Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 4
i :/¦¦¦"' ¦*' y %^*SlÍtJm ¦•>¦ ^B g /¦ .^P'ái P áfl£& B« I^SIPfP > ¦ • HR ;V :^' ¦ ¦¦••• i. ¦ . ¦ ..;;.:; .- ¦ ¦.. ' " Wá Dyremor, 1940. Skúlptúrgarður heima hjá Heerup. rlXL IL JV U x í Norræna Húsinu Henry Heerup. Ehm af Cobramömmn- um og nú orðinn áttræður. Danski listamaðúrinn Henry Heerup, einn af Copramönnunum, sem svo eru nefndir, er nú áttræður að aldri og verk eftir hann eru nú sýnd í fyrsta sinn á íslandi. EftirR.DAHLMANN OLSEN sýningunni í Norræna húsinu má sjá grafík og teikningar eftir danskan listamann, mál- verk gerð á poka eða gömul kosningaplaköt, höggmyndir sem koma úr hlöðnum görðum, kirkjugörðum eða ræsishleðslum, „skran- samsetningar", sem ekki höfða til tískusinn- aðra, settar saman úr handónýtum hvers- dagshlutum sem voru á leið á öskuhaug- ana. Þetta reyndist koma frá óvenjulegum manni sem er ómaksins vert að kynna sér nánar. Það er ekki erfitt — menn þurfa að vera sérstaklega þungir á sér til þess að hrífast ekki með. Rétt eins og Svavar Guðnason á íslandi, sem varð einn sérstæðasti myndlistarmaður þjóðar sinnar á 20. öld, skipa listamennirn- ir Ejler Bille, Asger Jorn og Henry Heerup meginsess í danskri myndlist. Allir hafa þeir lagt fram skerf til listarinnar sem jafna má við hvirfilbyl, skerf sem hefur náð langt út fyrir landamærin en aðeins Henry Heer- up hefur hlotið svo almennan skilning að öll þjóð hans þekkir ekki aðeins líf hans og starf heldur einnig strik hans og tjáningar- form, einkum af grafíkverkum sem finna má fjölmargar útgáfur af í skólum, kennslu- stofnunum og sjúkrahúsum. ¦ • HEERUP áttræður Dæmi um þessar vinsældir sáu menn fyrstu viku nóvembermánaðar 1987 þegar hann varð áttræður 4. þess mánaðar. Nátt- úruverndarfélag Danmerkur heiðraði hann með mikilli móttöku í Oddfellow-höllinni fyr- ir afstöðu hans gagnvart náttúrunni og varð- veislu hennar og þakkaði honum fyrir hið mikla framlag hans í listaverkum til félags- ins, mesta framlag frá nokkrum einstaklingi — og þar sem ekki væri gerlegt að friða Heerup sjálfan var nú nefndur eftir honum skógur, Heerupslundur á Langalandi. Sömu viku voru opnaðar fjölmargar sýn- ingar með iistaverkum hans, bæði í Kaup- mannahöfn og nágrenni og á Jótlandi, þar sem Holstebro Kunsfmuseum opnaði sýningu sem stóð í þrjá mánuði með fjölmörgum fyrirlestrum og kynningum á list hans. Þeg- ar opnuð var stór yfirlitssýning í Kunst- foreningen í Kaupmannahöfn talaði meðal annarra menntamálaráðherra landsins. Á vegum sýningarsamtakanna Decembrist- erne, sem Heerup er í, var síðan borin fram sem afmælisgjöf risastór lagkaka sem þrír kökubakarar höfðu unnið að dögum saman. Eftir sólarlag var farin blysför, gengið var frá Thorvaldsens-safninu, báðum megin við „kanalinn", og svo safnast saman framan við hús Kunstforeningen þar sem Henry Heerup tók á móti göngunni og prófessor Dan Sterup-Hansen flutti hátíðarræðu. Því næst útnefndi formaður Félags danskra grafíklistamanna Heerup heiðursfélaga í fé- laginu. Því skal skotið inn í hér að vegna hófstillingar í lifnaðarháttum hefur Henry Heerup getað lagt fram langt yfir 100.000 danskar krónur árlega á afmælisdaginn sinn sem styrk til efnilegra danskra listamanna — og þetta skiptir miklu máli fyrir danska myndlist. Síðasta dag vikunnar hélt sveitar- stjórnin í Rödovre reglulega fjöldasamkomu með söng, skemmtiatriðum, borðhaldi og dansi þar sem um 300 manns skemmtu sér með listamanninum fram á rauða nótt. Þessum frumaðföngum að „alþýðlegu minnismerki" fylgja náttúrlega nokkrar spurningar sem reynt verður að svara í kaf- lanum um aðaldrætti í þróun listar Heerups. Henry Heerup varð að eigin sögn lista- maður af því að hann felldi sig ekki við neitt annað — og eftir nokkur ár á Aka- demíunni fór hann út í það að halda sýningar. Hann tók virkan þátt í öllu tímabilinu með listtímaritunum Linien — Helhesten — Cobra og hefur verið einn af máttarstólpum hreyfingarinnar og átt hlut að máli að hún varð að verulegum þætti í alþjóðlegri list á þessari öld. Fyrstu „skran-samsetnihgar" Heerups voru sýndar í fyrsta sinn á sýningum Lini- ens á Charlottenborg 1934 og urðu Ejler Bille tilefni að nokkrum ljóðum í fyrsta tölu- blaði tímaritsins Linien. Bille hafði náttúr- lega fengið andann yfir sig af þeim listræna krafti sem fólst í þessum sérkennilegu fyrir- brigðum og sem hann hefur ekki verið alls ókunnur. Með Sigurjóni Og Svavari Þegar átti að senda út Helhesten lá beint við að biðja Heerup að gera forsíðu á fyrsta tölublað og gerði hann að henni mörg frum- drög. Seinna, þegar kostnaður við prentmót var að sliga listtímaritið, lagði hann til röð af dúkristum og steinprentum, þar á meðal Sprengjuflugmenn 1943, og Gróður, 1943, en hvor tveggja myndin er með á þessari sýningu. Eins og sjá má fór Heerup hér með að fást við steinprent, tjáningarform sem hann síðar hafði mikla ánægju af, þar sem hann er snjall teiknari með fullt vald á steinprents- tækni. Heerup tók auðvitað einnig þátt í hinni frægu tjaldsýningu Bellevue í Klamp- enborg, maf 1941, þegar annað tölublað af Helhesten kom út. Meðal þeirra sem tóku þátt í sýningunni voru Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Hugmyndin var að safna bestu listamönn- um kynslóðarinnar saman í einn sýningar- hóp. Við fyrstu sýningu sem Linien hélt, 1934, gekk Heerup um með auglýsingaskilti og stundum var hann næturvörður í tjaldinu, en það starfsheiti hafði hann haft áður. A árunum 1941—48 tók Henry Heerup þátt í Corner- og Haustsýningunni sem á þessum tíma breytti um nafn og hét síðan Haustsýningin og kynnti einkum abstrakt- Skranskálptúrar eftír Heerup. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.