Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 15
NSURo 80 - offramúrstefnulegurá sjöunda áratugnum. voru bundnar við þessa vél sem notaði snún- ingsstimpla í stað stimla sem ganga upp og niður. Auðvitað var það miklu rökréttara að snúningshreyfing, sem á endanum er nýtt til þess að hreyfa bílinn áfram, væri upprunalega framkölluð með snúnings- hreyfingu. Með snúningsstimplum var þann- ig komið í veg fyrir að stöðva þyrfti hreyf- ingu stimplisins tvisvar á hverjum snúning sveifaráss eins og gerist í venjulegum vél- um. Með því móti fékkst fram áður óþekkt gangmýkt í bílvélum. Stærð brunarýmisins var annað atriði sem gerði Wankel-vélina að verulegu leyti frá- brugðna öðrum vélum. Þar sem bruni verð- ur þrisvar á hverjum snúning stimpl- is/sveifaráss Wankel-vélar, sex sinnum oft- ar en gerist hjá fjórgengisstimpilvélj varð komist af með mun minna brunahólf. I sam- ræmi við það urðu öll stærðarhlutföll Wank- el-vélarinnar einnig önnur og minni. Þegar NSU Spider-sportbíllinn kom á götuna árið 1963 voru þýsk yfirvöld sett í talsverðan vanda af þessum sökum. Hann var með eins stimpils Wankel, sem með 500 rúm- sentimetra brunarými afkastaði 50 hestöfl- um við 6000 sn/mín. Hingað til hafði skatt- ur verið lagður á bíla í samræmi við rúmtak vélar. En Spider-inn setti þetta kerfi nátt- Felix Wankel, höfundur Wankelvélarinnar. 20 árum síðar: Með Audi 80 má segja að merkið sé tekið upp á nýjan leik hjá verksmiðjunni — nú á réttum tíma. En því miður — ekki hefur tekizt að teikna bíl sem jafnast á við Ro 80. ¦- Þversnið af Wankel-vélinni í NSU Ro 80 Með tilkomu Wankel-vélarinnar fóru framleiðendurgb'mlu stimpilvélarinnar að leggja sigalla fram um endurbætur. Núna er sportbíllinn Mazda RX-7 eini bíllinn sem nokkuð kveður að og er með Wankel-vél. úrulega úr skorðum og eftir mikið japl, jaml og fuður var ákveðið að hér yrði að gera undantekningu á, eitthvað sem þýskum byrokrötum er ákaflega óljúft, og miða skatt af þessari tegund bíla við þunga bíls í stað brunarýmis vélar. Fframúrstefnubíllinn RO80 Avantgarde-tilhneiging þeirra Audi- NSU-manna tók flugið á ný þegar sá sögu- frægasti bíll, NSU Ro 80, varð að veruleika á s'einni hluta sjöunda áratugarins. Þessi bíll markaði tímamót í tæknisögu bílanna. Burtséð frá því nýmæli að þetta var fyrsti „alvörubíllinn" með Wankel-vél, tveggja stimpla, 1000 rúmsentimetra og 115 hest- afla, voru sameinaðar í honum margar stefnumarkandi tækninýjungar. Ro 80 var einn af fyrstu framdrifnu hraðakstursbílun- um. Hámarkshraðinn var í kringum 180 km/klst og til þess að bíllinn væri stöðugur og öruggur í akstri á þeim hraða varð að hanna nýjar og nákvæmari hjólfestingar á fram- og afturásum. Bíllinn var búinn tvö- földu hemlakerfi og diskahemlum að framan og aftan. Mikiil massi þessara tvöföldu hemladæla þeirra daga varð til þess að dælur og diskar að framan voru færð alveg upp að gírkassanum, sátu sem sagt á „öfug- um" enda driföxlanna og minnkuðu þannig ófjaðraðan massa framhjólanna. Það gerði þeim kleift að fylgja betur eftir ójöfnum í veginum. Ro 80 var búinn tannstangarvökvastýri. Þó ekki eins og því sem þekkist í dag heid- ur var sérstakur vökvatjakkur festur við hvalbakinn. Tjakkstöngin tengdist síðan ein- um stýrisarmanna, svona á svipaðan hátt og þegar vökvastýri hefur verið sett eftir á í Dodge Weapon eða bíl af álíka stærð. Þá voru þeir Audi-NSU-menn einnig farnir að huga að verndun farþeganna við árekstur með því að hafa fram og afturenda yfirbygg- ingarinnar úr frekar mjúku og umforman- legu efni en farþegarýmið sjálft úr sterkara stáli. Nokkuð sem fylgt hefur Audi og reynd- ar fleiri bílum síðan. Of Nýstárlegt Útlit Veigamesta atriðið af þeim nýjungum sem fylgdu Ro 80 þegar hann kom fram á sjónarsviðið var þó sérstætt byggingarlag bílsins. í því var sennilega mésta fi'amúr- stefnan fólgin og kannski átti það þannig stærstan þátt í lítilli velgengni bílsins. Útlits- hönnunin var einfadlega of nýstárlega til þess að falla í kramið hjá almenningi. Fram- leiðslan var þar með dæmd til þess að selj- ast illa. Það dró svo aftur þann dilk á eftir sér að NSU-verksrmðjurnar uvðu gjaldþrota og voru síðan keyptar upp af Volkswagen. Þannig urðu þær það ríkisrekna fyrirtæki, Audi-NSU, sem þær eru í dag. Audi hefur hins vegar spjarað sig vel í þessu stjúp- dótturhlutverki, byggir á grónum grunni og heldur uppi merkinu með því að fara gjarn- an ótroðnar slóðir, þó með tilliti til dýr- keyptrar reynslu. En hvað var það svo sem kom hönnuðum Ro 80 til þess að gefa honum þetta óvenju- lega og örlagaríka útlit? Langdregin yfir- byggingin, lágur .framendi og hár afturendi gefa bilnum ákveðið kílform. Kílform í bygg- ingarlagi bíla er svo aftur merki um straumlínulögun. Þessi bíll markaði sem sagt upphafið að þeirri útlitshönnun bíla sem tekur fyrst og fremst mið af loftmótstöðu og er allsráðandi á bílamarkaðnum í dag. Ro 80 hafði loftmótstöðustuðulinn cW = 0,355 sem var einstakt fyrir bíl með „venjulegu" lagi á þeim tíma. Það var ekki fyrr en á árum olíukreppunnar 1974 og síðan aftur í kring um 1980 að þetta kílform tók að þróast í útliti bíla sem svar bílaframleið- enda við hærra eldsneytisverði. Það undirstrikar ennfremur hversu Ro 80 var mikið á undan sinni samtíð — avant- garde — að Audi-verksmiðjurnar hafa nú 20 árum síðar hafið framleiðslu á bíl sem svipar glettilega mikið til þess gamla. Hann ber meir að segja sömu einkennistölu, þ.e. nýjasta gerðin af Audi 80. Ef til vill er helsti munurinn á þessum tveimur bílum, og ber það vott um breytta tíma og tísku, að Audi 80 selst firna vel. . . HiMundurinn er bílaverldræðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.