Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 14
múrsteinskirkju í heiminum sérstæða að ínnan er máluó skreyting á öllum súlum og loftum. Þar er byggt á uppgötvun eftir árás- ina 1942, þegar kom í ljós, að fyrr á öldum höfðu gotneskar kirkjur verið mjög litskrúð- ugar að innan. Kaupmannahúsið Og Skip- stjórahúsið Þeir sem hafa yndi af því að gaumgæfa gamlar og sérstæðar byggingar, verða varla vonsviknir í Liibeck. Þar hefur fyrr á öldum þróast sérstakur byggingarstfll með áherzlu á stásslegar forhliðar, sem nú á dögum væru kölluð leiktjöld og einber sýndar- mennska. Gaflarnir tala til okkar á máli margra alda og vitna um ráðandi smekk og tízku. Þarna eru gotneskir gaflar og endurreisnargaflar og barokgaflar. Stund- um ná'þeir langt uppfyrir sjálf húsin; mað- ur sér sjö hæðir af gluggum, en þá eru kannski tveir þeir efstu „blindir" eins og þeir segja þarna, sem sagt platgluggar og á tveimur næstu hæðum heyra gluggarnir kannski til vöruloftum og þegar grannt er skoðað kemur i ljós, að þetta eru í rauninni bara þriggja hæða hús. Stásslegir gaflar virðast hafa sett svip sinn á allar Hansa- borgir. Þetta eru miðaldahús og sum hafa ugg- laust farið illa í loftárásum. En endurreisn þeirra eða viðgerðir hafa verið svo meistara- lega útfærðar, að maður sér ekki að neitt óskaplegt hafí gerzt. Meðal hinna frægustu þessara miðaldahúsa er Sehiffergesellsc- haft, skipstjórahúsið, sem var einskonar klúbbur og daglegur samastaður skipstjórn- armanna af Hansaflotanum, þegar þeir voru í landi. Svo miklir sjómenn voru þeir í húð og hár, að hvaðeina innanstokks varð að minna þá á skip. Niður úr loftunum hanga haglega smíðuð módel af stásslegum Hansa- skipum og í borðum og sætum eru plankar af því tagi sem þessir sæfarar höfðu í kring- um sig um borð. Þetta getur komumaður virt fyrir sér, því Skipstjórahúsið er veitingahús. Þangað er sjálfsagt að koma, þó ekki væri nema einu sinni til þess að finna eitthvað af þef og stemmningu þess tíma, þegar Lubeck var og hét. Stéttaskiptingunni af skipunum var stranglega haldið hér; almennir sjómenn sátu sér og fór eftir höfnum, hvar þeir gátu tyllt sér niður, en auðvitað þurftu skipstjórn- armenn að sitja í einskonar brú, þaðan sem þeir gátu horft yfir lýðinn. Hús Skipstjórafélagsins er frá 1535 og álíka gamalt er Haus der Kaufmannschaft, kaupmannahúsið, sem stendur skammt frá. Að innan vitnar það um tíma Enddurreisnar- innar frá 15. öld, þegar mikið veldi var á kaupmönnum í Liibeck, en að utan var það á síðustu öld klætt í ný-gotneskan stíl. Það er eftirtektarvert, að margskonar bræðralög voru starfandi á blómaskeiði Hansakaup- manna; til dæmis Bræðralag Heilags Nikul; ásar, sem reisti sjómannaheimili. ÞÝSKUR MATUR A BORÐUM Óhætt er að fullyrða, að enginn verður „skyndibitablár" af því að snæða á þýzkum veitingahúsum. Að minnst akosti hér í Hansaborgunum er talið við hæfi, að matur sé undirstöðugóður eins og einu sinni var sagt. Menn blása og hrista höfuðið yfir ein- hverjum hégóma, sem nefnd er „franska línan" í matargerð og er ekki uppí nös á ketti. Jafnvel „léttur hádegisverður" í Skip- stjórahúsinu er svo staðgóður, að hann hlýt- ur að vera miðaður við erfiðismenn. Það sést vel á mörgum innfæddum, að þeir þurfa líka mat sinn og engar refjar og svo er þess að gæta, að menn kneifa bjórinn ótæpi- lega með matnum. Reyndar drekka þýzkir ókjörin öll af sinni eigin vínframleiðslu. Borðhaldið byrjar með snafs til að ylja sér fyrir brjóstinu; snafsa brugga Þjóðverjar fleiri en svo að tólu verði á komið. Sumir eru kenndir við korn og flestir eru eitthvað áþekkir íslenzku brennivíni og beztir vel kældir eins og brennivínið. Allskonar púns og bollur eru oft á boðstólum, til dæmis Angelíter, Ditmarscher-púns og norður- frísneskar bollur. Þá Br vel þess virði að reyna eggjagrogg eða sýrenuberjasaft með rommi. Þessir hressingardrykkir eiga það sameiginlegt að vera heitir, sætir og vel sterkir. Fyrir alla muni: Ekki panta kjúkling eða eitthvað ámóta hversdagslegt, þegar komið er til Liibeck. Reyndar er ég ckki viss um að hann fáist i veitingahúsi Skipstjórahúss- ins. En á matseðlinum er ýmislegt annað, sem vert er að gaumgæfa. Um matarsmekk og matargerð í Slésvík- Holstein og Hansabæjunum er annars það að segja, að menn hafa oft fisk á borðum; Stundum ná hinir glæsilegu húsgaflar talsvert uppfyrir húsin. A miðri mynd- inni er Schabbelhaus ogþar innan dyra er afbragðs veitingahús. (Sjá myndina úr Schabbelhaus á forsíðunni.) fá hann beint úr fiskibátunum, en þýzkur leiðsögumnaður í þessari ferð, sem oft hefur verið á íslandi, kvað þó fiskrétti á veitinga- húsum í Reykjavík betri. Svínakjðt ergrund- vallarfæði; svínslæri til dæmis, sem hefur hangið undir stráþaki mánuðum saman í mildum reyk. Þeir reykja líka ál, makríl og lúðu. Ogeins og tíðkaðist ekki fyrir margt löngu á fslandi: Menn vilja fá sinn graut. Einkum hafa menn dálæti á rauðgraut úr öllu því sykursæta góðgæti, sem ávaxta- garðarnir gefa af sér. Fátt jafnast þarna á við matjesíld með stökkum og gullinbrúnum, steiktum kartöflum og stundum fá menn sér reglulega undirstöðumáltíð eins og heima hjá mömmu á lítilli en huggulegri veitingakrá úti í sveit, eða vel þekktum veitingastað í einhverjum bænum. Jafnvel í þorpum og minni bæjum að finna af- bragðs matsölustaði, þótt yfirbragð þeirra láti minna yfir sér en húsgaflarnir í Liibeck. Sé beðið um eitthvað dæmigert fyrir svæðið, gæti hugsast að þjónninn birtist með pottrétt með perum, baunum og svínaf- leski, eða með „sætu innleggi" eins og þeir segja. Það gæt; einnig orðið Kassler-svína- kóteletta, reykt eða soðin með grænkáli og sætum kartöflum og með kaffinu fær mað- ur ef til vill ekta Lubeck-marzipan, sem hefur verið framleitt þar í heila öld. „Þeim sem bragðast það, bragðast það. Og þeim sem ekki bragðast það, nú, þeim líkar það víst ekki" segja menn hér um slóðir á sinni sérstöku lágþýzku; það er sú mállíska sem lengi hefur verið töluð nyrst í landinu; Hansabæjunum þar á meðal. Talið er að hún fari fremur halloka fyrir háþýzku og máláhrifum úr sjónvarpinu eins og víðar. Þjóðverjar standa dyggilega vörð um þýzk- una og setja til dæmis þýzkt tal inn á allar kvikmyndir og erlenda þætti, sem sýndir eru í sjónvarpinu. Það er að vísu dálítið kyndugt að heyra kappann JR úr Dallas þýzkumælandi, - en hitt er jafn víst, að börnin sem alast upp framan við skjáinn, eru ekki jafn ofurselt enskum máláhrifum og hér á landi. Fyrst er það lystin og svo listin - eða öfugt. LUbeck telst ekki veigamikil lista- borg, en tvö söfn eru þar, sem vert er að nefna. Annarsvegar St. Annen-safn\ð í Gloc- kengiersstrasse og hinsvegar Behnhaus í Königstrasse, þar sem eru myndir eftir þýzku expressjónistana frá því fyrr á öld- inni: Kirchner, Kokoschka, Emil Nolde, sem bjó skammt undan við Norðursjóinn, en einnig Smith-Rottluf og síðast en ekki sízt: Edvard Munch. Dr. Max Linde, þekktur safnari listaverka í Liibeck, bauð Munch til sín og síðar keypti hann af Munch allmarg- ar myndir, sem höfnuðu í þessu safni. Sumarleyfisgestur utan af íslandi mundi trúlega vilja komast í búðir og geta notið sólarinnar, ef svo bæri undir. I Lubeck eru glæsilegar verzlanir eins og öðrum þýzkum borgum og ágæt baðströnd er skammt und- an. Þar sem áin Trave rennur út í Eystrasal- tið er sumardvalar-og baðstaðurinn Trave- munde. Bæði þar og á Timmendorferstrand, sem einnig er skammt undan, eru baðstrend- ur með öllu sem þeim til heyrir. Lýkur hér að segja frá Lubeek og verður komið við f Brcmen í næstu grein. GÍSU SIGURÐSSON B I IilIIaiir Áundan sínni samtíð agan endurtekur sig" er stundum sagt og er þá átt við mannkynssöguna. Sumir hafa heim- fært þetta upp á tískuna og benda á að þar megi sjá þessa tilhneigingu sögunnar í hnot- skurn. Það sem endurtekur sig e.t.v. á mörg Um framúrstefnubílinn frá sjöunda áratugnum: NSU Ro 80, sém var aldarfjórðungi of snemma á ferðinni með útlitið og þar að auki búinn nýrri og byltingarkenndri vél. eftirJÓNBALDVIN ÞORBJÖRNSSON þúsund ára fresti í heimssögunni, menning- arsamfélög rísa, falla og rísa á ný, endurtek- ur sig í tískunni á langtum skemmri tíma. Eða hvað haldið þið að langt sé í að útvíðu buxurnar verði í tísku á ný? En svo eru líka til dæmi um misskilda en þó ekki misheppnaða tísku. Tísku sem einfaldlega var á undan sinni samtíð og átti kannski eftir að verða tíska — eða tíðska, eins og merking orðsins er — seinna meir. Úr frönsku er komið fjölþjóðlegt orð yfir svona fyrirbæri: „Avantgarde", sem þýðir „forvígismaður". Svo kalla þeir nýja hluti sem koma fram á sjónársviðið og hafa eitt- hvað framúrstefnulegt til að bera. Eitthvað sem vekur athygli, er ekki enn orðið tíska, en gæti orðið það. „Stefnumótandi" mætti einnig þýða þetta orð, þegar vel hefur tek- ist til, hluturinn fellur í kramið og allt virð- ist ætla að ganga upp. „Yfirmáta framúr- stefn'ilegt", gæti verið önnur merking þessa orðs þegar framúrstefnan hefur keyrt fram úr hófí og hluturinn komið við kaunin á almenningi, sem ekki má við of miklum breytingum of snöggt. Maðurinn er jú í eðli sínu íhaldssamur. En þrátt fyrir að þessi framúrstefna í hönnun hluta hafi ekki alltaf hlotið náð fyrir augum fjöldans, hafi m.ö.o. misheppnast, þá er þó ákveðinn árangur og heiður bundinn við það að hafa gert eitthvað sem hefur hlotið einkunnina „avantgarde". Eins konar sárabætur. Fyrstir Með Framdrif OgWankel-vél Audi og forveri hans NSU hafa alloft verið orðaðir við „avantgarde". Meir að segja voru þeir orðnir „avantgarde" áður en byrjað var að nota þetta orð í þessu samhengi. Nægir þar að nefna framdrifið, en það kom í fyrsta sinn fram í fólksbíl framleiddum af NSU-Auto Union-verk- smiðjunum snemma á fjórða áratugnum. Tæpast hefur því verið um hreina tilviljun að ræða þegar NSU-verksmiðjurnar tóku á sjötta áratuginum höndum saman við verk- fræðinginn Felix Wankel um þróun nýstár- legrar bilvélar, Wankel-vélarinnar. Þeir sem fylgdust með þróun í bílasmíði á 7. og 8. áratuginum muna hve miklar væntingar Frá sjöunda áratugnum: NSUSpider.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.