Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 21
Tilbúnir í startið. Ferðaþjónusta við vélsleðafólk Helga og Stefán á heimili sínu í Mývatnssveit. í byijun mars fór fram vélsleðakeppni á Mývatni sem er orðin árlegur viðburður þar. Vélsleðakappar að sunnan, vestan, norðan og austan streymdu yfir heiðar með stefnu á Mývatnssveit. Yfir 200 sleð- ar komu á staðinn og um 600 manns f ylgdu þeim. Mývetningar töldu það mestu mildi að ekki hefði orðið vélsleðaárekstur, þegar allt þetta lið þeysti um Mývatnsöræfí og út á vatn. Strangari umferðaiTeglur verða að gilda f næstu vélsleðakeppni, ef hún verður svona fjölsótt. Rennsli á vélsleðum er vinssel vetrarfþrótt sem fáir fá tækifæri til að stunda. Mývetningar hafa fullan vilja á að byggja íþróttina upp í kringum f erðamenn á svipaðan hátt og gert er til dæmis í Wisconsin í Bandaríkjunum. Þéttríðið net af vélsleðabrautum í fylkinu Wisconsin hefur um- fangsmikil ferðaþjónusta þróast í kringum vélsleða. Þéttriðið net af vélsleðabrautum liggur um allt fylk- ið og vélsleðafólk fær kort yfir braut- irnar áður en þeyst er af stað. Fyrir 6 árum voru vélsleðar farnir að valda umferðartruflunum í Wisconsin og akstur þeirra bannaður á bílvegum. Vélsleðaklúbbar tóku sig þá saman um að leggja sérstakar vélsleða- brautir um allt fylkið. í tengslum við notkun þessara brauta hófst umfangsmikil ferðaþjónusta í kring- um vélsleðana. Ríkið kom inn í dæmið þegar þessi ferðaþjónusta var orðin verulegur hluti af atvinnu fylkisins og sér nú um að slétta og lagfæra brautirnar. í Wisconsin er stærsta koparnámu- svæðið í Bandaríkjunum, en námurn- ar eru nú allar lagðar af. Skógar- högg og ferðamannaiðnaður eru aðal atvinnugreinarnar. Ferða- mannatíminn var eingöngu yfir sum- artímann, áður en ferðaþjónusta hófst í kringum vélsleða. í nágrannafylkinu, Minnesota, eru tvær stærstu vélsleðaverksmiðjur Bandaríkjanna svo atvinna fylkjanna tengist saman. Mikill smáiðnaður í sambandi við búnað vélsleðanna hef- ur líka sprottið upp í Wisconsin. í sportverslunum er aðaláhersla lögð á búnað í vélsleðum og aukahlutir i sleðana, viðlegubúnaður að vetrar- lagi, skór, hjálmar og vélsleðagallar eru þar í miklu úrvaíi. Heimsmeistarakeppni í vélsleðaakstri Bandaríkjamenn, Finnar, Svfar og íslendingar eru þær þjóðir sem sinna mest vélsleðaakstri. Norð- menn aftur á móti eru ekki hrifnir af vélsleðum, finnst þeir spilla fyr- ir gönguskfðafólki og banna þá á skíðasvæðum sínum. Hópur af ís- lendingum fór til Wisconsin í jan- úar 1987 til að vera viðstaddur heimsmeistarakeppnina, en þar var líka mættur hópur frá Finnlandi. Hjónin Helga Sigurbjörnsdóttir og Stefán Gunnarsson í Mývatnssveit eru bæði mikið áhugafólk um vél- sleðaakstur, en Stefán notar sleð- ann líka sem atvinnutæki. Þau voru með í ferðinni og við skulum gefa þeim orðið. „Það var merkilegt að vera við- staddur heimsmeistarakeppnina og sjá allan viðbúnaðinn. Þá fór maður kannski fyrst að hugsa um þá geysilegu möguleika sem Mývatns- sveit býr yfir í sambandi við vetrar- íþróttir. Kappaksturssleðarnir hjá Bandaríkjamönnum minna á kapp- akstursbíla og stórkostlegt að sjá þá á brautunum. Við fórum lfka í skipulagðar vélsleðaferðir, en þarna eru margar vélsleðaleigur. Við vorum 18 saman í hóp með 5 leiðsögumönnum. Mikil áhersla var lðgð á öryggisþáttinn. Við máttum til dæmis aldrei taka forystuna, urðum alltaf að fylgja í beinni röð á eftir leiðsögumanni. Brautirnar fylgja mikið gömlum járnbrautárteinum frá tímúm kop- arnámanna. Við þeystum eftir endalausum skógarstígum með hávaxin tré til beggja hliða. Okkur fannst brautirnar dálftið einhæfar miðað við Mývatnsöræfin og frelsið úti f náttúrunni heima. Við trúum ekki öðru en hægt sé að byggja upp á sambærilegan hátt hérna heima, en auðvitað tekur það sinn tfma. Gestrisnin og móttökurnar voru frábærar og við látum okkur dreyma um að fara aftur. Þá ætlum við að stefna í vélsleðaferð upp í Klettafjöllin, en þeir eru með skipu- lagðar ferðir þangað. Náttúrufeg- urð er þar viðbrugðið svo brautirn- ar geta ekki verið mjög einhæfar," segja Helga og Stefán brosandi. Vélsleðabrautir eftir skóg- arstígum geta veríð nokkuð einhæfar. FERMINGARTILBOÐ skíði Stærðir: 160-180 cm með skíðabindingum kr. 5.800.- HfflSKT^ Sérstakt sport felst í því að bruna eftir brautarteinum. Sérsmiðaður keppnissleði. UTIUF Glæsibæ, sími 82922. FLUG, BILL 0G SUMARHUS Höfum mikið úrval sumarhúsa Verð fVS. í Evrópu Líttu við eða hafðu samband 20.490 4 i bíl og húsi í 1 viku RAWIS " "Feróir HAMRABORG1-3 SÍMI641522 íp:'/': :¦-- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 21

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.