Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 22
ast á slíka áletrun og milliliðirnir voru augljóslega ekki margir. Aðalréttimir eru „pönnuristað- ur smokkfískur með eplum og spinatnúðlum" og „ofnsteikt ali- önd með vínbeijum í mildri græn- piparsósu". Smokkfískurinn er sambærilegur við hörpuskelfísk, rennur kannski ekki alveg eins í munni, en er ljúffengur með léttri sósu. Boðið er upp á bæði ali- og villiandabráð. Villiandabráðin er meira spennandi og bragðefnin koma vel fram með ijómasósu og grænum aspargus. Fjaran hefur ekki mikið úrval af borðvínum þar sem staðurinn er lítill, en bætir það upp með sérstökum eðalvínum. Með kjöt- réttinum er valið ástralskt rautt eðalvín af „The Hardy Collec- tion,“ en Cléray-hvítvín með fisk- inum. í eftirrétt var valin „inn- bökuð dalayija með passionsósu" og „súkkulaði og hnetufrauð". Dalayiju-osturinn var innbakaður í deigi og bragðaðist vel með heitu tei. Súkkulaðikaka með ijóma var kannski fullmikill eftirréttur og eins gott að gefa sér góðan tíma yfir henni. íslensk veitinga- húsamenning Nokkurt ónæði skapaðist frá stórum hóp sem var að borða sam- an, en hópnum var skipað til sæt- is í lokuðum sal á efri hæð svo að hávaðinn barst sem ijarlægt brimhljóð niður í aðal borðsal. Fólkið lét mikið á sér bera, bæði þegar það kom og fór, var greini- lega búið að dreypa ósleitilega á vínföngum og gerði töluvert uppi- stand þegar átti að greiða reikn- inginn. Það er dýrt að fara út að borða og eins gott að gera sér grein fyrir hvað hlutimir kosta áður en pantað er. íslendingar eru oft hávaðasamir á veitingastöðum og taka ekki tillit til náunga síns við næsta borð. En þetta er mikið að breytast til hins betra með tilkomu fleiri og betri veitingahúsa. En það er ekki hægt að búast við að íslensk veitingahúsamenning verði strax eins og hún gerist best eins og til dæmis í Frakk- landi, þar sem gestir tala næstum í hljóðskrafi meðan setið er að snæðingi og þar sem ljúf tónlist undir borðum fær virkilega að njóta sín. Fjaran í Hafnarfirði er þægileg stærð á veitingastað og kokkarnir leggja sig greinilega fram um að vera með sérstaka rétti á boðstól- um. Allt var smekklega og vel fram borið og þjónusta góð. Kertaljós var á hveiju borði sem er ómissandi þáttur, þegar njóta á líðandi stundar. Og umgjörðin leiðir gestina inn í menningu liðins tíma og vekur umhugsun. Séðyfirefri borðsal. Veitingahúsið Fjaran. í Fjörunni sterkar til gestanna í gegnum slíkar skreytingar. En við vorum að koma hingað til að borða — alveg eins og til að hvíla hugann og renna sjónum frá hversdags eldhúsinu heima — og láta stjana aðeins í kringum okkur. Þjónustuspil veitingahúss- ins Fjörunnar eru liprir og glað- legir þjónar sem opna matseðilinn og leiða okkur inn í leyndardóma sjávar- og kjötrétta. Ljúfmeti Fordrykkurinn sem við veljum er létt blanda af gosdrykkjum með bananalíkjör skreyttur með ávöxtum á toppnum. Hann minnir á suðræn lönd og sól. Í forrétt veljum við „hrátt hangikjöt með melónusmjörsósu" og „skötusels- mús með tómatsósu". Hangikjötið er sneitt næfurþunnt og minnir á reykt svínalqot framreitt með melónum að ítölskum sið. Þetta bragðaðist mjög vel og sérlega spennandi að sjá þjóðarréttinn matreiddan „öðruvísi". Þetta er réttur sem gæti orðið vinsæll. Skötuselurinn er hakkaður og bakaður í blöndu af eggjahvítum og kryddi. Sósan með skötuseln- um hefði ef til vill mátt vera sterk- ari og borin fram heit, en það er smekksatriði. A milli rétta eru bornar fram næfurþunnar sneiðar af reyktum rauðmaga ofan á kexi. Rauðmag- inn leiðir hugann að ferðalagi norður á Ströndum fyrir nokkrum árum. Þá var ekið fram á auglýs- ingaspjald við veginn sem bar svohljóðandi áletrun: „Reyktur rauðmagi til sölu — milliliða- laust.“ Nokkuð spaugilegt að rek- „Ég skal finna þig í fjöru,“ segir máltækið og boðar ekki gott fyrir þann sem til er talað. Stefnumót í veitingahúsinu, Fj'örunni i Hafnarfirði hljómar aftur á móti nokkuð spennandi. Fjaran er að taka upp þá skemmtilegu nýjung að veita gestum, sem eru að fara í leikhús í Reykjavík, aukna þjónustu. Fjaran mun bjóða upp á kvöldverð fyrir leikhúsgesti um klukkan hálf sex og Iúxusbílferð í bæinn, kvöldverðargestum að kostnaðar- lausu. Ferðablaðið fór að kynna sér þjónustu Fjörunnar. Rigningin lemur litlu rúðurnar á kvistglugganum, þar sem setið er við kertaljós og dreypt á for* drykk áður en sest er að snæð- ingi. Það er notalegt að sitja upp við þaksúð í gömlu húsi í Hafnar- fírðinum og hlusta á náttúruöflin hamast fyrir utan, ekki síst þegar sjávarföll í fjörunni blandast sam- an við regnhljóð í þessum gamla útgerðarbæ. Það er dýrt' að fara út að borða á íslandi. Við borgum fyrir matinn og þjónustuna, en ekki síður fyrir umhverfið. Hús með sál, hús með sögu, höfða meira til okkar, þegar sest er nið- ur til að njóta líðandi stundar. Við sitjum inni í einu slíku húsi. Ýmiskonar ilman Ilman frá eldhúsi lofar góðu og kemur bragðlaukum af stað. En í skini kertaljóss líður saga hússins fyrir hugskotssjónir og ber með sér aðra ilman. Krambúð og pakkhús um miðja fyrri öld hefur geymt ilman fjarlægra landa, í tunnum og stömpum sem skip og bátar fjörunnar báru að landi. Logaskin frá fysibelg í höndum járnsmiðs lék eitt sinn hér um þil og stafna og heillaði svo marga Hafnfirðinga til sín, að smiðjan varð aðal samkomu- staður bæjarbúa. I andrúmslofti smiðjunnar voru þá lesnar hér sögur og ævintýr. Ennþá breytist ímynd hússins í kennslustofíi, þar sem fyrsta kennsla í stýrimannafræðum fór fram. Hvít segl voru sniðin hér og dregin fullsaumuð fram í fjöru, þegar seglasaumur var kenndur í húsinu. Imynd hússins rís og hnígur í gegnum áratugina og dagar þess vom bæði góðir og slæmir. Stafnþil þess hafa hlíft dýrum og mönnum og verið geymslustaður bæði fyrir mat- og heyforða. Það rís upp úr fyrri niðurlæg- ingu þegar nýr ilman frá sótt- hreinsaðri lyfjaverslun blandast hinum fyrri. Aftur gegnir það hlutverki íbúðarhúss, sem úreldist með tímanum og stendur autt og yfirgefið í nokkur ár. Árið 1985 lá fyrir samþykki bæjarráðs Hafn- arfjarðar um að rífa húsið. En það áttu ekki að verða örlög þess að falla í duftið, heldur keyþtu fram- sýnir menn, núverandi eigendur, . húsið, endurbyggðu og gáfu því að mestu sitt gamla svipmót og tengdu það mótum láðs og lagar - FJÖRUNNI. Þjónustuspil fjörunnar Framan á matseðlinum er mynd af spili fjörunnar, einu þarf- asta tæki hennar, sem stóð á fjörusteinum við bátalægin og dró báta með físk- og mannafla á land. Kertaljósið, sem leiddi okkur inn í ævintýraheima hússins, stendur á borði sem mótað er eft- ir helstu bogviðum fjöruspilsins. Margt fleira gæti prýtt húsið og tengt það enn frekar fjörunni. En fjaran hefur að geyma marga dýrgripi sem má hugsa sér sem stofuprýði, ef vel og smekklega er að staðið. Einnig má hugsa sér myndir sem tengjast fyrra lífi hússins, en saga og núverandi ímynd hússins gæti höfðað enn Kertaljós og rómantík. „Þjónustuspilið“ í fullum gangi. 22

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.