Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 11
Portret af Karli Zakovsek, 1910. Sérkeanandi fyrir öll portret Schieles er stílfærslan í teikningunni og staðan, sem þótti mjög ankanaleg í þá daga. Sjálfsmynd eftir Schiele frá 1910. Sjálfsmynd úr fangelsinu 1912. Nakin ígrænum sokkum, 1914. Ein af mörgum erótískum teikningum af vinkon- unni Wally Neuzyl. meira en nóg af svokallaðri nútímalist eða módernistum. MODERNE Á UNDANHALDI Þetta undanhald verður Schielo að rétt- læta sem viðhorf afburðamanna andans, enda var hann að eigin sögn enginn niður- rifsmaður en stóð samt álengdar utan hringsins, enginn umbyltingarmaður heldur enginn samsinnandi, ekki hallur undir neina pólitíska stefnuskrá en fullur fyrirlitningar á broddborgaraskap og ögrar enn þann dag í dag siðapostulunum. Þau heillandi og hressilegu hrif, sem felast í list hans, tengj- ast frábæru, kunnáttúsamlegu handbragði, svo að jafnvel smásmugulegustu vandlætar- ar geta ekki annað en kallað það hreinasta afbragð. ímynd manneskjunnar, sífellt í endurskoðun — hér er hún að vísu sködduð hið innra og illa særð en þó ennþá líkam- lega ósködduð að sjá: Umgjörð þess, sem komizt hefur af, en einmitt hún gerir hið brotgjarna í tilvist mannsins svo dýrmætt. Vera má, að einkunnarorðin, „Ég elska andstæður", sé sá ás, sem allir þessir flokk- ar Schiele-aðdáenda snúast um, því að þessi einkunnarorð eiga við þá þversögn sem ein- mitt þann vettvang, er listamaðurinn haslar skoðandanum. Það er hollast fyrir þann, sem hættir sér út í samræður við andstæðumar, að losa sig áður við hvers konar sérvitrungslega sannfæringu. Þetta em helztu einkenni ríkjandi ástands, sem enn verður að teljast á báðum áttum; ef haft væri upp á andstæð- um, kynni það ef til vill að vera ástandinu til bjargar út úr þessum tvískinnungi, til bjargar í svipaðri merkingu og jaðarupplifun Schieles. Sjálfsmynd fangans Schieles í Neuleng- bach-fangelsinu, sem ber einkunnarorðin „Eg elska andstæður", var seld 17. júní 1987 fyrir 2,13 milljónir v-þýzkra marka, og má segja að kaupandinn hafi þar með gert einkunnarorð listamannsins að sínum eigin í bókstaflegri merkingu: Fanginn í gráa fangelsisbúningnum hefur núna lént inn í gullið búr. Schiele var ekki nema 16 ára, þegar hann gerði fyrstu sjálfsmyndina, sem varðveizt hefur. \'T'" . listsköpun sinni notfærði Schiele sér engan þátt í þessu fijálsræði. Jafnvel í torræðustu arabesqum sínum, segir Schiele ekki skilið við þau „skikkanlegheit“, sem Jean-Au- guste-Dominique Ingres hafði greint sem sjálf eðliseinkenni línunnar; og jafnvel í ýtmstu vindum og bugðum líkamanna, segja myndverur Sehieles þó aldrei skilið við líffræðilegt sköpulag sitt. Myndsvið hans er í flestum tilvikum auðgreinanlegt og að- gengilegt. Schiele varpar ekki viðteknum hefðum myndlistarinnar á haugana; hann lítur ekki á sig sem snámann einhverrar „moderne“-liststefnu. „Eg veit, að ekki er til nein nútímaleg list, heldur einungis ein, — sem ætíð heldur gildi sínu.“ FRÆGÐ SCHIELES OG VAX- ANDIVERÐGILDIVERKA Hans Á SÍÐARITÍMUM Það er þetta, sem gerir myndlist hans á ámm postmoderne-stefnunnar að athvarfi allra þeirra, sem avantgarde-stefnan skildi jafn lltið eftir þjá og rætnisleg-kaldhæðnis- leg endalok hennar. Erót'skar jaðarupplif- anir hans koma okkur, sem búum við allt frjálsræðið t „permissive society“, einkar kunnuglega fyrir íyónir, ekki hvað sízt vegna þess, að ( myndlist Schieles finnum við líka fyrir þyrni þeirrar kvalar, sem nístir holdið ogsærir, og vekurþunglyndi meðmönnum. Það er víst engin tilviljun, að síðari tíma frægð Schieles skyldi upphefjast þar sem regluboðun „moderne“-stefnunnar hafði alltaf verið tekið með fyrirvara og hún álit- in tiltæk til endurskoðunar og útvíkkana í Bandaríkjunum. Gmndvöllinn að þeirri frægð, sem list Schiéles nýtur í Vestur- heimi, lögðu þeir austurrísku safnarar og listaverkasalar, sem urðu að flytjast úr landi 1938. Það sem þeim lánaðist að taka með sér af verkum Schieles til New York, mynd- aði undirstöðuna að söfnun verka hans vest- anhafs og áhugi nýrra safnarahópa tók smám saman að vakna. Sá áhugi kom þó hægt og sígandi en án þess að nokkurn tíma kæmi afturkippur í hana. Árið 1948 var hægt að kaupa eina Schiele-teikningu í New York fyrir 70—90 dollara, vatnslitamyndir hans kostuðu þetta 100 til 200 dollara. 1956 buðu listaverkasalarnir Kornfeld og Klipstein teikningar og vatnslitamyndir til sölu fyrir þetta 400 og upp í 750 svissneska franka. Þremur ámm síðar kostaði andlits- mynd Schieles af málaranum Karli Zakov- sek 6000 dollara. Árið 1983 seldi Serge Sabarsky þessa sömu andlitsmynd á upp- boði hjá Sotheby Parke Bernet fyrir 2,42 milljónir dollara. Á næsta ári fór annað málverk eftir Schiele, „Tveir elskendur" (þ.e. „Liebespaar“ frá 1914) fyrir mun hærra verð eða 3,19 milljónir dollara. Á tímabilinu 1969 fram til 1984 vom haldnar fjölmargar málverkasýningar, verk Vinar- málaranna frá ámnum kringum aldamótin komust aftur til vegs og virðingar; umsetn- ing, eftirspurn og frægðarljómi, sem í sínu innsta eðli er þó ekkert annað en þægilegt fráhvarf frá 20. öldinni. Menn hafa fengið Ævi undrabarns Egon Schiele, sem fæddur var 12. júní 1890 í bænum Tulin skammt frá Krems í Áusturríki, var undrabarn heilsuveilla foreldra. Faðir hans var stöðvarstjóri hjá ríkisjámbrautunum og hafði, skömrnú áður en hann gekk í hjónaband, sýkzt af syphilis eða sárasótt og smitaði líka eiginkonu sína. Hann andaðist, þegar drengurinn var 14 ára gamall. Móðirin skýrði frá því, að drengurinn hafí þegar 18 mánaða gamall verið bytjaður að teikna. Eftir að Egon hafði lokið námi í menntaskóla, fór móðir hans að ráði listamanna þar á staðnum og sendi son sinn í listanám til Vínarborgar. Hann fékk inngöngu í Listaakademiuna í Vínarborg sama ár og annar, sem síðan varð frægur á öðrum vettvangi, féll á inntökuprófinu; Adolf Hitler. Egon var á þeim tíma 16 ára að aldri. 17 ára hafði hann þegar orðið sér úti um eigin vinnustofu, og fluttist listneminn þangað og vann af kappi. Hann kynntist einum helzta forvígismanni júgendstílsins, Gustav Klimt, sem var 28 árum eldri en Schiele og hvatti þennan unga listnema mjög til dáða. Schiele, sem hvarf frá námi við Listaakademíuna þegar árið 1909, hélt reglulega sýningar á verkum sínum og gat sér gott orð sem portretmálari, flúði brátt frá stórborginni Vín. Með sambýliskonu sinni, Wally Neuzil, fluttist hann fyrst til Krum- au, en síðar til Neulengbach, þar sem hann varð fyrir einu alvarlegasta áfallinu á ævi sinni, en það var árið 1912: Af því að hann hafði teiknað naktar smástúlkur þaðan úr grenndinni, var honum varpað í fangelsi og hann ákærður fyrir að btjóta gegn almennu, opinberu siðferði. Eftir að hafa setið dóminn af sér, hélt -hann í ferðalög, og fluttist svo aftur til Vínarborgar, þar sem hann árið 1915 gekk að eiga Edith Harms, dóttur handverksmanns eins. Hann var kvaddur í herinn en mátti samt vera um kyrrt á heimaslóðum. í marzmánuði 1918 prýddu myndir hans Secession-sýningarsalina í Vínarborg; í október létust þau Edith og Egon Schiele úr spænsku veikinni. Á áttunda áratugnum voru myndir hans á farandsýningu, sem meira en ein milljón manna kom til að skoða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.