Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 17
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 FERB4BIÆ LESBÓKAR Ekkert nema flugvélar Rugfloti heimsins* (til farþegaflutninga) Áætlaður árlegur vöxtur í farþegakílómetrum, 1986-2006 i0. Farþegakílómetrar (heimur) 6o/o 10 Áætlað frá 1987 5% | (350-500): (200-300)" | (190-350); Lang- 'flug Flugvélar smífiaoar i Sovétrikjunum ekki mefltaldar. •000 8 -2006- Hvar á að lenda? Litlir landsbyggðastaðir eiga þá ósk heitasta að fá byggða góða flugvelli tii að tryggja öruggar samgöngur árið um kring. Flugvélin er kærkominn gestur út í landsbyggðina. Það gegnir öðru iii«t.li um stóra flugvelli þar sem hávaðasamar þotur koma inn og hefja sig til flugs á mínútufresti. Enginn vill hafa þá, en samt geta fæstir án þeirra verið. Stórir flugvellir eru risavax- in skrímsli i samf élögum nútímans sem ógna bæði öryggi íbúa næstu byggðalaga, en eru líka að æra þá með hávaðamengun. Engin byggingasamstæða, að kjarnorkuverum meðtöldum, er eins illa séð af sinu næsta nágrenni og engin þjónar eins mörg- um. Hvar eiga stóru flugvellirnir að vera? Forréttindi ríka niai iiisins Fyrir 50 árum voru það forrétt- indi ríka mannsins að sigla á lúx- usskipum yfir Atlantshafið. Núna geta flestir flogið á milli heims- álfa. Ferðalðg flugleiðis virðast rétt vera á byrjunarstigi, ef miðað er við hraðstígar framfarir og aukna eftirspurn. Spáð e'r að far- þegafjöldi með flugvélum hafi tvö- faldast um næstu aldamót. Kannski verður eftirspurnin enn- þá meiri ef íbúar austantjalds fara að bregða undir sig betri fætinum og ferðatilboð verða enn fleiri og ódýrari. Bollar breta- drottningar Ef spáin rætist er hætt við að erfitt reynist að finna flugvelli til lendingar. Stóru alþjóðlegu flug- vellirnar eru þegar það ofsetnir, að minnsta kosti í Bandaríkjun- um, að flugvélar geta ekki haldið áætlun. Aðeins tveir stórir flug- vellir eru í byggingu í heiminum, annar í Osaka í Japan og hinn í Munchen og báðir eru í endur- byggingu. Pjölfarnir flugvellir valda fólki af háum jafnt sem lág- um stigum ónæði og íbúar og unihverfissinnar standa yfirleitt fast saman gegn byggingu þeirra. Fjölfarnasti flugvöllur Evrópu or- sakar hvað eftir annað glamur bollum hennar hátignar, Breta- drottningar, í Windsor-kastala. Heitar pólitískar umræður Staða flugmála er mjög brenn- andi mál hjá mörgum ríkisstjórn- um. Ágreiningsefnin geta orðið alvarleg ef ekki tekst að finna skjóta úrlausn á eftirfarandi: l.Hvernig er best að bæta þjón- ustuna á þeim flugvöllum sem fyrir eru? 2. Hvar á að byggja nýja flugvelli? 3. Hvað getur markaðurinn stjórnað flugvéla- umferð mikið inn ogút af flugvöll- unum og hvar eiga ríkisstjórnir viðkomandi landa að grípa inn í? Verðlagsstjórnun í Evrópu eru lendingargjöld hærri snemma á morgnana og á kvöldin, þegar flestir vilja ferðast. í Ameríku er verið að gera tilraun- ir með að bjóða laus lendingar- leyfí til þess flugfélags sem býður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.