þessum fangbragðahætti var almennt beitt í fangbragðakeppni í Banda- ríkjunum allt fram að grísk-rómverskt fang barst þangað á ofanverðri síðustu öld. Vom þau nefnd „kraga og olnboga“-tök, og orðuð við íra. í öllum þessum fangbrögðum er beitt þeim brögðum sem þekkjast í glímu og að auki í sumum þeirra handbrögðum sem þekkt em hérlendis frá lausatökum. Þessi þjóðlegu fangbrögð eru öll ævaforn. I vatna- byggðum norð-vestur Englands þar sem Cumber- og Westmorland-fang er iðkað sýna örnefni norræn áhrif og lesið hefi ég að fangbrögðin hafi borist frá Noregi um 900. Hvort þetta er meira sögn en sann- indi, þá telja Cumbríubúar íþróttina keltn- eskari en allt sem keltneskt er. í sumarbyijun bauð stjórn Sambands keltneskra fangbragða stjórn Glímusam- bands íslands að gerast félagi. Þessu boði var tekið. Þótti ekki rétt að slá á þessa fram- réttu hönd, þar sem forsvarsmenn glímu hafa ámm saman leitast við að koma glímunni á framfæri á erlendum vettvangi. fangbrögð ■5 Eyþór Pétursson glímukóngur íslands 1987, til hægri á efri myndinni, í Cumber- land-fangi á Hálandaleikunum sl. sumar. Neðrimyndin sýnirhverng viðureigninni lyktaði: Eyþór vann. Cumberland-fang. Axlatök og brögð tekin með fótum. Þetta fang er enn iðkað í Vatnahéruðum Englands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.