Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 7
inn í andliti, broshýr, hafði yfirumsjón með daglegum rekstri fyrirtækisins. Víst er að án Einars Andréssonar hefði reksturinn ekki gengið. Einar var sá tengiliður við hinn almenna félaga sem Mál og menning gat ekki án verið. Mig minnir.að hann hafi ekið moskvít-fólksbifreið, fjögurra eða fimm manna. Hann lagði bíl sínum oft í nágrenni Þingholtanna, gekk síðan með nýjustu for- lagsbækurnar í tösku, á vinnustaði og heim- ili. Hvers manns hugljúfi, gamansamur og aufúsugestur hvar sem hann kom. I útliti ekki ólíkur Kristni bróður sínum, kannski ívið hærri í loftinu. Hann kom stundum í Gutenberg á þeim árum þegar ég starfaði þar. BÁRUJÁRNSKLÆTT OG STENDURENN í Þingholtsstræti þar sem ríkisprentsmiðj- an Gutenberg var til húsa var röð eldri timb- urhúsa frá öðrum og þriðja áratugnum og enn í dag er götumyndin svo til óbreytt. Andrúmsloftið var eins og maður gæti ímyndað sér að það hafi verið á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og fram á miðjan sjötta áratuginn. Gísli B. Björnsson var þá nýkominn heim frá námi í auglýsingateikn- un í Vestur-Þýskalandi og var með þeim fyrstu sem opnuðu auglýsingastofu í Reykjavík. Það var í gömlu timburhúsi gegnt Ríkisprentsmiðjunni Gutenberg, fyrir- boði þess að nýir tímar voru að ryðja sér braut. í janúarmánuði árið 1963 hóf ég störf í Gutenberg og stimplaði mig inn við klukku sem var komin allnokkuð til ára sinna. Húsið sem enn stendur við Þignholtsstrætið er á tveimur hæðum, auk kjallara og riss, og stendur á gömlum grunni, timburhús, bárujárnsklætt, byggt einhvern tíma snemma á öldinni. Margir starfsmanna Gutenberg voru nokkuð við aldur og höfðu sumir starfað þar í áratugi. Bókbandið var í risinu og þar var lengi verkstjóri Guðgeir Jónsson, fyrrum forseti Alþýðusambandsins. Á efri hæð var setjarasalurinn og á götu- hæð vélarsalurinn og skrifstofuhúsnæðið. I kjallaranum lager fyrir pappír og ýmislegt er varðaði starfið innan dyra. Eggert heitinn Arnórsson var skrifstofustjóri í Gutenberg í áraraðir. Traustur maður, samviskusamur og farsæll í starfi. Hann var kominn eitt- hvað yfir sextugt, nokkuð hávaxinn, vel á sig kominn, beinn í baki, grannur, gekk að jafnaði með gleraugu og reykti oft stóra vindla. Það þykist ég vita. að undir hans stjórn var ekki slegin feilnóta. Bókhald og allt sem varðaði skrifstofuhaldið var í örugg- um höndum þar sem Eggerts naut við. Með honum starfði lengi Margrét Breiðfjörð og kann ég varla frekar af henni að segja. Hún vann sín störf af trúmennsku og öryggi. Yfírmaður minn í Gutenberg var Sigurþór Árnason. Hann hafði umsjón með pappír og allri útkeyrslu á bréfsefni í ríkisstofnan- irnar og ók, þau árin sem ég var í Guten- berg, Volvosendiferðabíl, dökkgráum að lit. Mörgu fólki hef ég kynnst á lífsleiðinni í leik og starfi. Sigurþór Árnason verður mér ávallt minnisstæðu'r vegna mannkosta og eiginleika sem prýða menn er hafa gott hjartalag. Hann var ekki síður minnisstæður vegna þess að hann var sjálfum sér sam- kvæmur og lagði rækt við sín sérkenni í klæðaburði og háttum. Hann var á líkum aldri og Eggert Arnórsson. Dökkhærður með hrokkið hár, meðalmaður á hæð, grann- ur og hafði á yngri árum mátt þola heilsu- leysi. Ættaður að vestan, frá Isafirði, og kom hingað á mölina ungur maður og festi hér sennilega aldrei rætur. Hann tók í nefið og fékk sér í staupið undir svörtum spariföt- um og fylgdi hreint ekki tískunni í klæða- burði. Hafði litla trú á stjórnmálamönnum og mun ekki hafa kosið í almennum kosning- um í. áratugi. Hann tók öllu með fyrirvara og ákvað snemma að treysta einungis sjálf- um sér. Húmoristi sem gerði góðlátlegt grín að samferðamönnunum, aldrei þannig að það væri særandi. — Þú segir þá aldrei nema satt, sagði hann þegar vafi lék kannski á að færið væri með rétt mál. — Það er nettó það já, tautaði hann stund- um fyrir munni sér og tók svo í nefið. Allt gert af snyrtimennsku. HARÐIR ÁRÓÐURSMENN Ég hafði ekki lengi unnið í Gutenberg þegar mér varð ljóst að um fyrirtækið fóru hinir ýmsu straumar. Áhugamál starfs- manna voru margvísleg. Sumir starfsmanna voru þrælpólitfskir og þá yfirleitt langt til vinstri í pólitíkinni. Svo voru hinir sem voru áhugamenn um bókmenntir og listir og enn aðrir sem voru feiknalegir skákáhugamenn. Ingvar Bjarnason og Thor heitinn Cortes voru í hópi þeirra sem ráku áróður fyrir sósíalismann, ásamt Grími Engilberts, verk- stjóra í setjarasalnum á annarri hæð. Þegar Þjóðviljinn var kominn í hús og búið að lesa yfir Austrapistla Magnúsar Kjartanssonar þá hafði komið það eldsneyti sem dugði út daginn. Umræður voru stundum allnokkrar { kaffitímum og þá aðallega á milli Thors Cortes og Ingvars Bjarnasonar annars veg- ar og hins vegar Jóns Otta Jónssonar, prent- ara, ákafs fylgismanns Alþýðuflokksins og stundum blandaði Óli Kr. Sigurðsson, þáver- andi lærlingur í Gutenberg og núverandi forstjóri og aðaleigandi Olís, Olíuverslunar íslands, sér í umræðurnar. Óli fylgdi einnig Alþýðuflokknum að málum. Hann var á pressuvél við hlið Jóns Otta og þá þegar varð mér að minnsta kosti ljóst, að sá dreng- ur myndi hasla sér völl í atvinnulífinu sem umfangsmikill athafnarmaður. Hann var atkvæðamikill unglingur, ákveðinn og sjálf- stæður og hörkuduglegur. Ingvar og Jón Otti starfa enn í Gutenberg sem nú er með starfsemi sína í Síðumúla. Ingvar er kannski sá maður ásamt Grími Engilberts sem hafði mest áhrif á mig í þá átt að ég fór að taka þátt í starfi stjórnmálasamtaka vinstri manna fram í byrjun áttunda áratugarins. Þeir voru báðir hálfgerðir umferðarpréd- ikarar eða trúboðar. Svo sannfærandi að óharðnaðir unglingar hlutu að heillast af rökfiminni. Báðir einlægir verkalýðssinnar og baráttumenn fyrir málstað lítilmagnans. Athafnasvæði Ingvars var við gamla pressu- vél, í salnum, á götuhæðinni, út við glugga, Þingholtsstrætismegin. Hann var og er lág- vaxinn, snöggur í hreyfingum. liðugur eins og köttur, dökkhærður *og greiddi aftur á hnakkann. Hann átti það til að klifra upp um pressuvélina og stundum næstum horf- inn inn í alla smíðina og var þá ekki ólíkur Chaplín í Nútímanum í tilburðum. Tók stundum túra, hvarf um tíma á vit Bakkus- ar eins og viku eða hálfan mánuð, kom síðan aftur eiginlega eins og ekkert hefði gerst og linnti ekki látum, vann þá fram á kvöld og nætur. Allir j afnir í Augum Gríms Grímur Engilberts var á þessum árum jafnframt ritstjóri barnablaðsins Æskunnar og hafði því í mörgu að snúast. Hann hafði aðsetur í herbergi innan af setjarasalnum á annarri hæð. Þar var forláta skrifborð og þar sat Grímur oft á milli þess sem hann fór um húsið og tók menn tali. Hann var litríkur persónuleiki í mínum augum. Ég kom oft í herbergi hans í þeim erindum að heyra nú hvað Grímur hefði til málanna að leggja. Hann fór aldrei í manngreinarálit. í hans augum voru allir jafnir, sendisveinn- inn, aðstoðarmaður á pappírslager og for- stjórinn. Hann hafði þannig frásagnargáfu að heimsþekktir heimspekingar hefðu tæp- lega gert betur, auk þess húmor sem að minnsta kosti ég fékk aldrei nóg af. Maður gat velst um af hlátri þegar Grímur sagði frá mönnum og málefnum. Hann tók í nef- ið og var auðvitað oft með klútinn á lofti. Stóð upp úr stólnum í herbergi sínu þegar hann hafði innbirt tóbakið og sagði þá kapít- alismanum til syndanna á áhrifaríkan hátt og var þá ekki verið að hlífa neinum úr röðum andstæðinga sósíalismanns. Þá störfuðu í Gutenberg þá mánuði sem ég var þar við störf feðgar semég á góðar endurminningar um, Magnús Ástmarsson, prentsmiðjustjóri, og sonur hans, Björn Bragi. Magnús var kominn allnokkð á sjö- tugsaldurinn. Hann hafði setið í borgar- stjórn um tíma fyrir Alþýðuflokkinn þegar hann gerðist forstjóri í Gutenberg. Frekar hávaxinn maður, lotinn í herðum, hárið far- ið að grána, gekk yfirleitt með gleraugu og reykti pípu, hægíátur maður frekar af- skiptalaus en traustvekjandi. Sonur hans, Björn Bragi, var ekki ólíkur honum í útliti. Hann var þó ólíkt föður sínum einkennilega rótlaus, stefnulaus. Hann hafði lokið prent- aranámi rétt rúmlega tvítugur og því miður allnokkuð óreglusamur. Var með yfirvarar- skegg, dökkhærður og hirti lítið um útlit sitt, yfirleitt klæddur í þunna skyrtu eða bol og í ópressuðum terlínbuxum. Einstakt ljúfmenni og drengur góður. Fékkst við skáldskap, hafði gefið út tvær ljóðabækur, Hófatak 1956 og Dögg í Grasi 1958, sem þykja athyglisverðar ljóðabækur af hendi jafn ungs manns. Hann samdi líka fjölda dægurlagatexta og hafa sumir orðið þjóð- kunnir eins og „Hvítir máfar" við lag er Helena Eyjólfsdóttir gerði þekkt á sínum tíma. EinvalaSkáklið Ég kynntist Birni Brága allnokkuð. Við urðum ágætir vinir og höfðum sameiginleg- an áhuga á skákinni, tefldum margar skák- ir, ýmist á vinnustað eða þegar undirbúning- ur stóð yfir fyrir þátttöku skáksveitar Gut- enbergs í skákkeppni stofnanna. Björn tefldi að mig minnir á fjórða borði, ég var fyrsti varamaður sveitarinnar. Hann varð ekki langlífur, lést af slysförum 23 eða 24 ára að aldri. Skáksveitin sem tefldi í skák- keppni stofnanna var skipuð einvala liði. Auk okkar Björns Braga, tefldi Jónas Þor- valdsson, bókbindari og síðar fasteignasali, á fyrsta borði, Þorsteinn Marelsson, prent- ari og rithöfundur á öðru borði, Vilmundur heitinn Gylfason á þriðja borði. Hann var þá þrettán, fjórtán ára, og var sendisveinn á sumrin í Gutenberg og annar varamaður var Sigurður Pétursson setjari. Þá minnir mig að Guðmundur Guðmundsson, setjari, hafi teflt einar tvær þrjár skákir á vegum skáksveitarinnar í skákkeppni stofnanna. Hann er mér helst minnisstæður fyrir það hvað hann var með stórt nef. Hafði starfað í Gutenberg í áratugi, einna elstur starfs- manna, kominn fast að sjötugu, ljúfmenni og einstaklega góður í allri umgengni, aldr- ei held ég að hafi fokið í hann þó tilefnin hafi kannski verið mörg, t.d. afleit frammi- staða skáksveitarinnar í skákkeppni stofn- anna. í Gutenberg hófust kynni okkar Þor- steins Marelssonar. Hann vann við pressu- vél sem var staðsett við stört afgreiðsluborð í vélasalnum á fyrstu hæð. Fyrst þegar ég leit hann augum þá minnti hann mig einna helst á bókavörð. Hann reykti pípu, notaði gleraugu og var í margskonar grúski og rannsóknum jafnvel í vinnutíma. Fór yfir skákir á meðan hann mataði pressuvélina á verkefhum, eða las eitthvað áhugavert um bókmenntir eða þjóðfélagsmál. Við reyndumst ekki hafa ósvipuð áhugamál og tókum snemma að bera saman bækur okkar um hin fjölmörgu áhugamál sem við sökkt- um okkur ofan í. Það var ekki ósjaldan í hádegi að við heimsóttum bókabúðir í mið- borginni að skoða eitthvað forvitnilegt. Urð- um báðir fyrir áhrifum af þeirri róttækni sem ríkti meðal starsmanna í Gutenberg. Sóttum fundi á vegum Sósíalistaflokksins og ég man það enn í dag hvað við urðum heillaðir af ræðuflutningi Stefáns Ögmunds- sonar, prentara, á fundi í Austurbæjarbíói á haustmánuðum 1963 sem var haldinn til að mótmæla kjaraskerðingaráformum þá- verandi ríkisstjórnar. Af þeim fundi fórum við eins við hefðum orðið fyrir guðlegri opinberum enda töluðu þar auk Stefáns Magnús Kjartansson og Páll Bergþórsson sem allir voru í hópi fremstu ræðumanna í þá daga. Margt Hefur Breyst Miðborg Reykjavíkur er töluvert mikið breytt frá því sem var árið 1963. Við Kalk- ofnsveg höfðu strætisvagnar Reykjavíkur aðsetur sitt. Þar var einnig til húsa í litlu steinhúsi leigubifreiðastöð Hreyfils og hand- an götunnar Bifreiðastöð íslands þar sem helstu áætlunarferðir til og frá borginni voru með bækistöðvar. Við Lækjartorg þar sem nú er risið stórt og mikið steinbákn og Tommahamborgarar og Fjárfestingarfé- lagið eru meðal annarra til húsa var áður vinalegt timburhús, götuhæð og ris og inn- an dyra bókabúð Braga undir farsælli stjórn Regínu Bragadóttur. Þá voru þarna handan Lækjartorgsins Samvinnubankinn og síðar Dráttarvélar hf. í gömlu timburhúsi, sem var búið að standa þarna svo lengi sem elstu menn mundu. Við Arnarhól, niðri undir Hverfisgötunni, stóð blaðsöluturninn sem nú er í Austurstræti. Lóð stjórnarráðsins var girt af með stórum og voldugum stein- vegg sem náði langleiðina niður að sjálfu Lækjartorgi. Sá veggur varð einmitt frægur fyrir það að um mitt sumar 1963 kom hing- að í heimsókn til Reykjavíkur Lyndon B. Johnson, þáverandi varaforseti Banda- ríkjanna, og gerði sér lítið fyrir og stökk einmitt upp á þennan steinvegg er hann var í heimsókn í stjórnarráðinu, við mikinn fögn- uð viðstaddra. Þá var hinum megin í Banka- strætinu einmitt handtekinn maður ofan af Akranesi með strigapoka í hendi sem reynd- ist vera í stór og voldugur rifill. Hann hafði ætlað með hann í viðgerð og var saklaus af að hafa ætlað að beita honum gegn vara- forsetanum. I lok þessa minnisstæða árs og að mörgu leyti viðburðaríka bárust svo þær hörmulegu fréttir um heimsbyggðina að John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna hefði verið myrtur í Dallas. Þannig skiptust á skin og skúrir í lífi þjóða og einstaklinga árið 1963. Það er aftur efni í enn lengri hugleiðing- ar um horfna daga. Hér að framan hef ég rakið nokkrar endurminningar bundnar góðu fólki sem ég starfaði með um tíma. í stuttri blaðagrein er því miður ekki hægt að geta ýmissa manna sem kóma upp f hugann, það verður ef til vill gert síðar og á öðrum vettvangi... Höfundur er rithöfundur og næturvörður í Reykjavík. LAUFEY ÞÓRÐARDOTTIR Slóðin þíii Ég rakti slóðina þína í snjónum tíndi upp perlurnar er féllu á hjarnið tár bernsku þinnar glitruðu í tunglsljósinu en nú eru tár ekki lengur vegvísir minn núna rek ég blóðdrefjarnar á ísnum Þú Vertu alltaf fyrri til að slá þetta var þitt Iögmál þar sem þú duldist bak við reykinn hleyptir engum inn nema kannski barninu þvíþú hafðir lífþess í hendi þér óttinn í dökkum augum var þér sönnun sönnun þess að það varst þú þú sem stjórnaðir þó það væri aðeins í heimi fjögurra ára barns heimi fullum af ótta Höfundurinn er 18 ára nemi frá Neskaupstað. TARAS SEVTSJENKO Erfðaskrá mín Guðmundur Daníelsson þýddi Dáinn mig þið, drengir, berið á Dnépurbakkann hærri, andaður svo eignist legstað I Úkraínu kærri, við akurlönd og ættlandsgresjur, óravíðar lendur, þar sem djúpa Dnépurfljótið dynur þungt við strendur og framhjá ber að bláum mari blóð úr landsins fjöndum. Alfrjáls skal þá önd mín kasta af sér dauðans böndum, og af hæðum Úkraínu upp til himna þeysa, þakkir með á fund Guðs fljúga fyrir mig að leysa. Greftrið mig, ég upp ris aftur okkar hlekki að brjóta, vökvum frelsið böðuls blóði, brátt skal friðar njóta. Fjölskyldan mín frjálsa, stóra, fyrir mig ég girnist: I bænum þínum mín þú minnist, svo mig ei yfír fyrnist. Taras Sevtsjenko var úkraínskt Ijóðskáld, rithöfundur og listmálari, fæddur 9. marz 1814 nálægt Kiev, dáinn 1861. Faöir hans var ánauöugur bóndi, en bókmennta- og list- vinir í Úkraínu greiddu fyrir hann lausnargjald úr ánauðinni og sendu hann til náms á Lista- skólann ! Pétursborg. Þar stundaöi hann nám í 5 ár i málaralist, einnig orti hann og orti. Árið 1840 kom á prent fyrsta Ijóðabók hans. Hún gerði hann strax nafnkunnan, bæði vegna formsnilldar, en ekki síður vegna byltingarsinnaðrar kröfu um frjálsa Úkraínu, sem brytjuð yar niður af nágrannaþjóðum og zarnum. Bókin var fljótlega bönnuð. En hann hélt áfram að mála og yrkja, þar til yfir- völdin gripu hann og sendu hann til Úral i fangavist og bönnuðu honum bæði að yrkja og mála. Útlegðin stóð í 11 ár og hann hélt áfram að yrkja. Honum varð að ósk sinni að fá legstað á vesturbakka Dnépurfljóts, þar stendur minnismerki hans enn í dag. „Erfða- skrá min" ereitt af vinaælustu Ijóðum hans. G.D. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.