Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 24
aðdráttarafl. Ég reyni stöðugt að vekja at- hygli á íslandi. En það sem veldur mér mestum erfiðleikum í mark- aðssetningu er hve erfitt er að fá fréttir utan af landsbyggðinni. Litlar fréttir geta orðið stórar fréttir, eins og bygging garðstofu við hótel í Borgamesi, nýjar dags- ferðir frá Akureyri og fleira, ef kynning á stöðunum fylgir með. Stöðugur fréttaflutningur hefur mest gildi. „Hvað er þetta, er ekki maður- inn að markaðssetja Flugleiðir, “ munu trúlega margir segja sem lesa þetta. Af hveiju talar hann ekki frekar um Flugleiðir og seg- ir frá ódýrasta og besta flugfélag- inu og segir að ísland sé með' ódýrustu hótelin og bestu veit- ingastaðina? Auðvitað tala ég líka um Flugleiðir, en fólk hefur ekki áhuga á að heyra endalaust talað um ódýr flugfargjöld, hótel og veitingahús. Áfangastaðurinn, ‘ landið og fólkið, heillar miklu meira en það sem ber keim af auglýsingum. Ferðamálaráð og ferðamannafjöldi Margt er afstætt þegar rætt er um gildi ferðamála fyrir þjóðar- búið. Ferðamálaráð í flestum löndum eru ríkisrekin og allt virð- ist ganga út á að sýna fram á stöðuga ferðamannaaukningu milli ára, en minni áhersla lögð á tekjumar sem hver ferðamaður skilar. Mér fínnst til dæmis alveg einkennilega lítil áhersla lögð á Bandaríkjamarkað hjá Ferða- málaráði Islands, eða miklu frem- ' ► ur Ferðamálaráði Lúxemborgar. Ferðamálaráð íslands er með eins manns skrifstofu í New York, þar sem frú Unnur Georgson gegnir mörgum embættum sam- tímis. Við Unnur höfum gott sam- starf, komum til dæmis fram sam- an í sjónvargsþáttum um ísland og fleira. Árin 1980-86 stóð Ferðamálaráð íslands fyrir mikilli auglýsingaherferð í Bandaríkjun- um. „Þú hefur ekki séð allt fyrr en þú hefur heimsótt þetta ósp- illta land,“ var þemað sem hafði mikil áhrif. Bandarískir og evrópskir férðamenn Ferðamálaráð Lúxemborgar er ekki með neina skrifstofu í Banda- ríkjunum. Flugleiðir sjá um alla landkynningu sem Lúxemborg fær á Bandaríkjamarkaði. Um þrjár milljónir ferðamanna koma til Lúxemborgar árlega. Flestir koma frá nágrannalöndunum, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi og , Frakklandi og eyða sáralitlu í Lúxemborg. Þeir koma með tjald- vagna eða hjólhýsi, dvelja gjarnan við árbakkann og flytja allan mat með sér. Það er furðulegt að Ferðamála- ráð Lúxemborgar skuli eyða mestu í landkynningu í þessum löndum. En auðvitað er auðveld- ast að stuðia að aukningu ferða- mannafjöldans þaðan. Hvort það hefur hagkvæmt gildi fyrir þjóð- arbúið eða stuðlar að umhverfís- I ajungilak. vernd, er svo önnur saga. Islendingar verða líka að gera sér grein fyrir að flestir evrópskir ferðamenn reyna að eyða sem minnstu á sínum ferðalögum. Til íslands koma þeir oft með sér- staka fjallabíla, allan útbúnað og flytja jafnvel með sér fæði. Allir sjá hvað íslensk ferðaþjónusta er mikið notuð hjá slíkum ferða- mönnum. Ferðamenn frá meginl- andinu kunna að ferðast ódýrt. Það gegnir allt öðru máli með ferðamenn frá Bandaríkjunum, sem ferðast yfirleitt dýrt. Þeir kaupa sér hótelgistingu, leigja bflaleigubfla, borða á dýrum veit- ingastöðum og gefa þjóðarbúi þess lands sem þeir heimsækja góðar tekjur. Það er ekki sama í hvaða landi er markaðssett fyrir ferðamanninn og ferðamanna- fjöldi segir ekki allt. wmmm ' Allt fyrír utiveruna Ert þú á leid uppá jökul eöa bara i gönguferö með hundmn? Skátabúöin á úrval af útiverubúnaði sem hentar bæði áhugafóiki um útiveru og reyndum fjallagörpum. Skátabúðin — skarar framúr. SKATABUÐIN 4 Snorrabraut 60 sími 12045 24

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.