Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 8
Hver er þá hlutur mannanna í þessu stóra dæmi? Við getum sagt að í píslarsögunni standi ekki steinn yfir steini hvað varðar mannlega frammistöðu. Nýlegt málverk af píslargöngu Krists eftir austur-þýzka málarann Bernard Heisig. Guðfræði og Passíusálmar III U m friðþæginguna Iþessari grein er ætlunin að ræða meginstef Passíu- sálmanna, það er, umfjöllun Hallgríms Péturssonar um fórn Jesú frá Nasaret, þjáningu hans og dauða. í fyrsta sálmi yrkir Hallgrímur: Ljúfan Jesú ti! lausnar mér langaði víst að deyja hér. Mig skyldi og lysta að minnast þess mínum drottni til þakklætis. í þessu erindi birtist sjálf undirstaða kristinnar trúar. Dauði og upprisa Guðsson- ar eru sögulegir atburðir, varðveittir í vitnis- burði guðspjallanna. Af upprisunni fæðist kristin trú, í henni á hún líf sitt og trúverð- ugleika, eins og Páll postuli orðar réttilega í fyrra Kórinþubréfi: ..... ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt predikun vor, ónýt líka trú yðar.“ Ef þá spurt væri: Hvers konar trú er kristin trú? og svara ætti í einu orði, þá lægi beinast við að segja: Kristin trú er upprisutrú; það er, trú á upprisinn drottin Jesú, sem ríkir yfir lifandi og dauðum. Kristin trú er þá trú á sigur lífsins, sigur Guðs yfír synd, hinu illa og dauðanum, og í þessum sigri Guðs eiga mennirnir hlut fyrir trúna. Þessi frumstaðreynd um trúna virðist stundum gleymast þeim er hvað ákafast útmála kristna kenningu, og þá sér í lagi framsetningu 16. og 17. aldar manna, sem órofíð bölsýnistal. Því hefur nefnilega verið haldið fram, að hinir kristnu séu uppfuilir af neikvæðu tali um synd, sekt og vegna þess, að allt tal um hinar neikvæðu myndir tilverunnar miðast við sigur upprisunnar sem kristnir menn trúa á. Kristnir menn tala sem sagt ekki um synd, dauða og ann- að þvíumlíkt án vonar sem er til orðin og varðveitt fyrir upprisu Drottins; það er von um að hið illa verði yfírunnið. Við sjáum Hallgrím birta þennan þanka skýrlega í 37. sálmi: Ég lít beint á þig Jesú minn, jafnan þá hryggðin særir. í mínum krossi krossinn þimi kröftuiega mig nærir. Sérhvert einasta sárið þitt sanniega græðir hjartað mitt og nýjan fógnuð færir. í ljósi þessa má segja, að það sé ómögu- legt að fjalla um synd, angist og þjáningu án þess að tala líka um náð Guðs og fyrir- Herrans pínu ég minnast vil, segir séra Hallgrímur í fyrsta erindi Passíusál- manna. Það hafa einnig fjölmargir myndlistarmenn gert og á ýmsan hátt. Á þessari tréskurðarmynd úr þýzkri miðaldakirkju hefur listamaðurinn kosið að hafa Krist þjáningarinnar með kórónu. Hugmyndin um Krist sem krýndan kon- ung virðist vera gömul og í samræmi við hana segir séra Hallgrímur einnig: Víst ertu, Jesú, kóngur klár. í orðum Hallgríms sjáum við, að lífið er fyrir honum linnulaus barátta milli góðs og ills. Og hann veit fullvel, að í vegferðinni frá fæðingu að dauða getur mótlætið birzt fyrirvaralaust. Eftir ÞORBJÖRN HLYN ÁRNASON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.