Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 13
4- Maríukirkjan, stolt borgarbúa og stærsta múrsteinskirkja í heiminum. Hún hrundi að stórum hluta ísprengjuárás ístríðinu, en var byggð upp aftur. f í Breite Strase 2 er !í veitingahús. Hver einasti gafl i gamla bænum hefur sín séreinkenni og byggðin er ny'ög þétt. Þótt Ltibeck sé lítil um sig, er mannfjöldinn helmingi meiri en í Reykjavik. vo r. ídi ær 'gt er fir, iu, rgt fði að rið x>- lti: eir 00 íd- íeð því að þeir náðu undir sig Eystrasaltsverzl- uninni og síðar teygði áhrifasvæði þeirra sig allt til Spánar - og íslands eins og menn þekkja úr íslandssögunni. Þetta voru hvort- tveggja í senn: Kaupménn og útgerðarmenn vöruflutningaskipa, sem mynduðu laustengt samband; voru einskonar varnarbahdalag gegn ófriðaröflum, ekki sízt sjóræningjum, en án nokkurrar sameiginlegrar stjórnar. Það voru engir embættismenn á vegum Hansaborganna, enginn fastur floti, engir sameiginlegir sjóðir. En þetta var voldug- asta verzlunarafl álfunnar á þeim tíma og afraksturinn varð eftir í þessum borgum og þess sér stað í gömlum glæsibyggingum. Ekki voru menn sízt iðnir við að byggja guði til dýrðar: Sjö kirkjur á örlitlu svæði hólmans, sem Liibeck var upphaflega byggð á, þar sem Svartá og Trave renna saman. Þessir turnar setja ennþá svip á Liibeck ásamt öðrum veraldlegum turnum; ekki þó skýjakljúfum. Raunar hlýtur ferðamaður utan af íslandi að spyrja sjálfan sig við komuna til Liibeck: Hvar eru Breiðholtin? Hefur ekki þurft að byggja nýtt hús hér í 500 ár? Jú reyndar. í Liibeck búa nú 244 þúsund manns; borgin er eftir því helmingi fjölmennari en Reykjavík, en sýnist á stærð við gamla Vesturbæinn eða tæplega það. Að sjálfsögðu eru nýleg úthverfi, sem enginn ferðalangur lítur á; þau eru auk þess fremur lágreist og á kafi í skógi, svo lítið ber á þeim. Ferðamað- urinn kemur til að sjá Hansaborgina, gamla bæinn, sem rekur uppruna sinn til ársins 1143. Þá var reistur kastali og virki vegna þess að Slavar höfðu komið báli og brandi og eytt þorpi, sem þar var fyrir. Litlu síðar efldist þarna til valda maður, sem hét Hin- rik Ljón og var svo ljóngáfaður að hann réðist í að byggja dómkirkju og þarmeð var Lubeck orðinn alvöru bær. Skammt fyrir norðan var voldugur óvin- ur, nefnilega Danakóngur. Honum tókst að leggja Lubeck undir sig árið 1201, en aldar- fjórðungi síðar lágu Danir í því, þegar her þeirra var gersigraður. Þarmeð varð Liibeck fríríki og fékk að vera það nokkurnveginn í friði til ársins 1937, að maður að nafni Hitler kom við sögu. Borgin var byggð á dálítilli hæð við árn- ar. Eftir sigurinn yfir þeim dönsku var ráð- ist í að reisa borgarmúr með tveimur tröll- auknum hliðum: Holstentor og Burgtor. Þau standa enn og Holsten-hliðið, byggt þegar Hansaveldið var að líða undir lok um 1470, er eitt helzta kennimark borgarinnar og turnarnir tveir með þremur oddmjóum spírum á milli, eru einskonar táknmynd Liibeck-borgar. Þetta vígalega hlið gefur ótvírætt til kynna, að það hefur ekki verið árennilegt að reyna innrás; þetta er eins og krepptur hnefi út á við, en ósköp vinaleg höll inn á við og hýsir raunar borgarminja- safnið. Leiðin liggur gegnum Holstenhliðið, yfir brú og uppá hæðina, þar sem eru gömul hús, þröngar götur og þessir fjallmyndar- legu turnar. Enginn skilur hversvegna þurfti að byggja sjö stórkirkjur á 13. öld; fyrst í rómönskum stíl og síðar voru þær endur- » + Veitingahúsin eru oftar í stíl Hðinna alda en nútímans - ogþar er á borðum staðgóður þýzkur matur. byggðar í gotneskum. í síðari heimstyrjöld- inni voru gerðar loftárásir á Liibeck og fjór- ar kirkjurnar hrundu að verulegu leyti. En viti menn; borgarbúar voru ekki í rónni fyrr en búið var að endurbyggja þær allar. Mið- að við hausatölu er það svipað því, að Reyk- víkingar byggðu í snarhasti tvær nýjar Hallgrímskirkjur. -Hér hlýtur að búa sann- kristnast fólk norðan Alpafjalla, sagði ég við þýzka leiðsögumanninn. Hann hristi höfuðið: -Ekki ef marka má eftir kirkjusókn- inni, sagði hann.- Aðeins örfáir virðast sækja messur. Hvað um það; borgarbúar vildu sjá sína turna og ekkert múður. Þegar komið er inn á ráðhústorgið við Mengstrasse og Kola- markaðinn, blasa við að auki turnar ráð- hússins eins og röð af vel ydduðum blýönt- um. Og vegna þess að það var desember, þegar blaðamaður Lesbókar var þarna á ferðinni, hafði hefðbundinn jólamarkaður verið settur upp á ráðhústorginu. Þá er þar komið fyrir fjölda af vel skreyttum smákof- um, þar sem fólk selur allskonar heimatil- búið glingur og drekkur volgt gliivein til að ylja sér, því það getur verið napurt þarna í skammdeginu. Hinsvegar er hitinn oft um 17 stig þegar komið er fram í mai og á • sumrin er algengur hiti 20-25 stig. Maríukirkjan Á Ráðhústorginu er maður svo að segja undir einum veggnum á þeirri kirkjunni, sém framar öðrum er prýði staðarins og stolt. Hér gnæfir Maríukirkjan með tveimur 125 metra háum turnum og hæðin undir loft í kirkjuskipinu er 38,5 metrar. Það hefur ekki verið yfirmáta vinsælt, þegar leiðsögu- menn draga ferðamenn í kirkjur; það er stundum nefnt á „penan" hátt ABC (úr ensku: Another Bloody Church - enn ein fjárans kirkja). Ég ætla heldur ekki að mæla með því, að ferðalangar utan af ís- landi komi í sjö kirkjur Liibeck-borgar, nema þeir séu sérstakir kirkjurannsóknamenn. En eitt vil ég segja þeim: Komið í Maríu- kirkjuna, því það er áhrifamikið. Svo farið sé fljótt yfir sögu: Hér var byggð rómönsk basilíka, mikið steinbákn um 1200, í stað timburkirkju. Síðar var hún endurreist í gotneskum stíl eftir tízku tímans, en skipu- lagið að frönskum hætti: Miðskip og tvö hliðarskip. Fáar kirkjur frá miðöldum höfðu sankað saman öðrum eins listaauði og varð- veitt framá þessa öld til þess eins að verða eyðingunni að bráð í loftárásinni nóttina eftir pálmasunnudag 29. marz 1942. Þá varð þessi glæsilega bygging að stórum hluta rjúkandi rúst. Meðal þcss sem eyddist var háaltarið; mikið barrokstykki eftir Thomas Quellinus frá Antwerpen og hinar risastóru kirkjuklukkur duttu niður á stein- gólfið og mölbrotnuðu. Nú hefur verið byggð innan í kirkjuna minningarkapella um árás- ina; þar eru kirkjuklukkumar í maski á gólfinu, nákvæmlega eins og þær litu út eftir árásina. Yfir nýju altari hangir nú stórt kr-úsifix eftir myndhöggvarann Gerhard Marks, en það sem umfram allt gerir þessa stærstu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.