Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.03.1988, Blaðsíða 5
Dansmærin og snigillinn, 1949-50. málara. Það rann upp tími þegar ótrúlega mörg góð listaverk litu dagsins ljós og þar sem opinberir menningarvitar með listgagn- rýnendur blaðanna í broddi fylkingar komu fram sem blindir andstæðingar. Það var jafn- vel ógerningur að herjaút smástyrk til þess að gefa út Helhestan. I lok tímabilsins var það alvanalegt að erlendir listamenn kæmu í heimsókn og það kveikti hugmyndir að víðtækari evrópskum listamannasamtökum sem í átti að fá framúrstefnulistamenn hverr- ar þjóðar. Árangurinn varð þó staðbundnari samvinna sem hófst með því að fyrsta eintak- ið af Cobra var prentað í Kaupmannahöfn hjá okkar gamla, trygga prentara (Hans Jensen, Selandia) en síðan hélt útgáfan áfram og jafnframt stórar sýningar erlendis og auðvitað tók Heerup einnig þátt í þessu. Þrátt fyrir tungumálaerfiðleika var Heer- up mjög vinsæll hjá belgískum og hollenskum listamönnum og áhuginn hélst vel vakandi svo að hinn frægi forstjóri Wilem Sandberg í Stedelijk Museum í Amsterdam varð einnig að fara út í garð hjá Heerup til þess að kaupa stærri stein fyrir uppsetningu á Muse- umplein (það varð Maðurinn frá Rödovre). Cobra-samtökin stóðu í um þrjú ár áður en aðalmennirnir, Asger Jorn og Chr. Dotre- mont, veiktust alvarlega af berklum. Eftir tíu ár varð Cobra allt í einu töfra- orð. Jafnt í minnstu listaverkabúðum og opinberum söfnum voru settar upp Cobra- sýningar — það eru Cobra-söfn bæði í Norð- ur- og Suður-Ameríku. Áður en Heerup vissi af var hann orðinn þekktur allar götur út á Taiwan vegna farandsýninga á list Cobra- hópsins. Eftir að Haustsýningin fór út um þúfur var Heerup valinn í listamannahópinn Dec- embristana 1950. Hjá Decembristunum voru engar fírnalangar, oft næsta útslítandi um- ræður um smáatriði í list og liststefnu og sárasjaldan deilur milli listamanna. Decem- bristarnir, sem eru tiltölulegar fáir, meta það yfirleitt mikils að standa saman og hafa yfirleitt getað gert það í brátt sextíu ár. Meinlætalíf Þar sem allur almenningur hefur tekið Heerup upp á arma sína hefur myndast fjöldi sagna um líf hans og list. Það hefur ekki dregið úr sagnagróðrinum að árið um kring lifir hann næstum því meinlætalífi í samræmi við skoðanir sínar á lífinu og sam- félaginu. Daglegt starf er mikilvægt og skyldurnar skal rækja. Möndull jarðar er hér Rödovre-Vanlöse. Verðmæti skal geyma, það sem er slitið skal nota til þess að skapa ný verðmæti, náttúruna skal umgangast með nærgætni, nýtt líf skal verndað, það á að meðtaka fastan gang himintungla og dá- sama sólsetrið með þakklæti. Eftir þessar upplýsingar um einkahagi listamannsins kemur það þeim varla á óvart sem minnast þess að hafa séð mynd, sem tekin er ofan úr brunastiga og sýnir allan garð Heerups, að þar þurfa menn helst að hafa með sér skógarhöggsmann til þess að komast að listamanninum sem á daginn sit- ur glaður við vinnu sína framan við yfirfulla skúra í hrókaræðum við alla kettina sem hann heldur lífi 5. Þegar hér að framan var talað um „allan garðinn" var náttúrlega fyrst og fremst átt við óteljandi höggmyndir sem standa víðs vegar um grasflötina. Jafnvel þótt Heerup hafi ekki haft „steina" (svo að notað sé orðalag hans) á sýningunum sínum síðustu tíu árin þá má ekki gleyma öllu framlagi hans á þessu sviði þar sem tilfinning hans fyrir efninu og tækni með meitilinn hefur borið frábæran árangur, oft- ast vegna þess að hann hefur tekið tillit til lögunar steinsins og látið hana kveikja sér hugmyndir. I skrá yfir grafíkverk Heerups frá forlag- inu Cordelia, 1981, hefur höfundur skrárinn- ar, Hans Moestrup skipt myndefni í grafísk- um verkum höfundarins í þrjá meginflokka: 1) Vinna að listrænni sköpun. 2) Samband karls og konu og einnig hugtökin karlmann- legt/kvenlegt. 3) Líf og dauði. Þegar unnt verður að gera yfirlit yfir höggmyndir, málverk og teikningar, getur verið að skiptingin feli í sér fleiri efnis- þræði. Slíkt er ekki unnt að gera við þetta tækifæri. Það er þó ljóst að ef til vill býr fleira undir þegar koma efnisþættir eins og móðir og barn, móðirin og amma (madonn- ur), sjálfsmyndir, skáld, tónlistarmenn og gamlir menn, trúðurinn, vætturin og ástar- uppnám (þar sem leikurinn er meginatriðið). Myndir af eggjum og myndir af hreiðrum, þær síðarnefndu meira eða minna felldar inn í myndir af trjám (þar sem i flestum er gengið út frá Eremitage-eikinni), frelsunar- og friðarmyndir, dýramyndir með svðnum og ljótum andarungum og köttum, sem eru vinsælastir. Einnig má nefna til uppstilling- ar, og myndefni „skran-samsetninga". TÁKNMÁL HEERUPS En Heerup er þekktur fyrir að nota alltaf auðlesin tákn í listaverk sín, einkum þegar hann sýnir ást, fæðingu, líf og starf, þau eru t.d.: akkeri fuglar mylla blóm skeifa máni eldur hjarta lykill bursti og sópur hengilás nægtahorn reiðhjól köttur tappi brúða klukka snigill dós kross sðl dauði eldíng teiknibóla fískur ljós og lukt teppabankari fluga lok flöskuhetta Allmikinn hluta þessa má endurfinna í táknmáli alþýðulistar, sem er og hefur lengi verið þekkt fyrir að sýna ímynd verðmæta tilverunnar, en einnig mætti benda á dönsk kalkmálverk, suðursænsk veggteppi, fang- elsis- og tattóveringamyndir. Einkum er þetta ríkt í „skran-samsetning- um" hans, þar sem það eru hlutirnir sjálfir sem eru sýndir og þar sem „raunsæ eftir- mynd" er gjörsamlega úr sögunni! Sá áhugi sem erlendir listamenn hafa sýnt verkum Heerups tengist ekki síst Assemblage-list (hlutasamsetningum) og Neo-dadaisma. Heiti sýningarinnar er nafn á einu nýjasta steinprenti Heerups — trú, von og kærleikur eru hugtök, sem oft hafa verið aðalvið- fangsefni í verkum listamannsins. Annan boðskap skal þó einnig nefna. Um 1930, mitt á námsferli sínum á aka- demíunni, gerði Henry Heerup þrjár fyrstu grafíkmyndir sínar sem voru tvær tréskurð- armyndir og ein dúkrista. Tréskurðarmynd- irnar gerði hann á tvö vindlakassalok og dúkristuna á gamla klæðningu af eldhús- borði. Strax á þessum tíma má þannig finna eitt af boðorðum Heerups: Þú mátt ekki fleygja hlutum sem unnt er að nota til ann- ars. SökktiSérNiður í Grafíkina Þegar listtímaritið Heíhesten fór að koma út á árum heimsstyrjaldarinnar síðari fékk grafíkin byr undir báða vængi. Hér notuðu ungir listamenn tjáningarform sem forðum höfðu tíðkast. Aðferðin var einnig ódýrari en bæði striga- og litamyndamót. Henry Heerup sökkti sér niður í þetta nýja tjáningarform af furðulegri ákefð. Seinna féll Heerup fyrir gömlum gólf- dúkspjötlum frá því verið var að gera við tröppur og myndir gerðar á þessar pjötlur hafa, rétt eins og við var að búast, lagað sig eftir óreglulegu sniði af skældum þrepum eða einfaldlega furðulegum línum frá því að dúkurinn var rifinn af. Þessar myndir eru hér nr. 19—30 í skrá og eru frá um 10 ára tímabili. Það er ekki auðvelt að stilla sig um að nefna „öskutunnumyndina" sem m.a. má sjá í myndinni Kláus í stampinum, sem fyrr var nefnd. Myndefnið hefur setið í listamannin- um frá fyrstu árum hans, þetta má sjá í blýantsteikningu frá 1927, sem sýnd er hér í kassa. Þar má sjá nokkrar gjörólíkar per- sónur standa milli sólarinnar sem gefur lífið (sólin er gleði allra) og gapandi öskutunnu sem aðeins ein ugla gefur gaum. Af öðrum myndum má sjá að hreinsunarmaðurinn, sem fjarlægir öskutunnuna, er fulltrúi dauðans. Menn eiga ekki að henda gjöfum lífsins svo lengi sem þær geta á nokkurn hátt komist hjá eyðingu. Heerup hefur verið félagi í listamanna- samtökunum Decembristunum síðan 1930. Hann hefur gert fallegar teikningar og stein- prent í árlega sýningarskrá þeirra, í skránni frá 1958 voru alls fimm mjög skemmtilegar litlar dúkristur. Með skringilegustu ástalífsmyndum er tvímælalaust Ást íkaffikönnu, 1972. Kaffi- bolli er til margra hluta nytsamlegur en þessi merkisbygging, hlaðin úr bláum stein- um með rauðum fúgum, gluggaskotum, hjartadyrum með stóru skráargati, er ekki til þess að róa þá sem hlut eiga að máli. Það þarf víst að fara 2—300 ár aftur í tímann, allt til Kína, til þess að finna „flatan teketil", t.d. í rittákninu, sem sambærilega hliðstæðu. Steinprentið Til minningar um AsgerJorn vekur margar góðar minningar hjá þeim sem muna Asger Jorn á leiðinni til Parísar á millistríðsárunum, klæddan í leðurjakka á stóru mótorhjóli sem var geymt í vinnustofu Sonju Ferlov við Rue de Moulin-Vert — og bras Ejlers Bille við þetta skrímsli þegar hann síðar fékk vinnustofuna lánaða. Asger var ungur og ákveðinn. Hann lagði París að fótum sér, en ekki fyrr en hann hafði komið upp öruggum útvirkjum í Mílanó, Munchen og Lundúnum, og það var ævistarf. Sérstakur flokkur eru auðvitað myndir eftir sögum HC Andersens sem listamaður- inn hefur unniðmikið að. Um þetta vitna margar blýantsteikningar, en þetta er saga sem mætti rekja nánar við annað tækifæri. Svo nú verður aftur horfið að því hvernig nafn sýningarinnar fellur að myndheimi Heerups Trúin á lífið blasir við í tjáningar- hætti listamannsins þar sem línan sjálf ólgar af lífi — sem hann oft snýr yfir í skreyti- mynstur. I eldri verkum eins og verkinu Syrgjandi ekkju 1942, og Sprengjuflug- mönnum, 1943, er merki krossins skínandi hvítt. Verndað fjölskyldulíf er sýnt á margan hátt. Brúðarvagninn, 1963. Ef til vill á Aust- urlandakona, 1950, heima í sama flokki. I einni af mörgum hreiðurmyndum hoppar mannafjölskylda upp í mannahreiðrið, 1973, og tréð lykst auðvitað utan um þetta vel setta hús meðan snigill og tveir fuglar fylgj- ast með tápmiklu sveinbarni á miðri mynd. Vonin er túlkuð á margvíslegan hátt. Skeifan er heillatákn sem getur varið litla barnið, vonin er í fuglsunganum sem stingur höfðinu út úr egginu, sama sýnir Kaffiálfur- inn, 1975, þar sem kettlingur gægist upp yfir könnubrúnina. Vonin rætist þegar Mað- ur finnur hjarta, 1950, í gamalli skrankistu með aflóga dóti. Vonin getur ræst fyrir þrautseigjan eða sérstök verk. Alfurinn og lírukassamaðurinn, 1950, þiggja smámynt fyrir tónlist eða fegurðardísin segir já þegar Alfurinn og harpan eru nær. Vonin rætist einnig þegar Bátur einsemd- arinnar, 1953, er mannaður eftir að seglið hefur fellt hjartnæm tár og breytist þá í Ástarbátinn, 1953. Von og huggun tjáir einnig Dansinn og tónlistin, 1980, þar sem hirðfiflið spilar, unga fólkið dansar og álfarnir eru með glettur. Kærleikurinn getur birst í ótrúlegustu myndum. Þó lofar Álfurinn og klukkan, 1962 (í sýningarkassa), nokkuð góðu þar sem skrautjurt með konusvip lætur blóm- klukkuna drúpa yfir (rauða) húfu álfsins. en í Viðtökunum, 1955 og 1968, svífur konan yfir himininn í blöðrukjól og er tekið með fögnuði, húfan er geislandi rauð og hundur- inn sperrir skottið, tilbúinn að rétta fram loppuna. A lífsbrautinni, 1960, leika sér línurnar og snúast í fjölda tákna sem vefj- ast að aðalpersónunum tveimur, um konuna flæðir mildin, um karlmanninn einbeitnin, en hjartað er á réttum stað, í miðjunni. Hjól- in þrýsta fram rauðum lit lifsins og koma hreyfingunni af stað. Á stýrisstönginni eru skeifa og kross, heppni og trú, yfir hendinni klukkan sem hringir þegar menn eiga svo gott að geta ferðast á hjóli undir heiila- stjörnu. Heerup hefur teiknað ýmis plaköt, síðast „Kaupmannahöfn — hrein borg" og fyrir eigin sýningu hjá Kunstforeningen 1987. Það hefur verið leitað til hans um teikningar við óteljandi útgáfur, auk þess hefur hann teiknað apóteksumslög, stimpilmerki, bók- merki (exlibris) og frímerki. Drageyri 22. janúar 1988. Höfundurinn er arkitekt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. MARZ 1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.